Morgunblaðið - 10.04.2018, Page 26

Morgunblaðið - 10.04.2018, Page 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2018 Meira til skiptanna Í tilefni dagsins mun yngri dóttir mín væntanlega baka franskasúkkulaðitertu og maðurinn minn elda nætursaltaðan þorsk semborinn verður fram með vestfirskum hnoðmör. Þú færð fátt betra og með þessum veitingum getur afmælisdagurinn varla klikk- að,“ segir séra Ásta Ingibjörg Pétursdóttir, sóknarprestur í Bolung- arvík sem er 51 árs í dag. Hún hefur þjónað í Víkinni um sex ár og var þar áður nokkur ár prestur á sunnanverðum Vestfjörðum og sat á Bíldudal. „Það hefur margt breyst fyrir vestan síðustu árin. Svæðið er að ná sér aftur á strik með auknum umsvifum í atvinnulífinu, til dæmis fisk- eldi. Bolungarvíkin heldur vel utan um fólkið sitt og mér finnst gott að vera Vestfjarðaprestur, þó svo að rætur mínar séu í Vesturbænum í Reykjavík,“ tiltekur sr. Ásta Ingibjörg sem segir kirkjustarfið í Bol- ungarvík vera öflugt og þátttaka sóknarbarna góð. Framundan séu fermingarmessur um hvítasunnu en nær í tíma sé messa í Hólskirkju í Bolungarvík næstkomandi sunnudag þar sem Þorsteinn Haukur Þor- steinsson í Súðvík sér um tónlistina. „Áhugamálin eru mörg eins og lesa bækur. Nú er ég til dæmis alveg heilluð af Njálu. Svo hefur mér alltaf fundist gaman að dansa, topp- urinn á tilverunni er dansballett sem við nokkrar konur hér í Bolung- arvík á aldrinum 14 til 72 ára höfum æft í vetur,“ segir sr. Ásta Ingi- björg. Hennar maður er Helgi Hjálmtýsson og dæturnar eru Sigurveig og Svanhildur og svo ömmustrákurinn Pétur. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Bolvíkingurinn Áhugamálin eru mörg, segir séra Ásta Ingibjörg. Vestfjarðaprestur æfir dansballett Ásta Ingibjörg Pétursdóttir er 51 árs í dag E inar Sigurðsson fæddist í Gvendareyjum 10.4. 1933 og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1955, cand. mag. í ísl. fræðum frá HÍ 1963, stundaði jafnframt nám í bókasafns- fræði við HÍ 1959-60 og var síðar við nám og störf í bókasöfnum í Bret- landi og Bandaríkjunum í nokkra mánuði.. Einar starfaði við Handritastofn- un Íslands 1963-64, var bókavörður í Háskólabókasafni frá 1964, háskóla- bókavörður 1974 og landsbókavörð- ur frá 1994 en fór á eftirlaun 2002. Hann var stundakennari í bókasafns- fræði 1965-77: „Ég hafði einungis verið starfsmaður Háskólabókasafns í um hálfan áratug þegar undirbún- ingur sameiningar þess safns og Landsbókasafns hófst fyrir alvöru. Eftir að safnið tók til starfa 1. des. 1994 gerbreyttist aðstaða til bóka- safnsþjónustu til hins betra, ekki síst gagnvart HÍ, og líka gagnvart verk- efnum á sviði netvædds aðgangs að þekkingu, svo og til almennrar menningarstarfsemi. Það var mikil áskorun og skemmtilegt verkefni að vera þátttakandi í að koma þessu öllu á laggirnar, en starfsfólk var vel und- ir það búið að takast á við nýjar að- stæður.“ Einar var form. Mímis, fél. stúd- enta í ísl. fræðum, 1959-60, form. Deildar bókavarða í ísl. rannsókn- arbókasöfnum 1975-77, í stjórn Sam- bands norrænna rannsókn- arbókavarða 1976-82, í stjórn NORDINFO 1980-88, form. Sam- starfsnefndar um upplýsingamál 1982-90, í kjörstjórn vegna kjörs rektors HÍ 1973, 1976, 1979, 1982 (form.) og 1985 (form.), í Samstarfs- nefnd um Þjóðarbókhlöðu 1987-91, ritari Samstarfsnefndar um nýtt þjóðbókasafn 1992-94 og form. nefndar um endurskoðun laga um skylduskil til safna 1997-99. Einar tók saman Skrá um efni í tímaritum Bókmenntafélagsins, Rvík 1966, Bókmenntaskrá Skírnis 1 (1968) -26 (1993), Rvík 1969-94, Nafna- og atriðaskrár við Íslenskar þjóðsögur Ólafs Davíðssonar 1-4, pr. í 4. b., Rvík 1980, Íslensk tímarit í 200 ár, Rvík 1991 (ásamt Böðvari Kvaran), Stúdentatal MR 1955, Rvík 2005. Nú kveð ég þig Slétta (vísna- gerð Sigurðar Árnasonar) Rvík, 2011. Ritstjórn: Stúdentablaðið 1955, Upplýsingar eru auðlind (1990), Rit- Einar Sigurðsson, fyrrv. landsbókavörður – 85 ára Stór hópur og myndarlegt fólk Einar og Margrét Anna með börnum, barna- og barnabarnabörnum og tengdafólki. Breiðfirðingur í húð og hár Einar á Snækolli 1954 Hann gekk á Heklu, 1948, árið eftir gos, þá 15 ára, á skátamóti á Þingvöllum. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Reykjavík Hanna Maria Olszanska fæddist 4. mars kl. 9.14. Hún vó 2795 g og var 47 cm löng. Foreldrar hennar eru Agata og Lukas Olszanski. Nýr borgari Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.