Morgunblaðið - 10.04.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2018
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Sunna Elvira
Þorkelsdóttir
kom til Íslands í
gær en hún var
flutt hingað með
sjúkraflugi frá
Spáni. Vélin lenti
síðdegis á Kefla-
víkurflugvelli og
var Sunna flutt
með sjúkrabíl á
endurhæfing-
ardeild Landspítalans á Grensási.
Þar verður hún í einangrun í nokkra
daga eftir sjúkrahúsdvölina ytra.
„Það var tekið rosalega vel á móti
mér hér á Grensás og mjög gott að
geta talað við lækna og hjúkr-
unarfólk á íslensku en ekki bjagaðri
spænsku,“ sagði Sunna í samtali við
Mbl.is í gærkvöldi.
Sunna sagði að flugferðin heim
hefði gengið vel. „Ég er enn að átta
mig á því að ég er loksins komin
heim,“ sagði hún.
Sunna Elvira lamaðist eftir fall á
Spáni í janúar. Farbanni hennar var
aflétt í síðustu viku en hún var sett í
það í kjölfar handtöku eiginmanns
hennar, Sigurðar Kristinssonar, sem
talinn er eiga aðild að fíkniefnainn-
flutningi.
Sunna Elvira Þorkelsdóttir komin heim
Sunna Elvira
Þorkelsdóttir
„Í heild verður svifrykið frá flugeldum um áramótin
að teljast afar varasamt. Það mælist afar hátt, stór
hluti þess virðist mjög fínn, það er málmríkt, kolefn-
isríkt, brennisteinsríkt og klórríkt og í því mælast
efni eins og bensón(a)pýren.“
Þetta eru niðurstöður rannsókna á svifryki frá
mælistöðvum á höfuðborgarsvæðinu frá síðustu ára-
mótum, þ.e. Norðurhellu og Hvaleyrarholti í Hafn-
arfirði, Dalsmára í Kópavogi og á fjórum stöðum í
Reykjavík, á Hringbraut, Eiríksgötu, Grensásvegi og
í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal.
Mældir efnisþættir voru svifryk í lofti, ólífræn snef-
ilefni og fjölhringa kolefnissambönd í svifrykinu.
Verkefnið var unnið undir stjórn Hermanns Þórð-
arssonar hjá Efnagreiningum Nýsköpunarmiðstöðvar
í samvinnu við Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirlit
Reykjavíkur og Helbrigðiseftirit Hafnarfjarðar og
Kópavogssvæðis.
Mikið mengunarský lagðist yfir allt höfuðborg-
arsvæðið á nýársnótt eftir að fólk í hátíðarskapi hafði
skotið flugeldum á loft af miklum móð og kveikt hafði
verið í áramótaköstum á mörgum stöðum. Veðurað-
stæður áttu þátt í því að mengunin varð meiri en ella,
hægir vindar og kuldi. Fram kom í Morgunblaðinu í
byrjun janúar að á gamlárskvöld fóru svifryksgildi
upp í allt að 4.500 míkrógrömm á rúmmetra við Dals-
mára í Kópavogi, samkvæmt sjálfvirkum mælistöðv-
um. Á fyrstu klukkustund ársins mældist mengun á
mælingarstöð á horni Grensásvegar og Miklubrautar
í Reykjavík 1.457 míkrógrömm á rúmmetra. Heilsu-
verndarmörk fyrir svifryk eru 50 míkrógrömm á
rúmmetra. gudmundur@mbl.is
Morgunblaðið/Hari
Svifryk Mengunarský lá yfir öllu höfuðborgarsvæðinu um áramótin eftir flugeldana sem skotið var upp.
Svifryk frá flugeldunum
sagt afar varasamt
Skýrsla komin um mengunina miklu um síðustu áramót
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Hildur Dungal, lögfræðingur hjá
dómsmálaráðuneytinu og formaður
stýrihóps um varnir gegn peninga-
þvætti og fjár-
mögnun hryðju-
verka, segir að
fyrstu drög að
nýrri löggjöf, sem
innleiðir fjórðu til-
skipun Evrópu-
sambandsins um
aðgerðir gegn
peningaþvætti,
verði tilbúin um
miðjan mánuð.
Hún segir að
verið sé að leggja mikla áherslu á að
klára slíka innleiðingu en með nýju
lögunum um peningaþvætti verður
einnig hægt að laga tæknilegar hliðar
sem nýleg úttekt Financial Action
Task Force (FATF) benti á að þyrfti
að laga. „Með því að innleiða og
koma með ný lög um peningaþvætti,
lögum við líka það sem er svona
tæknilega að hjá okkur. Úttekt
FATF er tvískipt að ákveðnu leyti,
annars vegar hvernig við höfum
tæknilega innleitt tilmæli FATF og
hins vegar er þetta skilvirknisúttekt
um hvernig kerfið er að virka. Það
þarf til dæmis að koma nýju kerfi á
hjá peningaþvættisskrifstofunni,
stjórnvöld þurfa að vinna betur sam-
an og það þarf öflugri upplýsinga-
skipti,“ segir Hildur en skilvirknis-
þátturinn var sá sem var gagnrýndur
mest í skýrslunni.
Skýrsla FATF er reglubundin út-
tekt sem gerð er á öllum aðildarríkj-
um. Hildur segir að tilgangurinn sé
að finna þá veikleika sem eru í kerf-
inu svo hægt sé að bregðast við.
„Ástæðan fyrir því að það sé lögð
svona mikil áhersla á að skoða til-
mæli FATP og hvernig þau virka, er
til að standa vörð um trúverðugleika
alþjóðlegs fjármálakerfis. Það er allt-
af þetta mikla samspil þar og þess
vegna er þetta skoðað hjá öllum.
Eins og kemur fram í okkar úttekt
þá þarf að þétta netið. Það er margt
sem við þurfum að taka á og það er
gegnumgangandi í úttektinni að það
vantar samhæfingu og samvinnu
stjórnvalda sem að þessu koma.“
Hildur bendir á að meðal þess sem
þarf að bæta samkvæmt FATF er að
koma á fót nýju upplýsingakerfi hjá
peningaþvættisskrifstofu héraðssak-
sóknara svo að þau geti frekar ein-
beitt sér að greiningum.
Stýrihópurinn um varnir gegn
peningaþvætti mun að sögn Hildar
skoða úttekt FATF vel enda sé hún
yfirgripsmikil. Þá verður ráðist í þær
úrbætur sem nauðsynlegt er að fara
í. „Það er auðvitað margt sem við
þurfum að laga en það er gott við
skýrsluna að hún bendir á það sem
við þurfum að gera og út frá því kem-
ur í raun mjög góð aðgerðaráætlun.“
Ný lög um peninga-
þvætti á döfinni
Fyrstu drög kynnt um miðjan aprílmánuð Lögin inn-
leiða fjórðu tilskipun ESB um aðgerðir gegn peningaþvætti
Aðgerðir gegn pen-
ingaþvætti á Íslandi
» Auka samvinnu stjórnvalda
sem koma að málum um pen-
ingaþvætti.
» Breyta þarf um kerfi hjá
peningaþvættisskrifstofu hér-
aðssaksóknara.
» Innleiða fjórðu tilskipun ESB
um peningaþvætti.
» Auka skilvirknisþátt eftir-
litsaðila.
Morgunblaðið/Stella Andrea
Peningaþvætti Ef veikur hlekkur er í alþjóðlega fjármálakerfinu leitar ólög-
mætt fé þangað, segir Hildur Dungal, lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu.
Hildur
Dungal
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
Veitur vita ekki hve lengi skólprusl
hefur legið í fjörunni og um útivist-
arsvæði Reykvíkinga við Ægisíðu.
„Við fengum ábendingar á laug-
ardag og þær komu okkur aðeins á
óvart, því það eru tíu, ellefu dagar
síðan hleypt var síðast úr stöðinni í
fjórar mínútur, sem skýrir engan
veginn þetta magn,“ segir Ólöf S.
Baldursdóttir, einn af upplýsinga-
fulltrúum Orkuveitunnar.
Hvort um geti verið að ræða
rusl frá biluninni sl. sumar segir Ólöf
að fjörurnar hafi verið hreinsaðar
nokkuð vel eftir það. Þetta séu
minnst lífræn efni og ekki eigi að
vera um smithættu að ræða. Þetta
séu blautklútar, eyrnapinnar o.þ.h.
sem hafi flækst saman við þang, en
slíku rusli eigi ekki að sturta niður.
Veitur séu nú í viðræðum við Um-
hverfisstofnun og Heilbrigðiseftirlit
Reykjavíkur um hvernig sé best að
fjarlægja ruslið, sem sé erfitt í tínslu.
„Við bilanir eða viðhald þarf að
slökkva á kerfinu og þá fer allt út,
annars færi skólpið til baka og inn til
fólks. Ekki er um annað að ræða,“
segir Ólöf en bætir við að allir geti nú
fylgst með stöðunni á „fráveitu-
sjánni“ á vef Veitna, hvenær dælu-
stöðvarnar eru opnar og hvenær
opnað var síðast. Ef um stærri atvik
sé að ræða sendi þau út frétta-
tilkynningu að auki. Hvort tveggja
sé bætt upplýsingagjöf síðan sl. sum-
ar.
Ólöf segir þau ekki vita hve
lengi rusl sem þetta geti verið að
velkjast í sjónum, en ákveðin veður
og breytilegir hafstraumar gætu
hafa borið ruslið að landi að þessu
sinni. „Svo erum við ekki ein um að
reka fráveitu.“
Dagur B. Eggertsson borgar-
stjóri segist í samtali við Morg-
unblaðið hafa fylgst með málinu og
kveðst ánægður með viðbrögð
Veitna. Tillögur að bættu kerfi liggi
nú þegar fyrir eftir ársfund Orku-
veitunnar í sl. viku.
„Ruslinu virðist hafa skolað á
land, Veitur brugðust strax við
ábendingum og sendu fólk til að
hreinsa. Stóra málið er að fráveitu-
kerfið sé í lagi og að þannig kerfi
verði tekin í notkun um allt land.“
Dagur ánægð-
ur með Veitur
Engin skýring á miklu magni af
skólprusli sem rak á land við Ægisíðu
Ljósmynd/Alda Sigmundsdóttir
Frá Ægisíðu Blautþurrkur, eyrnapinnar o.fl. virðast vera uppistaðan í rusl-
inu sem nam land í Vesturbænum, en slíku rusli ætti ekki að henda í klósett.