Morgunblaðið - 26.03.2018, Side 23
fyrir hefðbundnum, mannlegum
samskiptum og hreyfingu og úti-
veru hjá okkur börnunum. Það var
góður andi í þessum fjölmenna
leikfélagahópi og við höfðum alltaf
nóg að sýsla.“
Hanna Dóra var í Lundarskóla á
Akureyri, fór þaðan í Gagnfræða-
skóla Akureyrar og tók stúdents-
próf frá Verkmenntaskólanum á
Akureyri 1988. Hún lauk B.Ed-
prófi frá Kennaraháskóla Íslands
1994.
Hanna Dóra byrjaði ung að gæta
barna, einkum á sumrin og passa á
kvöldin. Hún var í unglingavinn-
unni eins og flestir unglingar þá og
var götusópari á Akureyri í tvö
sumur: „Það var prýðileg vinna.
Maður byrjaði kl. 5.30 á morgnana,
var búinn í vinnunni fyrir hádegi og
gat þá farið í sund og sólbað. Þetta
hentaði mér ágætlega.
Ég var svo verslunarmaður í
Sporthúsinu á Akureyri í nokkur ár
með námi og vann við skólagarðana
í nokkur sumur og hafði þar umsjón
með börnunum.“
Hanna Dóra hefur verið grunn-
skólakennari í unglingadeild frá því
hún lauk námi við Kennaraháskól-
ann, fyrst í Gagnfræðaskóla Akur-
eyrar sem síðar varð Brekkuskóli
og þar starfar hún enn.
Hanna Dóra ólst upp við mikla
íþróttaiðkun. Hún var í fimleikum
hjá Fimleikafélagi Akureyrar, æfði
og keppti á skíðum með KA, tók
þátt í Andrésar Andar-mótunum,
kom aðeins við í handbolta í einn
vetur hjá Þór og í frjálsum íþrótt-
um hjá UMSE: „Ég var aldrei eins
klúbbs íþróttakona heldur allra fé-
laga íþróttanörd. Það skipti mig
engu máli hvað félagið hét. Aðal-
atriðið var að keppa og vera með.“
Hanna Dóra var fimleikaþjálfari í
20 ár, lengst af hjá Fimleikaráði
Akureyrar, en einnig í tvö ár hjá
Stjörnunni í Garðabæ. Hún starfaði
í 15 ár í þágu kvennaknattspyrnu á
Akureyri og tók virkan þátt í upp-
byggingu kvennaknattspyrnunnar.
Hún hefur svo verið fararstjóri fyr-
ir unglingalandslið kvenna í knatt-
spyrnu og einnig með A-landslið-
inu. Loks má geta þess að hún
stýrði hér á árum áður klapp-
stýruhópi fyrir körfuboltadeild
Þórs í tvö ár.
Hanna Dóra sat í stjórn Fim-
leikasambands Íslands í eitt kjör-
tímabil og hefur starfað í landsliðs-
nefndum kvenna hjá KSÍ í 10 ár.
Hanna Dóra var sæmd silfur-
merki fimleikasambandsins. Hún
fékk silfur- og gullmerki íþrótta-
félagsins Þórs fyrir störf sín þar,
heiðursviðurkenningu Íþrótta-
bandalags Akureyrar og hefur hlot-
ið silfurmerki KSÍ fyrir störf sín í
þágu kvennaknattspyrnu.
Eins og gera má ráð fyrir á þess-
ari upptalningu eru íþróttir ofar-
lega á lista Hönnu Dóru yfir áhuga-
málin. Hún er einnig svolítið veik
fyrir félagsstörfum, hefur séð um
félagsstörf nemenda í Brekkuskóla
í rúm 20 ár, hefur gaman af fólki og
hlustar mikið á tónlist, ekki síst
rokk og popptónlist. Græni hatt-
urinn er í miklu uppáhaldi hjá henni
en það er skemmtilegur sam-
komusalur á Akureyri þar sem
stöðugt er leikin lifandi tónlist.
Loks er Hanna Dóra mjög dug-
leg að sækja tónleika og leikhús.
Fjölskylda
Dóttir Hönnu Dóru er Rakel
Hönnudóttir, f. 30.12.1988, lands-
liðskona og atvinnukona í knatt-
spyrnu í Svíþjóð.
Bræður Hönnu Dóru eru Stefán
Markússon, f. 23.12. 1969, ketil- og
plötusmiður hjá Ferro Zink á Akur-
eyri, og Alfreð Markússon, f. 17.8.
1976, tölvunarfræðingur hjá
Advania, búsettur í Kópavogi.
Foreldrar Hönnu Dóru eru
Markús Halldór Hávarðarson, f.
15.3. 1948, húsvörður við Lundar-
skóla, og k.h., Svala Stefánsdóttir,
f. 6.4. 1948, skrifstofukona hjá
Norðlenska. Þau eru búsett á
Akureyri, nýsloppin á eftirlaun.
Úr frændgarði Hönnu Dóru Markúsdóttur
Hanna Dóra
Markúsdóttir
Alfreð Steinþórsson
verkam. á Akureyri
Helga Alfreðsdóttir
starfsm. SundlaugarAkureyrar
Svala Stefánsdóttir
skrifstofuk. á Akureyri
Stefán Helgason
bifreiðarstj. á Akureyri
Þuríður Pálsdóttir
húsfr. á Þórustöðum
Helgi Stefánsson
b. á Þórustöðum í Kaupangssveit
Fjóla Stefáns-
dóttir húsfr. á
Akureyri
Arna Hrönn
Skúladóttir starfsm.
hjá Höldi
Halla Hrund Skúladóttir
viðmótshönnuður hjá
hugbúnaðarfyrirtækinu
Stefnu
Fjóla Katrín Jónsdóttir
húsfr. á Akureyri, bróðurdóttir Jónasar Tómassonar tónskálds
Sigurgeir Jónsson
bifreiðarstj. á AkureyriGísli Sigugeirsson fréttamaður á N4 og víðar
Jónas Karl Þórhallsson hjá Þorbirni í
Grindavík og form. knattspyrnud.Grindavíkur
Ástrún Jónasdóttir
húsfr. í Sandgerði
Jónas Ragnarsson útgerðarm. í Súðavík Guðrún Jónasdóttir húsfr. í Súðavík
Björn Helgason
málaram. og íþróttafulltr.Helgi Björnsson söngvari
Kristjana Jónasdóttir
húsfr. í Hnífsdal
Karítas Elísabet Kristjánsdóttir
húsfr. í Súðavík
Jónas Sigurðsson
verkam. í Súðavík
Jóhanna Sigurveig Jónasdóttir
verkak. á Ísafirði
Hávarður Hálfdánarson
vélstj. og skipasmiður á Ísafirði
Jóhanna Sigurðardóttir
húsfr. á Þingeyri
Hálfdán Ágúst Bjarnason
smiður á Ísafirði
Markús Halldór Hávarðarson
húsvörður á Akureyri
ÍSLENDINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2018
Haukur Claessen fæddist íReykjavík 26.3. 1918. Hannvar sonur Arents Valgards-
sonar Claessen stórkaupmanns og
k.h., Helgu Kristínar Þórðardóttur
húsfreyju. Meðal systkina Arents var
María Kristín, móðir Gunnars Thor-
oddsen forsætisráðherra og amma
Jóns G. Tómassonar, fyrrverandi
borgarlögmanns. Helga Kristín var
systir Símonar, föður Guðrúnar
óperusöngkonu.
Systir Hauks var Sigríður Þórdís
Claessen, móðir Þórðar Þ. Þorbjarn-
arsonar borgarverkfræðings.
Eiginkona Hauks var Guðrún Arn-
bjarnardóttir Claessen húsfreyja, f.
18.4. 1921, d. 17.7. 2006. Börn þeirra:
Sigríður Ingibjörg lífeindafræðingur,
Gunnlaugur Claessen, fyrrv. hæsta-
réttardómari, og Helga Kristín versl-
unarmaður.
Haukur lauk stúdentsprófi frá MR
1936 og embættisprófi í lögfræði frá
HÍ 1941. Hann starfaði hjá banda-
ríska varnarliðinu 1942-44, Almenn-
um tryggingum hf. 1944-45 og var
framkvæmdastjóri Sölumiðstöðvar
sænskra framleiðenda í Reykjavík
frá 1945.
Haukur hóf störf hjá flugvalla-
stjóra í ársbyrjun 1948, var fulltrúi
þar og flugvallarstjóri á Keflavíkur-
flugvelli 1948-55, var fulltrúi flug-
málastjóra við stjórn flugvalla ríkis-
ins 1955-59, framkvæmdastjóri allra
flugvalla hérlendis annarra en
Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvall-
ar frá 1959, staðgengill flugmála-
stjóra frá 1960, skipaður varaflug-
málastjóri haustið 1969 og var vara-
formaður Flugráðs frá 1971.
Haukur samdi, öðrum fremur,
samningsdrög um yfirtöku íslenskra
flugmálayfirvalda á öllum rekstri á
borgaralegu flugi á Keflavíkurflug-
velli, 1951, vann ötullega að yfirtöku
Íslendinga á þeirri starfsemi og ann-
aðist fjölda tvíhliða loftferðasamn-
inga við önnur ríki.
Haukur lést í flugslysi á afmælis-
daginn sinn, 1973, ásamt flugmanni
og þremur starfsmönnum Flugmála-
stjórnar, er flugvélin TF-VOR fórst
vegna ísingar í Búrfjöllum, norðan
Langjökuls.
Merkir Íslendingar
Haukur
Claessen
90 ára
Sigurður Blöndal
80 ára
Júlíus Snorrason
Kristinn B. Kristinsson
Magnús Guðbrandsson
75 ára
Guðmundur Jens
Guðmundsson
Guðríður Inga Elíasdóttir
Irma Karlsdóttir
Mikael Marlies Karlsson
Ragnheiður Eyjólfsdóttir
Sigurður Pálmi Pálsson
Þorgerður Halldórsdóttir
Þyri Axelsdóttir
70 ára
Ásrún Hauksdóttir
Guðrún Agnes
Svavarsdóttir
Magdalena Olsen
Ragnheiður Sigurðardóttir
60 ára
Birgir Sigurjónsson
Daniel Calvin Gribb
Drífa Heiðarsdóttir
Eiríkur Már Georgsson
Elín Helgadóttir
Guðmundur Helgi
Magnússon
Guðný Hafbjörg Jónsdóttir
Hildur Hjálmarsdóttir
Ísleifur Ástþórsson
Pálmi Jónsson
Sólveig Hrönn
Kristinsdóttir
50 ára
Brynja Haraldsdóttir
Ellý Halldóra
Guðmundsdóttir
Goran Nikolic
Gunnar Ellert Geirsson
Hanna Dóra Markúsdóttir
Hólmfríður Ólafsdóttir
Hólmfríður Svava
Einarsdóttir
Jón Gunnar Sigurðsson
Klara Björg Jakobsdóttir
Loftur Guðmundsson
Maciej Orzechowski
Stefán Helgi Valsson
Stephen W. Lárus Stephen
Þorsteinn Hjaltason
40 ára
Anna Jóna Garðarsdóttir
Binh Thi Nguyen
Burkni Reyr Jóhannesson
Guðmundur Pálsson
Gunnsteinn Rúnar
Sigfússon
Hjalti Þór Bergsson
Hörður Gylfason
Ismar Hadziredzepovic
Jón Fannar Kolbeinsson
Katarzyna Jablonska
Nikolai M. Novikov
Sigríður Sif Gylfadóttir
Sólberg Fannar
Sólbjartsson
Sólveig Pétursdóttir
Wioleta Janiszewska-
Wroblewska
30 ára
Adrian Jan Sokolowski
Atli Freyr Guðjónsson
Ágústa Sigríður Jónsdóttir
Árni Guðjónsson
Daníel Már Pálsson
Dawid Jerzy Hermanowicz
Einar Valur Skagfjörð
Einarsson
Heiða Björg Guðjónsdóttir
Jónas Þór Viðarsson
Lisa Christine Vidal
Marko Pavlov
Sigríður Th. Sigbjörnsdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Sigríður ólst upp á
Lundum í Stafholts-
tungum, býr í Borgarnesi,
lauk sveinsprófi í klæð-
skurði og kjólasaum og
rekur eigin stofu.
Maki: Árni Ólafsson, f.
1988, verktaki.
Dóttir: Jóhanna Ósk, f.
2017.
Foreldrar: Sigbjörn
Björnsson, f.1955, og
Ragna Jóhanna Sigurð-
ardóttir, f. 1951, hrossa-
bændur á Lundum.
Sigríður Th.
Sigbjörnsdóttir
30 ára Jónas Þór býr í Ár-
dal í Kelduhverfi, lauk
sveinsprófi í húsasmíði,
smíðar á eigin vegum og
kennir smíði.
Maki: Salbjörg Matthías-
dóttir, f. 1989, bóndi í
Árdal.
Dóttir: Heiðný, f. 2016.
Foreldrar: Harpa J. Jón-
asdóttir, f. 1967, starfs-
maður Flugf. Ernis á Húsa-
vík, og Guðmundur Karl
Sigríðarson, f. 1959, flug-
vallarvörður á Húsavík.
Jónas Þór
Viðarsson
30 ára Heiða Björg ólst
upp á Akureyri, býr þar,
lauk prófi í framreiðslu
við MK og stundar B.Ed-
nám við HA.
Sonur: Ólíver Stefán, f.
2016.
Bræður: Grétar Þór, f.
1979, og Hallur Örn, f.
1983.
Foreldrar: Harpa Þ. Jóns-
dóttir Reykdal, f. 1960,
húsfreyja, og Guðjón Ei-
ríksson, f. 1961, bifeiðar-
stjóri.
Heiða Björg
Guðjónsdóttir
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
silestone.com
Bakteríuvörn
Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum.
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri
bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone.
Blettaþolið Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts steinn
í eldhúsið