Morgunblaðið - 26.03.2018, Side 18

Morgunblaðið - 26.03.2018, Side 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2018 Loftpressur - stórar sem smáar Það er ærin iðja gamals manns að lesa sem mest í blöðum og bókum svo og að hlýða á fregnir og frásagnir og mundi ýmsum þykja undarleg byrjun á greinarkorni. Nægt er framboðið og það sem ég tek eftir er því- líkt ógnarmagn er af upphöfnum frásögnum fólks af eigin lífi, af- rekum sem afdrifum af ýmsu tagi. Ég les líka ýmislegt efni þar sem erkióvinur svo margra, áfengið, kemur við sögu og sannast sagna er talsvert þó af upphafningu þess sem hins sjálfskipaða gleðigjafa þar sem eftirköst koma aldrei eða nær aldrei við sögu. Ég staldra hins vegar frek- ar við frásagnir þeirra sem lýsa kynnum sínum af áfengi og öðrum vímugjöfum og fullyrða með gildum rökum að það að hætta slíkri neyzlu hafi reynzt þeim giftugjafinn mesti á lífsins leið. Eitt slíkt framlag sem ætti að verða öllum til ærinnar um- hugsunar las ég á dögunum og þar var ekki verið að fegra hlutina, að- eins vikið að bláköldum stað- reyndum. „Mesta gæfuspor lífsins“, segir ung söngkona, Katrín Hall- dóra Sigurðardóttir, sem hefur vak- ið þjóðarathygli fyrir frábæra túlk- un á annarri frábærri söngkonu, henni Ellý, uppáhaldi okkar svo ótal- margra. Ekki ætla ég að fara nánar út í þetta hreinskiptna viðtal, en hún Katrín er aðeins það dæmi gleði- legra viðtala af þessu tagi þar sem ég hefi séð hvað mesta hjartans ein- lægni. Hún segir frá ýmsum góðum auðnusporum sínum á lífsins leið en segist ekki hefði verið að telja það allt upp nema fyrir það að hún hefði tekið þá stóru ákvörðun að hætta að drekka fyrir fimm árum. Hún segist elska að lifa áfengis- lausu lífi enda fylgi því gífurlegt frelsi. Það var ekki sízt þetta sem at- hygli mína vakti enda er það eitt uppáhaldsorð áfengissinnaðra, þeg- ar þeir ræða um áfengismál, frelsi skyldi það vera að leyfa áfengis- auglýsingar, frelsi er orðið yfir að leyfa sölu á áfengi næstum hvar sem er, frelsi er þeim tamt sem enn einu sinni vilja troða þessum ófögnuði upp á þjóðina. Þar eru mér vonbrigði mest að sjá annars ágætan fyrrverandi ráðherra fara þar í fylk- ing fremst. Ég hélt einmitt að menn sem slíkri stöðu hafa gegnt hefðu lesið sér til um að- aláherzlur virtustu alþjóðastofnana í heilbrigðismálum sem mæla ein- dregið á móti hvoru tveggja því sem flutningsmenn telja mest áríðandi í heilsueflingu þjóðarinnar og skyldi nokkurn undra þó orðið frelsi yrði þeim tungutamt eins og endranær. Aðvörunarorð gamals manns eru sjálfsagt ekki mikils virði í huga þessara „frelsis“ postula, en ára- tugalöng reynsla hefur margsannað þau orð sem ég brýndi fyrir nem- endum mínum fyrir margt löngu. Þar sagði ég þeim að ég hefði aldrei hitt neinn sem sæi eftir því að hafa gjört bindindi að virkum þætti í lífi sínu, en æðimarga sem hefðu séð eftir því alla tíð að hafa byrjað að neyta áfengis. Og vissulega hefur slíkum farið hraðfjölgandi í áranna rás. Voði annarra vímuefna var þá ekki til staðar blessunarlega, en sá tröllríður nú samfélaginu þar sem ræturnar liggja æðioft í neyzlu áfengis, þó fleira komi til. Katrín Halldóra og fjölmargir aðrir eiga mína einlægu þökk fyrir að fletta ofan af frelsishjalinu, þar sem svo virðist hjá svo mörgum sem gróðinn sé aðalatriðið, hversu sem hann svo afvegaleiðir, eyðir og deyð- ir. Það glitrar nefnilega á gæfuspor þeirra sem vímugjöfunum hafna. Það glitrar á gæfusporin Eftir Helga Seljan Helgi Seljan » Því fylgir frelsi að lifa áfengislausu lífi. Höfundur er formaður fjölmiðla- nefndar IOGT. Alheimurinn fæddist með fulla fartösku af ferskri orku í mjög skipulögðu ferli. Þessi ótrúlega staðreynd lagði grunninn af öllu því sem fylgdi í kjöl- farið. Það að alheim- urinn hóf vegferð sína í svona heppilega lágu óreiðustígi er fjar- stæðukennt. Hver er hönnuðurinn? Á undanförnum áratugum hafa vísindamenn uppgötvað heilmikið um alheiminn og forsendurnar fyrir því að líf, hvað þá vitsmunalíf, geti dafnað í honum. Fullkominn hönnun alheimsins er óumdeilanleg, annars værir þú ekki að lesa þessa grein! Samkvæmt Biblíunni skapaði Guð alheiminn úr engu, creatio ex nihilo. Flestir vísindamenn, trúaðir sem og guðleysingjar, telja að alheimurinn hafi orðið til úr efnislegu engu. En myndi þetta „ekkert“ virkilega hafa að geyma alla þessa mismunandi krafta, orku, efni, öreindir, þrjár rúmvíddir, tímann og undur skammtaveraldarinnar til fram- leiðslu á virkum heimi? Er Guð eða enginn ábyrgur fyrir slíku krafta- verki? Ímyndaðu þér mælistiku sem er trilljón sinnum lengri en fjarlægðin til sólarinnar. Á henni er málaður hlutfallslegur styrkur hinna fjögra ólíku krafta frumefnanna: sterka og veika kjarnakraftsins, rafsegul- sviðsins og þyngdaraflsins. Ef vægi þyngdaraflsins væri aðeins einum millimetra meiri myndi þyngdar- aflið safna öllu efni í risastórt svart- hol. Árið 1998 uppgötvuðu stjörnuvís- indamenn tilvist Hulduorku. Sam- kvæmt útreikningum þeirra má vægi þessarar dularfullu orku ekki skeika um 1 í 10 í 120 veldi (mun stærri tala en allar frumeindir í al- heiminum). Frávik myndi útiloka stjörnumyndun því þyngdaraflið er of veikt til að yfirvinna sterkari orkufasta. Svona mikil nákvæmni í hönnun heimsins hefur fyllt marga angist. Tilvist Skapara virðist óumflýjanleg niðurstaða. Hvaða undankomuleiðir eru í boði? Fleiri alheimar! Sumir álykta að einn þeirra hljóti að hafa að geyma réttar for- sendur fyrir heim af lífi. Alheimurinn hyglir byggingarefnum lífs- ins. Það þarf ekki að vera svona, en er það nú samt. Hver er arki- tektinn? Hver skapaði lífið? Allir líffræðingar vita að lífið er stórkostleg smíði. En þeir vita ekki hvernig náttúran gat búið til fyrstu frumuna. Einn vísindamaður líkti því kraftaverki við fellibyl sem um- turnar lager af vélarpörtum úr Bo- eing 747 og skilur eftir sig flugvél, annar sagði að tilurð frumunnar væri álíka ólíkleg og að sprenging í prentsmiðju skildi eftir sig orðabók. Fruman inniheldur DNA- sameindir og prótín. Upplýsing- arnar í genamenginu eru í raun leið- beiningar, þ.e.a.s. eru hagnýtar. Ef yfir þriggja milljarða stafapör DNA-kóða mannsins væru útgefin í einni bók yrði hún meira en tvisvar sinnum hærri en Hallgrímskirkjan. Varð þetta flotta meistaraverk til af tilviljun? En vandamálið er mun djúpstæð- ara en DNA-kóðinn. Náttúran hefur útbúið fjölmörg mismunandi prótín, sem eru í einföldu máli, vinnuhestar frumunnar. Sérhvert prótín er sam- an sett úr hundruðum, oftast þús- undum, af 20 mismunandi am- ínósýrum í keðju. Segjum að þú fengir það verkefni að endurgera eitt tiltekið prótín sem samanstendur af 1000 amínó- sýrum. Til er fjöldinn allur af am- ínósýrum en náttúran hefur kosið að nota 20. Veldu réttu amínó- sýruna í hvern hlekk keðjunnar, alls 1000 sinnum. Líkurnar að leysa þessa þraut, jafnvel á trilljón árum, eru hverf- andi. Og „heimsk“ náttúran hefur, samkvæmt speki guðleysingjanna, hannað ógrynni virkra prótína án nokkurra vitsmuna eða skilnings á lífinu. Sumir telja að efnafræðin sé ábyrg fyrir veröld lífsins. En hversu skynsöm og hæfileikarík þurfti nátt- úran að vera til að nýta sér flókna lífefnaferla í þróun á vitiborinni, meðvitaðri mannveru? Ansi snjöll! Guð eða heppni? Mannkynið er tilkomið vegna fjöl- margra ólíkra hlekkja sem allir tengjast traustum böndum. Tek- urðu verkferla alheimsins og lífið í honum sem sjálfsögðum hlut? Annað hvort býrðu í rökréttum heimi sköpuðum af Guði eða þú býrð í tilgangslausri veröld sem bara hermir eftir rökréttum heimi. Sú staðreynd að fólk getur hugleitt tilveru sína er með ólíkindum enda sagði Albert Einstein, „Það sem er mest óskiljandi við heiminn er að hann er skiljanlegur.“ Hver er fyrsta orsökin, Guð eða enginn? Var hagstætt framleiðslu- ferli alheimsins einskær lukka? Ættum við öll að fylkja liði í göngu guðleysingjanna? Ekki vantar áróð- urinn! Páll postuli skrifaði, „Speki þessa heims er heimska í augum Guðs.“ (1. Korintubréf 3:19) Hvaða afl gaf mannverum tilfinn- ingar, vitsmuni, meðvitund og frjálsan vilja til að taka sjálfstæða ákvörðun um að tilheyra Guðs ríki eða hafna fyrirheitinu? Hafa efna- hvatar í heilanum einhver andleg plön? Getur tilfinningalaus þróun- arkenningin útskýrt óefnislegar langanir? Jörðin býður okkur allt það sem við þörfnumst til að lifa, dafna og þroskast. Til að það gerðist þurfti að virkja ótrúlega tilkomumikla at- burðarás. Bara heppni? Trú guð- leysingjanna er mikil! Alheimurinn virkar og það er fólk í honum. Hver skapaði þennan áhugaverða heim? Staðreynd málsins er einföld: allt var framkvæmt rétt! Pétur postuli, vitni að Upprisunni, ritaði „Hans er mátturinn um aldir alda.“ (1. Pét- ursbréf 5:11) Skapaði Guð heiminn? Eftir Brynjólf G. Stefánsson » Alheimurinn virkar og það er fólk í hon- um. Hver skapaði þenn- an áhugaverða heim? Brynjólfur G. Stefánsson Höfundur hefur áhuga á trúmálum. brynjolfur9@hotmail.com Um síðustu áramót náðist það langþráða markmið að öll börn með skráðan heimilist- annlækni eiga rétt á gjaldfrjálsum tann- lækningum samkvæmt samningi milli Sjúkra- trygginga Íslands (SÍ) og Tannlæknafélags Íslands. Samningurinn tók gildi vorið 2013 og var innleiddur í áföng- um, þannig að nokkrir árgangar voru teknir inn á hverju ári. Sá góði jafn- aðarmaður Guðbjartur heitinn Hann- esson, þáverandi velferðarráðherra, hafði forgöngu um að semja við sjálf- stætt starfandi tannlækna um tann- læknaþjónustu við börn árið 2013. Í skemmstu máli snýst samningurinn um að börn eru skráð hjá tannlækni og fara til hans í árlega skoðun og við- gerðir ef við á og greiða eingöngu 2.500 krónur í komugjald. Á sínum tíma (kringum 1990) gátu Íslendingar státað af því að tann- heilsa barna var mjög góð saman- borið við önnur Norðurlönd. Um síð- ustu aldamót runnu út samingar við tannlækna um þjónustu við börn og í kjölfarið ákvað ríkisvaldið að nið- urgreiða stóran hluta kostnaðar af tannlækningum barna. Niður- greiðslur á tannlæknaþjónustu barna héldu hvorki í við raunverð né vísi- tölu, með þeim afleið- ingum að tannheilsa barna snarversnaði, færri og færri börn sóttu tannlæknaþjón- ustu og kostnaður heim- ila vegna tannlækna- þjónustu barna jókst gríðarlega. Guðbjartur Hannes- son samdi við tannlækna um heildstæða tann- læknaþjónustu fyrir börn og honum tókst að forgangsraða fé tann- lækninga barna þrátt fyrir erfiða stöðu ríkissjóðs á þeim tíma. Það er því fagnaðarefni að samn- ingurinn nær nú til allra barna undir 18 ára aldri og það mun leiða til betri tannheilsu barna. Þjónusta til að viðhalda góðri tann- heilsu barna er ekki lúxus, heldur sjálfsögð réttindi barna og snýst um jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Guðbjartur Hannesson setti tann- lækningar barna í forgang. Hjá hon- um sló hjartað á réttum stað. Þar sem hjartað slær! Eftir Gunnar Alex- ander Ólafsson Gunnar Alexander Ólafsson » Guðbjartur heitinn Hannesson hafði forgöngu um að semja um tannlæknaþjónustu við börn árið 2013. Höfundur er heilsuhagfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.