Morgunblaðið - 10.04.2018, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2018
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
Ekki bara jeppar
2013
- 2017
Kerruöxlar
& íhlutir
ALLT TIL
KERRUSMÍÐA
„Frelsa oss frá
víkingum og kon-
ungum“ er yfir-
skrift hádegis-
fyrirlestrar
Þjóðminjasafns
Íslands sem Árni
Björnsson þjóð-
háttafræðingur
heldur í fyrir-
lestrasal safnsins
í dag kl. 12.
„Á seinustu tveim öldum hefur sú
venja breiðst út um heiminn að kalla
Norðurlandabúa á miðöldum vík-
inga. Í því samræmi hafa landnáms-
menn Íslands verið kallaðir vík-
ingar,“ segir í tilkynningu um
fyrirlesturinn og að Árni muni í er-
indi sínu að sýna fram á að þessar
staðhæfingar eigi sér ekki stoð í
miðaldaheimildum. Í öðru lagi hygg-
ist hann afhjúpa þann þráláta mis-
skilning að landnámsmenn hafi að
stórum hluta verið af konungum
komnir.
Frelsa oss frá
víkingum og
konungum
Árni
Björnsson
Miðar á tónleika
Skálmaldar, Sin-
fóníuhljómsveitar
Íslands, Karla-
kórs Reykjavík-
ur, Kammerkórs-
ins Hymnodiu og
Barnakórs Kárs-
nesskóla í Eld-
borgarsal Hörpu
í ágúst seldust
upp á 12 mínútum
og hefur vegna mikillar eftirspurnar
verið bætt við aukatónleikum sem
fara fram 23. ágúst kl. 20. Miðasala
hófst á þá í gær og verða tónleikarn-
ir því þrennir: 23., 24. og 25. ágúst.
Skálmöld hefur verið önnum kafin
í hljóðveri við upptökur á nýrri
breiðskífu sem bera mun heitið
Sorgir, eins og sjá má á Facebook-
síðu málmsveitarinnar. Þá má einnig
sjá Óttarr Proppé í hljóðveri og ljóst
að hann mun láta í sér heyra á skíf-
unni.
Aukatónleik-
um bætt við
Snæbjörn
Ragnarsson
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Eftir að ég átti dóttur mína
blómstraði röddin og ég fór að
syngja safaríkari mezzóaríur en áð-
ur,“ segir Dóra Steinunn Ármanns-
dóttir sem ásamt Antoníu Hevesi
píanóleikara kemur fram á hádegis-
tónleikum í Hafnarborg í dag kl. 12.
Yfirskrift tónleikanna er „Sígaunar
og hefðarkonur“ en á efnisskránni
eru aríur úr óperunum Carmen eftir
Bizet, Samson og Dalila eftir Saint-
Saëns og Il Trovatore og Don Carlos
eftir Verdi.
Ég ætla ekki að deyja
Dóttir Dóru, Victoría Íris, kom í
heiminn fyrir rúmu hálfu öðru ári og
gekk fæðingin ekki þrautalaust fyrir
sig. „Ég missti 4,5 lítra af blóði í fæð-
ingunni og dó næstum því. Ég var
send í bráðaaðgerð til að stoppa
blæðinguna. Meðan á þessu stóð leið
mér eins og tröll hefði sest á
bringuna á mér og væri að sjúga úr
mér allt líf,“ segir Dóra og tekur
fram að þetta hafi staðið tæpt. „Þeg-
ar ég sá ljósið hugsaði ég: „Nei, ég
ætla ekki að deyja.“ Ég var stað-
ráðin í því að halda lífi og lifa fyrir
dóttur mína, manninn minn, fjöl-
skylduna og sjálfa mig. Þegar ég
vaknaði daginn eftir aðgerðina vissi
ég strax að ég ætti að fara að syngja
meira,“ segir Dóra og tekur fram að
hún sjái lífið allt öðrum augum í dag,
en fyrir fæðinguna. „Ég er virkilega
þakklát og hlakka til að standa á
sviði aftur,“ segir Dóra, sem hafði
tekið sér smápásu frá söngnum í að-
draganda fæðingar dótturinnar en
er að koma sér aftur af stað eftir
fæðingarorlof.
Að sögn Dóru byrjaði hún ung að
syngja. Hún stundaði nám við Söng-
skólann í Reykjavík og útskrifaðist
með burtfararpróf með hæstu ein-
kunn. Þaðan lá leiðin í söngnám við
óperudeildina við Universität für
Musik und darstellende Kunst í
Vínarborg. „Fyrsta tækifærið
bauðst mér aðeins 16 ára þegar ég
söng stúlkuna í Stúlkunni í vitanum
eftir Þorkel Sigurbjörnsson og
Böðvar Guðmundsson sem Íslenska
óperan setti upp í samstarfi við Tón-
menntaskóla Reykjavíkur.“ Hér-
lendis söng hún líka hlutverk Elju í
Gretti eftir Þorkell Sigurbjörnsson
sem frumflutt var í Þjóðleikhúsinu
og sýnt á Bayreuth Young Artists
Festival og í Betty Oliphant Theatre
í Toronto.
Að námi loknu lá leið Dóru til
Sydney í Ástralíu þar sem hún tók
þátt í Young Artists-prógrammi við
Pacific Opera þar sem hún söng
hlutverk Hans í Hans og Grétu.
Vildu vera nær Íslandi
„Í framhaldinu söng ég með
óperukór Opera Australia við
Sydney-óperuhúsið og Arts Center
Melbourne,“ segir Dóra sem söng
einnig titilhlutverkið í Carmen hjá
Rockdale-óperunni. Hún keppti í
Sydney Eisteddfod-keppnunum og
vann The Evelyn Hall de Izal
Mezzo-Soprano Award, fyrsta sætið
í Opera Awards, og fyrsta sæti í
Event 15.
„Ég hafði nóg að gera, en eftir
fjögur ár í Ástralíu ákváðum við
Eiríkur [Jóhann Gunnarsson] mað-
urinn minn að flytja aftur til Evrópu
til að vera nær fjölskyldunni,“ segir
Dóra og tekur fram að ekki sé auð-
velt að skreppa heim þegar ferðalag-
ið taki 36 klukkutíma. „Noregur
varð valinu og þaðan er auðvelt að
kíkja til Íslands auk þess sem fjöl-
skyldan getur auðveldlega heimsótt
okkur.“
Geislandi óperusöngkona
Stuttu eftir búferlaflutningana
tók Dóra þátt í sumarprógrammi
LidalNorth og söng á sviði aríur
Brynhildar úr Valkyrjunum eftir
Wagner. „Sem stendur er ég í námi,
en ég ákvað að skella mér í geisla-
fræði og stefni að því að verða geisl-
andi óperusöngkona,“ segir Dóra
kímin og tekur fram að það sé ekki
endilega auðvelt að lifa af listinni og
sé því gott að hafa plan b. „Ég er
hins vegar ekkert búin að gefa söng-
inn upp á bátinn og er reglulega að
syngja fyrir. Þó að ég hafi ekki búið
á Íslandi um langt árabil eru rætur
mína hér og því langaði mig til að
syngja heima líka og hafði því sam-
band við Antoníu sem bauð mér að
koma fram í Hafnarborg. Þegar búið
var að festa tónleikadaginn ákvað ég
að syngja allt sem mér þætti
skemmtilegt og sem betur fer finnst
Antoníu þetta líka skemmtilegar arí-
ur,“ segir Dóra og dásamar sam-
starfið við Antóníu, en þær hafa
þekkst um langt árabil þó að rúmur
áratugur sé síðan þær héldu síðasta
tónleika saman. „Hún er virkilega
flottur píanisti og ástríðufullur lista-
maður sem gaman er að vinna með.“
Aðspurð segir Dóra óperur heilla
hana fremur en ljóðasöngur.
„Óperusviðið hefur alltaf verið mitt
annað heimili og þar lifna ég ávallt
við. Það gefur mér svo mikið að
hreyfa við áhorfendum með tónlist-
inni og upplifa viðbrögð þeirra.
Þannig verður þetta samspil allra,
þ.e. söngvarans, píanóleikarans og
áhorfenda,“ segir Dóra.
Sem fyrr segir hefjast tónleikarn-
ir kl. 12, en húsið verður opnað kl.
11.30 og er aðgangur ókeypis.
Ljósmynd/Áslaug Íris Friðjónsdóttir
Listakonur Antoníu Hevesi og Dóra Steinunn Ármannsdóttir.
„Geislandi óperusöngkona“
Dóra Steinunn Ármannsdóttir syngur dramatískar mezzóaríur í Hafnarborg
Segir röddina hafa blómstrað eftir barnsburð sem dró hana næstum til dauða
Hamilton eftir Lin-Manuel sópaði
að sér Olivier-verðlaunum þegar
þau voru veitt í London á sunnu-
dag. Frá þessu greinir BBC. Söng-
leikurinn hafði verið tilnefndur til
13 verðlauna og hlaut alls sjö, þar á
meðal sem besti söngleikurinn,
framúrskarandi afrek á sviði tón-
listar, fyrir lýsingu, hljóðhönnun og
kóreógrafíu auk þess sem Giles
Teresa og Michael Jibson voru
verðlaunaðir fyrir leik. Teresa fyr-
ir túlkun sína á Aaron Burr (helsta
andstæðingi Hamilton) og Michael
Jibson sem Georg þriðji Bretakon-
ungur, en hlutverkið krefst aðeins
átta mínútna viðveru á sviðinu.
Þar með jafnaði Hamilton metið
sem Matilda setti 2012 fyrir flest
verðlaun til handa söngleik. En
Hamilton tókst samt ekki að slá
metið sem Harry Potter and the
Cursed Child setti í fyrra þegar
uppfærslan vann níu verðlaun.
Hamilton, sem frumsýndur var á
Broadway í Bandaríkjunum 2015,
var settur upp á West End í Bret-
landi síðla árs 2017 og hlaut ein-
róma lof gagnrýnenda. Verkið
fjallar um Alexander Hamilton,
fyrsta fjármálaráðherra Bandaríkj-
anna og einn þeirra sem lögðu
grunn að sjálfstæðisyfirlýsingunni.
Giles Terera var að vonum
ánægður með gott gengi söngleiks-
ins. „Við tókum engu sem gefnu. En
ég er ánægður með að við hlutum
umbun,“ sagði Teresa og líkti Ha-
milton við stórkostlega söngleiki á
borð við West Side Story og Vesa-
lingana. Jamael Westman, sem fer
með hlutverk Hamilton, sagði söng-
leikinn hafa umbreytt skilningi
fólks á söngleikjum með því að
blanda saman tungutaki í anda
Shakespeare við hipp hopp og sam-
tímatónlist og telur að þessi blanda
útskýri vinsældir verksins.
Af öðrum vinningshöfum kvölds-
ins má nefna að söngleikurinn
Follies eftir Stephen Sondheim
(sem Bíó Paradís sýndi í upphafi
árs í samstarfi við NT Live) þótti
besta enduruppsetning á söngleik.
Ljósmynd/Matthew Murphy fyrir
Victoria Palace Theatre
Ekkert gefið Giles Teresa í hlut-
verkinu sem Aaron Burr í Hamilton.
Hamilton jafnaði met
með sjö Olivier-verðlaun