Morgunblaðið - 26.03.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.03.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2018 MADEIRA 5. apríl í 14 nætur Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. á flugsæti m/gistingu FY RI R2 1 ÁÐUR KR. 85.600 NÚ KR. 42.800FL UG SÆ TI Frá kr. 89.995 2FYRIR1 Ólöf Ragnarsdóttir olofr@mbl.is Framboðslisti Höfðuðborgarlistans var kynntur fyrir framan Ráðhús Reykjavíkur í gær. Björg Kristín Sigþórsdóttir, formaður og oddviti flokksins, segir framboðið þverpóli- tískt afl sem einblíni á málefni. „Við ætlum að leggja ofuráherslu á íbúðamál. Við ætlum að byggja 10.000 íbúðir núna fyrir ungt fólk í borginni og munum gera það á fyrsta kjörtímabilinu. Til dæmis í Grafarholti og Norðlingaholti,“ sagði Björg. Hún sagði framboðið ætla að for- gangsraða verkefnum fyrir íbúa. Efst á lista væru mengunarmál og íbúðamál. Þá væru samgöngumál ofarlega á baugi. Samgöngumál þyrfti að horfa á til framtíðar. „Við verðum líka að fara varlega. Við erum lítið land, ég sé ekki að það sé gott að eyða 70-100 milljörðum í eitthvert verkefni sem enginn veit hvað muni skila fólki,“ sagði hún og vísaði þar til borgar- línu. „Okkur finnst óábyrgt að setja svo mikið af skattfé almennings í svona aðgerð þegar ekki er vitað hverju hún muni skila,“ sagði Björg. Frekar eigi að gera umbætur á strætókerfinu. Þá vilji þau byggja Sundabraut tafarlaust. „Við þurfum að dreifa að- eins bílunum. Það er talað um að það sé svo mikið af bílum en það er náttúrlega ekkert skrýtið þegar þeir eru allir á sama blettinum.“ Meng- unarmál eru einnig ofarlega á lista framboðsins. „Við munum taka sex til átta mánuði í að ná tökum á hreinsun gatna og hreinsa hér stofn- vegi og ná tökum á því.“ Efstu þrjú sæti Höfuðborgarlist- ans skipa, auk Bjargar, Sif Jóns- dóttir og Snorri Marteinsson. Höfuðborgarlistinn kynntur fyrir framan Ráðhúsið í gær  Þverpólitískt framboð  Telja borgarlínu óábyrgt verkefni Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Nýtt framboð Höfuðborgarlistinn var kynntur fyrir utan Ráðhúsið. Hafa ekki afhent gögnin „Það er ekkert nýtt að frétta,“ segir Páll Krist- jánsson, lögmað- ur Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Se- villa á Spáni eftir slys. Síðustu vend- ingar í málinu voru þegar Páll greindi fjölmiðlum frá því að íslensk lögregla neitaði að afhenda tiltekin gögn sem eru nauð- synleg svo Sunna gæti snúið til Ís- lands. „Þetta eru ákveðin samskipti milli aðila,“ segir Páll spurður út í hvers lags gögn um ræði. „Þetta er sérstaklega athugavert í því ljósi að það er enginn í einangrun vegna málsins, einn er í lausagæslu, svo ég sé ekki hvaða rannsóknarhagsmunir gætu legið þarna að baki,“ segir Páll.Hann segir lítið annað hægt að gera núna en að bíða og sjá hvernig málið þróist, íslensk lögregla hafi óskað eftir því að taka yfir rannsókn málsins fyrir nokkru en án árangurs. „Fjölskyldan er hjá henni núna. Sunna er í sinni endurhæfingu að safna styrk,“ segir Páll. Sunna Elvira Þorkelsdóttir  Sunna er enn á spænsku sjúkrahúsi Ólöf Ragnarsdóttir olofr@mbl.is Undanfarið hefur gengið verr en áður að útskrifa nýbakaðar mæður og börn þeirra af sængurkvennadeildum sök- um þess að erfitt er að fá ljósmæður í heimaþjónustu. Bergrún Svava Jóns- dóttir, ljósmóðir sem situr í samn- inganefnd ljósmæðra í heimaþjón- ustu, segir að þjónusta við sængurkonur sé byggð upp út frá heimaþjónustunni. Kjarabarátta ljósmæðra skiptist í tvennt. Deila Ljósmæðrafélags Ís- lands og samninganefndar ríkisins er nú hjá ríkissáttasemjara og er næsti fundur 3. apríl. Ljósmæður í heima- þjónustu eru sjálfstætt starfandi og semja við Sjúkratryggingar Íslands. Á fundi í síðustu viku náðust samn- ingar ljósmæðra í heimaþjónustu við Sjúkratryggingar en sá samningur bíður nú samþykkis ráðherra. Berg- rún segir að ekki sé um verkfall að ræða hjá heimaþjónustu-ljósmæðr- um, um verktakavinnu sé að ræða og þær séu einfaldlega að kjósa að taka ekki verkefnin að sér. „Það eru bara alltaf fleiri og fleiri ljósmæður búnar að fá sig fullsaddar af þessum ótrú- lega lágu launum,“ segir hún. Frá 2008 hafa langflestar konur farið heim í heimaþjónustu eftir fæð- ingu. Frá árinu 2015 hefur hlutfall þeirra sem útskrifast í heimaþjónustu verið um 87%. „Það er gert ráð fyrir að konur fari heim. Landspítali hefur enga burði til þess að taka við þeim,“ segir Bergrún. Þreyttar á ástandinu Áslaug Valsdóttir, formaður Ljós- mæðrafélags Íslands, hefur heyrt af vandanum. „Ég heyrt það að það sé orðið frekar erfitt að útskrifa konur í heimaþjónustu,“ segir Áslaug en bæt- ir við að í því séu alltaf sveiflur. Ef komi upp margar fæðingar á sama tíma geti reynst erfitt að finna ljós- mæður í heimaþjónustu. „En launin hafa náttúrulega líka verið alveg hrottalega lág þannig að ég finn að það eru mjög margar ljósmæður orðnar þreyttar á að slíta sér út á þessu. Fyrir svona lág laun, það bara borgar sig ekki, hreinlega,“ segir hún. Illa gengur að útskrifa sængurkonur  Margar ljósmæður hættar að sinna heimaþjónustu vegna lélegra launa  Þjónusta við sængurkonur byggð upp í kringum heimaþjónustu  Ljósmæður í heimaþjónustu sjálfstætt starfandi í verktakavinnu Morgunblaðið/Ásdís Nýfætt barn Erfitt er að fá ljósmæður til að sinna heimaþjónustu. Hafin er í Sveitarfélaginu Árborg undirskriftasöfnun sem miðar að því að tillaga til breytinga á aðal- skipulagi miðbæjarins á Selfossi, sem gerir ráð fyrir því að þar verði reistar byggingar í gömlum stíl, sbr. áform Sigtúns þróunarfélags, fari í atkvæðagreiðslu meðal íbúa. Bæjarstjórn samþykkti tillöguna í síðasta mánuði og bíður hún nú staðfestingar Skipulagsstofnunar. Að undirskriftasöfnuninni standa Davíð Kristjánsson, Gísli Ragnar Kristjánsson og Aldís Sigfúsdóttir. Þurfa þau að hafa safnað 1.900 und- irskriftum 29% atkvæðisbærra íbúa fyrir 20. apríl eigi efni tillögunnar að öðlast líf, það er kosningar sem sveitarfélagið þarf þá að efna til innan eins árs. sbs@mbl.is Vilja kosningar um miðbæjarmál á Selfossi Fjölmargir lögðu leið sína í Smáralind í gær til að sjá þar bikarinn sem verður veittur því liði sem verður heimsmeistari í knattspyrnu karla á heimsmeistara- mótinu í Rússlandi í sumar. Bikarinn hefur verið á faraldsfæti um heiminn í einkaþotu merktri Coca Cola. Í fyrradag var hann í Þórshöfn í Færeyjum og í dag liggur leið hans til Arg- entínu. Með í för er franski knattspyrnumaðurinn Christian Karembeu, sem lék með franska landsliðinu sem vann HM 1998. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kom með einkaþotu til landsins Magir vildu sjá HM-bikarinn sem er á ferðalagi um heiminn Engar nýjar vísbendingar hafa kom- ið fram í tengslum við hvarf Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa fall- ið í átökum við tyrkneska herinn í Afrin-héraði seint í síðasta mánuði. Þetta sagði Sveinn H. Guðmars- son, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðu- neytisins, í samtali við Morgunblaðið í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson utan- ríkisráðherra sagði í síðustu viku mál Hauks vera í algjörum forgangi hjá ráðuneytinu. Engar vísbend- ingar í máli Hauks

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.