Morgunblaðið - 26.03.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.03.2018, Blaðsíða 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2018 Birgir Sigurjónsson flugvirki á 60 ára afmæli í dag. Hann ersjálfstætt starfandi og hefur tekið að sér verkefni víða úti íheimi síðastliðin tíu ár. Undanfarna fjóra mánuði hefur hann verið að vinna fyrir Israel Airline Iindustry og er með aðsetur í Tel Aviv. „Þetta er búin að vera bullandi vinna, tólf til fjórtán tímar á dag. En núna er ég nýkominn heim í Mosfellsbæinn og verð á landinu í tíu daga. Ég verð með smá bröns fyrir systkini mín í dag en annars ætla ég bara að njóta þess að vera heima með fjölskyldunni.“ Áhugamál Birgis eru annars stangveiði og skotveiði og síðustu árin hefur hann verið duglegur að ganga á fjöll með konunni sinni. „Ég ætla mér að koma heim í sumar og veiða en það er spurning hvort það tekst. Skipulagið fyrir sumarið er ekki komið.“ Miklar breytingar hafa verið á starfi flugvirkjans vegna evrópskra flugmálayfirvalda. „Þetta er orðið mikið reglugerðafargan og passa þarf upp á að unnið sé eftir réttum bókum og viðhaldsreglum, en öll umgjörð í flugmálum hefur stórskánað, tækin og flugvélarnar orðin betri og allar reglur orðnar staðlaðar.“ Starf flugvirkjans er annars tvíþætt; annars vegar viðhaldsverkefni í flugskýli og hins vegar línuviðhald en þá er tekið á móti flugvélum þegar þær lenda og farið yfir þær. Eiginkona Birgis er María Finnbogadóttir, sjúkraliði og heilsu- nuddari. Dætur þeirra eru Berglind, nemi í margmiðlun í Tækniskól- anum, og Dagný, sveinn í bílamálun. Fóstursonur Birgis er Finnbogi Óskar Ómarsson, sölustjóri atvinnubíla hjá Ræsi. Flugvirkinn Birgir er sjálfstætt starfandi og hefur verið úti um víða veröld að vinna, síðustu fjóra mánuðina í Ísrael. Nýkominn heim í frí Birgir Sigurjónsson er sextugur í dag H anna Dóra Markús- dóttir fæddist á Akureyri 26.3. 1968 og ólst þar upp á Brekkunni, í Gerða- hverfi: „Fjölskyldan flutti þangað inn í nýtt hús sem pabbi byggði, ásamt fleiri íbúum raðhússins, þeg- ar ég var sex ára. Þetta var því nýtt hverfi. Við krakkarnir vorum mikið „úti á Velli“ þar sem nú er KA- svæðið. Þar var malar-knattspyrnu- völlur og skautasvell á veturna svo þetta varð vinsæll samverustaður okkar krakkanna og tilvalinn leik- vettvangur. Hverfið varð snemma barnmargt og við krakkarnir vorum alltaf úti að leika, allan ársins hring, hvernig sem viðraði. Þá voru engar tölvur til að liggja yfir og því fór meira Hanna Dóra Markúsdóttir, grunnskólakennari á Akureyri – 50 ára Við kennslu Hanna Dóra lifir sig inn í eðlisfræðikennsluna, en hún kennir einnig náttúrufræði, dönsku og lífsleikni. Félagslyndur og ötull íþróttaálfur á Akureyri Mæðgur Hanna Dóra samfagnar með Rakel, dóttur sinni, er hún, sem fyrir- liði meistaraflokks, varð Íslandsmeistari með Breiðabliki, árið 2015. Hólmavík Hilmar Gauti fæddist 9. mars 2017 kl. 03.15 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. Hann vó 3.180 g og var 50 cm langur við fæðingu. Foreldrar hans eru Inga Hjörleifsdóttir og Jón Þór Gunnarsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is GÓÐ HEYRN GLÆÐIR SAMSKIPTI! Með þeim heyrist talmál sérstaklega vel vegna þess að þau þekkja tal betur en önnur tæki. Tæknin sem þekkir tal Nýju ReSound LiNX 3D eru framúrskarandi heyrnartæki ReSound LiNX3 Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.