Morgunblaðið - 26.03.2018, Síða 20

Morgunblaðið - 26.03.2018, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2018 ✝ Magnús ErnstÁrsælsson fæddist í Reykja- vík 28. febrúar 1942. Hann lést á Landakoti 15. mars 2018. Foreldrar Magnúsar voru Ársæll Magnússon steinsmiður, f. 1. janúar 1907, d. 26. janúar 1969, og Catharina Sibylla Magnússon Thelen, f. 30. október 1909, d. 20. október 1990. Magnús var yngstur þriggja systkina. Lát- in er Geirþrúður E. Ársæls- dóttir en Steinunn H. Ársæls- dóttir, f. 29. janúar 1940, lifir bróður sinn. Magnús kvæntist Lindu Guðbjartsdóttur þann Björgvini Harðarsyni, f. 12. ágúst 1970 (skilin). Þau eiga saman börnin Arnar Má Björgvinsson, f. 10. febrúar 1990, Hugrúnu Lindu Björg- vinsdóttur, f. 2. mars 1996, Hörð Fannar Björgvinsson, f. 26. júní 1997, og Thelmu Lind Björgvinsdóttur, f. 13. október 2003. Magnús ólst upp á Grett- isgötunni í Reykjavík. Eftir hefðbundna skólagöngu fet- aði hann í fótspor föður síns og útskrifaðist með sveins- próf í steinsmíði árið 1966 og með meistarabréf í sömu iðn fimm árum síðar. Samhliða náminu og eftir útskrift starfaði Magnús sem stein- smiður hjá fyrirtæki föður síns en eftir að faðir hans seldi fyrirtækið sneri Magnús sér að rútuakstri. Árið 1999 hóf Magnús störf hjá Þarfa- þingi hf. Magnús verður jarðsung- inn frá Bústaðakirkju í dag, 26. mars 2018, klukkan 13. 17. desember 1966. Foreldrar hennar voru Guð- bjartur Guð- mundsson, f. 22. september 1926, d. 18. september 2007, og Elín Ólafsdóttir, f. 21. apríl 1927, d. 23. maí 1990. Magnús átti með Lindu tvö börn. 1) Ársæll Magnússon, f. 13. júlí 1966, maki Andrea Bergþóra Pétursdóttir, f. 25. mars 1966. Þau eiga saman tvo syni, þá Magnús Ársælsson, f. 27. apríl 1990, og Hreiðar Inga Ársæls- son, f. 14. febrúar 1993. 2) Björk Inga Magnúsdóttir, f. 22. febrúar 1973, var gift Í dag kveðjum við elskulegan mág minn Magnús Ársælsson. Mér finnst svo sem ekki langt síðan dökkblá Mercedes Benz- bifreið renndi í hlað í Akurgerð- inu til að bjóða elstu systur minni á rúntinn. Ég var bara átta ára og fylgdist með af áhuga. Nú til dags er talað um „pikköpp-línur“ en þegar Maggi kom og gaf Lindu systur nýju plötu Bítlanna „Help“ þá fannst mér það mjög flott hjá honum. Þetta sýnir að árið var 1965. Maggi sagði mér reyndar seinna að ein helsta áskorunin hefði verið þegar verðandi tengda- móðir bauð unga manninum í mat og bar á borð svokallaða „eggjamjólk“. Þessu þótti honum hræðilega erfitt að koma niður en markmiðið var mikilvægt svo hann lét sig hafa það. Allt gekk þetta upp; ári seinna fæddist sonur þeirra Ási og 1973 hún Björk Inga. Þegar við, sem eytt höfum megninu af ævinni í nálægð Magga, minnumst hans, þá virt- ist hann alltaf vera að hjálpa og aðstoða aðra. Hann var óskap- lega laghentur og virtist geta allt. Og alltaf hafði hann tíma til að aðstoða og þegar hann átti að vera heima að hvíla sig eftir erf- iðan vinnudag lá hann oft undir bílskrjóðum annarra að gera við. Hjálpsemina fékk Maggi án efa í arf frá föður sínum en í minningargrein um Ársæl, föður Magga, skrifar Svavar Guðnason listmálari árið 1969: „Það var eitt að hendur Ár- sæls Magnússonar snéru rétt að verki, hitt annað að hjartað sat líka eins örugglega á réttum stað gegnt þeim er átti í vanda.“ Magnús lærði steinsmíði hjá föður sínum en afi hans hafði stofnað steinsmíðaverkstæði árið 1893. Mín fyrstu skref á vinnu- markaðnum voru sumarstörf með Magga í steinsmiðjunni. Mér er mjög minnisstæð VW- bjalla sem Maggi notaði sem vinnubíl og var full af verkfær- um, sementi og steypufötum. Ég var nýkominn með bílpróf og hugði gott til glóðarinnar að æfa mig í akstri á bjöllunni. Þá bilaði kúplingin og enginn tími til að gera við. Maggi sýndi mér hand- tökin og sagði: Startaðu honum bara í gír; hlustaðu á gírkassann og skiptu á réttu mómenti og þetta mun ganga flott! Passaðu þig bara að þegar þú þarft að stoppa við gatnamót að vera ekki upp í móti!“ Og viti menn, þetta gekk furðu vel. Góður hópur félaga fór árlega saman í veiðitúr. Þar var Maggi hrókur alls fagnaðar. Hann tók að sér eldamennsku fyrir hópinn og varð úr að Magga var alltaf úthlutað veiðistað á síðustu vakt dagsins sem næst var veiðihús- inu. Hann gat þá sinnt elda- mennskunni og veiðinni á sama tíma. Við hinir gátum þá fljót- lega sest til matar þegar við komum glorhungraðir í hús eftir góðan dag. Veiðin í þessum ferð- um gat verið upp og ofan en mat- urinn klikkaði aldrei. Fyrra kvöldið var soðið saltkjöt með kartöflum og rófum og seinna kvöldið var grillað lambalæri með góðu agúrkusósunni hans Magga. Aldrei mátti breyta matseðlin- um. Þegar einn okkar í óvarkárni stakk upp á breytingu varð allt vitlaust. Sumt á bara að vera eins. Þegar Maggi hætti störfum og settist í helgan stein var ljóst að líkaminn var orðinn eldri en hug- urinn. Við sem hnípin sitjum eftir söknum góðs vinar. Takk fyrir allt. Pétur. Ég kynntist Magga þegar ég var um tvítugsaldurinn. Við urð- um vinir samdægurs, því þannig var Maggi. Sú vinátta hélst allt til enda, og ég mun njóta góðs af hollráðum hans um ókomna tíð. Þegar ég og dóttir hans kom- um okkur upp fyrsta heimili okk- ar keyptum við íbúð í einu af eldri hverfum borgarinnar. Eins og gengur með gamlar íbúðir þurfti að breyta og bæta, og þar var Maggi sannarlega á réttri hillu. Hann var jafnvígur á smíði úr tré og járni, og allt annað sem þurfti að leysa. Samviskusemin og starfsgleðin voru smitandi, og á sinn hógværa máta miðlaði hann verkviti sínu og reynslu. Vinnan var sannarlega áhugamál Magga, og hann gladdist í hvert sinn sem við Björk Inga keyptum okkur nýtt húsnæði, því alltaf mátti breyta og bæta. Við eignuðumst fjögur börn, og þar fékk Maggi nýtt hlutverk í líf- inu, – afi Maggi. Þar reyndist hann jafn ljúfur og ómissandi og á öðrum sviðum. Hann fylgdist grannt með þroska þeirra og upp- vexti, og þegar þau fóru að taka þátt í íþróttum varð hann stuðn- ingsmaður nr. 1, kannski á eftir foreldrunum. Hann fór á hvern leik og hverja sýningu, og fylgdist sér- staklega vel með þegar afastrák- arnir hans náðu frábærum ár- angri í knattspyrnu. Það var mér Magnús E. Ársælsson ✝ Pálmi Viðarfæddist í Stykkishólmi 15. júlí 1935. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja 13. mars 2018. Hann var sonur Ásdísar Jóhann- esdóttir, f. 27.9. 1917, d. 13.4. 1990, og Óskars Dag- bjarts Ólafssonar, f. 22.6. 1912, d. 24.2. 1993, fóst- urfaðir hans var Jens Sæ- mundsson Olsen, f. 12.7. 1913, d. 31.8. 1977. Systkini Pálma sammæðra eru Gunnar, látinn, Elísabet, Martha og Jóhannes. Að auki eiga þau fjögur börn. Ásdís Björk, f. 31.7. 1963, gift Páli H. Ketilssyni og eiga þau þrjú börn. Jóhanna Björk, f. 11.8. 1970, í sambúð með Sigurði G. Sigurðssyni og á hún tvö börn. Fyrir átti Pálmi Viðar Önnu Jónu, f. 15.11. 1954, gift Böðv- ari Hrólfssyni, hún á þrjú börn, og Þóreyju Dögg, f. 16.2. 1956, gift Hjalta Sigurðssyni og eiga þau þrjú börn, barnabörnin eru 15 og barnabarnabörnin orðin 14. Pálmi Viðar bjó í Njarðvík í 60 ár. Þau Katrín byggðu sér heimili árið 1963 á Hraunsvegi 13 í Njarðvík og bjuggu þar alla tíð. Pálmi Viðar vann sem bif- reiðarstjóri í Keflavik í 55 ár eða til ársins 2011. Útför Pálma Viðars fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, 26. mars 2018, klukkan 13. átti Pálmi fjögur systkini samfeðra. Eiginkona Pálma Viðars er Katrín Björk Frið- jónsdóttir, f. 9.7. 1937, þau gengu í hjónaband 22.2. 1958. Foreldrar henn- ar voru Friðjón Jónsson, kaup- maður í Njarðvík, f. 26.8. 1904, d. 7.12. 1974, og Jóhanna Margrét Stefánsdóttir, húsfreyja, f. 24.11. 1908, d. 12.2. 2000. Börn Pálma og Katrínar eru: Friðjón Viðar, f. 9.9. 1960, kvæntur Soffíu Sveinsdóttir og Elsku pabbi minn. Oft við brjóst þér lá ég forðum, ef huggunar þurfti ég við. Þú huggaðir mig með hlýjum orðum sem hugarró gáfu og frið. Ef eitthvað var ekki í lagi, alltaf þú skynjaðir það. Á milli okkar, líkt og taug ein lægi og lægi hjarta þínu beint að. (Heiða Jónsd.) Ég þakka elsku pabba fyrir öll árin sem við áttum saman, allar samverustundirnar, rigninguna, sólina og snjóinn, ferðalögin, fuglana, hláturinn og allt hitt. Þær voru ekki margar regl- urnar sem hann setti þegar ég var að alast upp, það var að vera heiðarleg, standa við það sem ég sagðist ætla að gera og taka mér eitthvað fyrir hendur sem ég gæti ekki staðið við. Hann var maður orða sinna og hafði skemmtilegan húmor, næmt auga fyrir því spaugilega sem gerðist í kringum hann og einstakan frásagnarhæfileika þar sem atburðir og fólk urðu ljóslifandi umvafin spennu, hlátri og dulúð, allt eftir efni frásagn- arinnar. Pabbi var listrænn, málaði og teiknaði, samdi smásögur úr amstri dagsins og vísur um sam- ferðafólk sitt. Helst þó orginal- ana, þeir voru í uppáhaldi og meira hrós var ekki til en „Þetta er orginal!“. Pabbi var mannþekkjari, í hans heimi voru allir jafnir, fjöl- skyldumaður mikill og glöð er ég yfir að hafa ákveðið að búa í næstu götu við heimili þeirra mömmu, æskuheimilið. Hrauns- veginn. Sú ákvörðun gerði það að við hittumst næstum daglega. Fjöl- skyldan í fyrsta sæti, alltaf og fegnastur var hann þegar allir voru komnir heim til sin eftir ferðalög, stutt eða löng. Sunnu- dagar, vöfflur og lambalæri. Sósa, brún og mikið af henni. Smókur á eftir, dæs og „Dædý nú förum við heim“. Heima er best. Alltaf. Pabbi hefði sómt sér hvar sem er, teinréttur, fráneygður og til í slaginn, augun kipruð og horft í gegnum reykinn, tilbúinn í hvað sem er, Neskaupstaður, Drangs- nes, Stykkishólmur, Mæjorka, Benidorm eða Portórós. En hans heimur var hér, hér í Njarðvík. Heimurinn getur beðið. Hann fer ekkert. Pabbi var leigubilstjóri í Keflavík í 55 ár og hann ákvað að hætta daginn fyrir 76 ára afmæl- ið sitt, fékk túr til Reykjavíkur frá flugstöð Leifs Eiríkssonar, keyrði inn á næstu bílasölu eftir að hafa losað fólkið og seldi bílinn sinn. Þegar heim var komið fór- um við fjölskyldan að undrast hvernig hann hefði komist heim til Njarðvíkur en það var ekki flókið, hann hafði tekið rútuna heim til elsku Njarðvíkur, sáttur. Mikið var það honum líkt, enda ekki þekktur fyrir að flækja hlut- ina úr hófi. Leigubíllinn var hans frelsi, samkomustaður, sálfræðistofa og auga inn í heim á ferð og flugi þar sem leikendur komu og fóru. Sumir ílengdust þó. Pabbi eign- aðist marga vini sem fylgdu hon- um á ferðalaginu. Bæði stóra og smáa. Leigubíll er leikhús. Þegar horft er yfir genginn veg, þá er hugsunin einatt sú að ég er og verð alltaf þakklát og stolt yfir að vera dóttir leigubíl- stjórans í Njarðvík. Hans Pálma Viðars. Hafðu þökk fyrir allt, alltaf. Þín pabbastelpa, Jóhanna Björk. Til þín, elsku pabbi minn. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Takk fyrir allt sem þú varst mér og minni fjölskyldu. Betri pabba var ekki hægt að fá, takk fyrir gleðina og húmor- inn, þú varst einstakur. Þín dótt- ir, Ásdís Björk. Elsku afii minn, Pálmi Viðar, hefur kvatt þennan heim. Hann var mér svo kær og verður sárt saknað af öllum sem þekktu hann. Hann var fyndinn kall, vinalegur, listrænn, meiriháttar og alltaf til í að spila , teikna og spjalla. Ég kom oft við hjá hon- um og ömmu þegar ég var á leið- inni heim úr skólanum og við spiluðum Kónginn í horninu sem Pálmi Viðar ✝ Steinunn Stef-ánsdóttir fædd- ist á Kirkjubóli í Vöðlavík, Suður- Múlasýslu, 8. mars 1926. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut, hjarta- deild, 8. mars 2018. Foreldrar Stein- unnar voru Stefán Gunnlaugsson, f. á Berufjarðarströnd, S-Múl., 25. mars 1875, d. í Reyð- arfirði 23. febrúar 1953, og Mekkín Kristjánsdóttir, f. í Vöðlavík, S-Múl., 17. ágúst 1893, d. í Reykjavík 1. júlí 1962. Systkini Steinunnar voru Kristján Elís Stefánsson, f. 1916, d. 1990, og Gunnar Valgeir Stef- ánsson, f. 1917, d. 1988. Steinunn giftist 29. október 1983 Ólafi Berg Bergsteinssyni, f. 3. desem- ber 1926, d. 30. júli 2010. Börn þeirra eru 1) Sigurbergur Mekk- ínó, f. 16.12. 1966, maki Ragn- hildur Bergþórsdóttir, f. 18. maí 1971. Börn þeirra eru Hekla Mekkín, f. 12. júlí 1992, Hlynur Snær, f. 20. júní 2002, og Sindri Freyr, f. 9. júní 2009. 2) Sigríð- ur Vigdís Ólafs- dóttir, f. 1. desem- ber 1968, maki Hafþór Halldórs- son, f. 3. apríl 1967. Börn þeirra eru Fáfnir, f. 2. desem- ber 1992, Alma Lísa, f. 24. ágúst 1997, og Hafrún Dóra, f. 9. júlí 2000. Langömmu- barn er Jón Ingi Svansson, f. 1. september 2017. 3) Kristján Gunnar Ólafsson, f. 28. júní 1972, ókvæntur. Áður átti Steinunn soninn Stefán Oddsson, f. 22. jan- úar 1959. Faðir Oddur Jóhann Oddsson, f. 24. maí 1925, d. 23. apríl 1999. Stefán er í sambúð með Nínu Margréti Arinbjarn- ardóttur. Útför Steinunnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 26. mars 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. Amma Steina var svo sann- arlega kjarnakona. Hún var fædd 8. mars á alþjóðlega bar- áttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti og hún dó 8. mars, 92 ára gömul. Við tengdabörnin kynntumst Steinu fyrir margt löngu og fengum að njóta vin- semdar og gestrisni hennar í hvívetna. Steina var hraust og féll aldr- ei verk úr hendi og hún hafði sínar skýringar á því. Hraust- leikann þakkaði hún sjávarfangi og fugli sem hún ólst upp á í Vöðlavíkinni og bræður hennar fönguðu, nokkur glös af mjólk á dag gerðu líka gæfumuninn. Hún var nú líka þeirrar skoð- unar að vinnan göfgi manninn, amma Steina var iðin og dugleg til vinnu og þegar við tengda- börnin komum inn í myndina var hún orðin forstöðukona á gæsluvellinum í Safamýrinni. Barnabörnin voru alltaf velkom- in til ömmu í vinnuna og þótti mjög gaman að eyða degi með henni þar og bralla eitthvað skemmtilegt, það var málað og föndrað. Amma var líka alltaf til í að taka í spil. Það var mjög gaman að fara með ömmu að versla því hún gaukaði gjarnan einhverju að ungunum sínum. Saumakunnáttan kom sér líka vel og mörg falleg dress sem amma Steina saumaði handa barnabörnunum, amma var „proffs“ í saumaskap. Elsku amma Steina, við eig- um eftir að sakna þín, takk fyrir allt og stórt knús. Ragnhildur Bergþórsdóttir, Hafþór Halldórsson og barnabörn. Það fækkar í þeirri kynslóð sem Steina frænka mín tilheyrði og enginn býr lengur í Vöðlavík þar sem hún fæddist og ólst upp. Snemma kom í ljós hagleikur Steinu og sem dæmi um það var að hún saumaði fermingarkjól- inn sinn sjálf. Hún var 19 ára þegar hún hleypti heimdragan- um. Lá leið hennar til Reykja- víkur þar sem hún bjó upp frá því. Hún nam saumaskap hjá Einöru Andreu Jónsdóttur kjólameistara á Skólavörðustíg 21. Steina var ekki aðeins lagin við sauma heldur lék hún sér að því að mála fallegar landslags- myndir. Móðir mín og hún voru systradætur og naut ég þeirrar frændsemi. Þegar ég sem unglingur kom í kjólaverslunina Fix á Lauga- vegi þar sem Steina vann lengi er mér minnisstætt hvað hún var snaggaraleg þegar hún svipti frá tjaldinu er skildi að verslunina og saumastofuna þar sem hún sat við að sauma fínan kjól á viðskiptavin og brosi hennar þegar hún sá hver kom- in var. Ógleymanlegir eru dag- arnir sem ég bjó hjá henni það sumar. Við sóluðum okkur í Nauthólsvík, sem þá var í tísku, ókum með rútu alla leið upp í Mosfellsdal og svo saumaði hún á mig fallega blússu. Síðustu ár áttum við góðar stundir saman og var ég alltaf velkomin á heimili hennar. Hún kenndi mér að sauma skinnskó og fór fyrst með mér í búð til að velja skinnið. Gestrisin var hún, ljúf og gamansöm, dæmdi eng- an en lagði gott til mála. Hún hafði gaman af að spila félags- vist með eldri borgurum, fylgd- ist vel með og ættingjar voru henni kærir sem og heimaslóðir. Sögur sagði hún mér úr æsku sinni, sýndi mér myndir og nafngreindi fólk sem ég svo skrifaði niður. Minning Steinu frænku minn- ar mun lifa. Ég á henni margt að þakka og mun sakna hennar. Eftirlifandi afkomendum henn- ar votta ég samúð mína. Gunnhildur Hrólfsdóttir. Steinunn Stefánsdóttir Ástkæri faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, BIRGIR HALLUR ERLENDSSON skipstjóri, Hraunvangi 1, Hafnarfirði, sem lést fimmtudaginn 15. mars á Landakoti í Reykjavík, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju á morgun, þriðjudaginn 27. mars, klukkan 15. Arndís Birgisdóttir Kristján Haraldsson Erlendur Þ. Birgisson Hallur Birgisson Kristín Dóra Karlsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.