Morgunblaðið - 09.04.2018, Qupperneq 22
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. APRÍL 2018
Nýlöguð
humarsúpa
Opið virka daga 10.00 - 18.15 | laugardaga 11.00 - 15.00
Gnoðarvogi 44 | 104 Reykjavík | sími: 588 8686
Glæný lúða
Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði
fyrir þig til að taka með heim
Ný línuýsa
Klaustur-
bleikja
Síðustu mánuði hef ég verið að læra að lifa upp á nýtt. Síðastahaust hætti ég störfum eftir 42 ár sem sóknarprestur og á vett-vangi kirkjunnar. Mér féll vel að hafa nóg fyrir stafni og vinna
eftir stundaskrá en núna er takturinn í tilverunni annar, en venst
vel,“ segir sr. Þorvaldur Karl Helgason prestur sem er 68 ára í dag.
Þorvaldur er fæddur og uppalinn í Vogahverfinu í Reykjavík. For-
eldrar hans voru Helgi Þorláksson og Gunnþóra Kristmundsdóttir,
bæði skólafólk sem einnig störfuðu mikið fyrir Langholtskirkju.
„Auðvitað mótaði þetta starfsumhverfi okkur mikið systkinin og hvað
mig sjálfan varðar lá eiginlega beint við að fara í prestskap sem um
margt svipar til starfs kennarans, segir Þorvaldur sem hóf prestskap
sinn austur á Egilsstöðum árið 1975 en tók við Njarðvíkursöfnuði síð-
ar og þjónaði þar í 13 ár. Lengst starfaði Þorvaldur þó á Biskupsstofu,
sem forstöðumaður fjölskylduþjónustu og biskupsritari.
„Við eiginkona mín, Þóra Kristinsdóttir, bjóðum alltaf börnunum
okkar og þeirra fólki í kaffi á afmælisdaginn minn. Við leggjum mikið
upp úr því að ná fólkinu okkar saman og notum þá svona tilefni. Núna
er maður kominn á þann stað að lífið snýst talsvert um að sinna
barnabörnum og einnig er svigrúm til að sinna áhugamálunum. Núna
er ég til dæmis með ýmsar góðar bækur í takinu, svo sem Sakrament-
ið eftir Ólaf Jóhann Ólafsson og svo gefast vonandi tækifæri á næst-
unni til að ferðast og skoða veröldina.“ sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Eiffeil Lifi upp á nýtt, segir Þorvaldur Karl, hér staddur í París.
Skoðar veröldina að
starfsárum loknum
Sr. Þorvaldur Karl Helgason er 68 ára í dag
H
rafn Andrés Harð-
arson fæddist í Kópa-
vogi 9.4. 1948 og ólst
þar upp. Hann gekk í
Landakotsskóla,
Gagnfræðaskóla Kópavogs og var
hálfan vetur í miðskóla á Reykhól-
um, lauk stúdentsprófi frá MA 1968
og prófi í bókasafnsfræðum, ALA
Chartered Librarian, frá Polytechn-
ic of North London, School of Libr-
arianship, 1972, en sótti síðar ýmis
námskeið og ráðstefnur í bókasafns-
fræðum í Danmörku, Finnlandi,
Lettlandi, Noregi, Svíþjóð og Eng-
landi. Þá var hann í rannsóknaleyfi
1993-94 og varð Fellow of the Libr-
ary Association 1995 (FCLIP).
Hrafn var stundakennari í bóka-
safnsfræðum við HÍ 1974-87, var
forstöðumaður Bústaðasafns og
bókabíla Borgarbókasafnsins 1973-
76 en vann einnig hlutastörf á bóka-
Hrafn Andrés Harðarson, fv. bæjarbókavörður í Kópavogi – 70 ára
Galvösk söngsveit Hér er Hrafn Andrés með söngsveit sinni,Víkingum í Garði, en myndin var tekin á þorrablóti.
Skáld og málsvari
bóka og bókmennta
Afmælisbarnið Hrafn Andrés var bæjarbókavörður í Kópavogi í 38 ár.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða
mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í
einn mánuð.
Hægt er að senda mynd
og texta af slóðinnimbl.
is/islendingar eða á
islendingar@mbl.is
Á „Íslendinga“ síðum
Morgunblaðsins er
meðal annars sagt frá
merkum viðburðum
í lífi fólks, svo sem
hjónavígslum,
barnsfæðingum
eða öðrum
tímamótum.