Morgunblaðið - 10.04.2018, Blaðsíða 12
Íslenskir og erlendir rithöfundar lesa
úr verkum sínum í Norræna húsinu kl.
20 í kvöld, þriðjudaginn 10. apríl, Höf-
undakvöldið er í tengslum við rithöf-
undabúðirnar Iceland Writers Retreat,
www.icelandwritersretreat.com, sem
haldnar verða í fimmta sinn á Íslandi
dagana 11. - 15. apríl. Frægir rithöf-
undar hvaðanæva úr heiminum leið-
beina þar þátttakendum í málstofum
um ritlist og bókaskrif.
Rithöfundarnir sem fram koma í
kvöld eru Hilton Als, Lina Wolff, Gwen-
doline Riley, Andri Snær Magnason,
Lauren Groff, Hallgrímur Helgason og
fleiri leiðbeinendur við rithöfundabúð-
irnar. Upplestri og umræðum stýrir
Egill Helgason. Aðgangur er ókeypis
og öllum opinn. Viðburðurinn fer fram
á ensku.
Norræna húsið í kvöld
Höfundar lesa úr verkum sínum
Morgunblaðið/Kristinn
Stjórnandinn Egill Helgason stýrir
upplestri og umræðum.
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2018
PIANO
NÝ SENDING
14.995
Getty Images/iStockphoto
Alein/n? Einmanaleiki er ekki það sama og að vera einn. Flestir finna ein-
hvern tímann fyrir einsemd og þarf það ekki endilega að vera neikvætt.
Valgerður þ. Jónsdóttir
vjon@mbli.is
Horfið er nú sumarið og sólin
í sálu minni hefur gríma völd.
Í æsku léttu ís og myrkur jólin,
nú einn ég sit um vetrarkvöld.
Þessar tregafullu ljóð-línur eru fimmta versdægurlagaperlunnarSöknuðar, sem Vil-
hjálmur heitinn Vilhjálmsson söng
á plötunni Hana nú árið 1977 við
lag Jóhanns Helgasonar, tónlistar-
manns. Lagið, sem fjallar um ein-
manaleika og söknuð, hefur efalít-
ið rifjast upp fyrir mörgum
undanfarið því í fréttum hefur það
verið helst að Jóhann hyggst
stefna tónlistarútgáfu, norskum
lagahöfundi og tengdum aðilum
fyrir hugverkastuld. Svo fallegt
þykir lagið að haft hefur verið á
orði að engu sé líkara en Guð
hefði samið það.
Einmanaleiki er ekki aðeins
innblástur fyrir fögur ljóð og
söngva heldur er hann að fróðra
manna mati nútíma faraldur sem
veldur alls konar heislufarsvanda-
málum. Svo alvarlegum augum líta
Bretar á vandamálið að þar í landi
var í ársbyrjun skipaður sérstakur
ráðherra einmanaleika. „Einmana-
leiki er sorglegur raunveruleiki
allt of margra,“ sagði Theresa
May, forsætisráðherra, af því til-
efni og vitnaði í niðurstöður rann-
sóknar sem leiddi í ljós að meira
Einn ég sit um
vetrarkvöld
Er einmanaleiki nútíma faraldur á heimsvísu, sem veldur fólki andlegu og líkam-
legu heilsutjóni? Þrátt fyrir aukin samskipti fólks á facebook og öðrum samfélags-
miðlum, líta Bretar svo á og hafa skipað sérstakan ráðherra einmanaleika. Rétt
eins og ástin, hamingjan og vonin er innblástur fyrir hugverk af ýmsu tagi, er ein-
manaleikinn og söknuðurinn það ekki síður. Ýmsar goðsagnir hafa líka skapast
um einmanaleikann, sem velta má fyrir sér hvort sannleikskorn sé í sem og hvort
maður sé alltaf manns gaman.
Morgunblaðið/Eggert
Gott er að eiga góðan vin Mannfólkið er mismunandi mikið sjálfu sér nógt.
Samtök um endómetríósu efna til
málþingsins Unglingar og endómet-
ríósa kl. 16.15 - 18 á morgun, mið-
vikudaginn 11. apríl, í Hringsal Land-
spítalans við Hringbraut. Í ár verða
raddir unglinga og ungra stúlkna
með endómetríósu og málefni
þeirra í forgrunni í starfi samtak-
anna. Endómetríósa, einnig kallað
legslímuflakk, er krónískur, sárs-
aukafullur sjúkdómur sem orsakast
af því að frumur úr innra lagi legs-
ins finnast á öðrum stöðum í kvið-
arholinu, segir m.a. á vefsíðunni
www.endo.is.
Dagskráin hefst á því að Salvör
Nordal, umboðsmaður barna, fjallar
um réttindi barna og unglinga til
heilbrigðisþjónustu og náms. Þá
segja konur með sjúkdóminn frá
reynslu sinni og Auður Smith, kven-
sjúkdóma- og fæðingarlæknir, fjallar
um mikilvægi klínískrar greiningar
og eftirfylgni með ungum stúlkum
með endómetríósu. Í lok málþings-
ins verður opið fyrir fyrirspurnir.
Engin skráning, allir velkomnir.
Vefsíðan www.endo.is
Ljósmynd/Stúdíó Stund
Unglingar og endómetríósa
10% Talið er að
um 10% stúlkna
og kvenna séu með
legslímuflakk.
Sjúkraþjálfun í geðvernd er ekki ný af
nálinni en hún hefur undanfarin ár
verið í mikilli þróun með tilkomu Al-
þjóðasamtaka sjúkraþjálfara um geð-
heilsu (IOPTMH), en samtökin hafa
staðið fyrir alþjóðlegum ráðstefnum
og verður sú sjöunda í röðinni á Ís-
landi nú í apríl. Markmið samtakanna
eru m.a. að stuðla að alþjóðlegri sam-
vinnu milli sjúkraþjálfara sem starfa
við sálvefræna sjúkraþjálfun, auka
gæði og samræmingu í störfum,
stuðla að faglegri framþróun, hvetja
til vísindarannsókna og stuðla að
fjölgun undirfélaga. Geðheilsa kemur
öllum sjúkraþjálfurum við, er slagorð
ráðstefnunnar sem verður á Hilton
Reykjavík Nordica 10.-12. apríl. Auk
alþjóðasamtakanna standa að ráð-
stefnunni Félag íslenskara sjúkra-
þjálfara og undirfélag þess, Félag
sjúkraþjálfara um sálvefræna heilsu.
Íslenska félagið var eitt af stofn-
félögum IOPTMH, og í dag eru þar fé-
lög frá 20 löndum og 5 heimsálfum. Í
tilkynningu kemur fram að aðal-
fyrirlesarar verði þau dr. Michel D.
Landry, sjúkraþjálfari sem er m.a.
þekktur fyrir störf sín á hamfara-
svæðum og Stephanie Saenger, for-
maður Evrópusamtaka iðjuþjálfa.
Nánar á: www.icppmh.org
Alþjóðleg ráðstefna á Íslandi um geðheilsu
Michel D.
Landry
Stephanie
Saenger
Morgunblaðið/Ásdís
Geðheilsa kemur öllum
sjúkraþjálfurum við
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.