Morgunblaðið - 26.03.2018, Síða 16

Morgunblaðið - 26.03.2018, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Nicolas Sar-kozy, fyrr-verandi Frakklandsforseti, á ekki sjö dagana sæla núorðið eftir að rannsóknardóm- ari þar í landi ákvað að tilefni kynni að vera til þess að ákæra hann. Sarkozy er grunaður um að hafa þegið fúlgur fjár í kosningasjóð sinn frá Gaddafí, þáverandi leiðtoga Líbýu, í að- draganda forsetakosninganna 2007. Málið hefur elt Sarkozy allt frá árinu 2011 þegar ásak- anirnar komu fyrst upp. Sar- kozy telur að þær hafi átt einna stærstan þátt í því að hann náði ekki endurkjöri í forseta- kosningunum árið 2012 þegar einungis munaði um 1,5% á honum og Francois Hollande, frambjóðanda sósíalista. Ekki er ólíklegt að þetta sé rétt ályktað hjá Sarkozy. Sarkozy fullyrðir að engar sannanir séu fyrir þeim ásök- unum sem bornar hafa verið fram á hendur honum og í raun byggist málið allt á orðum fyrr- verandi leiðtoga Líbýu og ým- issa aðila tengdra ríkisstjórn hans. Segir Sarkozy að ásak- anir þeirra séu hefnd fyrir þá ákvörðun hans að hefja, ásamt bandamönnum Frakka í Atl- antshafsbandalaginu, loftárásir á Líbýu árið 2011. Ekki eru allir sem taka út- skýringar forsetans trúanlegar, enda var Sarkozy og er um- deildur í Frakklandi. En það finnast líka margir sem telja málið allt lykta af pólitískum nornaveiðum. Christian Jacob, þingflokksformaður franskra repúblíkana, flokks Sarkozy, lýsti því yfir til að mynda í vik- unni að flokkurinn stæði heilshugar að baki honum og gaf í skyn að þarna hefði rannsókn- ardómari látið eig- in stjórnmálaskoð- anir ráða för. Í flestum vestrænum ríkjum yrði litið á aðdróttanir sem þessar um réttarkerfið sem veikburða málsvörn sakborn- ings sem hefði ekkert hald- betra í höndunum. Það segir hins vegar sitt um hið bjagaða kerfi franskra rannsóknardóm- ara að eflaust munu margir franskir hægrimenn taka þessa gagnrýni trúanlega þar sem næg fordæmi eru fyrir því að vinstrisinnaðir rannsóknardóm- arar hefji rannsókn mála, ein- mitt á óþægilegum tímapunkti fyrir pólitíska andstæðinga sína, sem ekkert verði síðan úr. Ekki er þar með sagt, að ekkert sé hæft í ásökununum gegn Sarkozy. Rannsóknin mun væntanlega leiða það í ljós hvort að ástæða sé til þess að hefja réttarhöld gegn honum og svo verður að gera ráð fyrir að dómstólar komist að réttri niðurstöðu um sekt eða sak- leysi. Endi málið ekki með sakfell- ingu Sarkozy verður það vænt- anlega talið enn eitt dæmið um að réttarfarinu í sumum ríkjum Evrópusambandsins sé veru- lega áfátt. Þó eru þetta ríki sem yfirleitt telja sig eiga að leiðbeina öðrum í þessum efn- um. Er ekki tímabært, án tillits til sektar eða sýknu Sarkozys, að þessi ríki skoði hvort að staða rannsóknardómaranna samræmist viðhorfum um hlut- leysi rannsakenda og rétt- arkerfis? Líbýumálið eltir Sarkozy, en það vekur aðrar áleitnar spurningar} Spilling eða nornaveiðar? Þær fregnir bár-ust í liðinni viku að Súdan, síð- asta karldýrið af tegund hins norð- læga hvíta nashyrn- ings, hefði verið af- lífaður. Súdan var háaldraður en hann skilur eftir sig tvö af- kvæmi, nashyrningskýr sem eru báðar ófrjóar. Útlitið er því vægast sagt dökkt fyrir þessa hvítu nashyrninga. Raunar hefur stefnt í þetta um langa hríð. Fyrir hálfri öld voru einungis um 2.000 dýr eftir af tegundinni og ágangur mannsins á hið náttúrulega um- hverfi hennar, auk ásælni veiði- þjófa, hefur orðið henni ofviða. Ekki er þó loku fyrir það skotið að dýr, sem talist geti til norðlæga hvíta nashyrningsins, geti á ný gengið um jörðina. Vís- indamenn hafa á síðustu árum safnað kynfrumum beggja kynja úr þeim dýrum sem voru á lífi, í þeirri von að hægt yrði að finna „staðgöngu- móður“ meðal hinna suðlægu ættingja nashyrnings- ins. En jafnvel þó að hægt yrði að búa til nýja norðlæga hvíta nashyrninga með tæknifrjóvgun af þessu tagi, er alls óvíst að það tækist að búa til nógu mörg dýr til þess að byggja tegundina upp að nýju. Þó að margar tegundir hverfi án atbeina mannsins má því mið- ur skrifa örlög norðlæga hvíta nashyrningsins nánast alfarið á virðingarleysi mannsins fyrir umhverfi sínu. Takist mönnum ekki að tryggja framtíð þessarar tegundar er að minnsta kosti nauðsynlegt að þeir læri af þess- um mistökum. Norðlægu hvítu nashyrningarnir eru orðnir vægast sagt sjaldséðir} Á barmi útrýmingar S taðreyndir frá SÁÁ. Staðreyndir sem eru svo sorglegar að það er erfitt að setja þær á blað án þess að tárast. Enginn sjúkdómur er jafn al- gengur og hættulegur íslenskum ungmennum og vímuefnafíkn. Tölulegar staðreyndir um hversu margir hafa leitað meðferðar á Vogi fyrir 25 ára aldur og hversu stór hluti þeirra hefur dáið ótímabært langt um aldur fram, segja sína sögu. Á 38 árum (1977-2015) komu 8.039 ungmenni í meðferð á sjúkrahúsið Vog. Við árslok 2015 voru 428 af þessum tilteknu sjúklingum á Vogi látnir. Við erum að tala um 340 drengi og 88 stúlkur. Lætur nærri að hvern einasta mánuð síðustu 38 árin hafi ein- hver úr þessum hópi dáið. Þessar upplýsingar eru stað- reyndir sem birtast við samlestur á gagnagrunninum á Vogi og horfinna manna skrá frá Þjóðskrá. Þróun í hróplegu ósamræmi við þörfina Ákallið eftir hjálp hefur aldrei verið hærra og bið- listinn inn á Vog aldrei verið lengri, En þrátt fyrir það hefur heilbrigðisráðuneytið fækkað sjúkrarúmum sem ætluð eru áfengis- og vímuefnasjúklingum til meðferðar úr 265 þegar mest var í lok árs 1985, niður í 62 rúm nú. Enginn virðist skilja af hverju rúmum hefur fækkað svo mikið eða hver það var sem bað um þennan stórfellda nið- urskurð. Staðreyndirnar tala þó sínu máli. Ef við lítum á þróunina frá því eftir hrun þá hætti heil- brigðisráðuneytið að greiða fyrir húsnæðis- og fæðis- kostnað í eftirmeðferð SÁÁ og breytti með- ferðinni þar í göngudeild eða dagdeild. Þannig fækkaði sjúkrarúmum sem heilbrigðisyf- irvöld greiða fyrir hjá SÁÁ um 60. Með þjón- ustusamningi í desember 2014 um sjúkra- húsið Vog var sjúkrarúmum þar fækkað um 18. Frá hruni hefur leguplássum sem heil- brigðisyfirvöld greiða fyrir hjá SÁÁ fækkað um 78. Í dag er meðalaldur þeirra sem leita sér meðferðar 35 ár. Nákvæmlega núna bíða 5- 600 fárveikir einstaklingar eftir því að komast í meðferð. Það má líta svo á að biðlisti inn á Vog sé í eðli sínu líkur biðlista inn á bráðamóttöku. Það er dauðans alvara á ferð og fólkið okkar deyr á þessum biðlista. Aðstandendur og fjölskyldur eru varnarlaus gagnvart ástandinu og eru sem föst í álögum. Þau eru að bíða líka. Það þarf að bregðast við strax! Sjúkdómur fíknar einkennist af stjórnleysi. Hann er án efa hættulegasti sjúkdómur ungs fólks á Íslandi í dag. Sú staðreynd blasir við okkur í endurteknum hörmungar- fréttum af ótímabærum dauða fjölda vímuefnasjúklinga. Það er kominn tími til að stjórnvöld láti verkin tala. Hver vill bera ábyrgð á því að fárveikir einstaklingar eru að deyja einungis vegna þess að við viljum ekki hjálpa þeim? Ekki ég. Inga Sæland Pistill Unga fólkið okkar deyr á biðlista Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Hátt í 900 sjúkraliða munvanta til starfa á næstuárum, verði ekkert aðgert. Stéttin er að eldast og rétt um helmingur þeirra sem út- skrifast úr sjúkraliðanámi hefur störf í faginu. Núna eru 2.000 sjúkraliðar að störfum á hinum ýmsu heilbrigðis- stofnunum. Á hverju ári útskrifast 60-80 sjúkraliðar og úr þeim hópi fara 30-40 til starfa sem sjúkraliðar. „Þessi nýliðun er hvergi nærri nægi- leg,“ segir Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands. „Þessu til viðbótar hefur meðalaldur í stéttinni hækkað jafnt og þétt undanfarin ár og er nú 47 ár,“ segir hann. „Ef öllum þeim, sem starfa í umönnun á öldrunarheim- ilum, væri gert að fara í sjúkraliða- nám, eins og gert er t.d. í Danmörku, þá myndi vanta miklu fleiri en þessa 900.“ Gunnar segir að umræða um mikið álag á heilbrigðisstarfsfólk gæti verið ein ástæða þess að fólk skili sér ekki til starfa að námi loknu. „Svo er þetta vaktavinna og það hent- ar alls ekki öllum. Það er líka eitthvað um að fólk fari í frekara nám í heil- brigðisgreinum að sjúkraliðanámi loknu. En svo fer fólk líka oft að vinna við eitthvað allt annað.“ Greint var frá því í Morgunblað- inu fyrr í þessum mánuði að örorka meðal sjúkraliða hefði aukist jafnt og þétt undanfarin ár og er nú svo komið að þeir eru einn stærsti hópurinn sem nýtir sér úrræði VIRK starfsendur- hæfingarsjóðs, en rúmlega tíundi hver sem þangað leitar er sjúkraliði. Könnun sem Sjúkraliðafélag Íslands gerði í samstarfi við fjármálaráðu- neytið fyrir rúmum tveimur árum leiddi í ljós að veikindadagar á hvert starfsgildi sjúkraliða voru 20,5 á ári eða sem samsvarar heilum mánuði í starfi. Gunnar segir að ástandið hafi lítið breyst síðan þá og þessar tölur eigi enn við. Fyrst og fremst vegna álags Spurður um ástæður þessarar háu tíðni örorku og veikinda segir Gunnar það fyrst og fremst vera vegna álags í starfi. „Við heyrum það a.m.k. á okkar félagsfólki.“ Undir þetta tekur Sandra Bryn- dísardóttir Franks sjúkraliði sem býður sig fram til formennsku í Sjúkraliðafélagi Íslands. Í aðsendri grein sinni í Morgunblaðinu í síðustu viku segir Sandra að hætta sé á mik- illi undirmönnun sjúkraliða sem brjótist fram í veikindum, ýmist til lengri eða skemmri tíma. „Við þessu þarf að bregðast strax, því nýliðun í sjúkraliðastéttinni hefur gengið hægt undanfarin ár. Það er því nauðsyn- legt að auka hvata til að fjölga nem- endum í greininni,“ skrifar Sandra í grein sinni. „Vandinn er margþættur,“ segir Sandra spurð um skýringar á fáliðun í sjúkraliðastéttinni. „Í fyrsta lagi held ég að margir nýútskrifaðir sjúkraliðar átti sig ekki alveg á því hvernig vinnuumhverfið er. Þar er mikið álag, sem þeir hafa enga stjórn á, og ég held að mörgum bregði í brún þegar þeir koma til starfa. Sjúk- lingar eru veikari en áður og inn- lagnir eru styttri.“ Finnst menntunin lítils metin Annar þáttur sem Sandra segir að gæti verið áhrifavaldur í þessum efnum er að margir sjúkraliðar upp- lifi menntun sína gjaldfellda þegar ófaglærðir starfsmenn gangi í störf þeirra á hjúkrunarheimilum. „Þetta er afar sérhæft nám og það er slæm tilfinning fyrir fólk að finnast mennt- un sín lítils metin,“ segir Sandra. 50% menntaðra sjúkra- liða starfa við fagið Morgunblaðið/Árni Sæberg Sjúkraliðar Veikindadagar á hvert starfsgildi sjúkraliða samsvara heilum mánuði í starfi á ári hverju. Ástæðurnar eru margvíslegar, m.a. álag. Unnið er að gerð mannaflaspár innan heilbrigðisráðuneytisins þar sem spáð er fyrir um þörfina á heilbrigðisstarfsfólki á næstu árum. Ekki liggur fyrir hvenær þeirri vinnu muni ljúka. Í svari Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Morgunblaðsins um hvort til standi að grípa til aðgerða vegna skorts á sjúkraliðum segir að unnið verði að því innan ráðuneytisins að ráðast í gerð stefnu í mannaflamálum. Einnig verði mönnunarviðmið í heilbrigð- isþjónustu skoðuð í samráði við Embætti landlæknis með það að mark- miði að bæta starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks. Unnið að gerð mannaflaspár RÁÐUNEYTIÐ SKOÐAR STÖÐUNA Í HEILBRIGÐISKERFINU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.