Morgunblaðið - 09.04.2018, Qupperneq 4
SVIÐSLJÓS
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Íslensk stjórnvöld hafa takmarkað-
an skilning á hættum sem fylgja
peningaþvætti og fjármögnun
hryðjuverka, samkvæmt nýrri
skýrslu Financial Action Task
Force (FATF), alþjóðlegs vinnu-
hóps á sviði varna gegn peninga-
þvætti. FATF gerir reglulega út-
tekt á lögum, reglum og
starfsaðferðum í aðildarríkjum og
gerir á grundvelli þeirra kröfur um
úrbætur. Skýrslan er nýkomin út og
fjallað var um efni hennar á vef stór-
blaðsins Wall Street Journal sl.
föstudag..
Í skýrslunni er rakið að næstum
allan síðasta áratug hafi verið ein-
blínt á glæpi tengda efnahags-
hruninu hér. Fyrir vikið hafi ekki
nóg verið gert til að verjast pen-
ingaþvætti og hryðjuverkafjár-
mögnun á Íslandi. Ennfremur segir
að á Íslandi sé gott lagaumhverfi til
að rannsaka og meðhöndla peninga-
þvætti. Þessum málaflokki hafi ein-
faldlega ekki verið sinnt sem skyldi.
Íslensk stjórnvöld hafi tekið fyrstu
skref til að öðlast skilning á við-
fangsefninu en ekki hafi verið ráðist
í allar þær aðgerðir sem þörf er á.
„Ísland verður að samhæfa aðgerðir
yfirvalda og styrkja varnir sínar
gegn peningaþvætti og fjármögnun
hryðjuverka,“ segir í skýrslunni og
bent á að íslensk yfirvöld vinni vel
með kollegum sínum í öðrum lönd-
um, sér í lagi nágrönnum á Norður-
löndunum, í upplýsingagjöf um ýmis
mál.
Í skýrslunni segir að ef þrír
stærstu bankar landsins eru undan-
skildir megi fullyrða að fyrirtæki í
fjármálageiranum, og raunar fyrir-
tæki almennt líka, séu illa upplýst
um þær hættur sem að þeim steðja.
Afar fáar tilkynningar berist um
grunsamleg viðskipti og milli-
færslur sökum þess hve lítill gaum-
ur sé að þessum málum gefinn.
Beina ætti sjónum í auknum mæli
að því hvaða hættur steðji að ís-
lenskum fyrirtækjum og gera upp-
lýsingar um rétta eigendur fyrir-
tækja aðgengilegar.
Stýrihópur nýlega skipaður
Í febrúar síðastliðnum skipaði
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráð-
herra að nýju stýrihóp um varnir
gegn peningaþvætti og fjármögnun
hryðjuverka. Formaður stýrihóps-
ins er Hildur Dungal lögfræðingur.
Ekki náðist í Hildi í gær. Stýrihópur
um aðgerðir gegn peningaþvætti og
fjármögnun hryðjuverka var fyrst
skipaður 2015 og voru verkefni hans
þá afmörkuð við umbætur í
tengslum við tilmæli áðurnefnds
Financial Action Task Force
(FATF). Það ár komu forsvarsmenn
hópsins til Íslands til að vekja sér-
staka athygli á að stjórnvöld hér
hefðu ekki enn uppfyllt kröfur um
endurbætur sem settar voru fram
árið 2006.
Ljóst virðist að íslensk stjórnvöld
taki þessar athugasemdir alvarlega
því að í skýrslu Financial Action
Task Force segir að þau hafi þegar
hafið vinnu við úrbætur, og er þeim
skrefum sem þegar hafa verið stigin
fagnað.
Samkvæmt því sem fram kom í
frétt á vef dómsmálaráðuneytisins
er stýrihópurinn var skipaður er
hlutverk hans meðal annars að að
sinna stefnumótun, tryggja yfirsýn,
samvinnu og samstilla varnir gegn
peningaþvætti og fjármögnun
hryðjuverka; tryggja eftirfylgni og
úrbætur vegna athugasemda Fin-
ancial Action Task Force; stuðla að
samræmdu eftirliti á grundvelli við-
eigandi lagaákvæða; að vera stjórn-
völdum til ráðgjafar í afstöðu til
mála hjá Financial Action Task
Force; og taka þátt í innleiðingu og
breytingum á regluverki.
Samstilla aðgerðir stjórnvalda
„Aðgerðir er lúta að vörnum gegn
peningaþvætti og fjármögnun
hryðjuverka eru víðtækar og margir
aðilar innan stjórnkerfisins bera
ábyrgð á öllum þeim fjölbreyttu
verkefnum sem að málaflokknum
snúa. Mikilvægt er að samstilla að-
gerðir stjórnvalda og tryggja nauð-
synlega yfirsýn yfir málaflokkinn,“
sagði í fréttinni.
Styrkja verður varnir landsins
Ekki hefur verið nóg gert til að verjast peningaþvætti og hryðjuverkafjármögnun hér á landi, sam-
kvæmt skýrslu alþjóðlegs vinnuhóps Fyrirtæki illa upplýst um hættur Stýrihópur að störfum
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. APRÍL 2018
PRAGBirtmeðfyrirvaraumprentvillur.H
eim
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
19. apríl í 3 nætur
2 fyrir 1 til
Ótrúlegt tilboð - Allra síðustu sætin
Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð á síðustu flugsætunum til Prag
19. apríl í 3 nætur. Þú kaupir 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1.
Við bjóðum þér fjölbreytta gistingu meðan á dvölinni stendur.
Frá kr.
39.950
flugsæti m/sköttum
m.v. 2 fyrir 1 tilboð
19. apríl í 3 nætur.
Frá kr.
54.900
flugsæti & gisting
Verð á mann m.v. tvo í herb.
hótel IBIS Mala Strana
í 3 nætur.
Hollvinir tjarnarinnar, óformlegur hópur sjálf-
boðaliða á vegum Fuglaverndar, voru með ár-
legan tiltektardag í friðlandi fugla í Vatnsmýr-
inni á laugardag. Fjölmargir áhugasamir komu
og tíndu rusl og lögðu greinar í bakka til að
koma í veg fyrir landbrot auk fleiri verka. Nú
standa yfir framkvæmdir á vegum Reykjavíkur-
borgar á svæðinu en markmiðið er að gera það
aðlaðandi varpsvæði fyrir endur og mófugla.
Morgunblaðið/Hari
Vorverkin unnin
á varpsvæði í
Vatnsmýrinni
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
„Við tókum út úr geymslunum í dag
þar til þrekið þraut,“ sagði Ómar Jó-
hannsson, framkvæmdastjóri
Geymslna ehf., í samtali við
Morgunblaðið í gær. Starfsmenn
fyrirtækisins fengu leyfi til að fara
inn á fyrstu hæð Miðhrauns 4 sem
brann á fimmtudaginn. Efri hæðir
er ekki hægt að kanna á þessu stigi
að sögn Ómars. Hann segir að í dag
verði staðan tekin aftur með trygg-
ingafélögum, lögreglu og slökkviliði.
„Eitthvað bjargaðist, en það er
vatn og sót yfir nánast öllu. Við
reyndum að koma því sem heillegt
var úr eins mörgum geymslum og
hægt var,“ segir Ómar, sem segir að
m.a. hafi verið náð í eldtraustu skáp-
ana úr Latabæ en hann viti þó ekki
hvort innihald þeirra hafi verið í lagi.
„Miðað við umfang brunans og allt
sem gekk á þarna var innihald
sumra geymslnanna ótrúlega gott,“
segir Ómar. Hann segir að næstu
dagar fari í að halda áfram að bjarga
því sem bjargað verður úr rústun-
um.
Reyndu að koma heillegum
munum út úr geymslunum
Starfsmenn
fengu leyfi til að
fara á fyrstu hæð
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Brunarústir Eitthvað heillegt hefur fundist í geymslum hússins.
Uppsögnum ljós-
mæðra fjölgar
stöðugt og eru
þær nú orðnar
um þrjátíu tals-
ins. Katrín Sif
Sigurgeirsdóttir,
sem situr í stjórn
Ljósmæðra-
félagsins, segir
uppsagnirnar ekki koma á óvart og
hún eigi von á enn fleiri. Hún finnur
fyrir vaxandi ólgu meðal ljósmæðra.
„Kannski er það alvarlegast að þetta
eru ekki bara einhver mótmæli held-
ur eru konur búnar að fá nóg og þær
eru að ráða sig annað,“ segir Katrín.
Krafa Ljósmæðrafélagsins er að
grunnlaunin hækki við þá viðbót-
armenntun sem ljósmóðurfræði er.
Próf í hjúkrunarfræði er meðal inn-
tökuskilyrða í greinina, en ákveði
hjúkrunarfræðingur að bæta við sig
prófi í ljósmóðurfræði gæti viðkom-
andi þurft að taka á sig launalækkun
í nýju starfi. olofr@mbl.is
Fleiri ljós-
mæður
segja upp
Samninganefndir
funda næst 16. apríl
Aðgerðir Ljós-
mæður mótmæla.