Morgunblaðið - 26.03.2018, Side 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2018
✝ Helgi Guð-brandur Vil-
hjálmsson fæddist
10. apríl 1918 í
Hafnarfirði. Hann
lést á Grund 4. mars
2018.
Foreldrar hans
voru Vilhjálmur
Guðmundsson bíl-
stjóri þar og kona
hans, Bergsteinunn
Bergsteinsdóttir.
Hann var ungbarn tekinn í fóst-
ur af Þorgrími Jónssyni verka-
manni í Hafnarfirði og konu hans
Guðrúnu Guðbrandsdóttur.
Helgi lauk prófi frá Iðnskóla
Hafnarfjarðar 1937 og lauk klæð-
skeranámi 1939. Klæðskera-
sveinn í Rvk. 1939-40. Veitti for-
stöðu saumastofu Kaupfél.
Húnvetninga, Blönduósi, árin
1940-43, klæðskerameistari í
Hafnarfirði í þrjú ár og síðan á
Siglufirði í átta ár. Verkstjóri við
ur ár, þar af formaður í eitt ár.
Hann söng í Kirkjukór Siglu-
fjarðar og karlakórnum Vísi.
Þegar Valla og Helgi fluttust
suður gerðist hann formaður Al-
þýðubandalags Hafnarfjarðar.
Hann var í Söngsveitinni Fílharm-
óníu. Maki 1) Hulda Jakobína
Ágústsdóttir, f. 1.10. 1920. Þau
skildu. Barn þeirra: Friðrik
Ágúst, f. 21.2. 1939. Kona hans er
Margrét Guðmundsdóttir, f. 12.7.
1939. Börn þeirra: 1) Guðmundur
Viðar, f. 15.6. 1960, kvæntur Tau
Azegau Friðriksson. 2) Helgi Val-
ur, f. 13.4. 1962, kvæntur Stein-
unni Ingólfsdóttur. 3) Árný
Hulda, f. 18.9. 1970, gift Bjarna
Karvel Ragnarssyni. Barnabörnin
eru níu talsins, langafabörnin
fjögur og langalangafabörnin
fjögur. Seinni kona Helga Guð-
brands var Valgerður Jóhann-
esdóttir, f. 1.3. 1926, d. 3. apríl
2010. Seinna hjónabandið var
barnlaust. Helgi var vinstri mað-
ur. Söng í kórum og lék á leik-
sviði. Hann er einnig sá af stofn-
endum Hauka í Hafnarfirði sem
síðastur fellur frá.
Útför Helga fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 26.
mars 2018, klukkan 13.
síldarsöltun á Siglu-
firði 1958-64. Ráðs-
maður við Sjúkra-
húsið á Húsavík
1964 til 1966. Vann
síðan við versl-
unarstörf hjá versl-
uninni Verðanda í
Reykjavík, einnig
hjá ÁTVR og endaði
sinn vinnuferil hjá
Verðlagsstjóra kom-
inn hátt á áttræðis-
aldur.
Einn af stofnendum Knatt-
spyrnufélags Hauka í Hafnarfirði
1931og varaformaður 1932. For-
maður Knattspyrnufél. Óðins á
Blönduósi 1942-43. Varabæjar-
fulltrúi á Siglufirði 1950-54. Vara-
formaður Sósíalistafél. Siglu-
fjarðar árin 1952-61. Formaður
Alþýðubandalagsfélags Siglu-
fjarðar árin 1958-62. Einn af
stofnendum Leikfélags Siglu-
fjarðar 1951 og í stjórn þess nokk-
Það er einhvern veginn svo að
tíminn til að kveðja ástvin er aldrei
réttur. Þó að árin hafi verið orðin
99 og aðeins nokkrar vikur í 100
ára afmælið, þá finnst mér þetta
hafa verið of snemmt. Hann var
reyndar búinn að lofa okkur því að
reyna að vera hjá okkur á 100 ára
afmælinu og spila fyrir okkur á
munnhörpuna sína. En dauðinn
gefur engin grið. Það er svo margs
að minnast á langri samleið. Næst-
um 60 ár. Hann var einstaklega
góður tengdafaðir og afi. Það var
alltaf gaman að heimsækja Helga
og Völlu og fá þau í heimsókn til
okkar. Í mínum huga segir maður
alltaf Helgi og Valla. Þau voru
órjúfanleg heild. En það var alltaf
sama hvort það var á Siglufirði,
Húsavík, Reykjavík eða Hafnar-
firði. Alltaf voru þau jafn gestrisin
og höfðu gaman af að bjóða heim
gestum. En árin í Kaplakrika voru
skemmtileg. Barnabörnin elskuðu
að komast í „sveitina“ í Kapla-
krika. Ótrúlegt þegar maður lítur
til baka og sér svo í dag að Kapla-
krikinn er nú aðalhöfuðstöðvar
FH og alls ekki nein „sveit“. Mér
finnst að Haukarnir hefðu frekar
átt að vera þarna, en það er nú
bara mín skoðun. Það voru líka
ljúfar stundir sem við áttum með
Helga og Völlu í sumarbústöðun-
um sem þau byggðu með eigin
höndum. Annar á Vatnsleysu-
ströndinni og hinn á Stafnesi.
Staðarhóll var reistur í landi Bala
á Stafnesi, afar fallegum stað við
hraunkantinn. Frá Bala átti Helgi
góðar minningar frá æsku sinni.
Hann var þar í sveit mörg sumur
og hélt vináttu við fólkið þar alla
sína löngu ævi.
Við vorum saman öll aðfanga-
dagskvöld síðan 1966. Dásamlegt
að eiga allar þessar minningar.
Það var eiginlega alveg óhugsandi
að halda upp á einhverja viðburði í
fjölskyldunni án þess að Helgi og
Valla væru með. Og mörg góð
ferðalög, bæði löng og stutt, fór-
um við saman. Efst í mínum huga
er þakklætið fyrir að hafa átt svo
margar gleðistundir með Helga
og alltaf átt hans stuðning vísan ef
eitthvað hefur bjátað á hjá okkur.
Síðast hjálpaði hann okkur að
leggja parket á alla íbúðina okkar,
þá kominn á níræðisaldur. Ekki
neitt blávatn þessi karl!
Síðustu árunum eyddi hann á
hjúkrunarheimilinu Grund. Þar
fékk hann frábæra umhyggju og
umönnun sem við getum aldrei
þakkað nógsamlega. Kærar þakk-
ir til allra sem þar komu við sögu.
Blessuð sé minning Helga Vil-
hjálmssonar.
Margrét.
Elsku afi, í hvert skipti sem ég
fór frá Íslandi eftir stuttar heim-
sóknir síðustu árin kvöddumst við
eins og það væri í síðasta sinn.
Síðasta skiptið varð samt í nóv-
ember 2016 og ég er þakklátur
fyrir þá minningu. Við sátum í
herberginu þínu á Grund, ég spil-
andi á gítar, þú á munnhörpu og
pabbi sá um aðalsönginn. Ekki
kannski ferskasta hljómsveit
landsins, þú 97 ára, pabbi 77 og ég
56, en við skemmtum okkur vel.
Minningarnar hlaðast upp og
ég man fyrst eftir mér hjá ykkur
ömmu og langömmu Siggu á
Siglufirði, kannski bara tveggja
ára, fyrsta hjólið, ferð í vörubíl og
síldarplanið eru hlutir sem ég
man eftir. Það var á Húsavík sem
þú kenndir mér að lesa og bókin
sem við stögluðumst í gegnum var
um hetjuna Gretti Ásmundarson.
Kaplakrikinn skipar samt stærsta
sessinn og helgar í sumarbústaðn-
um á Vatnsleysuströnd.
Þú varst heiðarlegur, harðdug-
legur og hæfileikaríkari en flestir.
Klæðskeri, smiður, bókagerðar-
maður, söngvari, munnhörpuleik-
ari af guðs náð og það eru ekki
margir sem þekktu Íslendinga-
sögurnar og íslensk ljóð betur en
þú. Þú kynntir okkur fyrir Bör
Börssyni, Góða dátanum Svejk og
tímaritinu Íslenskri fyndni, sem
við höfðum mjög gaman af, en ein-
hvern veginn gengu þeir brandar-
ar ekki alveg upp þegar í skólann
kom. The Golden Gate Quartet,
Pavarotti og Maria Callas voru oft
á plötuspilaranum svo og sunnu-
dagsmessurnar í útvarpinu. Þú
varst einn af stofnendum Hauka í
Hafnarfirði og staðfastur Alþýðu-
bandalagsmaður allt þitt líf.
Matarboðin ykkar ömmu voru
alltaf stórkostleg og veisluborðin
hlaðin. Stundirnar sem við áttum
saman hjá ykkur ömmu með Pétri
(látinn), Doddu, Siggu, Haraldi
(látinn) Margeiri og Vigdísi voru
ávallt tilefni mikillar tilhlökkunar.
Þú varst sannkallaður „trend-
setter“ í klæðaburði og það skipti
ekki máli hvort þú varst að fara í
morgunverð á Grund, í ferðalag,
veislu eða bara liggjandi uppi í
rúmi að gera krossgátu, þú varst
alltaf flott klæddur með bindi eða
slaufu og ef út var farið trónaði
franska alpahúfan auðvitað á koll-
inum.
Þú elskaðir fjölskylduna þína
og varst áhugasamur um hag okk-
ar allra og það var mikil tilhlökkun
að taka mynd af fimm ættliðum á
afmælisdaginn þinn, sem augljós-
lega verður ekki, en við „photo-
shoppum“ þig inn í myndina.
Það er dásamlegt til þess að
hugsa hversu mikinn þátt þú og
amma Valla áttuð í lífi okkar allra
og við erum öll betri manneskjur
fyrir vikið.
Elsku afi minn, ég þakka þér af
öllu hjarta fyrir samfylgdina og
fyrir þá ást og umönnun sem þú
og amma sýnduð okkur öllum.
Guðmundur Viðar
Friðriksson.
Við ætluðum í stórafmælið
hans afa Helga um páskana og
hlusta á hann spila á munnhörp-
una sína. En endum svo á að fara í
jarðarförina hans nokkrum dög-
um fyrir fyrirhugað afmæli. En
hann fær kannski að halda upp á
afmælið sitt í Sumarlandinu með
ömmu Völlu í staðinn. Við verðum
að hugga okkur við það. Þau voru
alltaf nefnd í sömu andrá, alltaf
svo samheldin. Ég á svo margar
góðar minningar með ömmu og
afa. Fékk oft að fara í sumarbú-
staðinn á Vatnsleysuströndinni til
að hugsa um og hlúa að Huldu-
lundinum, sem þau bjuggu til fyr-
ir mig. Fallegan lítinn trjálund.
Mér þótti svo vænt um það. Ég
fékk að smíða alls konar með afa
uppi í bústað og fór svo með þeim í
fjöruferðir fyrir kvöldkaffið. Syn-
ir okkar fengu svo snemma að
upplifa að smíða með langafa sín-
um. Ég dáðist að afa og ömmu
þegar þau byggðu sumarbústað-
inn á Stafnesi orðin sjötug. Alltaf
var afi eitthvað að dytta að og
smíða. Hann smíðaði til dæmis
litla dúlluhúsið sem krakkarnir
okkar léku sér í.
Mér þótti alltaf svo gaman að
gera slátur með ömmu og afa. Það
gerðum við fjölskyldan í nokkur
ár, ásamt mömmu og pabba. Afi
reiknaði fram og til baka hvað við
værum að spara mikið á hverjum
kepp og hvað verkamaðurinn
væri lengi að vinna fyrir búðar-
keyptu slátri. Enda vann hann hjá
Verðlagseftirlitinu í mörg ár. Þau
voru bæði nýtin og sparsöm, sem
okkar kynslóð gæti lært margt af.
Við Bryndís og afi fórum einu
sinni saman að skoða húsið sem
hann hjálpaði fósturforeldrum
sínum að byggja í Hellisgerði í
Hafnarfirði. Hann var svo stoltur
að segja okkur frá þessu og við
vorum stoltar af honum. Ég læt
hér staðar numið, en gæti nefnt
margar aðrar góðar minningar
með ömmu og afa. Þau voru ynd-
islegt og gott fólk. Við minnumst
alltaf afa Helga þegar við skerum
sunnudagssteikina með hans orð-
um: „Nú ráðumst við á drekann!“
Hvíl í friði, afi minn.
Þín sonardóttir,
Árný Hulda og fjölskylda.
Þau sómahjónin Helgi Vil-
hjálmsson og Valgerður Jóhann-
esdóttir, móðursystir okkar, léku
stórt hlutverk í bernsku okkar
systkinanna, fyrst á Siglufirði og
síðan í Kaplakrika. Þær Valgerð-
ur og Halldóra móðir okkar voru
mjög samrýndar og það var mikill
fengur þegar þau Valla og Helgi
fluttu suður í Kaplakrika í Hafn-
arfirði árið 1966 og festu sér hús
þar sem nú er íþróttasvæði FH. Í
stað sumarferða norður komu nú
tíðar ferðir í Krikann. Á sjöunda
áratugnum var þetta sannkallað
ævintýraland með læk og hrauni
en mestu máli skipti samt létt
lund og ótakmörkuð gestrisni
þeirra hjóna.
Helgi Vilhjálmsson var þarna
húsbóndi og hrókur alls fagnaðar,
kominn á æskuslóðirnar í Hafn-
arfirði þar sem hann hafði alist
upp á kreppuárunum og gerst
einn af stofnendum Hauka tólf
ára gamall. Það var oft gest-
kvæmt hjá þeim hjónum en hin
árlega þrettándagleði þeirra sló
öll met. Þau eignuðu sér þann dag
og slógu jafnan upp mikilli veislu.
Héldu þau þessum sið langt fram
eftir aldri.
Helgi tók okkur börnunum
jafnan vel og tókst þar mikill vin-
skapur og væntumþykja sem ent-
ist ævilangt. Hann kenndi okkur
að ráða mynda- og krossgátur og
valdi okkur bækur sem hann þótt-
ist viss um að þættu skemmtileg-
ar. Þar bar hæst Bör Börsson og
Góða dátann Svejk. Sjálfur bjó
Helgi yfir ríflegri kímnigáfu og
sagði margar sögurnar. Ein sú
besta átti það sameiginlegt með
áðurnefndum bókmenntum að
hægt var að hlæja að henni enda-
laust og var af því þegar hann
saumaði föt á Björn Pálsson al-
þingismann frá Löngumýri. Vísur
og kvæði kunni Helgi og var söng-
maður mikill og lagviss. Hafði
enda sungið með karlakórnum
Vísi á Siglufirði.
Helgi var laghentur þúsund-
þjalasmiður. Kom það sér vel þeg-
ar klæðskeraiðnin lét undan síga.
Þau hjónin reistu sér einbýlishús
á Siglufirði áður en þau fluttu suð-
ur. Þar sat Helgi heldur ekki auð-
um höndum. Fljótlega byggðu
þau sér glæsilegt sumarhús á
Vatnsleysuströnd í félagi við
Gústa son Helga og síðan annað
suður á Reykjanesi. Um svipað
leyti færðu þau okkur fjölskyld-
unni að gjöf áhaldahús sem Helgi
smíðaði og enn stendur á Kjalar-
nesi. Þau Valla fóru í margar ferð-
ir til útlanda til að sjá ný lönd og
til og heimsækja skyldmenni og
vini. Þau voru vinmörg og áttu
bæði stóran frændgarð.
Árið 1980 fluttu þau til Reykja-
víkur en 2004 komst Helgi aftur á
heimaslóðir í Hafnarfirði þegar
þau hjónin fluttust í vistlega íbúð
fyrir eldri borgara. Þau voru afar
samrýnd og það var Helga mikið
áfall þegar Valgerður féll frá vorið
2010, hann þá orðinn háaldraður
og þrotinn kröftum. Eins og hann
sagði sjálfur „ég er einn eftir“ úr
stórum systkinahópi og löngu orð-
inn eini stofnandi Hauka á lífi.
Hann fylgdist þó með og þótti
vænt um það þegar Haukar sýndu
honum sóma og ræktarsemi.
Síðustu árin hafði Helgi stund-
um á orði að þetta væri orðið
ágætt hjá sér, en undir það síð-
asta bar þó væntanlegt aldaraf-
mæli hans oft á góma. Ekki varð
af því og munaði aðeins fimm vik-
um. Í staðinn kveðjum við hann
nú hinstu kveðju með miklu þakk-
læti fyrir alla góðvildina og vin-
skapinn.
Sigríður, Margeir og
Vigdís Pétursbörn.
Kveðja frá Knattspyrnu-
félaginu Haukum
Það var sólbjartur sunnudagur
12. apríl 1931 þegar 13 ungir pilt-
ar komu saman í húsi KFUM í
Hafnarfirði í þeim tilgangi að
stofna íþróttafélag. Einn þessara
pilta var Helgi Vilhjálmsson, þá
nýorðinn 13 ára. Á þessum fundi
var Knattspyrnufélagið Haukar
stofnað. Nafnið Haukar var síðan
valið að tillögu séra Friðriks Frið-
rikssonar á fundi 8. júlí. Á þeim
fundi var Helgi kjörinn varafor-
maður félagsins og „hvatti hann
félagana að vera áhugasama um
félagið“ eins og segir í fundar-
gerð.
Í viðtali við Helga í tilefni 90
ára afmælis hans segir m.a: „Þeg-
ar við stofnuðum Hauka var einn-
ig til Knattspyrnufélag Hafnar-
fjarðar og líka annað sem hét 17.
júní, síðan var til Þjálfi og svo
komu Haukar og FH. Það höfðu
því verið stofnuð þrjú félög á und-
an Haukum sem ég man eftir. Þá
var íbúafjöldinn um 2.000 manns.
Þegar ég flutti úr Firðinum eru
þeir um 3.600. Það var alltaf slag-
ur á milli félaganna. Haukarnir
voru þá allir úr Vesturbænum og
þeir litu dálítið niður á Suðurbæ-
inga, töldu þá vera litla karla.“
Alla tíð bar Helgi hlýjan hug til
félagsins og var fyrstur manna til
að rétta fram hjálparhönd þegar á
þurfti að halda.
Hann var sæmdur gullstjörnu
félagsins 1981 og kjörinn heiðurs-
félagi 2001.
Nú þegar við kveðjum þennan
síðasta stofnanda félagsins okkar
sendum við fjölskyldu Helga inni-
legar samúðarkveðjur.
Fyrir hönd aðalstjórnar
Hauka,
Bjarni Hafsteinn Geirsson.
Helgi Guðbrandur
Vilhjálmsson
Kæri bróðir! Til
hamingju með dag-
inn. Þó svo að það
séu nú nærri þrír
mánuðir frá því að
ég ansaði símanum
og orðin voru „Heiðar er dáinn“
þá hljóma þessi orð líkt og ómur af
bjöllu sem virðist nær aldrei ætla
að þagna. Einhvern veginn heldur
allt áfram og ekki stoppar tíminn,
enda kannski ekki það sem á að
gerast þegar einhver fellur frá.
Upplifunin er samt einhvern veg-
inn þannig, manni finnst allt
Sigþór Heiðar
Ingvason
✝ Sigþór HeiðarIngvason fædd-
ist á Egilsstöðum
26. mars 1966. Út-
för hans fór fram
27. janúar 2018.
stopp, upphugsar
sömu hlutina aftur
og aftur. Já hvað ef
og hvað ef ekki? Þrír
mánuðir eru kannski
ekki svo ýkja langur
tími, það fer eftir því
hvernig maður setur
það upp. Í gegnum
árin hafa eflaust liðið
þrír mánuðir án þess
að við hefðum sam-
skipti, sérstaklega á
okkar uppvaxtarárum þegar þú
varst á vertíð og komst ekki heim
fyrr en að vori. Ekki höfðum við í
þá daga síma og tölvur til að eiga
samskipti okkar á milli, né við
aðra. Sennilega hefði margt verið
öðruvísi ef sú tækni hefði verið til
staðar þá. Sennilega væru til
hundruð mynda, ef þá hefði verið
eins auðvelt að taka myndir og er í
dag, já og setja inn á „Facebook“
en það varst þú allnokkuð dugleg-
ur við að gera, og hafðir gott auga
fyrir því sem var að gerast í kring-
um þig. Sennilega er það aldurinn,
en oftar og oftar verður manni
hugsað til þess hversu gaman það
væri nú að hafa fleiri myndir frá
þessum tíma. Myndir af lífi okkar í
sveitinni, hinu daglega lífi sem fer
svo hratt hjá að fyrr en varir er
það þotið hjá. Ferðir til fjalla og
fjöru og allt þar á milli. Undarleg-
um uppátækjum, já eins og þegar
„bagginn“ hvarf og leitað var mik-
ið að honum, það hefði sennilega
verið gert vídeó. Þessir atburðir
eru óteljandi enda ætti það að
vera svo, þó svo að við tölum um
tímann eins og hann hverfi þá skil-
ur hann alltaf eftir sig stundir.
Stundir sem stundum er gott að
rifja upp og fara yfir, já það skilur
eftir sig aðrar minningar, „já
manstu þegar við vorum að rifja
þetta upp þarna um árið?“ En
þannig hafa þessir síðastliðnu mis-
köldu vetrardagar liðið hver af
öðrum, rifja upp liðna atburði,
hvar hver var og gerði. Gleði-,
hamingju- og sorgarstundir,
þannig sveiflast lífið fram og til
baka. Eflaust hefur maður verið
lánsamur í gegnum lífið, í það
minnsta ekki gengið mjög dimm él
yfir, þó svo að manni finnist það á
þessari stundu. En einhvern veg-
inn hefði maður aldrei getað gert
sér grein fyrir því fyrirfram,
hvernig allt getur breyst á ör-
skotsstundu, enda ekki ástæða til
þess þegar allt virðist ganga vel.
Einhvern tímann var víst sagt
„gott er að vera vitur eftir á“, ef-
laust væri margt öðruvísi ef mað-
ur vissi endinn og gæti spilað út
eftir því. Þannig var það ekki þeg-
ar við spiluðum og ekki heldur í
lífinu. En nú er okkur ljós end-
irinn á þinni lífsbók, og megum við
vernda og minnast þeirra minn-
inga sem í henni eru sem lengst,
og rifja sem oftast upp með gleði í
huga. Hafðu þökk fyrir allt og allt
sem lífið gaf okkur í þinni návist.
Þinn bróðir,
Ómar Ársæll Yngvason.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
FRIÐRIK SVEINSSON
læknir,
lést á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 23.
mars.
Útför hans fer fram frá Áskirkju föstudaginn 6. apríl klukkan 13.
Þeir sem vilja minnast hans láti SÍBS njóta þess.
Guðrún Friðriksdóttir Heimir Örn Jensson
Rósa Friðriksdóttir Þorsteinn Óli Kratsch
Jóhanna Friðriksdóttir Sigurður Jónsson
Þóra Friðriksdóttir Guðmundur Ragnarsson
Hildur Kristín Friðriksdóttir Sigurður Reynisson
barnabörn og barnabarnabörn
Eiginmaður minn og faðir okkar,
INGIMUNDUR SIGFÚSSON,
fv. forstjóri og sendiherra,
lést í Reykjavík 20. mars.
Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 4. apríl
klukkan 11.
Valgerður Valsdóttir
Valur Ingimundarson Sigfús Ingimundarson