Morgunblaðið - 10.04.2018, Page 14
Sex skálar
» Ferðafélag Fljótsdalshér-
aðs á og rekur sex gisti-
skála.
» Sá nýjasti er í Loðmund-
arfirði og er hann, eins og
skálarnir í Breiðuvík og
Húsavík, rekinn í samstarfi
við ferðamálahópinn á Borg-
arfirði eystra.
» Tvo skála á félagið við
gönguleiðina á Lónsöræfum,
Geldingafell og Egilssel við
Kollumúlavatn.
» Einnig á FFF, ásamt
Ferðafélagi Húsavíkur, Sig-
urðarskála í Kverkfjöllum.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Vaskur 10 manna hópur fór um
helgina á fjórum björgunarsveitar-
jeppum í Egilssel, skála Ferða-
félags Fljótsdalshéraðs við Kollu-
múlavatn á Lónsöræfum. Auk þess
að taka til í skálanum og gera klárt
fyrir sumarið var fjarskiptamálum
komið í viðunandi horf.
Með nýrri tetrastöð næst nú
beint samband við Neyðarlínuna í
gegnum fjarskiptastöð Neyðarlín-
unnar á Grjóthnúki eystri, sem er
um 15 kílómetra austan við Snæfell.
Einnig var talstöðvarsamband lag-
fært með nýrri VHF-stöð með betra
loftneti þannig að samband verður
öruggara á milli Egilsskála og Mú-
laskála.
„Þetta gerir svæðið miklu örugg-
ara til ferðalaga en áður og leysir í
raun úr mjög aðkallandi vanda,“
segir Þórhallur Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Ferðafélags Fljóts-
dalshéraðs. „Í fyrra var leitað að
fólki á þessu svæði, sem skilaði sér
sem betur fer. Sambandsleysið varð
hins vegar til þess að ekki var hægt
að afturkalla leit fyrr en eftir mjög
mikla vinnu björgunarsveitar-
manna,“ segir Þórhallur.
Hann segir að 2-300 manns gangi
árlega á þessum slóðum á vegum
FFF og annarra. Svæðið hafi átt
vaxandi vinsældum að fagna og vel
sé bókað fyrir sumarið, þó svo að
ekki sé enn fullbókað í skálana. Þór-
hallur segir að óvenju mikill snjór
sé á leiðinni af Héraði inn á Lóns-
öræfi miðað við undanfarin ár.
Verkefnið hafi verið unnið í góðri
samvinnu FFF, Ferðafélags Ís-
lands, Neyðarlínunnar og björg-
unarsveitanna Jökuls og Héraðs.
Ljósmynd/Þórhallur Þorsteinsson
Í Stafafellsfjöllum Öryggi jókst til muna þegar Egilssel tengdist Neyðarlínunni um síðustu helgi.
Aukið öryggi fyrir ferða-
langa á Lónsöræfum
Samband við Neyðarlínuna Hefði sparað mikla vinnu
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2018
Suðurlandsbraut 6, Rvk. | Sími 419 9000 info@handafl.is | handafl.is
Við útvegum hæfa starfskrafta
í flestar greinar atvinnulífsins
Markmið okkar er að spara viðskiptavinum
tíma, fyrirhöfn og fjármuni.
VA N TA R Þ I G STA R FS F Ó L K
Handafl er traust
og fagleg
starfsmannaveita
með margra ára
reynslu á markaði þar
sem við þjónustum
jafnt stór sem smá
fyrirtæki.
Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð hefur
samþykkt framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir kom-
andi sveitarstjórnarkosningar. Jens Garðar Helgason, nú-
verandi oddviti flokksins og formaður bæjarráðs, skipar
efsta sæti listans og í næstu tveimur sætum koma bæj-
arfulltrúarnir Dýrunn Pála Skaftadóttir og Ragnar Sig-
urðsson. Að öðru leyti er talsverð endurnýjun á listanum
frá kosningunum fyrir fjórum árum. Konur eru í meiri-
hluta meðal frambjóðenda, eða tíu á móti átta körlum.
Jens áfram efstur á D-lista í Fjarðabyggð
Jens Garðar
Helgason
Á félagsfundi Vinstri grænna í Árborg nýverið var sam-
þykktur listi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.
Halldór Pétur Þorsteinsson verkfræðingur leiðir listann,
í öðru sæti er Anna Jóna Gunnarsdóttir hjúkrunarfræð-
ingur, í þriðja sæti er Sigurður Torfi Sigurðsson, sjálf-
stæður atvinnurekandi, og Guðbjörg Eva Guðbjarts-
dóttir ferðamálafræðingur er í fjórða sæti.
Listinn er talsvert endurnýjaður frá kosningunum fyr-
ir fjórum árum, en þá missti flokkurinn fulltrúa sinn í
bæjarstjórn Árborgar. Halldór var síðast í 9. sæti listans.
Halldór Pétur efstur hjá VG í Árborg
Halldór Pétur
Þorsteinsson
Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir, mannauðsstjóri á Siglu-
firði, skipar efsta sætið á nýjum framboðslista, Betri
Fjallabyggð, fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Í frétta-
tilkynningu segir að um þverpólitískt og óháð framboð
sé að ræða. Í öðru sæti er Nanna Árnadóttir, sem hefur
verið varabæjarfulltrúi í Fjallabyggð fyrir Samfylk-
inguna, og Konráð Karl Baldvinsson, fv. forstjóri Heil-
brigðisstofnunar Fjallabyggðar, er í þriðja sæti. Heið-
urssæti listans skipar Steinunn María Sveinsdóttir,
bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Ingibjörg leiðir lista Betri Fjallabyggðar
Ingibjörg Guðlaug
Jónsdóttir
2018
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri
Félags eldri borgara (FEB), gagn-
rýnir sölu á lóð sem ætluð var félag-
inu. Borgin hafi ákveðið að selja lóð-
ina til verktaka á háar fjárhæðir í
stað þess að selja FEB lóðina. Með
því hafi tækifæri farið forgörðum til
að auka framboð á hagkvæmum
íbúðum fyrir 60 ára og eldri.
Um er að ræða óbyggða lóð, vest-
ur af Hraunbæ 103-105, á horni
Bæjarháls og Höfðabakka. Þar er
gert ráð fyrir 60 íbúðum fyrir 60 ára
og eldri. Fjölbýlishúsið Hraunbær
103-105 er nú ætlað þeim hópi. Á
jarðhæð hússins er félagsmiðstöð og
matsala sem eldri borgarar í ná-
grenninu hafa aðgang að.
Yrðu 85 fermetrar að meðaltali
Gísli rifjar upp að borgin hafi aug-
lýst að Félag eldri borgara myndi
byggja íbúðir á lóðinni. Nú síðast
með bæklingnum Uppbygging íbúða
í borginni sem dreift var á heimili í
október. Sagði þar að meðalstærð
íbúða væri áætluð 85 fermetrar.
„Lóðin var ætluð Félagi eldri
borgara í skipulagi. Við byggðum
íbúðir á lóðinni við hliðina og hvatti
borgin okkur til að sækja um lóð.
Sem og við og gerðum í félagi við
Byggingarfélag Gylfa og Gunnars
(BYGG). Við vorum hins vegar að
fara í aðra framkvæmd. Við erum að
byggja 68 íbúðir í Árskógum 1-3 sem
stendur,“ segir Gísli. Skal tekið fram
að BYGG mun ekki byggja á lóðinni.
Höfnuðu tilboði FEB
Gísli segir borgina hafa hafnað til-
boði Félags eldri borgara í lóðina.
Hún hafi farið á uppboð og verið
slegin á 700 milljónir. Hæstbjóðandi
hafi hins vegar fallið frá tilboðinu.
Næstbjóðandi, sem bauð 600 millj-
ónir, hafi þá fengið lóðina. Það tilboð
samsvarar 10 millj. á íbúð.
Gísli segir Félag eldri borgara
hefðu viljað byggja á lóðinni ef hún
hefði kostað um 400 millj., eða tæp-
lega 6,67 millj. á íbúð. Það hefði ver-
ið í efri mörkum en þó viðráðanlegt.
Stór þáttur í íbúðaverði
„Ef það á að lækka húsnæðisverð í
Reykjavík hvar á þá að byrja? Lóða-
verð er stór þáttur í húsnæðisverði.
Þetta úthverfi hefur ekki verið talið
bera þetta lóðaverð. Verktakinn ætl-
ar væntanlega ekki að niðurgreiða
lóðaverðið. Lóðaverð og framlegð
kemur því fram í endanlegu íbúða-
verði. Hann er að byggja í hagn-
aðarskyni. Það erum við hjá Félagi
eldri borgara hins vegar ekki að
gera. Við viljum leggjast á sveif með
borgaryfirvöldum á hverjum tíma til
að lækka lóða- og húsnæðisverð.
Einn liður í því, eins og gert var í Ár-
skógum í Suður-Mjódd, er að fá út-
hlutaða lóð á betra verði til að
byggja og skila því áfram til okkar
félagsmanna,“ segir Gísli.
Hann segir íbúðirnar í Árskógum
verða afhentar næsta vor. Um 400
manns eru á lista félagsins yfir
áhugasama, hugsanlega kaupendur.
Upphaflega var gert ráð fyrir 52
íbúðum. Vegna mikils áhuga var
þeim fjölgað í 68. Gísli segir félagið
hafa áhuga á að byggja meira í
Suður-Mjódd.
Leiðir til hærra
verðs á íbúðum
Félag eldri borgara gagnrýnir sölu
á lóð undir blokk fyrir 60 ára og eldri
Teikning/Reykjavíkurborg
Drög Útlínur fjölbýlishúss fyrir 60
ára og eldri í Hraunbæ í Reykjavík.