Morgunblaðið - 26.03.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.03.2018, Blaðsíða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2018 Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík bilanaust@bilanaust.is Sími: 535 9000 | bilanaust.is Gæði, reynsla og gott verð Vottaðir hágæða VARAHLUTIR í flestar gerðir bifreiða Siðan 1962 Bílanaust er einnig í Kópavogi – Hafnarfirði – Keflavík – Selfossi – Akureyri – Egilsstöðum Sýningar á verkum Jóhönnu Kristbjargar og Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Lukkulegar Ágústa Kristófersdóttir, forstöðumaður Hafnarborgar, og listakonan Jóhanna Krisbjörg Sigurðardóttir í salnum með verkum hennar. Litrík Gestir veltu fjölbreytilegum verkum Jóhönnu Kristbjargar fyrir sér. VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það þýðir ekki endilega að íslensk- unni hraki þó að unga fólkið sletti ensku. „Fólk notar oft slettur til að gefa ákveðna mynd af sjálfum sér til viðmælenda, og grípur t.d. til orða og frasa til að sýna að það fylgist vel með. Þau gætu verið að vitna í amer- ískan rapptexta, vinsæl auglýsinga- slagorð eða nýjasta þáttinn á Netflix svo aðrir viti að þau séu vel með á nótunum,“ segir Helga Hilmisdóttir rannsóknarlektor hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hún bendir á að það er ekki bara unga fólkið sem slær um sig með er- lendum orðum og frösum, heldur geri eldri kynslóðir það líka. „Í dag þykir t.d. nokkuð fínt að sletta á dönsku, en þótti ekki hér áður fyrr. Kannski mun þykja fínt að sletta á ensku eftir fimmtíu ár. Í Winnipeg, þar sem ég bjó í fjögur ár við að kenna íslensku, notaði fólk meira að segja íslenskuslettur til að sýna að það væri af íslenskum ættum og þekkti til íslenskrar menningar.“ Helga hlaut á dögunum styrk úr rannsóknasjóði Rannís vegna um- fangsmikillar rannsóknar sem hún stýrir um unglingamál á Íslandi. Rannsóknin er samstarfsverkefni Stofnunar Árna Magnússonar, Há- skóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Háskólans í Reykjavík og er markmiðið að kortleggja ýmis ein- kenni íslensks unglingamáls á grundvelli raungagna: „Við munum hljóðrita samtöl ung- linga við ýmsar aðstæður, s.s með því að safna þeim saman í litla hópa og láta þau ræða um ákveðin efni, og með því að senda unglinga heim með tæki til að taka upp samtöl úr sínu daglega lífi,“ útskýrir Helga. Mál- fræðingarnir sem standa að verkefn- inu munu síðan rýna í gögnin hver frá sínu sjónarhorni, og t.d. skoða orðaforðann, málfræðina og einkenni samskiptanna. „Ég hef sjálf mestan áhuga á samskiptamálfræði og skoða ákveðnar rútínur í samtölum, og at- riði eins og hvernig fólk notar orðræ- ðuagnir á borð við „sko“, „þú veist“ og „hérna“. Svo eru aðrir sem hafa t.d. áhuga á setningafræði og hljóð- fræði eða jafnvel félagslegri hlið tungumálsins.“ Alþjóðlegar áhyggjur Helga segir að umræðan í þjóð- félaginu hafi verið ein af kveikjunum að rannsókninni. Virðast margir hafa áhyggjur af að orðaforða og íslensku- notkun barna og unglinga fari hrak- andi og að enskan sé að taka yfir. „En þetta er umræða sem á sér stað um allan heim og hefur t.d. nýlega blossað upp mikið rifrildi í Finnlandi um málfar í útvarpi. „Hressa liðið“ sem áður var í unglingaútvarpinu eru núna komið yfir á „gaml- ingjastöðvarnar“, en notar áfram sömu orðin og kækina og þykir sum- um nóg um.“ Þó Helgu þyki ágætt að standa vörð um málið þá grunar hana að heilt á litið þurfi ekki að hafa sligandi áhyggjur af málnotkun ungra Íslend- inga. „Eins og allir aðrir laga ung- lingarnir sig að viðmælandanum og það er ekki þannig að unglingamálið sé eitt málsnið sem á við um alla ung- linga alveg óháð aðstæðum. Þrátt fyrir slettur og ákveðinn talsmáta í kringum jafnaldra sína er ekki þar með sagt að unglingarnir geti ekki Unglingar í öllum löndum vilja ekki tala eins og gamlingjarnir  Umfangsmikil rannsókn að er fara af stað þar sem skoð- að verður í þaula hvernig íslenskir unglingar nota málið Árið 2011 var íslensku veforðabók- inni Íslex hleypt af stokkunum. Árnastofnun hefur stýrt verkefn- inu frá upphafi og unnið með systurstofnunum sínum í Dan- mörku, Noregi, Svíþjóð, Færeyjum og Finnlandi að því að smíða ít- arlega íslensk-norræna orðabók. Byrjað var á íslensk-danskri, ís- lensk-norskri og íslensk-sænskri orðabók, íslenskri-færeyskri bætt við árið 2015 og hinn 1. mars síð- astliðinn var íslensk-finnski hluti Íslex tekinn í gagnið. Helga er verkefnisstjóri finnska hluta Íslex og segir hún að bæði notkunarmælingar og reynsla kennara sýni að veforðabókin er mikið heimsótt og kemur að mjög góðum notum. „Íslex er ekki að- eins notað af Íslendingum sem vilja þýða íslensk orð á hin tungu- málin, heldur mikið notað um öll Norðurlönd og þá bæði af fólki sem er að læra íslensku og einnig af fólki sem er að læra önnur Norðurlandamál.“ Helga, sem hefur kennt íslensku í Finnlandi og Kanada, segist strax hafa greint mikinn mun hjá nem- endum sínum þegar sænska, danska og norska útgáfa Íslex kom út. „Orðaforði þeirra og ritgerðir urðu allt aðrar og málfræði betri. Þegar orði er flett upp í Íslex má smella á tengingu í vefinn Beyg- ingarlýsingu íslensks nútímamáls og ljóst að nemendur eiga auðvelt með að nota þetta nýja verkfæri til að fletta upp réttri beygingu.“ Virðist muna um þau þægindi sem netorðabók veitir. „Það má heldur ekki gleyma því að á mörg- um stöðum getur verið erfitt að finna íslenskar orðabækur og mál- fræðirit, og um fáa aðra kosti að velja fyrir nemendur en að gera sér sérstaka ferð á bókasafnið þar sem þeir þurfa að deila einu eða tveimur eintökum með öllum.“ Helga segir brýnt að ekki aðeins sé boðið upp á íslenskar orðabæk- ur á netinu, heldur líka kennsluefni í íslensku og hafi verkefni eins og kennslusíðan Icelandic Online gef- ið góða raun en þar er að finna ókeypis byrjendanámskeið í ís- lensku fyrir útlendinga. Liggur beinast við að fjölga íslensku net- orðabókunum, og að sögn Helgu eru nokkrar í farvatninu. „Unnið er að gerð fransk-íslenskrar veforða- bókar sem er ekki tengd Íslex en byggist á sama grunni, og fleiri orðabækur í undirbúningi.“ Er þetta í samræmi við þróun sem er að eiga sér stað um allan heim. „Þjóðir eru eiginlega hættar að gefa út stórar prentaðar orða- bækur því orðabækurnar eru allar komnar á netið. Það er einfaldlega auðveldara að fletta orðum og frösum upp rafrænt og leita að skýringum á netinu.“ Allt annað líf með netorðabókum GREINILEGAR FRAMFARIR URÐU HJÁ NEMENDUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.