Morgunblaðið - 10.04.2018, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 10.04.2018, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2018 Þarftu að framkvæma? Við eigum pallana fyrir þig www.kvarnir.is 1996 2016 20 ÁRA Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Álfhellu 9 | 221 Hafnarfirði sími 564 6070 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is 10. apríl 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 98.64 99.12 98.88 Sterlingspund 139.06 139.74 139.4 Kanadadalur 76.97 77.43 77.2 Dönsk króna 16.242 16.338 16.29 Norsk króna 12.61 12.684 12.647 Sænsk króna 11.746 11.814 11.78 Svissn. franki 102.67 103.25 102.96 Japanskt jen 0.9202 0.9256 0.9229 SDR 142.97 143.83 143.4 Evra 120.96 121.64 121.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 146.9788 Hrávöruverð Gull 1325.6 ($/únsa) Ál 1966.0 ($/tonn) LME Hráolía 68.09 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● WOW air flutti 242 þúsund farþega til og frá landinu í síðasta mánuði. Það er um 20% fleiri farþegar en í mars í fyrra. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá félaginu. Þrátt fyrir 17% aukningu á fram- boðnum sætum á milli ára jókst sætanýting félagsins og var hún 93% í mars, en var 91% í sama mán- uði á síðasta ári. Icelandair Group tilkynnti flutningatölur til Kauphallar í lok síðustu viku og þar kom fram að farþegar Icelandair í millilanda- flugi hafi verið 260 þúsund í mars og fjölgað um 4% á milli ára. Framboðsaukn- ing á milli ára nam 7% og sætanýting var 81,9% samanborið við 80,7% í sama mánuði í fyrra. Farþegum Air Iceland Connect fækkaði hins vegar um 2% á milli ára og voru þeir 28 þúsund í mars. Farþegum í millilanda- flugi fjölgaði í mars WOW Farþegum fjölgaði um 20%. STUTT BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Í gær skrifaði Ráðstefnuborgin Reykjavík, eða Meet in Reykjavik (MiR), undir samstarfssamning við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykja- vík og Listaháskóla Íslands. Markmið- ið með samningnum er að fjölga alþjóðlegum akademískum fundum og ráðstefnum á vegum háskólanna hér á landi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, sem skrifaði undir samkomulagið fyrir hönd MiR, sagði í samtali við Morgun- blaðið að háskólar væru lykilaðilar til að laða að ráðstefnur og fundi til borga og ráðstefnur gætu einnig verið snar þáttur í að háskólar næðu markmiðum sínum, stækkuðu tengslanet sín og fjölguðu alþjóðlegum samstarfs- og rannsóknarverkefnum. „Þannig fara saman hagsmunir ferðamannaborgar- innar og þekkingar- og háskólaborg- arinnar Reykjavíkur. Skólarnir eflast og tækifærum fjölgar fyrir ungt fólk. Við erum hér að slá margar flugur í einu höggi,“ sagði Dagur. Dagur segir að tölur sem teknar hafi verið saman af Ráðstefnuborginni Reykjavík sýni að eftir að Ísland sé valið sem ráðstefnuland dvelji gestirn- ir sem hingað koma oft aðeins lengur en annars staðar, mæting sé betri og ánægja meiri. „Ég er mjög stoltur af þróun mála hjá Ráðstefnuborginni og þessu frábæra samstarfi við há- skólana.“ Umhverfisvænt samstarf Jón Atli Benediktsson, rektor Há- skóla Íslands, segir að í skólanum sé mikill mannauður. Þar sé fólk sem hafi náð árangri á alþjóðavísu og það gefi skólanum tækifæri á að laða til sín stórar ráðstefnur. „En það að ná að draga hingað heim slíkar ráðstefnur, sem hafa munu margfeldisáhrif hér innanlands, er meiriháttar mál. Að fá svona sterkan samstarfsaðila hjálpar okkur að vinna gögn fyrir umsóknir. Þetta minnkar álagið á okkur og er til hagsbóta fyrir alla. Það er gríðarleg vinna að halda stórar ráðstefnur. Þá má nefna að þetta er umhverfisvænt, þar sem okkar fólk þarf þá ekki að ferðast eins mikið til útlanda.“ Hann segir að miklu skipti einnig að geta verið í fararbroddi í alþjóðlegu samstarfi. „Það má ekki vera ein- göngu þiggjandi.“ Undir þau orð tekur Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Ís- lands, en henni líst vel á samstarfið. „Þetta þýðir að við getum gert ým- islegt sem við höfum ekki talið okkur geta gert hingað til. Við erum lítil stofnun og fámenn og höfum ekki bol- magn til að sinna risastórum ráð- stefnum. Þótt við höfum leitt alþjóð- legt tengslanet í sviðslist m.a. höfum við aldrei getað boðið þessu fólki hing- að,“ sagði Fríða í samtali við Morg- unblaðið. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segir að miklu skipti að Reykjavík eflist sem ráðstefnuborg. „Mitt markmið er að fjölga svona stórum alþjóðlegum ráðstefnum eins og Arctic Circle sem var hér í haust, þannig að þær yrðu svona þrjár til fjórar á ári.“ Vilja fjölga alþjóðlegum ráðstefnum háskólanna Morgunblaðið/Hari Samstarf Starfsfólk háskólanna mun m.a. fá aðstoð frá MiR við tilboðsgerð og kynningu á áfangastaðnum Íslandi. Ráðstefnur » Snýst um þekkingarsam- starf og betri boðleiðir. » Háskólinn í Árósum marg- faldaði áherslu á ráðstefnur; fór úr sjö í 200 slíkar ár- lega. » 20% af öllum seldum hótelnóttum í Edinborg eru fyrir ráðstefnugesti. » Tvö ár eru síðan byrjað var að undirbúa samstarf Meet in Reykjavík og háskól- anna þriggja.  Mikilvægt að verða leiðandi en ekki eingöngu þiggjandi  Verðmætir gestir Lyf og heilsa hefur keypt glugga- framleiðandann Börk. Þetta eru önn- ur kaup apótekakeðjunnar á rót- grónu iðnaðarfyrirtæki en síðla árs 2017 keypti hún Glerverksmiðjuna Samverk á Hellu. Kjartan Örn Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Lyfja og heilsu, segir í samtali við Morgunblaðið að stjórn félagsins hafi ákveðið að leita tæki- færa í ótengdum rekstri vegna tak- markaðra vaxtartækifæra í núver- andi starfsemi. Ekki sé stefnt að áframhaldandi vexti í ótengdum rekstri að svo stöddu. Börkur, sem er á Akureyri, er eitt af stærstu fyrirtækjum landsins á sínu sviði og eru helstu viðskiptavin- ir þess mörg af stærri verktakafyr- irtækjum landsins. Að sögn Kjartans Arnar spila fyrirtækin tvö vel sam- an, Börkur framleiðir glugga en Samverk gler. „Börkur hefur keypt mikið af gleri af Samverki í áranna rás.“ Byggingariðnaður hefur verið vax- andi á undanförnum árum en Kjart- an Örn segir að það séu ekki jafn miklar sveiflur í sölu á gleri og gluggum vegna viðhaldsþarfar. Hjá Berki og Samverki starfa samanlagt um 70-75 manns, segir Kjartan Örn. Þar af eru um 20 hjá Berki, samkvæmt fréttatilkynningu. Til samanburðar eru um 250 starfs- menn að meðaltali hjá Lyfjum og heilsu í mismiklu starfshlutfalli. helgivifill@mbl.is Morgunblaðið/Golli Vöxtur Lyf og heilsa keyptu gluggaframleiðandann Börk á Akureyri. Vaxtartækifærin í ótengdum rekstri  Lyf og heilsa á nú tvö iðnfyrirtæki

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.