Morgunblaðið - 26.03.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2018
flísar fyrir vandláta
PORCELANOSA
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
Kosningaaldur er ekkertnáttúrulögmál. Hann er
mannanna verk, ákvörðun sem í
eðli sínu verður alltaf umdeil-
anleg. Í gegnum
tíðina hefur ýmis
aldur verið tal-
inn hinn rétti
kosningaaldur,
til dæmis 25 ár,
21 ár, 20 ár og
18 ár. Og það er
ekki aðeins hér á
landi sem þetta hefur verið breyti-
legt, þetta er einnig ólíkt á milli
landa.
Þróunin er þó almennt í þá áttað lækka kosningaaldurinn og
sums staðar er hann kominn niður
í 16 ár eins og gert er ráð fyrir í
frumvarpi sem nú er ólíklegt orðið
að verði að lögum fyrir komandi
sveitarstjórnarkosningar.
Full ástæða hlýtur að vera aðvelta því fyrir sér hvort eðli-
legt getur talist að þeir sem skil-
greindir eru sem börn í lögum eigi
að hafa kosningarétt.
En ef það er eðlilegt hlýtur líkaað vera ástæða til að velta
því fyrir sér hvers vegna miða eigi
við 16 ár en ekki til dæmis 17 ár
eða 15 ár. Eða ætti kosningaald-
urinn ef til vill að færast enn neð-
ar?
Hvað sem fólki kann að finnastum þetta ættu flestir að geta
verið sammála um að slíkar breyt-
ingar þarf að ígrunda vel og ræða
og að ekki er heppilegt að þær séu
gerðar í ofboði rétt fyrir kosn-
ingar.
Það er líka æskilegt að semmest samstaða ríki um reglur
um kosningar og þær séu alls ekki
nýttar til að efna til ófriðar og
sundurlyndis. Nóg er samt.
Hversu langt niður
er hægt að fara?
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 25.3., kl. 18.00
Reykjavík 3 alskýjað
Bolungarvík 4 skýjað
Akureyri 3 skýjað
Nuuk -11 léttskýjað
Þórshöfn 6 skýjað
Ósló 5 heiðskírt
Kaupmannahöfn 5 þoka
Stokkhólmur 7 heiðskírt
Helsinki 4 léttskýjað
Lúxemborg 11 heiðskírt
Brussel 11 þoka
Dublin 10 léttskýjað
Glasgow 9 skýjað
London 11 léttskýjað
París 14 heiðskírt
Amsterdam 8 þoka
Hamborg 8 heiðskírt
Berlín 10 heiðskírt
Vín 5 skýjað
Moskva 4 heiðskírt
Algarve 18 léttskýjað
Madríd 10 skúrir
Barcelona 12 léttskýjað
Mallorca 12 rigning
Róm 14 heiðskírt
Aþena 16 léttskýjað
Winnipeg 0 alskýjað
Montreal 1 rigning
New York 4 skýjað
Chicago 1 léttskýjað
Orlando 24 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
26. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:07 20:01
ÍSAFJÖRÐUR 7:09 20:08
SIGLUFJÖRÐUR 6:52 19:51
DJÚPIVOGUR 6:36 19:31
Alls verður 210 milljónum króna var-
ið á næstu þremur árum til margvís-
legra umbóta á fjölförnum stöðum í
Jökulsárgljúfrum í Vatnajökulsþjóð-
garði. Þetta er hluti af þeim pakka
sem ráðherrar umhverfis- og ferða-
mála kynntu í síðustu viku um út-
hlutun á ríflega 2,8 milljörðum króna
til uppbyggingar innviða og annarra
verkefna á alls 72 stöðum víða um
land. Miðast fjárveitingar þessar við
vernd náttúru, minjavernd og bætt
öryggi svo og betri aðstöðu fyrir
ferðamenn.
Sé boðlegur áfangastaður
Stækka á bílastæði við Gljúfra-
stofu í Ásbyrgi, sem er gestastofa
staðarins, og útbúa hjóla- og göngu-
stíga milli Gljúfrastofu og tjaldsvæð-
is, sem og við Botnstjörn innst í Ás-
byrgi. Í þær framkvæmdir, sem 65
millj. kr. eru eyrnamerktar, verður
farið með haustinu þegar um hægist
á svæðinu, að sögn Guðmundar Ög-
mundssonar þjóðgarðsvarðar. Þá á
að verja 110 millj. kr. til að útbúa sal-
ernishús og göngupalla við vestan-
verðan Dettifoss.
„Vegna salernis við Dettifoss þarf
að finna tæknilegar lausnir enda
ekki hlaupið að því að sækja vatn eða
losa sig við seyru. Einnig þarf að
hanna göngupallana með tilliti til
þess að þeir liggja í grýttu landslagi
þar sem allra veðra er von og umferð
ferðamanna allt árið,“ segir Guð-
mundur. „En þetta er mjög brýnt,
því að fossinum vestanverðum komu
nærri 320 þúsund manns í fyrra og
yfir hásumarið um 2.000 manns á
dag. Við verðum að geta sinnt grunn-
þörfum þessa mikla fjölda ef þetta á
að vera boðlegur áfangastaður svo
víðsfjarri vatnsveitu, rafmagni og
frárennsliskerfum. En við reynum
að finna lausnir til framtíðar í stað
plastkamranna sem nú eru þar.“
Aðstaða á Langavatnshöfða
Í úthlutun síðustu viku eru 30
millj. kr. eyrnamerktar framkvæmd-
um við svonefndan Langavatns-
höfða, sem er ofan Vesturdals þar
sem Hljóðaklettar eru. Fram-
kvæmdir þar verða í samhengi við
gerð nýs Dettifossvegar, sem er
tenging milli Mývatnsöræfa og
Kelduhverfis. Framkvæmdir við
heilsársveg á þeirri leið eru langt
komnar en þegar þeim lýkur er ljóst
að álag á svæðið verður meira en áð-
ur. Í því skyni að hlífa Vesturdal við
auknu álagi verður útbúin aðstaða á
höfðanum og þar hafist handa vænt-
anlega á næsta ári. sbs@mbl.is
Miklar framkvæmdir á dagskrá
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Dettifoss Þúsundir koma að fossinum að vestan dag hvern yfir sumarið.
210 millj. í Jökulsárgljúfur Bæta
aðstöðu við Dettifoss Hlífa Vesturdal