Morgunblaðið - 10.04.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Það er forgangsatriði hjá fyrirtæk-
inu að þjónusta og svara þeim fyrir-
spurnum sem hægt er varðandi eig-
ur viðskiptavina í húsnæði
Geymslna sem brann í Miðhrauni í
Garðabæ. Allt okkar púður fer í
það,“ segir Ómar Jóhannsson,
framkvæmdastjóri hjá Geymslum
ehf.
Hann segir að þeir aðilar sem
leigi Geymslum ehf. húsnæði verði
kallaðir á fund en eina húsnæðið
sem fyrirtækið á er á Tunguhálsi.
„Að sjálfsögðu förum við yfir öll
okkar mál í kjölfar svona atburða.
Við teljum okkur vel búna á öllum
stöðum. Það á svo eftir að koma í
ljós hvað olli brunanum í Miðhrauni
og draga lærdóm af því,“ segir Óm-
ar sem telur að húsaleigusamningar
sem Geymslur geri við viðskiptavini
sem fasteignafélag um leigu á sér-
hæfðu geymsluhúsnæði standist
alla skoðun.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
hefur unnið sleitulaust að rannsókn
á orsökum brunans í Miðhrauni á
fimmtudaginn. Lögreglan fékk að-
gang að brunavettvangi á föstudag
en beið fram á mánudagsmorgun
með vettvangsrannsókn þar sem
vonast var eftir að vettvangurinn
yrði þá kólnaður og hreinsun vegna
slökkvistarfs lokið. Þetta kemur
fram í tilkynningu frá lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu. Þar kemur
fram að enn sé mikill hiti á svæðinu,
eldhreiður og hrunhætta og því sé
óljóst hvernig rannsókninni miði
eða hvenær henni ljúki.
Samvinna um öryggismál
Andri Ólafsson, samskiptastjóri
VÍS, segir að búið sé að skrá 14
mál tengd brunanum í Miðhrauni
og þeim eigi eflaust eftir að fjölga.
Andri segir að VÍS vinni með
fyrirtækjum í greiningu á áhættu-
mati og forvörnum. Það hafi komið
fyrir að VÍS hafi ekki treyst sér til
þess að tryggja fyrirtæki vegna lé-
legra öryggismála.
„Það er allra hagur að öryggis-
mál séu í lagi og slysum og tjónum
fækki. Við erum með gott teymi
sem vinnur með fyrirtækjum eins
og til dæmis útgerðarfyrirtækjum
með flókna starfsemi og mikinn
fjölda starfsmanna. Það hefur skil-
að sér í færri slysum á starfs-
mönnum og óhöppum og lækkað ið-
gjaldið fyrir fyrirtækin. Þannig
fáum við stöðu þar sem allir græða;
fyrirtækin, starfsfólkið og trygging-
arnar,“ segir Andri.
Andri segir að þegar kemur að
einstaklingstryggingum fari verð-
lagning eftir stöðluðum verðlistum
og hann viti ekki til þess að trygg-
ingar séu ódýrari ef ákveðnum ör-
yggisatriðum sé framfylgt líkt og
hjá stórfyrirtækjum.
Ekki hægt að skoða brunavettvang enn
Allt púður fer í að aðstoða viðskiptavini Eldhreiður og fallhætta í Miðhrauni Tryggingar
vinna með fyrirtækjum að öryggismálum Öll mál Geymslna verða skoðuð í kjölfar brunans
Morgunblaðið/Valli
Bruni í Garðabæ Enn er mikill hiti á svæðinu, eldhreiður og brunahætta.
Framburðurinn ótrúverðugur
Maður sem grunaður er um að hafa banað bróður sínum lýsti átökum í símtali
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Héraðsdómur Suðurlands féllst í
gær á kröfu lögreglustjórans á
Suðurlandi um að maður, sem
handtekinn var um þarsíðustu
helgi, grunaður um að hafa orðið
bróður sínum að bana á heimili
sínu í uppsveitum Árnessýslu,
skuli sæta áframhaldandi gæslu-
varðhaldi til 7. maí næstkomandi.
Maðurinn hringdi í lögreglu
klukkan 8.58 að morgni og til-
kynnti að bróðir sinn væri látinn.
Lýsti hann í símtalinu því hvernig
þeir bræður hefðu lent í átökum
kvöldið áður eftir að hafa setið að
drykkju á heimilinu. Minni hans af
atburðum væri óljóst en hinn látni
hefði orðið brjálaður, þeir tekist á,
en svo hefði rjátlast af hinum
látna. Þetta kemur fram í
gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðs-
dóms Suðurlands sem kveðinn var
upp 31. mars og birtist á vef
Landsréttar í gær.
Þegar lögregla kom á vettvang
hefði hinn grunaði verið blóðugur á
höfði og hægri hendi. Áverkar
hefðu verið á höfði hans. Hinn látni
lá á gólfi þvottahúss og stór boga-
laga skurður var á vinstra gagn-
auga hans, efri vör var bólgin og
töluvert blóð á andliti hans.
Við skýrslutöku hjá lögreglu bar
hinn grunaði við minnisleysi um
það sem þeim bræðrum fór á milli
en peningalán sem hann veitti hin-
um látna hefði þó borið á góma.
Hann gat ekki gefið haldbærar
skýringar á því hvers vegna áverk-
ar hefðu verið á honum sjálfum eða
hvers vegna blóð hefði verið á and-
liti hans, hendi og fötum þegar lög-
reglu bar að. „Honum hafi brugðið
í brún að sjá bróður sinn liggja lát-
inn á gólfi þvottahússins … Hafi
kærði séð að gleraugu sín hafi leg-
ið brotin við fætur hins látna og
hann hafi ákveðið að hreyfa ekki
við þeim,“ segir í úrskurðinum.
Lögreglumenn á vettvangi töldu
af ummerkjum ljóst að til átaka
hefði komið. Þeir töldu að blóð-
slettur á hinum grunaða gætu ekki
hafa komið til af því að hann
hreyfði við olnboga hins látna til
þess að athuga með stirðnun, eins
og hann hefði staðhæft í skýrslu-
töku. Framburður hans hjá lög-
reglu teldist „ótrúverðugur“ og
„það væri smekksatriði hvort litið
yrði á þetta atvik sem morð“, segir
þar ennfremur.
Héraðsdómur Gæsluvarðhald
framlengt til 7. maí næstkomandi.
Þemaþing Norðurlandaráðs stendur nú yfir á Akureyri. Hafið er í brenni-
depli á þinginu og fjallað er um það frá ýmsum sjónarhornum. Hafið er
enda afar mikilvægt fyrir afkomu margra Norðurlandabúa.
Það var því viðeigandi að þingmenn tækju sér hlé frá þingstörfum og
skelltu sér í siglingu með hvalaskoðunarbátnum Hafsúlunni. Veðrið lék við
þingmenn þegar lagt var úr höfn síðdegis í gær.
Þingmenn skelltu sér í siglingu í blíðviðri
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Ásmundur Einar
Daðason félags-
málaráðherra
sagði á Alþingi í
gær að fréttir af
vanda ungmenna
sem glímdu við
fíkn krefðust
þess að gripið
yrði hratt inn í.
Hann boðar að
úrræði fyrir
þessi ungmenni verði komin í gagn-
ið innan tveggja vikna.
Halldóra Mogensen, formaður
velferðarnefndar og þingmaður Pír-
ata, spurði ráðherra í óundirbúnum
fyrirspurnartíma hvaða úrræða
hann ætlaði að grípa til í þessum
málaflokki. Vísaði Halldóra í opið
bréf foreldra sautján ára ungmenn-
is sem birt var í gærmorgun en þar
er rakin þrautaganga fjölskyld-
unnar vegna fíknivanda ungmenn-
isins. Sagði Halldóra að líf þessara
ungmenna væri í hættu og spurði
hvað liði því að nýtt vistheimili yrði
tekið í notkun.
Ráðherra svaraði því til að unnið
væri að fjármögnun vegna þessa
nýja vistheimilis en það myndi
liggja fyrir innan tveggja vikna,
eins og áður var nefnt. „Það má
ekki gerast aftur það sem gerðist
um síðustu helgi að börn séu vistuð
í fangaklefa vegna úrræðaleysis,“
sagði Ásmundur Einar og lýsti því
jafnframt yfir að lögregla og aðrir
sem hafa með mál þessara ung-
menna að gera hefðu aðgang að
ráðherra allan sólarhringinn væri
þess þörf.
Sérstök umræða var um starf-
semi smálánafyrirtækja á Alþingi í
gær. Málshefjandi var Bjarkey Ol-
sen Gunnarsdóttir, þingmaður
Vinstri grænna, og sagði hún það
mál margra að smálánum væri
beint að samfélagshópum sem
byggju við slakan efnahag og slík
starfsemi væri óforskömmuð. Þór-
dís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferða-
mála-, iðnaðar- og nýsköpunar-
ráðherra, kvaðst hafa ákveðið að
skipa starfshóp sem ætti að gera
heildræna úttekt á starfsemi smá-
lánafyrirtækja. hdm@mbl.is
Boðar úr-
ræði fyrir
börnin
Líf ungmenna
sagt vera í hættu
Ásmundur Einar
Daðason