Morgunblaðið - 26.03.2018, Page 15

Morgunblaðið - 26.03.2018, Page 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2018 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is Nígerísku skólastúlkurnar sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram rændu í Dapchi, í norðausturhluta Nígeríu, komust aftur til fjöl- skyldna sinna í gær eftir að hafa verið tæplega fimm vikur í haldi hryðjuverkamanna. 111 stúlkum var rænt af hryðjuverkasamtök- unum þann 19. febrúar sl. Fimm létu lífið og einni er enn haldið hjá Boko Haram. Hún er kristin og neitaði múslimatrú. Stúlkunum var sleppt í síðustu viku eftir samninga- viðræður yfirvalda og hryðjuverka- samtakanna. Skólastúlkurnar komnar til síns heima AFP Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Carles Puigdemont, fyrrverandi for- seti heimastjórnarinnar í Katalóníu, var handtekinn á landamærum Dan- merkur og Þýskalands í gær þegar hann fór yfir landamærin á leið til Þýskalands á bíl. Evrópsk handtökuskipun var gef- in út á hendur Puigdemont á föstu- dag eftir að hann hélt til Finnlands til að ræða þar við þingmenn. Ekki liggur fyrir hvar Puigdemont er haldi en þýsk lögregla hefur staðfest fregnir af handtökunni. Puigdemont flúði Finnland eftir að þarlend stjórnvöld staðfestu að þeim hefði borist framsalsbeiðni frá spænskum stjórnvöldum en hann er eftirlýstur á Spáni fyrir uppreisnar- áróður og byltingu eftir að hafa leitt sjálfstæðisbaráttu Katalóna í lok síð- asta árs. Puigdemont komst frá Finnlandi án afskipta lögreglu en hann var á leiðinni til Belgíu þegar hann var handsamaður. Þúsundir manna komu saman í Barselóna í gær, margir með fána Katalóníu, og mótmæltu handtök- unni. AFP segir fólk hafa hrópað: „Puigdemont er forsetinn okkar“ og „Frelsið pólitíska fanga“. Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu, en mótmælendur köstuðu ruslatunn- um í lögreglusveitir sem svöruðu með því að berja mótmælendur með kylfum og skutu viðvörunarskotum upp í loftið. Puigdemont verður færður fyrir dómara í dag til að „staðfesta hver hinn handtekni sé,“ sögðu þýskir saksóknarar í gær. Dómstóllinn tek- ur þá afstöðu til þess hvort honum verði haldið áfram í varðhaldi vegna framsalsbeiðninnar. Hæstiréttur Spánar gaf á föstu- dag út alþjóðlegar handtökuskipanir á hendur 13 katalónskum sjálfstæð- issinnum, þar á meðal Puigdemont. Sagði hæstiréttur að hópurinn yrði ákærður fyrir byltingu. Verði Pu- igdemont og samherjar hans sak- felld eiga þau yfir höfði sér allt að 30 ára fangelsi. Níu þeirra þrettán sem um ræðir hafa jafnframt verið ákærð fyrir só- un á almannafé. Þá hafa tólf til við- bótar verið ákærð fyrir minniháttar brot. AFP Handtaka Lögregla og katalónskir mótmælendur tókust á í Barselóna. Puigdemont handtekinn  Fyrrverandi forseti heimastjórnarinnar í Katalóníu handtekinn í Þýskalandi  Eftirlýstur vegna sjálfstæðisbaráttunnar  Óeirðir vegna frétta af handtökunni Skipuleggjendur mótmæla gegn nú- verandi skotvopnalöggjöf í Banda- ríkjunum heita því að láta ekki deig- an síga í baráttunni fyrir breyting- um. Mörg hundruð þúsund nem- endur tóku þátt í mótmælunum um öll Bandaríkin á laugardag og eru mótmælin þau fjölmennustu í land- inu í tæplega tvo áratugi. Kveikjan að mótmælahreyfing- unni er skotárásin sem var gerð í skóla í Flórída í síðasta mánuði. „Þetta eru ekki endalokin, þetta er bara byrjunin,“ sagði Emma Gonzalez, forsprakki hreyfingar- innar. Hin 17 ára Gonzales er nemi við Marjory Stoneman Douglas High School þar sem 14 nemendur og þrír starfsmenn voru skotnir til bana í skotárás í síðasta mánuði. „Nýtið kosningaréttinn ykkar,“ sagði hún í ræðu sinni í Washington, í þeirri næst fjölmennustu af öllum mótmælagöngunum í landinu. „Við látum í okkur heyra fyrir komandi kosningar,“ hélt hún áfram en þingkosningar fara fram í Banda- ríkjunum í nóvember á þessu ári. „Við ætlum að nýta sumarið til er- indreksturs, við ætlum að heim- sækja menntaskóla og ná beint til ungmenna um land allt.“ Cameron Kasky, samnemandi Gonzalez úr Stoneman Douglas- skólanum, sagði mótmælin á laug- ardag hafa vakið marga til umhugs- unar fyrir þingkosningarnar og ýtt við mörgum sem skráðu sig til að kjósa í haust. „Fjöldinn á bak við hreyfinguna er það sem stendur upp úr. Fólk áttar sig á mikilvægi þess að nýta kosningaréttinn.“ Mótmæltu byssulög- gjöfinni AFP Mótmæli Hafsjór mótmælenda á mótmælunum í Washington.  Ein fjölmennustu mótmæli aldarinnar Að minnsta kosti 37 létu lífið og 30 voru fluttir á sjúkrahús eftir að gríðarmikill eldsvoði varð í verslunarmið- stöð í síberísku iðnaðarborginni Kemerovo í Rússlandi í gær- dag. Á meðal hinna látnu voru börn. Neyðarástandi var lýst yfir á Kemerovo-svæðinu og unnu tæp- lega 300 manns að björgunar- störfum. Á sjöunda tug manna var enn saknað nokkrum klukkustund- um eftir að eldurinn kviknaði. Russia Today greindi frá því að allt benti til þess að eldsupptökin hefðu verið í trampólíngarði á barnasvæði í verslunarmiðstöðinni. Óttast er að 200 dýr af 25 teg- undum sem voru í dýragarði versl- unarmiðstöðvarinnar séu dauð. Viðmælandi Russia Today sagði fólk hafa forðað sér út um stiga í geðshræringu og ekki hefði verið hægt að bjarga dýrunum. Mannskæður elds- voði í Rússlandi RÚSSLAND Eldsvoði Frá brunanum í gær. Klámmyndaleikkonan Stormy Daniels birtist á sjónvarpsskjám vestanhafs í fréttaskýringaþætt- inum 60 Minutes í gærkvöldi þar sem hún opnaði sig um framhjáhald sitt og Donalds Trumps árið 2006. Beðið hafði verið eftir viðtalinu með mikilli eftirvæntingu en Dani- els fékk greidda 130 þúsund Banda- ríkjadali rétt fyrir forsetakosning- arnar 2016 fyrir að gæta þag- mælsku um kynni sín af forset- anum. Hún sagði m.a. í viðtalinu að maður nokkur hefði komið til henn- ar í Las Vegas árið 2011 og hótað henni undir rós. „Þú átt fallega dóttur, það væri synd ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar.“ Daniels segir sér hafa verið hótað BANDARÍKIN Saga Stormy Daniels og Donald Trump. AFP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.