Morgunblaðið - 08.03.2018, Síða 13

Morgunblaðið - 08.03.2018, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018 13SJÓNARHÓLL TIL LEIGU Skipholt 31 – 105 Reykjavík Skrifstofuhúsnæði 2. og 3. hæð hússins Stærð samtals 1.200 fm. Virðisaukaskattslaust. Ólafur Jóhannsson Rekstrarfræðingur Löggiltur leigumiðlari Löggiltur fasteignasali 534 1023 / 824 6703 olafur@jofur.is Allar nánari upplýsingar veitir: Til leigu tvær samliggjandi skrifstofuhæðir samtals um 1.200 fm. Um er að ræða 2. og 3. hæð hússins (efstu hæð). Lyfta í sameign. Gott útsýni og gluggar allan hringinn. Tveir rafmagnsstofnar eru inn í húsið og tveir ljósleiðarar, lagnaskápur fyrir netkerfi með lögnum í allar skrifstofur á hæðum og tengibox fyrir ljósleiðara. Aðgangsstýrt bílaplan með yfir 50 stæðum er við húsið. Getur hentað mjög vel fyrir t.d. tölvufyrirtæki eða almenna skrifstofustarfsemi. Uppl. um leiguverð gefur Ólafur í síma 824-6703. Laust strax. Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði Pantaðu verðmat eða skoðun – 534 1020 // sala@jofur.is Bolholt 6, 105 Rvk. um 223 fm. verslunarhúsnæði á góðum stað. Skiptist upp í opið verslunarrými, geymslu, eina kaffistofu, lagerrými og snyrtingu. Vsk. leggst ekki við leigufjárhæðina. LAUST STRAX! 534 1020 Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is Ólafur S: 824 6703 Magnús S: 861 0511 Sigurður J. S: 534 1026 Helgi Már S: 897 7086 Bergsveinn S: 863 5868 TIL I Bolholt 6 – 105 Rvk. Gerð: Verslunarhúsnæði Stærð: 223 m2 Leiguverð: Tilboð Allar nánari upplýsingar veitir: Helgi Már Karlsson Löggiltur fasteignasali og löggiltur leigumiðlari 534 1024 / 897 7086 hmk@jofur.is BÓKIN Í mars 2016 úrskurðaði bandarísk- ur dómstóll að útgáfufyrirtækið Gawker Media, eigandi netslúður- síðunnar Gawker og fleiri miðla, skyldi greiða fjöl- bragðaglímustjörnunni Hulk Hogan, réttu nafni Terry Gene Boella, samtals 140 milljónir dala í skaða- bætur fyrir að hafa birt búta úr mynd- bandi sem sýndu hann njóta ásta með eigin- konu besta vinar síns. Dómurinn reið rekstri Gawker að fullu og nokkrum mánuðum síðar óskaði félagið eftir gjaldþrotaskiptum. Síðar sama ár náðu Gawker og Boella sam- komulagi um að lækka bótagreiðsl- una niður í 31 milljón dala. En þar með er ekki öll sagan sögð, því Boella átti sér bakhjarl: milljarðamæringinn Peter Thiel sem m.a. var einn af stofnendum PayPal og fyrsti utanaðkomandi fjárfestir Facebook. Thiel hafði lengi haft horn í síðu Gawker en árið 2007 ljóstraði vefsíðan því upp að Thiel væri samkynhneigður. Hefur núna komið í ljós að Thiel lét samtals 10 milljónir dala af hendi rakna vegna ýmissa mála- ferla gegn Gawker, og er eftir hon- um haft að sú hjálp sem hann veitti Boella við að gera út af við Gawker hafi verið „eitt mesta góðverk sem [hann] hafi gert“. Var það ekki fyrr en löngu eftir að dóm- ur var fallinn að eig- endur Gawker komust að því að á bak við tjöldin hafði Thiel unnið staðfastlega að því að knésetja útgáf- una. Komin er út bók um málið: Conspiracy: Peter Thiel, Hulk Hogan, Gawker and the Anatomy of Intrigue eftir Ryan Holiday. Bendir höfundurinn á að umsátrið um Gawker hafi haft áhrif á þróun prent- og málfrelsis á tímum þegar smellirnir virðast ráða öllu, og sýni líka hvers megnugir sterkefnaðir einstaklingar geta verið þegar þeir einsetja sér eitthvað. ai@mbl.is Þegar Thiel og Hog- an knésettu Gawker Hvað þýðir það þegar talað er um að fasteign séskráð frjálsri skráningu? Í lögum nr. 50/1988um virðisaukaskatt kemur fram sú almenna regla að útleiga á fasteignum er undanþegin virðis- aukaskatti. Aftur á móti getur aðili, sem í atvinnuskyni leigir út fasteign, eða hluta fasteignar, sótt um frjálsa skráningu vegna slíkrar útleigu. Þýðing þess að fá sam- þykkta frjálsa skráningu er sú að leigusali skal leggja virðisaukaskatt ofan á leigugjaldið en hann öðlast á sama tíma rétt til að telja til innskatts þann virð- isaukaskatt sem fellur til eftir skráninguna vegna kaupa hans á vörum og þjónustu vegna endurbóta og viðhalds þeirrar fasteignar sem frjáls skráning tekur til, svo og vegna rekstrar- og stjórnunarkostnaðar sem varðar eignina. Að sama skapi öðlast leigutaki sem leig- ir fasteign sem skráð er frjálsri skráningu heimild til þess að telja skattinn til innskatts samkvæmt almennum reglum. Skilyrði frjálsrar skráningar eru að eigandi hennar sé skráður á virðisaukaskattsskrá, til staðar sé skriflegur leigusamningur og að yfirlýsingu leigutaka um að hann samþykki fyrir sína hönd frjálsa skráningu og þar með greiðslu virðisaukaskatts af leigu- gjaldi hafi verið þinglýst. Frjáls skráning getur aldrei verið til skemmri tíma en tveggja ára. Það skal þó tekið fram að frjáls skrán- ing getur aldrei tekið til húsnæðis sem notað er að öllu leyti eða hluta sem íbúðarhúsnæði. Frjáls skráning hefur hins vegar í för með sér þá kvöð að það myndast leiðréttingaskylda vegna þess inn- skatts sem nýttur er til frádráttar í skattskilum leigu- sala. Verði breyting á forsendum skráningarinnar ber leigusala að leiðrétta (bakfæra) innskattinn sem nýttur hefur verið til frádráttar í virðisaukaskattsskilum. Sam- kvæmt 16. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt fyrn- ist þessi leiðréttingarskylda á tuttugu árum þegar um er að ræða fasteignir. Komi til þess að notkun fast- eignar sem frjáls skráning tekur til breytist þannig að skilyrði fyrir skráningunni séu ekki lengur fyrir hendi skal framreikna innskattinn miðað við bygging- arvísitölu og leiðrétta innskattsfrádrátt. Þegar þessi leiðréttingarskylda innskatts virkjast þá er oft talað um að virðisauka-skattskvöðin falli, enda þarf þá að gera framreiknaðar eftirstöðvar hennar upp. Leiðréttingar- kvöð innskatts vegna frjálsrar skráningar fasteigna getur numið talsverðum fjárhæðum og því mikilvægt að aðilar séu meðvitaðir um tilvist þessarar leiðrétting- arskyldu og hvaða atvik og aðstæður geta leitt til þess að hún virkist. Algengast er að það komi til skoðunar hvort leiðrétt- ingarskylda innskatts hafi virkjast þegar breyting verð- ur á leigutaka, þeirri starfsemi sem fram fer í fasteign- inni eða þegar fasteignin er seld. Þegar fasteign sem skráð er frjálsri skráningu er seld getur kaupandi yfir- tekið leiðréttingarskyldu innskatts. Í slíkum tilvikum ber seljanda að gæta að því að kaupandi samþykki slíka yfirtöku og sé bær til að taka yfir leiðréttingarskylduna. Sé ekki mælt fyrir um slíka yf- irtöku með sérstökum hætti í kaupsamningi um fasteignina þá virkjast leiðréttingar-skyldan og seljanda ber að gera upp áhvíl- andi leiðréttingarkvöð innskatts. Á þetta reyndi í úrskurði yf- irskattanefndar nr. 396/2005 en í því tilviki var ekkert kveðið á um slíka yfirtöku í kaupsamn- ingi aðila. Leiddi það til þess að leiðréttingarskyldan féll á selj- anda fasteignarinnar þrátt fyrir að ekki hafi orðið breyting á notkun fasteignarinnar. Þá ber seljandi jafnframt ábyrgð á því að kaupandi fasteignarinnar sé bær til þess að taka leiðréttingarskylduna yfir, þ.m.t. að fyr- irhuguð nýting kaupandans á fasteigninni sé þess eðlis að frjáls skráning geti átt við. Sú staða getur því komið upp að seljandi þurfi að bera leiðréttingarskylduna þrátt fyrir að mælt sé fyrir um yfirtöku hennar í kaup- samningi. Af þeim sökum kann að vera skynsamlegt að kveðið sé á um það í kaupsamningi að kaupandi takist á hendur ábyrgð á því að hann sé bær til yfirtöku leið- réttingarskyldunnar þannig að seljandi eigi þá skýra kröfu á hendur kaupanda komi í ljós að hann geti ekki tekið leiðréttingarskylduna yfir. Frjáls skráning fasteigna LÖGFRÆÐI Garðar Víðir Gunnarsson, héraðsdómslögmaður á LEX ” Algengast er að það komi til skoðunar hvort leiðréttingarskylda inn- skatts hafi virkjast þeg- ar breyting verður á leigutaka, þeirri starf- semi sem fram fer í fasteigninni eða þegar fasteignin er seld.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.