Morgunblaðið - 10.04.2018, Page 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2018
Brandandarsteggur Brandönd á flugi yfir Leiruvogi. Brandöndin er nýlegur landnemi hér á landi en henni hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Steggirnir eru með rauðan hnúð á goggnum.
Bogi Þór
Forsenda þess að
sveitarfélög geti rækt
lögbundnar skyldur
sínar við íbúana er að
stjórn á fjármálum
þeirra sé markviss og
stefnuföst. En er það
svo í Reykjavík? Er
verið að ná bestun við
fjármálastjórn
borgarinnar? Út-
svarið er í hæstu
álagningu sem lög leyfa eða
14,52%. Í hvað fara peningarnir
og eru þeir að skila sér í lögbund-
ið hlutverk Reykjavíkur?
Við frambjóðendur Miðflokksins
ætlum að endurskoða rekstrarum-
hverfi Reykjavíkurborgar á fyrstu
þremur mánuðunum eftir borgar-
stjórnarkosningar fáum við til
þess afl. Skilgreint verður hvert
er lögbundið hlutverk borgarinnar
og fjármunum síðan forgangs-
raðað í grunnstoðir eins og lög
mæla fyrir um. Ólögbundin verk-
efni verða skoðuð sérstaklega og
það metið upp á nýtt
hvernig þeim verður
forgangsraðað eða
þau jafnvel tekin af
dagskrá. Í þessum að-
gerðum liggur mikið
„fundið fé“.
Á árunum 2009-
2010 var Reykjavík-
urborg býsna vel rek-
in. Borgin var réttum
megin við núllið ólíkt
ríkinu sem á þessum
tíma var rekið með
botnlausum halla-
rekstri undir stjórn Samfylkingar
og Vinstri grænna. Það stóð heima
að þegar Dagur B. og Jón Gnarr
komust í borgarstjórn um mitt ár
2010 byrjaði skuldasöfnun borg-
arinnar sem ekki sér fyrir endann
á og skuldar Reykjavíkurborg nú
langt yfir 100 milljarða. Þessari
alvarlegu stöðu þarf að snúa við
og leggjum við í Miðflokknum
fleira til í þeim efnum en að for-
gangsraða í lögbundin verkefni.
Í fyrsta lagi ætlum við að inn-
leiða ráðningarstopp eins og gert
var á árunum 2009-2010 hjá borg-
inni. Um mitt ár 2010 hafði starfs-
mönnum borgarinnar fækkað um
1.000 á rúmu ári einungis með því
að ráða ekki í þær stöður sem
losnuðu. Til að taka af allan vafa
er hér ekki átt við starfsmenn í
lögbundinni grunnþjónustu. Eftir
þessar aðgerðir/fækkun voru
starfsmenn um 7.000. Í byrjun árs
2018 eru starfsmenn Reykjavíkur
rúmlega 9.000 samkvæmt svari til
sjálfstæðismanna í borgarstjórn.
Sveitarfélögin hafa ekki tekið að
sér ný lögbundin hlutverk sem
neinu nemur sem réttlætir þessa
fjölgun starfsmanna. Áætla má
miðað við fyrri reynslu að auðvelt
verði að fækka starfsmönnum
borgarinnar á ný án þess að
skerða lögbundna þjónustu og í
leiðinni að draga úr útgjöldum
upp á fleiri milljarða. Dæmi: 1.000
stöðugildi, 7 milljóna árslaun = 7
milljarðar á ársgrundvelli.
Í öðru lagi ætlum við að besta
vöru- og þjónustu innkaup
Reykjavíkur. Innkaupastefna
borgarinnar er mjög óskýr og lítið
gert til að ná besta verði í inn-
kaupum. Við vitum að með því að
taka upp nýja verkferla í inn-
kaupum með verkfærum sem veita
yfirsýn, gagnsæi og greining-
arhæfni sparar það borginni um-
talsverða fjármuni. Sú sem þetta
ritar hefur reynt síðustu vikur að
fá sundurliðað hjá Reykjavík-
urborg hversu hátt hlutfall af
tekjum borgarinnar fari í innkaup
á vörum og þjónustu, en ekki er
hlaupið að því að fá slíkar upplýs-
ingar þrátt fyrir fyrirheit um
gagnsæi. Skóla- og frístundarsvið
Reykjavíkurborgar fékk nýsköp-
unarverðlaun 2014 sem snéru að
innleiðingu bestunar á innkaupum
mötuneyta í skólum í Grafarvogi.
Náði verkefnið til innkaupa, nær-
ingarútreiknaðra matseðla, kostn-
aðarvitundar starfsfólks og minni
sóunar. Þrátt fyrir þessar kröfur
náði verkefnið fram 10% pen-
ingalegu hagræði. Á þessu má sjá
að útsvarsgreiðendur eiga mikið
undir við rekstur borgarinnar og
spyrja má hvers vegna þetta
nýsköpunarverkefni var ekki strax
árið 2014 speglað yfir á öll inn-
kaup borgarinnar.
Í þriðja lagi ætlum við að draga
úr utanlandsferðum á vegum
borgarinnar og herða eftirlit með
þeim svo ekki verði farið nema
nauðsyn beri til.
Með þessari forgangsröðun í
fjármálastjórnun borgarinnar ætti
reksturinn að vera kominn í gott
horf á tveimur árum. Miðflokk-
urinn ætlar í framhaldinu að
lækka útsvar á seinni hluta kjör-
tímabilsins án skerðingar á grunn-
þjónustu. Traust fjármálastjórnun
er forsenda góðrar þjónustu við
borgarbúa.
Eftir Vigdísi
Hauksdóttur » Ólögbundin verkefni
verða skoðuð sér-
staklega og það metið
upp á nýtt hvernig
þeim verður forgangs-
raðað eða þau jafnvel
tekin af dagskrá.
Vigdís Hauksdóttir
Höfundur er lögfræðingur og borgar-
stjóraefni Miðflokksins.
Traust fjármálastjórn
Í byrjun næsta árs
verða liðin 25 ár frá
gildistöku EES-
samningsins. Án efa
má fullyrða að enginn
alþjóðasamningur sem
Ísland hefur gert hafi
haft jafn mikil og víð-
tæk áhrif á íslenskt
samfélag og efnahags-
líf. Það er áhugavert að
velta því fyrir sér hver
staða almennings og fyrirtækja á Ís-
landi væri án aðildar að evrópska
efnahagssvæðinu. Hvaða ávinning
höfum við haft af samningnum?
Hvaða ókostir eru við samninginn
og hvernig er best að lagfæra þá?
Allt eru þetta spurningar sem mik-
ilvægt er að við spyrjum okkur
reglulega. Það er því fagnaðarefni
að lögð hafi verið fram á Alþingi
beiðni um skýrslu um kosti og galla
aðildar Íslands að EES. Mikilvægt
er þó að þar verði vandað til verka.
Heimamarkaður úr
300 þúsund í 500 milljónir
Það er erfitt að gera sér í hugar-
lund hvernig íslenskt samfélag hefði
þróast án EES. Samn-
ingurinn veitir okkur
nær óheftan aðgang að
innri markaði Evrópu-
sambandsins og má
segja að með tilkomu
hans hafi heimamark-
aður okkur stækkað úr
300 þúsund í 500 millj-
ónir manna. Íslensk
fyrirtæki geta starfað
óhindrað á þessum
markaði líkt og hér
heima fyrir. Það geta
þau gert án þess að
tollar séu lagðir á vörur þeirra eða
þjónustu og með tilkomu innri
markaðar ESB hefur verið rutt úr
vegi ótal tæknilegum viðskipta-
hindrunum sem hömluðu frjálsum
og eðlilegum viðskiptum með vöru
og þjónustu á milli landa EES-
svæðisins.
Frjálst fjármagnsflæði hefur líka
haft mikil áhrif. Bein erlend fjárfest-
ing hér á landi hefur ríflega 20-fald-
ast sem hlutfall af landsframleiðslu
frá gildistöku EES-samningsins og
að sama skapi hefur bein fjárfesting
íslenskra aðila erlendis stóraukist.
Áhættudreifing íslenskra fjárfesta,
svo sem lífeyrissjóða, hefur því auk-
ist til muna á sama tíma og erlend
fjárfesting hér á landi hefur fært
með sér sérþekkingu og ný störf.
Liðlega 30 þúsund erlendir ríkis-
borgarar hafa flust hingað til lands á
gildistíma samningsins, fyrst og
fremst frá öðrum ríkjum EES-
svæðisins, til að búa hér og starfa.
Það er enginn vafi á því að án þeirra
hefði hagvöxtur og hagsæld þjóð-
arinnar orðið mun minni en ella.
Einangraður íslenskur vinnumark-
aður hefði aldrei ráðið við þann
mikla hagvöxt sem Ísland hefur not-
ið á undanförnum aldarfjórðungi.
EES snertir flesta
þætti samfélagsins
En EES-samningurinn hefur haft
miklu víðtækari áhrif en bara á við-
skiptaumhverfi okkar og efnahag.
Áhrif samningsins (og Schengen)
leynast víðar en okkur órar fyrir.
Við getum ferðast, búið, starfað og
lært án hindrana í öllum aðildar-
ríkjum svæðisins. Það hefur fært
okkur mikið frelsi og aukin lífsgæði.
Neytendavernd hefur stórbatnað og
samkeppnisumhverfið tekið stakka-
skiptum vegna innleiðingar á sam-
evrópskri löggjöf á þessum sviðum.
Áhrifa samningsins gætir í heil-
brigðiskerfinu okkar, félagslega
kerfinu, í jafnréttismálum, sam-
göngumálum, menntamálum, á
vinnumarkaði, í vinnuvernd, í rann-
sóknum og þróun, í byggðastefnu, í
löggæslumálum og landamæra-
vörslu, í fjarskiptum, í umhverf-
ismálum, orkumálum og svo mætti
lengi áfram telja.
Norðmenn létu vinna úttekt á
EES-samningnum og samskipt-
unum við Evrópusambandið og var
niðurstaðan birt í skýrslunni Uden-
for og Indenfor árið 2012. Niður-
staða skýrsluhöfunda var að áhrif
samningsins væru mjög mikil á
norskt samfélag en þau áhrif væru
heilt yfir mjög jákvæð. Víðtæk póli-
tísk sátt ríkti um aðild Noregs að
EES og þrátt fyrir að samningurinn
hefði haft í för með sér innleiðingu á
yfir 6.000 evrópskum gerðum hefði
Noregur aðeins áskilið sér réttinn til
fyrirvara í 17 tilvikum en aldrei nýtt
hann í raun. Þá væru þessar gerðir í
yfirgnæfandi meirihluta sam-
þykktar nær samhljóða í norska
þinginu. Vissulega væri ákveðinn
lýðræðishalli falinn í samningnum í
ljósi þess að Noregur ætti ekki sæti
við samningaborðið en sá halli yrði
aðeins lagfærður með fullri aðild.
Ekki er ástæða til að ætla að
niðurstaða íslenskrar úttektar yrði
önnur. Áhrif samningsins hafa verið
mikil og að langstærstum hluta já-
kvæð. Raunar væri óhugsandi fyrir
íslenskt atvinnulíf að standa utan
EES-svæðisins í dag enda hefur
vægi EES-svæðisins í utanríkis-
viðskiptum aukist verulega frá gild-
istöku samningsins. Það eitt og sér
ber vitni um hversu mikilvægur og
hagstæður sá markaðsaðgangur
sem EES veitir okkur er fyrir efna-
hagslífið. Samningurinn hefur að
sama skapi skilað Íslendingum mikl-
um ávinningi með aukinni sam-
keppni, bættri neytendavernd og
ekki hvað síst með auknu aðgengi að
meginlandi Evrópu til náms og
starfs.
Eftir Þorstein
Víglundsson » Við getum ferðast,
búið, starfað og
lært án hindrana í
öllum aðildarríkjum
svæðisins. EES hefur
fært okkur mikið frelsi
og aukin lífsgæði.
Þorsteinn Víglundsson
Höfundur er varaformaður
Viðreisnar.
Hvað græðum við eiginlega á EES?