Morgunblaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018 15FÓLK Þarftu að framkvæma? Við eigum pallana fyrir þig www.kvarnir.is 1996 2016 20 ÁRA Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Álfhellu 9 | 221 Hafnarfirði sími 564 6070 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is Vantar fyrirtækið þitt gæða prentefni? Við bjóðum fjöl- breyttar lausnir hvort sem er í offset eða stafrænt. Komdu við í kaffisopa og við finnum leið sem hentar best hverju sinni. PRENTVERK Vefsíðan When in Iceland (www.wheniniceland.is) er hönnuð til að auðvelda ferðamönnum að finna innlenda aðila sem bjóða upp á alls kyns ferðir og upplifun. Sigtryggur Arnþórsson, fram- kvæmdastjóri When in Iceland, seg- ir hugmyndina ekki ósvipaða gisti- miðlun Airbnb, nema búið er að heimfæra hana yfir á afþreyingar- tengda ferðaþjónustu. Sögu When in Iceland má rekja allt aftur til ársins 2011 þegar Sig- tryggi og félögum hugkvæmdist að opna vefsíðu sem myndi auðvelda litlum ferðaþjónustufyrirtækjum að markaðssetja sig á netinu. Vefurinn þróaðist hins vegar í núverandi mynd eftir örlagaríkt sumarfrí 2015 sem Sigtryggur tók sér þegar hann var í háskólanámi. Fríið notaði hann til að stunda strandveiðar á Ólafs- firði. „Ég hafði ákveðna draumsýn um að eltast við fisk á spegilsléttum firðinum á fallegum sumardegi, og hélt að veiðarnar yrðu ágætis til- breyting frá skólabókunum. Nema hvað veðrið var alls ekki gott þetta sumar, veltingurinn mikill og dag- arnir langir,“ segir hann. „Síðan varð ég var við það þegar ég landaði að erlendir ferðamenn sem voru á ferð um svæðið reyndust mjög áhugasamir og spurðu oft hvort þeir gætu farið í sjóstangveiði á bátnum. Rann fljótlega upp fyrir mér að mögulega gæti verið meira upp úr því að hafa að þjónusta ferðamenn- ina, og það sem meira er þá myndi ég bara þurfa að sigla örstutt út á fjörðinn þar sem var varla nokkur öldugangur, og vinnudagurinn yrði örugglega styttri.“ Sigtryggur rak sig þó fljótlega á að það er hægara sagt en gert fyrir einyrkja að bjóða ferðamönnum upp á þjónustu af þessu tagi. „Ég sá fram á að þurfa að gera vefsíðu, þurfa að leggja mikla vinnu í mark- aðsmálin og utanumhaldið, og myndi þurfa að bæta við heilu stöðugildi til að sinna almennum rekstri og markaðsmálum.“ When in Iceland á að leysa þenn- an vanda og leyfa fólki með góðar hugmyndir að koma sér á framfæri hratt og vel og taka við pöntunum án nokkurrar yfirbyggingar. Segist Sigtryggur sér í lagi vilja gera at- hafnasömum einstaklingum um allt land kleift að skapa sér nýja tekju- lind sem mögulega gæti vaxið og jafnvel á endanum orðið að litlu fyrirtæki. Fleiri um hituna Greinilegt var að Sigtryggur var ekki sá eini sem hafði kveikt á þess- ari peru, því þegar vinna við nýja gerð When in Iceland var komin vel á veg svipti heimagistingarrisinn Airbnb hulunni af nýrri vöru þar sem notendur vefsíðunnar gátu pantað alls kyns sniðugar ferðir. „Það var vissulega ekki skemmti- legt að fá þennan stóra keppinaut, en tíminn hefur leitt í ljós að það er töluverður munur á okkar vöru og vöru Airbnb, og okkar ferðir meira sniðnar að þörfum einstaklinga og smárra hópa á meðan upplifanirnar hjá Airbnb eru fyrir stærri hópa og varan ekki jafn persónuleg.“ When in Iceland, sem tekur þátt í Startup Tourism-hraðlinum, þarf að yfirstíga ýmsar hindranir, jafnt stórar sem smáar. Nefnir Sig- tryggur að þeir sem vilja bjóða upp á ferðir þurfi að hafa sótt um til- skilin leyfi hjá Ferðamálastofu og kosti það 23.000 kr. „Hindranirnar eru þó mun meiri ef fólk vill leigja út íbúð á Airbnb, en engu að síður væri æskilegt ef stjórnvöld liðkuðu enn frekar fyrir því að einyrkjar gætu spreytt sig á þessu sviði.“ Þá þurfa vefsíður eins og When in Iceland að gæta vandlega að því að hafa rétt jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar. Ef framboðið vant- ar verða ferðamennirnir fyrir von- brigðum, og ef eftirspurnin er ekki nægilega mikil verða seljendur óhressir. „Við höfum farið varlega af stað og fengið þolinmóða selj- endur til liðs við okkur. Á næstunni ráðumst við síðan í markaðs- setningu á hverri einustu ferð sem When in Iceland býður upp á, og notum til þess auglýsingar á Facebook og Google til að ná beint til markhópsins.“ Sigtryggur segir fyrirtækið orðið rekstrarhæft og standa vonir til að auka hlutafé á næstunni svo starf- semin geti vaxið hraðar. „Ef vel gengur hér á landi mætti yfirfæra hugmyndina á önnur lönd og höfum við þegar keypt nokkur vel valin lén með það fyrir augum. Lítum við einkum til Evrópulanda þar sem at- vinnuleysi mælist mikið en mikið er af ferðamönnum og gæti þetta t.d. verið góður kostur fyrir ungt fólk að skapa sér atvinnu.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigtryggur Arnþórsson með félögum sínum Björgvini Pétri Sigurjónssyni og Sveini Dal. Útrásarhugmyndir When in Iceland snúa m.a. að Evrópulöndum þar sem atvinnuleysi er mikið en enginn hörgull á ferðamönnum. Hjálpa ferðamönnum að finna ævintýri Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Nýr íslenskur sproti á sviði ferðaþjónustu vonast til að geta farið í útrás til Evrópu ef vel gengur hér á landi og stuðlað að atvinnusköpun bæði hérlendis og erlendis. SPROTAR Truenorth Guðmundur Arason hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri kvikmyndafyrirtækisins Truenorth, sem meðal annars þjónustar erlend kvikmyndaver hér á landi og í Noregi. Hann tekur við starfinu af Helgu Margréti Reykdal sem gegnt hefur starfinu frá stofnun félagsins árið 2003. Guðmundur hefur starfað með hléum hjá Securitas frá árinu 1992 sem framkvæmdastjóri og síðar sem forstjóri. Hann hefur leitt skipulagsbreyt- ingar og stefnumótun ýmissa fyrirtækja á Íslandi og erlendis með setu í stjórn og sem ráðgjafi. Guðmundur hefur setið í stjórn Neyðarlínunnar, Íslenska gámafélagsins, Arctic Track, Servio og fleiri félaga á síðustu árum. Guðmundur tekur við sem framkvæmdastjóri Expectus Emil Hjaltason hefur verið ráðinn ráðgjafi í við- skiptagreind hjá Expectus, en félagið er íslenskt ráðgjafar- fyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf á sviði stefnumótunar, rekstrar og upplýsingatækni. Emil er B.Sc. í fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og B.Sc. í tölvunarfræði frá sama skóla. Áður en Emil kom til starfa hjá Expectus vann hann við hugbúnaðarþróun hjá Kviku, aðallega við innleiðingu umsýslukerfis skýrsluskila til opinberra aðila auk sjálfvirknivæðingar skýrslugerðar. Jón Orri Sigurðarson hefur verið ráðinn ráðgjafi í við- skiptagreind hjá Expectus. Jón Orri er M.Sc í viðskiptagreind frá Dalarna University og B.Sc í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands. Jón Orri kemur til Expectus frá Svíþjóð, en þar starfaði hann sem ráðgjafi í viðskiptagreind hjá Acando í þrjú ár, eftir að hafa þar áður starfað við gagnaöflun og úrvinnslu hjá Maskínu um árabil. Nýir ráðgjafar í viðskiptagreind og uppýsingatækni VISTASKIPTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.