Morgunblaðið - 26.03.2018, Side 25

Morgunblaðið - 26.03.2018, Side 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Nú verður ekki lengur undan því vik- ist að taka ákvörðun varðandi starfsvett- vang. Framtíð þín er bjartari en þú þorir að vona. 20. apríl - 20. maí  Naut Vertu ekki með stöðugar áhyggjur af því hvað öðrum kann að finnast um þig. Taktu því rólega og komdu jafnvægi á sjálfan þig. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ef þú heldur rétt á spöðunum ætti þér að takast flest það sem þú vilt leggja áherslu á. Kynntu þér menn og málefni áður en þú myndar þér skoðanir. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er viturlegra að biðja um hlutina kurteislega en krefjast þeirra með ein- hverjum þjósti. Sýndu öðrum nærgætni. Byggðu þig upp fyrir framtíðina. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Reyndu að laga þig að þeim hraða sem er í lífi þínu. Til þess að sambönd þín gangi upp þarft þú að sýna jafn mikla fórnfýsi og aðrir sýna þér. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Hlutirnir ganga oft betur og hraðar fyrir sig ef þú reynir að verja þig fyrir um- hverfinu. Gefðu þér tíma til að velta málum fyrir þér, það breytist ekkert þótt dagur líði. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það kann eitt og annað að koma þér á óvart í dag. Reyndu að gera þér grein fyrir því til hvers er ætlast af þér í stað þess að láta þínar eigin væntingar ráða ferðinni. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú gætir þurft að standa fyrir máli þínu gagnvart mikilvægum hópi í dag. Gættu þess að rugla ekki augljósum aft- urkipp saman við falinn gimstein. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Lánið leikur við þig og þér er ekkert of gott að njóta þess á meðan þú get- ur. Einhver ber upp óvænta bón sem kemur þér verulega á óvart. 22. des. - 19. janúar Steingeit Öðrum finnst þú þurfa lítið að hafa fyrir hlutunum af því að þú berð ekki ut- an á þér hvað vandlega þú vinnur þín störf. Þú ættir að slaka svolítið á og hvíla þig. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er gott að eiga fund með góðum vinum. Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú eyðir peningum, deilir þeim eða gefur öðrum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Vinur þinn trúir þér fyrir ráðagerðum sínum og þú mátt ekki láta í ljós vanþóknun þína. Þú þarft að vera tilbúinn til að hlusta á vininn, þegar hann þarfnast þín. Sigmundur Benediktsson segir áLeir að skógarþrösturinn sé honum einstakur vorboði og gleði- gjafi, veri hann velkominn! – „Skógarþrestinum fagnað“: Vors með óði byrjar brag Bragafróður semur lag. Þröstur ljóðar langan dag ljúft í glóðum sólar. Lagasjóðinn löngum á hann stólar. Fagurt syngur fuglinn minn, frelsis klingir rómurinn, æ um þingar andi þinn ást með slynga hljóma. Kveddu hingað kliðinn vors og blóma. Giftu færir gleði þín, gjöfum nærist sála mín, ljúfu bæra lögin þín líf, sem hrærir rætur. Syngdu kæra söngva dags og nætur. Ingólfur Ómar Ármannsson segir á Boðnarmiði „Vor á næstu grös- um“: Blístrar fugl á birkigrein blíðan söng mér færir. Syngur burtu sorg og mein sinnið endurnærir. Gleði borið getur art greikkar spor til muna. Eykur vorið yndisbjart orku þor og funa. Við sama tón kveður hjá Guð- mundi Arnfinnssyni: Vorið færist nær og nær. nú er blærinn þýður, hopar snær og grundin grær, glampar særinn víður. Lóa syngur senn á mel svarta bringu meður, óði slyngum afar vel Íslendinginn gleður. Andrés H. Valberg orti um „vor í Skagafirði“: Sést hér falleg sólar rún, svignar allur snærinn. Yfir hjalla, engi og tún andar fjallablærinn. Bjarni á Siglunesi orti: Sjóinn þó ég sjái á og sóist ró til neta mjó er fró því fá ei má úr flóanum nóg að éta. Ósk Skarphéðinsdóttir orti: Oft þó hafi illu kynnst á það hiklaust treysti að búi í hvers manns eðli innst einhver góður neisti. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vorboðinn ljúfi er fugl á birkigrein „ÉG GÆTI HÆKKAÐ VASAPENINGINN ÞINN – EÐA FLUTT HANN Á AFLANDSREIKNING ÞAR SEM SKATTPRÓSENTAN ER LÆGRI.“ „KANNSKI ÆTTUM VIÐ AÐ LEGGJA EINHVERS STAÐAR ANNARS STAÐAR.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að setja hann í dagbókina fyrir kúr kl. 19.30 í kvöld. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÞAÐ ER EKKERT ÁHUGA- VERT TIL AÐ HORFA Á ÞANNIG AÐ ÉG HORFI BARA HRAÐAR Á KONA REYNDI VIÐ MIG MEÐAN ÉG VAR ÚTI AÐ VERSLA! GERIR ÞAÐ ÞIG AFBRÝÐISAMA? JÁ! ÉG VILDI AÐ ÉG HEFÐI VERIÐ ÚTI AÐ VERSLA! Nichole Leigh Mosty, fyrrverandiþingmaður Bjartrar framtíðar, sagði í viðtali á morgunvakt RÚV í síðustu viku að eitt það versta sem henti í núverandi starfi hennar sem leikskólastjóri væri þegar foreldrar kvörtuðu yfir því að starfsmenn skól- ans töluðu með erlendum hreim og hefðu þar af leiðandi íslenskuna ekki vel á valdi sínu. Setti skólastjórinn þetta í samhengi við kynþátta- fordóma en Sameinuðu þjóðirnar til- einka 21. mars ár hvert baráttunni gegn þeim vondu viðhorfum. Í orðs- ins hljóðan liggur að fordómar merki að dæmt sé fyrirfram án þekkingar og ber því að nota orðið samkvæmt því. Að mati Víkverja er því fráleitt að telja það vera fordóma þótt foreldrar geri þá sjálfsögðu kröfu að fólkið sem gætir og kennir börnunum þeirra tali hljómmikla íslensku með góðum orðaforða. Fólk af erlendu bergi brot- ið sem margt vinnur á leikskólum hefur það sjaldnast. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft, segir mál- tækið og minna má á margvíslegar ráðstafanir til eflingar íslenskri tungu. Þar er mikilvægt að fólk sé í sama takti og góður grunnur sé lagð- ur strax í leikskóla. x x x Ein af áhugaverðari fréttum síðustuviku var sú að Landlæknir hefði samið við tölvufyrirtækið Advania um vörslu þess á gagnabanka þar sem eru allar helstu upplýsingar um sam- skipti einstaklinga við heilbrigðis- kerfið. Eiga upplýsingar þessar að vera persónugreinanlegar og í því liggur rót meints vanda. Nú vitum við auðvitað að læknar, hjúkrunarfræð- ingar og aðrar heilbrigðisstéttir þurfa að gæta þagmælsku í sínu starfi. En er almenningi í mun að ekkert fréttist um veikindi hans eða samskipti við heilbrigðisstarfsfólk? Mörgum er það vissulega en munum samt líka að sjúklingaviðtöl í fjölmiðlum vekja jafnan áhuga, veikir segja frá sínu á félagsmiðlum, efnt er til fjársafnana þeim til handa og fleira. Það er líka næsta víst að í fermingarveislum um helgina voru sjúkrahússögur og heilsufar oft til umræðu þar sem heil- brigt fólk hesthúsaði feitt rjómasull og kransæðakítti og lagði drög að eig- in hjartaáfalli. vikverji@mbl.is Víkverji Ég hef augu mín til fjallanna, hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. (Sálm: 121.1-2) Nýlöguð humarsúpa Opið virka daga 10.00 - 18.15 | laugardaga 11.00 - 15.00 Gnoðarvogi 44 | 104 Reykjavík | sími: 588 8686 Glæný lúða Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði fyrir þig til að taka með heim Ný línuýsa Klaustur- bleikja

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.