Morgunblaðið - 09.04.2018, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.04.2018, Blaðsíða 13
Morgunstund Tíkin Röskva og læðan Ronja eru sællegar og sáttar á heimili Veronicu og fá að koma upp í rúm og kúra að morgni. borða, þeir leyfa mér að klappa sér, svo það er líklegt að þeir hafi verið heimiliskettir áður. Fólk er hneyksl- að á að ég og gamla konan séum að gefa þessum götuköttum að borða, það eigi bara að láta þá drepast úr hungri, svo þeim fækki. En þannig er ekki ráðist að rótum vandans, ég vildi að þessum köttum væri safnað saman og dýrlæknar látnir gelda þá svo þeir hætti að fjölga sér,“ segir Veronica sem komst fljótt að því að reglugerðir og ferli til slíkra aðgerða var flókið og þungt í vöfum. „En ég gafst ekki upp og lét vita að ég væri tilbúin til að sjá um að sækja kettina og koma þeim upp á dýraspítala í geldingu. En það var lítill vilji og mér sagt að ekkert væri hægt að gera, svona væri þetta því miður á Spáni. En ungi dýralækna- neminn sem sá um að lækna Ronju, hann tók vel í hugmynd mína. Hann ræddi við yfirdýralækninn í skól- anum sem gaf leyfi fyrir því að farið væri af stað með verkefni þar sem dýrlæknanemar fengju að æfa sig með því að gelda götuketti. Ég fékk fellibúr til að veiða ketti, sem er ekki auðvelt, því margir láta ekki plata sig. En æfingin skapar meistarann og ég náði meðal annars aðal- fresskettinum hér í götunni, hann er kóngurinn em ræður öllu og er væntanlega pabbi margra kettlinga hér. Það var stór áfangi að geta stoppað hann í að fjölga sér með því að gelda hann. Nú hef ég fært mig tveimur götum ofar, á svæði þar sem um 30 kettir halda sig saman. Þar set ég búrið með túnfiskbeitu og veiði ketti til geldingar.“ Veronica segir það hafa verið góða tilfinningu og mikinn sigur að hafa náð því fram að koma af stað þessu verkefni í skólanum. „Það er nefnilega alltaf hægt að gera eitthvað.“ Hræðileg sjón og ógeðslegt En kettir eru ekki einu dýrin sem Veronica hefur barist fyrir, því á kattaveiðum sínum uppgötvaði hún afgirti svæði þar sem mörg afar illa haldin dýr voru. „Þarna voru fimmtán hundar og þar af bundin grindhoruð tík með hvolpa á spena. Þarna voru líka geitur og hænur, en öll dýrin voru mjög illa hirt og kaun- um sett. Þarna var enginn matur og ekki aðgengi að vatni og ég sá þessu sveltu dýr borða plastpoka. Þetta var hræðileg sjón og ógeðsleg vist- arvera. Ég tók myndir og fékk spænskumælandi stelpur úr bekkn- um mínum í lið með mér til að gera eitthvað í þessu. Við höfðum sam- band við lögregluna nokkrum sinn- um en hún var áhugalaus og sagðist vera að athuga málið. Ferlið var flókið af því þetta reyndist vera einkalóð og lögreglan mátti því ekki fara innfyrir girðinguna. En þetta voru lifandi dýr og grunnþörfum þeirra um mat, drykk og skjól var ekki sinnt og þannig hafði það greinilega lengi verið, og því fannst mér nauðynlegt að gera eitthvað strax. Við stelpurnar fórum daglega til að gefa dýrunum að borða, réttum þeim mat í gegnum göt á girðing- unni. Beiðni okkar um aðgerðir var nokkrar vikur að veltast í kerfinu hjá lögreglunni, en við hringdum daglega og fengum tvö dýraathvörf til liðs við okkur. Að endingu voru tveir hundar sem voru í versta ástandi fjarlægðir af lögreglunni, þar af var tíkin horaða. Hinir hund- arnir voru skildir eftir en þegar þrír þeirra fóru út fyrir girðinguna í gegnum gat, spurðum við lögregluna hvort væri löglegt að við tækjum þá. Við fengum jákvætt svar, tókum þá og auglýstum til að athuga hvort ein- hverjir eigendur gerðu vart við sig. Sem var ekki. Við héldum áfram að fara og gefa þeim hundum sem eftir voru að borða, en þegar eigandinn sem á þetta svæði og þessi dýr, varð var við okkur, þá fjarlægði hann alla hundana, færði þá eitthvað annað. Og nú vitum við ekki hvar þau eru,“ segir Veronica sem ættleiddi einn af þeim hundum sem fjarlægðir voru, hana Röskvu. „Hún var vannærð og mjög hrædd við fólk, hafði greini- lega slæma reynslu af því. Nú þrem- ur vikum síðar er mikill munur að sjá hana, hún hefur braggast og treystir okkur.“ Horuð Þessari tík var bjargað úr prísundinni. Agnarsmá Veronica þrífur sýkt augu Ronju. Dýravinur Veronica með íslenskum alsælum kiðlingi. Kaunum sett Geiturnar voru með áblástur á snoppu. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. APRÍL 2018 TANGARHÖFÐA 13 VÉLAVERKSTÆÐIÐ kistufell.com Það er um 80% ódýrara að skipta um tímareim miðað við þann kostnað og óþægindi sem verða ef hún slitnar Hver er staðan á tíma- reiminni í bílnum þínum? Hringdu og pantaðu tíma í síma 577 1313 Samtökin 7́8 ætla að vera með spjall- fund í kvöld, mánudag, um karl- mennskuna, og vilja bjóða öllum áhugasömum að mæta og ræða hvernig karlmennskan hefur haft áhrif á einstaklinginn og samfélagið. Í tilkynningu kemur fram að sam- tökin vilji fylgja eftir átakinu og um- ræðunum sem #karlmennskan hefur ýtt úr vör. Getum við sem samfélag komið á breyttum viðhorfum? Hver væru rökrétt næstu skref? Hvernig hefur staðalmynd karlmennskunnar haft áhrif á þig? Þessum spurningum verður reynt að svara í húnæði sam- takanna á Suðurgötu 3 í Reykjavík. „Karlmennska og hinseginleiki tengjast óneitanlega – hvernig er karlmennska hinsegin karlmanna? En kvenna? Hvað með transfólk? Og annara undir hinsegin regnhlífinni?“ Þessum spurningum og fleirum verð- ur velt upp á fundinum en á hann mæta Þorsteinn V. Einarsson, deild- undur og fræðimaður, en ritgerð hans úr MA í kynjafræði heitir „Í leit að hinsegin rými: Lífssögurannsókn meðal íslenskra homma.“ Samtökin 7́8 boða til spjallfundar Karlmennskan og áhrif hennar Morgunblaðið/Hanna Karlmenn Þessir piltar fögnuðu fjölbreytileikanum í gleðigöngunni árið 2017. arstjóri í frístundamiðstöð, sem stofnaði til átaksins, Bjarni Snæ- björnsson, leikari og leiklistakennari, og Þorvaldur Kristinsson, rithöf-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.