Morgunblaðið - 10.04.2018, Qupperneq 8
Ljósmynd/Wikimedia
Þvottabjörn Einn fannst við Hafnir.
Þvottabjörninn, sem fannst við
Hafnir á Reykjanesi um miðjan
febrúarmánuð, var ekki með
hundaæði. Það staðfesta sýni sem
tekin voru úr birninum og send til
rannsókna í Svíþjóð.
Jarðneskar leifar þvottabjarn-
arins eru núna í frysti hjá Til-
raunastöð Háskóla Íslands í meina-
fræði að Keldum í Reykjavík og
ráðgert er að rannsaka þær á
næstunni með tilliti til dýraheil-
brigðis og dýrasjúkdóma.
Hundurinn enn í einangrun
Hjalti Andrason, fræðslustjóri
hjá Matvælastofnun, segir að
ákveðið hafi verið að ganga fyrst
úr skugga um hvort þvottabjörninn
hafi verið með hundaæði. „Það er
gert til að tryggja öryggi starfs-
manna vegna hættu á smiti þeirra
sem rannsaka hann frekar,“ segir
Hjalti. Hundur, sem komst í snert-
ingu við dýrið, var settur í ein-
angrun á heimili sínu vegna hættu
á að hann hefði smitast af dýra-
sjúkdómum. Hundurinn er enn í
einangrun, að sögn Hjalta. Nú taka
frekari rannsóknir á dýrinu við og
segir Hjalti ekki liggja fyrir hve-
nær niðurstöður þeirra muni liggja
fyrir. annalilja@mbl.is
Þvottabjörn var ekki með hundaæði
Enn óvíst hvaðan þvottabjörninn sem fannst við Hafnir kom
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2018
Minningarsjóður
Sigurlaugar Margrétar Pétursdóttur
Auglýsir eftir umsóknum um styrki til krabbameins-
rannsókna eða forvarna. Einstaklingar og fyrirtæki geta
sótt um styrki. Í umsóknum þarf að koma fram lýsing,
tímasetning og áætlaður kostnaður verkefnisins.
Stjórn
Umsóknir skulu
sendast á netfangið
smpminning@gmail.com
fyrir 1. maí nk.
Brynjar Níelsson alþingismaðurvar gestur þáttarins Ísland
vaknar á K100 í
gærmorgun og
ræddi þar með-
al annars um
Ríkisútvarpið.
Þar lýsti hann
þeirri skoðun
sinni að stofn-
unin væri orðin úrelt og að réttast
væri að leggja hana af.
Hann sagðist vita að margirhefðu áhyggjur af að efnið
hyrfi, en benti á að aðrir myndu ef-
laust taka að sér framleiðslu á því
efni sem fólk mundi sakna.
Þá benti hann á þá óeðlilegustöðu að Ríkisútvarpið fengi
meira en fjóra milljarða króna í
forgjöf á markaðnum og spurði
hvort slíkt yrði liðið á öðrum svið-
um.
Þessi óeðlilega forgjöf er eitt afþví sem varð til þess að skipuð
var nefnd til að gera tillögur um
bætt rekstrarumhverfi einkarek-
inna fjölmiðla.
Eftir rúmt ár skilaði sú nefndniðurstöðu og hefur sú niður-
staða nú verið sett í einhvers konar
nefnd. Á sama tíma hefur verið
ákveðið að fella niður virðis-
aukaskatt af bókum frá næstu ára-
mótum.
Ekki hefur verið útskýrt hversvegna annað ritmál, sem einn-
ig er mikilvægt fyrir íslenska
tungu, verður undanskilið.
En á meðan málið er gaumgæftkeppa einkareknir fjölmiðlar
áfram við milljarða Ríkisútvarps-
ins, að ógleymdum erlendum netr-
isum sem starfa í allt öðru um-
hverfi en íslenskir fjölmiðlar.
Ríkisútvarpið og
rekstrarumhverfið
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 9.4., kl. 18.00
Reykjavík 6 skýjað
Bolungarvík 4 léttskýjað
Akureyri 5 heiðskírt
Nuuk 5 léttskýjað
Þórshöfn 5 skýjað
Ósló 4 þoka
Kaupmannahöfn 13 þoka
Stokkhólmur 2 rigning
Helsinki 7 heiðskírt
Lúxemborg 17 léttskýjað
Brussel 16 heiðskírt
Dublin 10 skýjað
Glasgow 11 léttskýjað
London 9 þoka
París 12 rigning
Amsterdam 11 súld
Hamborg 18 heiðskírt
Berlín 21 heiðskírt
Vín 24 heiðskírt
Moskva 15 heiðskírt
Algarve 15 léttskýjað
Madríd 6 skýjað
Barcelona 16 léttskýjað
Mallorca 17 léttskýjað
Róm 13 rigning
Aþena 18 heiðskírt
Winnipeg -5 skýjað
Montreal -3 skýjað
New York 4 heiðskírt
Chicago 0 snjókoma
Orlando 26 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
10. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:13 20:46
ÍSAFJÖRÐUR 6:11 20:58
SIGLUFJÖRÐUR 5:54 20:41
DJÚPIVOGUR 5:41 20:17
Héraðsdómur
Reykjavíkur
dæmdi íslenska
ríkið í gær til að
greiða karlmanni
á þrítugsaldri 700
þúsund krónur í
bætur. Maðurinn
sat í einangrun í
tvo sólarhringa
vegna gruns um
kynferðisbrot. Málinu lauk með að
rannsókn þess var hætt og niðurfell-
ingu. Maðurinn krafðist 5,75 millj-
óna króna í miskabætur vegna hand-
töku, einangrunarvistar og far-
banns. Í bótakröfu hans kom fram
að maðurinn hefði orðið fyrir stór-
felldum miska vegna þvingunar-
aðgerða lögreglu og íslenskra yfir-
valda. Hann hefði verið ranglega
sakaður um kynferðisbrot og þurft
að þola langvarandi frelsissviptingu
og fordæmingu samfélagsins. Ríkið
sagði allar aðgerðir lögreglu hafa
verið lögmætar og öðru var mót-
mælt.
Héraðsdómur dæmdi að mað-
urinn ætti rétt á miskabótum, þótt
þær séu töluvert lægri en það sem
hann fór sjálfur fram á.
Miskabæt-
ur fyrir
einangrun
Kynferðisbrotamál
sem var fellt niður
Einangrunarklefi