Morgunblaðið - 10.04.2018, Side 22

Morgunblaðið - 10.04.2018, Side 22
✝ Sívar SturlaBragason fæddist 9. apríl 1959 á Landspít- alanum í Reykja- vík. Hann lést á Torrevieja á Spáni 19. mars 2018. Foreldrar hans eru hjónin Sigríður S. Sívertsdóttir Hjelm, f. 30.8. 1939, og Bragi Eyjólfs- son, f. 11.10. 1940. Alsystir Sív- ars er Aðalheiður Þóra Braga- dóttir, f. 1970, og uppeldissystir sammæðra er Ásdís Halla Bragadóttir, f. 1968. Bróðir sammæðra var Sigurður Mark- ús Sigurðsson, f. 1961, en hann lést í október 1993. Tvær systur samfeðra eru Sigríður Heiða Bragadóttir, f. 1958, og Rut Bragadóttir, f. 1959. Sívar átti uppeldisföður, Sigurð Ingimars- son, f. 1942, og stjúpmóður, Ingibjörgu Árnadóttur, f. 1945, en um árabil var Sívar alinn upp af móður Sigurðar, Markúsínu Jónsdóttur á Súgandafirði, f. 1911, og eiginmanni hennar Ingimar Magn- ússyni, f. 1904. Uppeldissystkinin eru Árni Ingi Sig- urðsson, f. 1965, Magnús Már Sig- urðsson, f. 1968, Ingimar Sigurð- arson, f. 1970, og Sonja Sigurðar- dóttir, f. 1974. Hinn 11. október 1980 kvæntist Sívar Margréti Kristjánsdóttur og voru þau gift í áratug og héldu alltaf góðum vinskap. Þau eign- uðust saman tvo drengi, Krist- ján Markús, f. 23. október 1980, og Stefán Loga, f. 10.10. 1981. Barnsmóðir Sívars er Edda Þór- ey Guðnadóttir en saman eiga þau dótturina Blómeyju Ósk, f. 1. október 1994, og soninn Sig- urstein Braga, f. 6. febrúar 1998. Um nokkurt árabil starfaði Sívar við sjómennsku. Útför hans fer fram frá Garðakirkju í dag, 10. apríl 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. „Þegar við Sonny bróðir tefld- um skammaði hann mig alltaf fyrir að hugsa ekki um endatafl- ið. Ég flýtti mér of mikið og gerði of mörg mistök,“ sagði Sívar bróðir minn þegar hann hringdi í mig frá Spáni og sagði sitt síð- asta endatafl nálgast óþægilega hratt. En því miður hefði hann í lífinu, líkt og skákinni, gert of mörg mistök. ,,Mig langar að bæta fyrir þau en nú er svo fátt sem ég get gert. Mig langar bara að biðja þig um eitt, Halla mín; skilaðu því til krakkanna þinna að þau eigi að láta dópið vera – það er ekkert í því nema helvíti.“ Sívar var 58 ára þegar hann lést. Dánarorsökin var lifrar- bilun. Í áratugi hafði hann glímt við fíknisjúkdóminn sem hann sagði afleiðingu sársaukans sem hann sjálfur upplifði sem barn og unglingur, en líka þess sársauka sem mamma og aðrir nákomnir höfðu glímt við. Hann hefði fæðst inn í veruleika þar sem draugar átakanlegrar fortíðar vofðu yfir og létu hann aldrei í friði. Ungir voru báðir bræður mín- ir, Sívar og Sonny, teknir af móð- ur okkar, einstæðri og fátækri móður í Höfðaborginni, sem átti enga að til að aðstoða við uppeld- ið. Sjálf var hún brotin eftir hryllilegar uppeldisaðstæður og hefði umfram allt þurft ástríki og dyggan stuðning við að koma drengjunum til manns. En kerfið taldi betra að taka þá frá henni, ungu konunni sem elskaði þá svo heitt, og setja á Silungapoll þar til þeir voru aðskildir og komið fyrir annars staðar. Í bókinni Tvísögu lýsti ég upplifun Sívars af vistinni þar en hann var í hjarta sínu sannfærður um að stór hluti þeirra barna sem höfðu dvalist á Silungapolli hefði látist langt fyrir aldur fram vegna glímu við þær tilfinningar að hafa verið tekin af foreldrum sín- um og komið fyrir á stofnun þar sem umhyggja var engin en mik- ið af andlegu og líkamlegu of- beldi. Mörgum árum síðar fékk mamma synina aftur til sín og var hún þá búin að eignast mig og Heiðu, yngri systur okkar. En skaðinn var skeður og verkefnið að reyna að sameina fjölskyld- una að nýju – byggja upp heil- brigð tilfinningatengsl við erfið- ar aðstæður reyndist okkur um megn. Nú eru þeir báðir farnir, Sívar og Sonny, eftir glímu við fíknina. Minningin um góða drengi lifir. Drengi sem voru viðkvæmir, til- finningaríkir og þráðu ekkert heitar en ást og viðurkenningu. En þegar taflið er frá upphafi ójafn leikur, þar sem litlu peðin eiga enga sterka leikmenn að, er varla að leikslokum að spyrja. Hugur minn er hjá ættingjum okkar og vinum. Foreldrum okk- ar, afkomendum Sívars og þá sérstaklega sonum hans, Stefáni Loga og Kristjáni Markúsi, sem voru honum svo nánir, og móður þeirra sem ávallt var kletturinn í lífi bróður míns. En hugur minn er ekki síður hjá öllum þeim börnum sem enn í dag búa við svo erfiðar aðstæður að endatafl- ið er óþægilega fyrirsjáanlegt. Í svona litlu samfélagi ættum við að geta gert miklu betur. Hvíl í friði, kæri bróðir. Vonandi á betri stað þar sem þið Sonny fáið tækifæri til að byrja upp á nýtt. Umvafðir ást og kærleika. Ásdís Halla Bragadóttir. „Heiða mín, ég kunni ekki að vera foreldri, enginn hafði kennt mér það eða sýnt mér hvernig maður elur upp börn.“ Þetta sagði Sívar bróðir við mig þegar við sátum í einum af heitu pott- unum í Laugardalslauginni á síð- asta ári. Sívar var eitt af þeim börnum sem í æsku fengu þau spil í hendur sem erfitt var að spila úr. Sívar átti sér tvær hliðar; önn- ur var sú bjarta jákvæða en hin sú dimma þar sem fíknin réð ferðinni. Honum fannst mjög erfitt að vera inni í lífi mínu þeg- ar fíknin var sem verst og vildi ekki að litla systir myndi horfa upp á hann í því ástandi. Um nokkurt skeið hef ég átt von á því að skammt sé eftir hjá Sívari og í huga mínum hef ég nokkrum sinnum kvatt hann. En þó að ég hafi lengi óttast að lík- ami hans gæfist upp var ég ekki viðbúin þeim mikla sársauka sem helltist yfir þegar ég fékk símtalið um að hann væri farinn. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem við áttum þegar hann var edrú, þá var hann stóri bróðir sem var gjafmildur, góður, fynd- inn, hlýr og vildi allt fyrir alla gera. Þá var hann líka uppá- haldsfrændinn sem börnin litu upp til og vildu vera með. Við átt- um mjög góða tíma saman þegar hann bjó hjá mér fyrir austan, hann vildi ná tökum á lífinu, fíkn- inni og ná tengslum við fjölskyld- una. Gerald, Halla og Braga sáu ekki sólina fyrir frændanum sem lék við þau, fór á kaffihús og sagði þeim sögur af sér. Hann talaði mikið um sjómennsku sína við þau, hvað hann hefði verið fljótur að beita og ekki var hann síður stoltur af því að í einni sjó- ferðinni hefði hann keypt stóra dúkku fyrir litlu systur sem hefði kostað hálfan handlegg. Þessi tími er ómetanlegur þó að hann hafi ekki varið nema í nokkra mánuði eða þar til fíknin varð of mikil og hann missti tökin á ný. Síðasta haust fór ég til Spánar þar sem ég vissi að Sívar bjó. Það tók mig nokkra daga að finna út hvar hann var, en á þriðja degi fann ég hann á kaffihúsi við rútu- stöð, sem var hans heimili þá stundina. Við sátum þar, grétum bæði yfir örlögum hans en hlóg- um líka yfir mistökum sem við höfum bæði gert. Þá stund vor- um við ein í heiminum – systkini sem sýndu hvort öðru skilning og virðingu. Það er einbeittur vilji minn að láta sögu bræðra minna, foreldra og okkar systra verða að leiðar- ljósi fyrir aðra, svo að aðrir megi læra af þeim mistökum sem gerð hafa verið. Örlög bræða minna, Sívars og Sonna, mega ekki verða örlög fleiri barna, of mörg eru nú þegar farin vegna erfið- leika í æsku, sársauka og skiln- ingsleysis. Úrræðaleysið er enn of mikið gagnvart þeim börnum sem glíma við erfiðar fjölskyldu- aðstæður og margþættan vanda. Allir sem starfa að málefnum þeirra verða að taka höndum saman og vinna að úrbótum sem skila raunverulegum og varan- legum árangri. Vissulega þyrfti þjóðarátak til en í hjarta mínu trúi ég að þannig sé hægt að bæta líf svo fjölmargra sem ann- ars eru fastir í vítahring, jafnvel kynslóð eftir kynslóð. Elsku fjölskylda, aftur erum við í sárum. Ég er þakklát fyrir þær fallegu stundir sem við átt- um saman síðustu misserin og þau einlægu og opinskáu sam- skipti sem við náðum að eiga með Sívari áður en hann fór í sína hinstu för. Elsku Stebbi og Diddi, þið reyndust pabba ykkar svo vel, ást og umhyggja ykkar í garð hans var augljós. Magga mín, kletturinn í lífi Sívars, þú ert ómetanleg. Elsku mamma, pabbi og Halla systir, eftir stöndum við án strákanna sem eru nú samein- aðir, glaðir og áhyggjulausir, lausir úr viðjum fíknarinnar og fordómanna sem þeir urðu of oft fyrir. Við munum standa aftur upprétt og halda vel utan um hvort annað. Þegar upp er staðið voru þeir stóru bræður okkar Höllu, synir foreldra okkar en fangar fíknarinnar. Ég vil votta öllum samúð mína sem komu að lífi Sívars. Í heimi neyslunnar átti bróðir minn aðra fjölskyldu sem stóð þétt saman og þar sem kærleikur var til staðar þrátt fyrir að ýmislegt gengi á. Ég veit að margir af þeim vinum hans eru í sárum vegna fráfalls hans. Við erum öll manneskjur sem eigum virðingu skilið og umhyggju, hvar sem við erum og hvernig sem við erum. Aðalheiður Þóra Bragadóttir. Sívar Sturla Bragason 22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2018 Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls HELGA GUÐBRANDS VILHJÁLMSSONAR klæðskera, sem hefði orðið 100 ára í dag. Friðrik Ágúst Helgason Margrét Guðmundsdóttir og fjölskylda Innilegar þakkir fyrir hlýjar og fallegar kveðjur vegna fráfalls INGIMUNDAR SIGFÚSSONAR forstjóra og sendiherra. Valgerður Valsdóttir Valur Ingimundarson Sigfús Ingimundarson Birgitta B. Hassenstein Ingimundur B. Sigfússon Guðmundur S. Sigfússon Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI ÓLAFUR BJÖRNSSON frá Læk, Skagaströnd, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli mánudaginn 2. apríl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 11. apríl klukkan 13. Björn Helgason Ásta Harðardóttir Sigrún Helgadóttir Alfred G. Matthíasson Anna Helgadóttir Gunnar Kristófersson Jóhann Helgason barnabörn og barnabarnabörn Elsku maðurinn minn, faðir og afi, HARALDUR I. ÓSKARSSON, lést á heimili sínu föstudaginn 30. mars. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 16. apríl klukkan 13.30. Blóm og kransar eru afþakkaðir. Guðbjörg Hjaltadóttir Hjalti Jónsson María H. Svavarsdóttir og barnabörn ✝ Ragnar Ólafs-son fæddist í Kvíum í Þverárhlíð, Mýrasýslu 2. júní 1927. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 26. mars 2018. Foreldrar hans voru Ólafur Egg- ertsson frá Kvíum, Þverárhlíð, f. 28.11. 1888, d. 3.3. 1981, og Sigríður Jónsdóttir frá Litlu- Brekku í Reykjavík, f. 20.5. 1892, d. 24.12. 1988. Bræður Ragnars eru: Eggert, f. 4.1. 1926, maki Auður Þorsteinsdóttir og eiga Sigríður, f. 1960, maki Nökkvi Bragason, sonur þeirra er Jökull. 3) Sveinn, f. 1962, hann á fimm dætur: Sigrúnu Þóru, Öglu Eiri, Birtu Fönn, Theodóru og Katrínu Þóru. Ragnar starfaði stærstan hluta starfsævi sinnar sem deildarstjóri atvinnurekstrardeildar á Skatt- stofu Reykjavíkur eða frá 1949 til 1997. Eftir að Ragnar hætti störf- um í skattamálunum sinnti hann ættfræðigrúski af miklum áhuga. Hann gerði nokkrar ættartölur, bæði fyrir einstaklinga og Frétta- blað Ættfræðifélagsins. Síðari ár- in vann hann að því að skrásetja fornættir Íslendinga og átti tals- vert safn fornætta í sinni vörslu. Útför Ragnars fer fram frá Há- teigskirkju í dag, 10. apríl 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. þau þrjú börn, og Þorgeir, f. 18.7. 1928, maki hans var Helga Ólafsdóttir, d. 2012, en þau eign- uðust fjögur börn. Ragnar var giftur Theodóru Guð- mundsdóttur frá Skaftafelli í Öræfa- sveit, f. 7. apríl 1929. Þau gengu í hjóna- band 31.12. 1959. Börn þeirra eru: 1) Gísli, f. 1948, maki Kolbrún Karlsdóttir, þau eiga samtals fimm börn: Frið- björgu, Maríu, Björgvin, Guð- mund Karl og Theodór Ragnar. 2) Elsku hjartans afi minn. Á sama tíma og mér finnst erfitt að kveðja þig finn ég fyrir ómetan- legu þakklæti og kærleika gagn- vart þér og að hafa átt þig að sem afa. Mér finnst ég svo heppin að hafa fengið að alast upp með þér. Það getur verið erfitt að lýsa til- finningum á blaði en ég finn fyrir svo miklum kærleika og um- hyggju gagnvart þér og því sem þú hefur gefið mér í gegnum árin. Í huga mínum streyma fram ýms- ar minningar sem eru mér mjög kærar af þér afi minn með alpa- húfuna þína fínu, smá bros á vörum þér og rólegt augnaráð og að sjálfsögðu tóbak í munni. Hvort sem það er í sveitinni, Kvíum, í garðinum í Barmahlíð að hvetja mig til að slá eða raka saman gras- ið eða í krók með þér í stofunni í Barmahlíð. Þegar ég hugsa til þessara minninga og sérstaklega til þín, þá finn ég hvað ég er þakklát fyrir það hvað þú hvattir mig áfram í að vera dugleg, sjálfstæð. Hvað þú gladdir mig reglulega með gríni og stríðni, eins og þegar ég var lítil, þá sagðirðu: „Sigrún, þú kannt ekki að smyrja, neii.“ Þá hljóp sko keppnisskap í mig og vildi ég svo sannarlega sýna þér að ég kynni nú að smyrja sjálf! Þú varst eina manneskjan sem ég gat rifist við, þar sem þú leyfðir mér það afi minn. Það er einkenni- legt að þakka fyrir það, en það var dýrmætt fyrir mér sem reifst ekki við neinn. Þú bara brostir og hlustaðir. Þótt ég sé að kveðja þig núna afi þá ætla ég að fá að geyma þig alltaf í hjarta mínu, þar sem minn- ing mín um þig er ekkert nema kærleikur, umhyggja og hvatning. Takk fyrir að vera heildstæður, traustur, góður og skemmtilegur afi. Sigrún Þóra Sveinsdóttir. Elsku afi okkar, nú hefur þú kvatt þennan heim og ert vonandi kominn á betri stað. Þvílík gæfa að fá að eiga þig sem afa, gæddur öll- um þínum frábæru mannkostum. Duglegur, kærleiksríkur, gestris- inn, gjafmildur, hreinskilinn og mikill húmoristi. Það er margs að minnast en það sem helst stendur upp úr er hversu vel þú tókst alltaf á móti okkur, þú vildir alltaf heyra hvernig okkur gengi í lífinu og varst mjög áhugasamur um öll okkar verkefni. Það er sárt að geta ekki lengur heimsótt þig og ömmu þar sem móttökurnar voru alltaf hlýjar og nærvera ykkar svo góð. Þegar við komum í heimsókn til þín hvattir þú okkur alltaf til að borða sem mest og vildir aldrei að neinn væri svangur, alltaf nóg til af mat og ástúð. Allir sem þekktu þig vita hversu mikill húmoristi þú varst, meira að segja þegar þú varst veikur á spítala var alltaf stutt í grínið og þegar okkur verð- ur hugsað til þín kemur upp bros á vör og gleði í hjarta. Söknuðurinn er mikill en það er gott að hugsa til dýrmætra minninga og liðinna samverustunda. Takk fyrir allt elsku afi okkar, minning þín verður ávallt ljós í lífi okkar. Þínar afastelpur, Birta Fönn og Theodóra Sveinsdætur. Það er ekki erfitt að lýsa Ragn- ari Ólafssyni og þó. Hann var dá- lítið sérstakur, ég sé hann fyrir mér að bjóða einhverjum í nefið á sinn máta. Hann bauð öllum í nef- ið, ungum sem öldnum, og auðvit- að vildi maður ekki þiggja en það skipti engu máli, hann bauð aftur á næsta fundi. Ragnar var ekki fullkominn frekar en aðrir, gat stokkið upp á nef sér en alltaf stutt í spaugið og gat hann verið ótrúlega skemmti- legur í háttum. Ragnar fór ekki í manngreinarálit og í vina- og kunningjahópi hans var öll flóra mannlífsins. Hann hafði gaman af börnum og var stríðnin aldrei langt undan og ekki má gleyma ættfræðiáhuganum sem voru hans ær og kýr. Þegar nýr með- limur bættist í fjölskylduna var flett upp í ættfræðiritum og allir höfðu gaman af. Hann og Thea voru höfðingjar heim að sækja og passað upp á að allir fengju nóg að borða. Heimili þeirra var opið og skemmtilegt og sunnudagarnir ógleymanlegir. Það er skrýtið að tala um Ragnar Ólafsson í þátíð hafandi þekkt hann og fjölskyldu hans síðan ég man eftir mér. Við hjónin og börn okkar minnumst með mikilli hlýju og þakklæti óteljandi matar- og kaffiboða, gjarnan með allri stór- fjölskyldunni, og svignuðu borð undan veisluföngunum. Þar kom örlæti Ragnars skýrt fram og hann naut þess að ganga um á meðal gesta sinna, bera í þá góð- gætið og hvetja fólk að taka hraustlega til matar síns. Bjarnheiður Bjarnadóttir og Kristjón Másson. Ragnar Ólafsson  Fleiri minningargreinar um Ragnar Ólafsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.