Morgunblaðið - 08.03.2018, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018 9VIÐTAL
Opin kerfi voru skráð í kauphöllina á sínum
tíma. Er möguleiki að fara aftur á markaðinn?
„Við erum í fleygiferð núna í þróun á félaginu
en erum ekki að stilla okkur upp til að sækja inn
á hlutabréfamarkað. Við sjáum það því ekki ger-
ast á næstu 3 árum, en mögulega á næstu 3-5 ár-
um. Það fer allt eftir ástæðunni fyrir slíku, og
hvort menn vilji nota markaðinn til að fá að-
gengi að auknu fé.“
Starfsmenn gætu eignast 40% hlut
Starfsmenn opinna kerfa eru fjölmennir í
hluthafahóp félagsins, þó að hlutur hvers og eins
sé ekki stór. Þorsteinn segir að vilji stjórnar sé
að starfsmenn eignist aukinn hlut í fyrirtækinu.
„Við erum búin að setja í gang kauprétt-
aráætlun fyrir allt starfsfólk sem gildir næstu
þrjú ár. Eigandi félagsins horfir mjög ákveðið til
þess að hagsmunir starfsmanna og félagsins fari
saman. Við erum að tala um að starfsmenn gætu
eignast allt upp í 30-40% í félaginu, en eign-
arhlutur starfsfólks er í dag samtals um 20%.“
Hvað um arðsemina í félaginu, er hægt að
auka hana?
„Já, klárlega. Arðsemin í dag ber þess merki
að við erum í miklu umbreytingaferli. Stór sam-
starfsaðili okkar, HP, skipti sér upp í HP In-
corporated og HP Enterprise, og þetta hefur
áhrif á arðsemina hjá okkur. Til framtíðar
sjáum við gríðarleg tækifæri í arðsemi félagsins,
miklu meiri en er í dag.“
Þorsteinn útskýrir að umbreyting félagsins
yfir í lausna- og þjónustumiðað fyrirtæki snúist
um allt frá ráðgjöf og þjónustu yfir í skýjaþjón-
ustur fyrir innlend og erlend fyrirtæki, til al-
rekstrar á upplýsingatækni fyrir stór og smá
fyrirtæki. „Opin kerfi eru með fjarskiptaleyfi og
mikla áherslu á netkerfi og öryggislausnir.
Gagnaversverkefnið er enn eitt skrefið til að
auka og tryggja þjónustuna. Okkar markmið er
að „magna upp“ viðskiptavini okkar með hjálp
upplýsingatækni.“
Hann segir að á bak við allt liggi þéttur hópur
starfsfólks með djúpa þekkingu og mikinn
metnað. „Hér viljum við að rekstur sé góður og
starfsemi blómleg svo hægt sé að laða að gott
starfsfólk, borga góð laun og tryggja fólki gott
líf.“
sem nemur einhverjum ívilnunum. Því ættu þær
að vera sjálfsagðar.“
Hafið þið reynt að fá hingað erlent starfsfólk
án árangurs?
„Já, ég hef bæði lent í því sjálfur og veit að það
er talsvert um það í sprotasamfélaginu. Þetta er
þröskuldur. Til dæmis er þetta mjög þekkt hjá
CCP. Mörg fyrirtæki hafa raunverulega verið að
velta fyrir sér að flytja starfsemi sína utan vegna
hindrana við að fá hugbúnaðarfólk til Íslands.
Þarna þurfum við að taka okkur á.“
Þorsteinn segir að það sé umhugsunarvert að
kæmi stórt og mannfrekt verkefni á borð ís-
lensks þjónustufyrirtækis í hugverkaiðnaðinum,
yrði einfaldlega ekki mögulegt að vinna það.
„Þetta er þröskuldur sem þarf að yfirvinna.“
Nú hefur þú starfað talsvert í sprotaumhverf-
inu. Er umhverfið að þróast í rétta átt – komast
nógu mörg fyrirtæki á legg?
„Já, umhverfið hefur breyst mikið til batn-
aðar. Það komast auðvitað færri fyrirtæki á legg
en við viljum, en við höfum unnið mikið í grunn-
umhverfinu. Við höfum miklar áhyggjur af
menntuninni. Menntunarstiginu er að hraka, og
við þurfum að hlúa mjög vel að því, en grunn-
umhverfi sprotafyrirtækja, stuðningurinn við
fyrstu skrefin, stuðningurinn frá Icelandic Star-
tups og öðrum í sprotasenunni hefur aukist.
Einnig hefur Tækniþróunarsjóður eflst, þannig
að þessir grunninnviðir eru til fyrirmyndar. Það
er hinsvegar fjármögnunin eftir fyrstu skrefin,
þegar fyrirtækin eru að þróast yfir í að verða
vaxtarfyrirtæki, sem er ennþá erfið.“
Þorsteinn vill einnig tengja betur saman há-
skóla- og sprotaumhverfið. „Við erum aðeins eft-
ir á þarna miðað við nágrannalöndin, að tengja
vísinda- og rannsóknarstarf í háskólum við
frumkvöðlakraftinn. En þarna eru mikil tæki-
færi á Íslandi.“
Þorsteinn telur að Ísland gæti jafnvel laðað til
sín erlend sprotafyrirtæki ef rétt væri á spilum
haldið, nokkuð sem varla er hægt að segja að
hafi gerst hér á landi að neinu marki „Ísland er
opið, boðleiðir eru stuttar, og flestir tilbúnir að
hjálpa. Það er mikil dýnamík hér sem ætti að
geta laðað erlenda sprota hingað til lands. Hér
er auk þess góður tilraunamarkaður fyrir vörur
og þjónustu.“
áður farið með sína gagnavinnslu út fyrir sitt at-
hafnasvæði í Þýskalandi. „Eitt af því sem spilar
inn í núna og í framtíðinni varðandi sölu til er-
lendra aðila er hin mikla uppbygging á Keflavík-
urflugvelli, og það hvað það er orðið auðvelt að
koma hingað og flugferðir tíðar. Þannig styður
hin mikla fjölgun sem orðið hefur í ferðaþjón-
ustu, við markaðssetningu á íslensku atvinnulífi.
Þröskuldurinn er að lækka, og nýr gagnastreng-
ur til Bandaríkjanna og Evrópu myndi skapa
okkur kjöraðstæður.“
En er slíkur strengur í pípunum?
„Það eru samtöl í gangi, og þeir sem taka þátt
í því samtali eru bæði stjórnvöld og aðrir. Þetta
yrði þá þriðji strengurinn en hinir tveir eru
komnir til ára sinna. Farice-strengurinn er til
dæmis að verða 15 ára.“
Hversu fjárhagslega hagkvæmt er að leggja
nýjan streng?
„Það er mjög hagkvæmt og verður ódýrara
með hverju árinu. Bæði efnið í hann og að leggja
hann. Þannig að kostnaðurinn er allt annar en
hann var fyrir 10 árum.“
Hve fljótt má eiga von á strengnum?
„Ég tel að það gæti orðið innan 24 mánaða.
Það er líka það sem þarf að gerast ef við ætlum
að vera samkeppnisfær á markaðnum. Við verð-
um að auka hér gjaldeyristekjur til að tryggja
hagsæld, og þetta yrði liður í því.“
Eitt af því sem Þorsteinn hefur áhyggjur af í
íslenskum hugverkaiðnaði er að landið sé ekki
nógu aðlaðandi fyrir erlent þekkingarstarfsfólk.
„Það þarf að vera aðlaðandi fyrir fólk sem býr
erlendis að koma og búa á Íslandi, og þá erum
við að tala um skattaívilnanir og aðrar ívilnanir
sem eru í löndunum í kringum okkur. Ein-
staklingur sem aflar sér þekkingar í sínu heima-
landi og kemur með hana hingað smitar út frá
sér. Afleidd verðmæti eru því miklu meiri en
nýja hátæknigagnaverið, en hún skýrði málið
þannig að þegar kolefnisfótspor lagsins Despo-
sito, eins vinsælasta lags síðasta árs í heiminum,
væri reiknað út, hefði það verið á við rekstur 150
þúsund leigubíla. „Internetið er ekki ókeypis.
Það er knúið áfram af orku. Öll tónlistin og
myndböndin sem eru skoðuð eru knúin áfram af
orkugjafa. Af þessum sökum teljum við að Ís-
land hafi töluvert tækifæri, því þetta samtal um
kolefnisfótsporið er alltaf að verða háværara.“
Er þetta helsta samkeppnisforskot okkar Ís-
lendinga?
„Já, það er það, ásamt því sem við getum út-
vegað langtíma raforkusamninga, hagkvæma
raforku og gott aðgengi að raforku. Til dæmis
getum við fengið 12-15 ára raforkusamning við
Landsvirkjun á tiltölulega föstu verði, tengt vísi-
tölu til dæmis, á meðan raforkusamningar í
Bretlandi eru 12 mánaða langir, og mjög sveiflu-
kenndir í verði. Það sem helst hrjáir okkur í dag
eru gagnatengingar til útlanda. Við heyrum að
útlendingar hafa mestar áhyggjur af því. Það er
því stærsti þröskuldurinn fyrir uppbyggingu
iðnaðarins.“
Eitt af því sem sprotaheimurinn kenndi Þor-
steini var að samvinna er nauðsynleg fyrir ís-
lensk fyrirtæki. „Fyrirtæki hér eru langflest
pínulítil á alþjóðamælikvarða og menn ná ekki
árangri hvert úti í sínu horni. Samstarf fyr-
irtækjanna fjögurra í hátæknigagnaverinu gef-
ur mikinn slagkraft. Við sjáum líka fyrir okkur
að vinna saman að fleiri og stærri verkefnum.
Við þurfum að verða betri en samkeppnisað-
ilarnir, og þeir eru flestir erlendir.“
Varðandi markaðssetningu Íslands fyrir há-
tæknigagnaversþjónustu þá hefur nú þegar að
sögn Þorsteins náðst nokkur árangur í að lokka
hingað til lands erlend stórfyrirtæki, fyrirtæki
eins bílaframleiðandinn BMW sem hafði aldrei
en í gamla daga
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Síðan Þorsteinn tók við stjórnartaumum hjá
Opnum kerfum á ný árið 2015 hefur að hans
sögn kerfisbundið verið unnið í innri vinnu
innan fyrirtækisins við að stilla af ferla og
stunda innri nýsköpun, eins og Þorsteinn
orðar það. „Við höfum tekið aðferðir úr ný-
sköpunarheiminum og -hugsuninni og notað
þær. Opin kerfi eru mjög dýnamískt og sterkt
fyrirtæki að því leyti.“
Sem dæmi um aðferðir úr nýsköpunar-
heiminum er að hans sögn hin mikla þekk-
ingarmenning sem er innandyra, en einnig
lítil yfirbygging. „Frelsi starfsmanna til
ákvarðanatöku er mjög mikið, hér er jafn-
ingjasamfélag og alltaf verið opið vinnuum-
hverfi. Annað dæmi úr nýsköpunarheiminum
er að við erum markvisst að auka breytingar-
hæfni félagsins og viljum líta á breytingar
sem jákvæðar. Það er ekki alltaf auðvelt að
takast á við breytingar, en ef maður sér tæki-
færin í þeim verða þær jákvæðar á end-
anum.“
Þá er stefnt að fullkomnu jafnrétti. „Þrír af
fimm framkvæmdastjórum okkar eru konur,
og það er ekki sjálfsagt í tæknifyrirtækjum,
sem hafa verið karllæg í gegnum tíðina. Við
finnum að þetta skiptir máli, og ég sem
stjórnandi í félagi vil einfaldlega hafa sem
fjölbreyttast úrval af hæfileikaríku fólki, og
þá þarf ég fjölbreytni og bæði kynin.“
Stefnir að fullkomnu jafnrétti
Einn af viðskiptavinum Opinna kerfa er þýski
bílaframleiðandinn BMW. Þorsteinn segir að
þó svo að Opin kerfi séu bara 100 manna fyr-
irtæki, og lítið í samanburði við aðra á mark-
aðnum, þá geti fyrirtækið tekist á við svona
krefjandi verkefni vegna þess hve mannauð-
urinn er mikill og þekkingin djúp og fagleg í
félaginu. „Þetta er meðal þess sem er okkar
aðalsamkeppnishæfni. Kröfuhörð erlend
stórfyrirtæki eins og BMW hafa fengið að
eigin sögn, betri þjónustu hér, á breiðara
sviði en í heimalandinu hjá miklu stærri þjón-
ustufyrirtækjum.“
Spurður að því hvort BMW hafi ekki þurft
að hugsa sig tvisvar um áður en þeir fóru til
Íslands með sína tölvuvinnslu, segir Þor-
steinn að fyrirtækið fullyrði að veran hér sé
hluti af þeirra samkeppnisforskoti. „Þessi
aðgangur að ódýru tölvuafli og rafmagni
skapar þeim forskot í samkeppninni. Þeir
geta gert meira fyrir minni pening. Þeir hafa
hraðað framleiðsluferlum á nýjum bílum um
mörg ár og gera núna örfáar frumgerðir í
stað fjölmargra áður. Allt annað er stafrænt.
Að komast hingað í ódýra og mikla raforku
skiptir öllu máli. Í mörgum stórborgum
Evrópu getur tekið 18-24 mánuði að auka við
orku. Hér er viðbragðsflýtirinn allt annar, og
kostnaður minni. Því geta menn hraðað ferl-
um og tekið þessi stafrænu skref hraðar en
ella.“
Aðspurður segir Þorsteinn að reikniafl
BMW hér á landi sé orðið umtalsverður hluti
af því sem þeir nota.
BMW fær betri þjónustu hér en á heimamarkaði