Morgunblaðið - 09.04.2018, Page 14
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Gervigreindartæknin er að ryðja sér
til rúms og áætlað að árið 2020 verði
um 70% allra fyrirtækja búin að taka
gervigreind í sína þjónustu með ein-
um eða öðrum hætti. Þetta segir
Scott Soutter, vörustjóri PowerAI
hjá IBM.
Á morgun, þriðjudaginn 10. apríl,
heldur Scott erindi á morgunverð-
arfundi Origo þar sem hann fjallar
um áhugaverða
notkunarmögu-
leika gervigreind-
ar. Scott kom m.a.
að stóru verkefni
þar sem raf-
magnsveita Suð-
ur-Kóreu notaði
PowerAI gervi-
greindartæknina
til að vakta
ástand háspennu-
mastra. „Þar reyndist hægt að láta
fjarstýrða dróna með háskerpu-
upptökuvél fljúga yfir línunum og
síðan greina upptökuna rafrænt.
Gervigreindin gerði okkur fært að
þróa hugbúnað sem kemur auga at-
riði sem geta bent til þess að við-
gerðar eða viðhalds sé þörf, nema
hvað gervigreindin er miklu ná-
kvæmari og hraðvirkari en manns-
augað,“ segir hann. „Og dróninn get-
ur flogið yfir rafmagnslínunum á 40
km/klst hraða, svo að hægt er að
skoða miklu meira af dreifikerfinu og
mun hraðar en með hefðbundnum
leiðum.“
Scott segir hægt að nota gervi-
greind til að leysa úr verkefnum sem
áður hefði verið illgerlegt að vinna
með hugbúnaði. Með s.k. „deep le-
arning“ gervigreind, sem PowerAI
notar, megi ná 97-98% nákvæmni í
verkefnum þar sem hefðbundin
gervigreind myndi skila um 80% ná-
kvæmni, og venjuleg forritun varla
meira en 60% nákvæmni. „Lýsa má
„deep learning“ þannig að tölvunni
er sagt hverju hún á að áorka, og gef-
in gögn til að miða við, en hún verður
svo sjálf að finna leiðina að markinu.
Það sem þá gerist er að til verður
hugbúnaður sem virkar ekki ósvipað
og mannsheilinn þar sem óvæntar
tengingar verða á milli ýmissa
gagnabúta.“
Gallar í vöru eða gremja í röddu
Notkunarmöguleikarnir eru nán-
ast ótæmandi. „Það má t.d. nota
gervigreind til að gera sjónræna
greiningu á vörum til að skima eftir
göllum. Gervigreindin er þá ekki
bara að meta það sem hún sér í gegn-
um myndavélalinsu heldur getur
skoðað röntgenmyndir og myndir af
ósýnilegum sviðum litrófsins, í mjög
hárri upplausn, til að koma auga á
mögulega galla eða veikleika,“ segir
Scott. „Gervigreindin getur líka tek-
ið við öllum þeim gögnum sem verða
til við framleiðsluna og reynt að
greina hvort einhvers konar þróun
sé að eiga sér stað eða mynstur að
koma fram, til þess ýmist að fyr-
irbyggja tjón eða til að ná fram meiri
gæðum eða hagræðingu.“
Gervigreind getur líka hjálpað í
mannlegum samskiptum. „Það er t.d.
gervigreind sem gerir okkur mögu-
legt að þýða tungumál í rauntíma,
eða sjá hvort tónn og tjáningarmáti
viðskiptavinar bendir til að hann sé
ánægður eða óánægður. Tæknin get-
ur líka greint neyslumynstur þannig
að sníða má tilboð og markaðsefni að
hverjum og einum kaupanda.“
Gervigreindin á meira að segja er-
indi við íslenskar undirstöðu-
atvinnugreinar á borð við sjávar-
útveg og ferðaþjónstu. Nefnir Scott
að megi t.d. búa dróna og fjarstýrða
kafbáta gervigreind svo þeir geti
stýrt sér sjálfir og hjálpað við haf-
rannsóknir. „Í ferðaþjónustu nýtist
gervigreind m.a. við að spá um hegð-
un ferðamanna, s.s. með því að skima
umfjöllun á samfélagsmiðlum og
fréttamiðlum til að sjá hvað fólki er
hugleikið. Það væri hægt að hafa
starfsmenn á launum við að gera ein-
mitt þetta, en með gervigreind má
skima alla miðla á rauntíma, á fjölda
tungumála, og sjá strax og breyting-
arnar gerast og almenningsviðhorfið
breytist. Er þá hægt að búa í haginn
og tryggja að sú þjónusta sem ferða-
mennirnir þurfa og vilja sé til staðar
þegar þeir loksins koma til landsins
vikum, mánuðum eða árum síðar.“
Gervigreind
getur flest
AFP
Risastökk Maður hugar að tölvustæðum í svissnesku gagnaveri. Gervi-
greind ætti að vera komin í almenna notkun í atvinnulífinu innan skamms.
Með s.k. „deep learning“ gervi-
greind mætti m.a. greina hvert ferða-
menn stefna, bæta samskipti við við-
skiptavini eða skima eftir göllum
Scott
Soutter
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. APRÍL 2018
Glæsilegur veitingastaður á Hótel Örk. Vandaður matseðill og hlýlegt umhverfi.
Pantaðu borð í síma 483 4700 eða á hverrestaurant.is
Christian Sewing hefur verið
skipaður bankastjóri Deutsche
Bank. Sewing, sem gegnir í dag
stöðu aðstoðarbankastjóra, hóf
störf hjá Deutsche árið 1989 og
hefur setið í framkvæmdastjórn
bankans frá 2015. Hann er 47 ára
gamall Þjóðverji með bakgrunn á
sviði viðskiptabankarekstrar,
endurskoðunar og áhættustjórn-
unar. Árin hjá bankanum hefur
hann starfað í Frankfurt, Lond-
on, Singapúr, Tókýó og Toronto.
Sewing er tíu árum yngri en
Bretinn John Cryan sem hefur
stýrt Deutsche í tæplega þrjú ár
en féll í ónáð hjá hluthöfum eftir
þriggja ára taprekstur. Bréf fé-
lagsins hafa meira en helmingast
í verði frá því í júlí 2015 er
Cryan tók við starfinu.
Tilkynnt var um skipan Sewing
í gær en þess má vænta að hann
taki formlega við af Cryan á að-
alfundi bankans í maí, að því er
fram kemur í umfjöllun tímarits-
Christian
Sewing
John
Cryan
Arftaki fundinn hjá Deutsche
ins Der Spiegel sem greindi fyrst
frá því að til stæði að ráða Sew-
ing. ai@mbl.is
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Töluverðar breytingar verða á meist-
aranáminu við hagfræðideild Háskóla
Íslands frá og með næsta hausti. Boð-
ið verður upp á nýja gráðu, MA í hag-
nýtri hagfræði, og náminu skipt í sjö
vikna lotur þar sem nemendur læra
tvo kúrsa í einu, frekar en þrettán
vikna annir þar sem nemendur sitja
fjóra til fimm kúrsa.
Ásgeir Jónsson er forseti hag-
fræðideildar og segir hann nýja nám-
ið m.a. til þess gert að opna hagfræð-
ina fyrir fólki með ólíkan náms-
bakgrunn. „Ekki er gert ráð fyrir því
að nemendur hafi lokið BS-prófi í
hagfræði til að geta hafið MA-nám í
hagnýtri hagfræði. Er nýja námið því
aðgengilegt t.d. þeim sem lokið hafa
grunnámi í stjórnmálafræði, við-
skiptafræði, eða lögfræði. Þetta ger-
um við með því að nota fyrstu
kennslulotuna til að fræða nemendur
um grunnatriði hagfræðinnar, og
skerpa á stærðfræði- og töl-
fræðiþekkingu þeirra.“
Áfram mun deildin bjóða upp á
meistaranám í fjármálahagfræði og
er þar gerð krafa um sterkan grunn í
stærðfræði og tölfræði, en ekki kraf-
ist hagfræðimenntunar. Þá bjóða
hagfræðideild og viðskiptadeild í
sameiningu upp á þverfaglegt M.Fin.
meistaranám í fjármálum.
Stundum kviknar áhuginn seint
Ásgeir segir hagfræði í mikilli sókn
um allan heim og hefur áhugi á grein-
inni vaxið mjög hjá ungu fólki. Oft er
þó eins og hagfræðiáhuginn kvikni
ekki hjá háskólanemendum fyrr en
þeir eru komnir áleiðis í öðru námi.
„Kannski má skrifa það á að þekking
á faginu er fremur lítil, og kann að
stafa af því hve lítið nemendur eru
fræddir um hagfræði í grunnskóla og
framhaldsskóla. Nefnir fólk oft við
mig að það hefði óskað þess, eftir á að
hyggja, að hafa lagt hagfræðina fyrir
sig en ekki fundist fagið áhugavert,
nýskriðin úr framhaldsskóla.“
Bendir Ásgeir á að meistaranám í
hagfræði sé mjög góð viðbót við
grunn á öðrum fræðasviðum. „Þeir
sem lokið hafa grunnnámi í verkfræði
gætu t.d. bætt við sig mastersgráðu í
hagnýtri hagfræði og þá átt fullt er-
indi við fjármálamarkaðinn, á meðan
nemendur með grunn í stjórn-
málafræði verða, með nýja MA námið
í vasanum, öflugur liðsauki t.d. í op-
inberri stjórnsýslu,“ segir hann.
„Ætlunin er að þróa námið áfram
þannig að ekki verði mikið af skyldu-
fögum og að nemendur hafi svigrúm-
ið til að sníða sér gráðu eftir eigin
höfði.“
Með því að kenna í sjö vikna lotum
á námið að koma betur til móts við
þarfir nemendanna. „Viðskiptafræði-
deildin hefur farið þessa leið í endur-
skoðunarnáminu og ber því vel sög-
una. Kennsla í stuttum lotum kallar á
öðruvísi vinnulag, þar sem nemendur
einbeita sér að færri fögum af meiri
krafti í skemmri tíma, og hafa nem-
endur við skólann verið fylgjandi
þessu fyrirkomulagi.“
Vöntun Ásgeir Jónsson segir MA
námið góða viðbót fyrir marga.
Nýtt nám með nýju sniði
Í nýju MA námi í hagnýtri hagfræði við HÍ verður ekki
gerð krafa um að nemendur hafi hagfræðimenntun að baki