Morgunblaðið - 09.04.2018, Síða 2

Morgunblaðið - 09.04.2018, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. APRÍL 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta er óneitanlega mjög sérstakt en dálítið skemmtilegt,“ segir Pétur Hrafn Sigurðsson, oddviti Samfylk- ingarinnar í Kópavogi. Svo skemmtilega vill til að þrír fyrrverandi framkvæmdastjórar stærstu sérsambanda ÍSÍ eru of- arlega á framboðslistum fyrir bæj- arstjórnarkosningarnar í Kópavogi í næsta mánuði og gætu tekið sæti saman í bæjarstjórn að þeim lokn- um. Auk Péturs, sem gegndi starfi framkvæmdastjóra Körfuknattleiks- sambandsins, eru þetta Geir Þor- steinsson, fyrrum framkvæmda- stjóri Knattspyrnusambands Íslands og síðar formaður þess, og Einar Þorvarðarson, fyrrum fram- kvæmdastjóri Handknattleiks- sambands Íslands. Geir skipar efsta sæti á lista Miðflokksins en Einar er í öðru sæti hjá sameiginlegu framboði Við- reisnar og Bjartr- ar framtíðar. „Ég hef nú ekki enn hitt þá eftir að tilkynnt var um framboð Geirs. Við þekkj- umst allir ágæt- lega enda áttum við sameiginleg baráttumál þegar við gegndum þessum störfum,“ segir Pétur og nefnir sem dæmi að þre- menningarnir hafi getað sameinast um að berjast fyrir auknum fram- lögum ríkisins til afreksíþrótta. Því verði þó ekki neitað að samkeppni hafi verið milli sambandanna og þar með þeirra þriggja. „Já, við slógumst auðvitað um að fá bestu íþróttamennina í okkar sport. Þetta var sérstaklega á milli körfuboltans og handboltans, vetr- aríþróttanna. Svo börðumst við um að fá stóru fyrirtækin til að styrkja okkur en ekki hina. Þetta var bæði samvinna og slagsmál.“ Kannski ekki ósvipað og það verð- ur í pólitíkinni í Kópavogi? „Við byrjum á því að slást og svo sjáum við til hvort það verður ein- hver samvinna á eftir,“ segir Pétur í léttum tón. Sveitarstjórnarkosn- ingar fara fram 26. maí. „Bæði samvinna og slagsmál“  Fyrrverandi framkvæmdastjórar stærstu sérsambanda ÍSÍ í framboði í Kópavogi Pétur Hrafn Sigurðsson Geir Þorsteinsson Einar Þorvarðarson Það var þröng á þingi í Smáralind um helgina er yfir 500 nemendur úr 13 framhaldsskólum kynntu afrakstur verkefnisins Ungir frum- kvöðlar, þar sem þeir læra að stofna fyrirtæki og vinna að frumkvöðla- eða nýsköpunarhugmynd sinni. Meðal verkefnanna kennir ýmissa grasa. Einhverjir þróuðu snjallforrit, aðrir kynntu lausnir til að minnka plastnotkun og enn aðrir settu fram hugmyndir tengdar ferðamennsku. Morgunblaðið/Hari Ungir frumkvöðlar í Smáralind Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Veitur fengu ábendingu um rusl úr fráveitukerfinu í grennd við dælustöð fyrirtækisins við Faxaskjól og starfs- fólk hreinsaði það í gær. Frá þessu segir í fréttatilkynningu frá Veitum. Jafnframt segir í tilkynningunni að Veitum hafi ekki verið ljóst hve lengi ruslið hafði legið í fjörunni en engin truflun hafi orðið á rekstri dælustöðv- arinnar nýverið, hún hafi síðast farið á yfirfall 21. mars og þá var neyðar- lúga hennar opin í fjórar mínútur. Borgarbúi að nafni Alda Sigmunds- dóttir hafði tekið myndir, og sett ásamt færslu inn á facebooksíðuna „Vesturbærinn“, sem sýna mikið magn af klósettpappírstægjum og öðru skólprusli á víð og dreif um hið vinsæla útivistarsvæði Vesturbæjar við Ægisíðu. Upplýsingafulltrúi hjá Orkuveit- unni, Eiríkur Hjálmarsson, setti þá inn aðra færslu þar sem hann segir: „Hún Alda benti okkur á rusl úr skólpinu niðri við Ægisíðu. Við ætlum að plokka kl. 17 á morgun, sunnudag. Öll velkomin!“ og lét þær upplýsingar fylgja að auki að klósettið væri ekki ruslafata. Boðið fékk þó misjafnar undir- tektir í hópnum, ýmsir minnugir þess að Veitur dældu hundruðum milljóna lítra af óhreinsuðu skólpi dögum sam- an í sjóinn við Faxaskjól sl. sumar. „Það er næstum jafn mikill klósett- pappír og þari, það er alls ekkert hægt að plokka þetta upp, það þyrfti að moka þessu upp með skóflum,“ segir Alda Sigmundsdóttir í samtali við Morgunblaðið. Hún segist ganga oft þarna um með hundinn sinn, enda sé um eitt besta útivistarsvæði Vest- urbæjarins að ræða. Börn að leik í ruslinu „Heilu þangbreiðurnar hafa kast- ast upp á land. Ég sá þrjú lítil börn vera að leika sér í þessu,“ segir Alda, sem finnst dómgreindarleysi að bjóða almenningi að hreinsa upp eftir um- hverfisslys sem Veitur bera ábyrgð á og upplýstu ekki um fyrr en málið varð að hneyksli í fjölmiðlum. „Þetta er náttúrlega engin stjórn- sýsla, að koma svona fram og bíta svo höfuðið af skömminni með því að bjóða borgarbúum, sem þurfa að bera tjónið, að koma og hreinsa til eins og þetta væri einhver fjölskyldu- skemmtun á sunnudegi.“ Vesturbæingum boðið í skólphreinsun Ljósmynd/Alda Sigmundsdóttir Þangbreiða Erfitt er að sjá hvort meira er af þangi eða rusli í þessum bing.  Mikið magn af skólprusli hefur numið land við Ægisíðu „Það liggur við að við horfum öf- undaraugum á veðurkortið heima þegar spáð er austanátt. Hitinn er gífurlegur og við ekki vanir að vera í svona miklum hita,“ segir Bergur Guðnason, 1. stýrimaður á Breka VE sem er nú á siglingu í Arab- íuflóa ásamt Páli Pálssyni ÍS. En skipin eru á heimleið frá Kína þar sem þau voru smíðuð. „Það eru allir heitir hér en hafa það alveg ljómandi gott. Nú er stefnan sett á Adenflóann og upp í Rauðahafið sem er hættulegasti hluti leiðarinnar. Það sem er hættulegt við þessa leið eru sóm- alskir sjóræningjar,“ segir Bergur. Hann segir að til þess að tryggja öryggið fari bæði íslensku skipin í skipalest um hættulegasta svæðið. Meiri hiti framundan „Það er hægt að velja um 10 eða 12 mílna hraða. Við völdum 12 mílna lest og siglum á þeim hraða hvað sem á gengur. Það er ekki í boði að sigla hraðar, hægar eða stoppa,“ segir Bergur og bætir við að búast megi við meiri hita þegar þeir koma í Rauðahafið og Súez- skurðinn. En beggja vegna hans eru eyðimerkur. „Við keyptum meira af viftum og kælitækjum á Sri Lanka og svo minnkar hitinn þegar við komum í Miðjarðarhafið. Þetta er algjört ævintýri sem gefst ekki tækifæri til nema einu sinni á ævinni,“ segir Bergur og bætir við að erfitt sé að hreyfa sig í hitanum en skipverjar dundi sér við að þrífa skipið svo allt verði hreint og fínt þegar Breki siglir til hafnar í Vestmannaeyjum í kringum 8. maí ef allt fer að óskum. Heitir skip- verjar á Breka VE Sigling Margt hefur komið skip- verjum á Breka á óvart á langri leið.  Ævintýri sem gefst bara einu sinni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.