Morgunblaðið - 10.04.2018, Qupperneq 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2018
Um þessar mundir eru sex-tíu ár síðan Allt sundrast(Things Fall Apart),þessi merka og mikil-
væga skáldsaga nígeríska rithöfund-
arins Chinua Achebe (1930-2013)
kom fyrst á prent. Upphaf nútíma
skáldsagnaritunar í gjörvallri Afríku
er oft rakið til þessarar fyrstu skáld-
sögu Achebe, sem var 28 ára gamall
þegar hún kom á prent, en hún var
ein af fyrstu afrísku skáldsögunum
sem vöktu athygli á alþjóðavett-
vangi. Og hún hefur flogið víða, hef-
ur verið þýdd á fleiri tugi tungumála
og selst í yfir 20 milljónum eintaka;
þrátt fyrir að fjölmargir höfundar
innan álfunnar og
utan hafi síðan
tekist á við það
að lýsa nýlendu-
tímanum í Afríku
er Allt sundrast
enn ein áhrifa-
mesta lýsingin á
gríðarlegum um-
brotatímum í álf-
unni, seint á 19.
öld, þegar vest-
rænar þjóðir lögðu lönd og ættbálka
undir sig, kristnuðu, deildu og
drottnuðu, iðulega með hörmulegum
afleiðingum fyrir heimamenn, eins
og hér er fjallað um.
Sagan kom á prent aðeins ári eftir
að fyrsta Afríkulandið, Gana, öðl-
aðist sjálfstæði, og sjálfstæðishreyf-
ingar voru óðum að styrkjast í
mörgum öðrum, þar á meðal í Níger-
íu þar sem sagan gerist en landið
varð sjálfstætt tveimur árum síðar,
1960.
Sagan hverfist um öflugan stríðs-
mann og bónda, Okonkwo að nafni,
sem varð ungur kunnur glímukappi í
samfélagi Igbo-fólksins. Okonkwo
bjó ásamt þremur eiginkonum og
barnahópi í einu níu nágrannaþorpa
ættbálksins. Hann þurfti að berjast
til metorða og virðingar og óttaðist
ekkert meira en að sýna veiklyndi
eins og faðir hans hafði gert, veik-
lyndi sem hann fyrirleit, og gerði allt
hvað hann gat til að fylgja siðum
samfélagsins, hversu grimmir og
óréttlátir sem þeir kunnu að virðast.
Okonkwo er ímynd krafta og
styrks þar sem hann er kynntur til
sögu, svo minnir á Gunnar Hámund-
arson: „… hár og afar þrekvaxinn og
úfnar augabrúnirnar og breitt nefið
léðu honum alvörugefið yfirbragð.
Hann andaði þungt og sagt var að
þegar hann svaf gætu konur hans og
börn í húsunum fjær heyrt í honum
andardráttinn. Á göngu námu hælar
hans tæpast við jörðu og hann virtist
ganga á gormum eins og hann væri í
þann mund að stökkva á einhvern
Og það gerði hann reyndar iðulega.“
(17) En í næstu setningu kemur
fram að Okonkwo var ekki maður
orðsins, „stamaði ofurlítið og þegar
hann reiddist og kom orðunum ekki
nógu hratt út úr sér beitti hann
hnefunum“. Hnefarétturinn og lík-
amlegur styrkur dugði honum fram-
an af en ekki þegar heimur hans tók
að molna sundur.
Sögunni er skipt í þrjá hluta. Í
þeim fyrsta og lengsta er fjallað um
líf Okonkwos í hinu rótgróna ætt-
bálkasamfélagi, þar sem jafnvægi er
haldið með tilstilli boða og banna
sem öldungar samfélagsins sjá um
að framfylgja og margt er afar
grimmt og mismunnarlaust. Þetta
er harðneskjulegur karlaheimur þar
sem tvíburar eru bornir út og
Okonkwo þarf að myrða hálfgildings
fósturson sinn, til að viðhalda jafn-
vægi og fara eftir reglum. En þegar
hann deyðir fullgildan þorpsbúa tek-
ur heimur Okonkwos að breytast og
hann er dæmdur til sjö ára útlegðar
í þorpi móðurfjölskyldu sinnar.
Það er í útlegðnni, þar sem
Okonkwo þarf að vinna sig aftur til
virðingar, sem segja má að innrás sé
gerð í hið gamla ættbálkasamfélag
þegar fyrstu hvítu trúboðarnir
mæta. Og eru komnir til að vera –
með afdrifaríkum afleiðingum. Þeg-
ar Okonkwo má aftur snúa til heima-
þorpsins verður ekkert eins og var
og er gamli glímukappinn stolti einn
þeirra sem leiða vonlausa baráttu
gegn ofureflinu – sem einskonar
tákn hins gamla heims sem stendur
með hnefana eina að vopni gegn
hvíta ofríkinu.
Þriðju persónu frásögn Allt
sundrast er látlaus en afar grípandi
þar sem hún sígur seigfljótandi og
með sívaxandi þunga fram að óum-
flýjanlegum endalokunum.
Sögumaður sér í hug persónanna
og lýsir hugsunum þeirra og tilfinn-
ingum þar sem listavel er dregin
upp mynd af hinum gamla afríska
heimi sem má sín lítils gegn ofríkinu.
Elísu Björgu Þorsteinsdóttur
tekst vel að færa afrískan heiminn á
íslensku, heim sem er gerður enn
trúverðugri með notkun orða úr
máli Igbo-fólksins sem eru skýrð í
lista í bókarlok. Þá er fengur að eft-
irmála Maríu Ránar Guðjónsdóttur
þar sem sagt er frá höfundinum og
þessu merka bókmenntaverki sem
vert er að fagna að loksins sé hægt
að lesa á íslensku.
Frumkvöðull Rómuð frásögn Achebe er „grípandi þar sem hún sígur seig-
fljótandi og með sívaxandi þunga fram að óumflýjanlegum endalokunum“.
Þegar afrískir hnefar
dugðu ekki til varna
Skáldsaga
Allt sundrast bbbbb
Eftir Chinua Achebe.
Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýddi.
María Rán Guðjónsdóttir ritar eftirmála.
Angústúra, 2018. Kilja, 262 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
Bandaríski
djasspíanistinn
Cecil Taylor er
látinn, 89 ára að
aldri. Hann var
þekktur fyrir að
ögra þeim hefð-
um djasstónlist-
arinnar sem
hann ólst upp við
og varð einn
fremsti og frumlegasti spunameist-
ari sinnar kynslóðar á píanóið, og
var lítið gefinn fyrir málamiðlanir í
sinni list.
Taylor samdi mikið af tónlist,
leiddi eigin hljómsveitir og hljóðrit-
aði margar plötur. Hann kom
reglulega fram á djassklúbbum og
á hátíðum, þar til versnandi heilsa
neyddi hann á síðustu árum til að
rifa seglin.
Djasspíanlistinn
Cecil Taylor látinn
Cecil Taylor
Dómari við hæstarétt New York-
ríkis hefur úrskurðað að tveimur
teikningum eftir Egon Schiele
(1890-1918), einn dáðasta en jafn-
fram umdeildasta listamann Austur-
ríkis á síðustu öld, verði skilað til af-
komenda fyrrverandi eiganda,
austurrísks gyðings sem var myrtur
í Dachau-útrýmingarbúðum nasista
árið 1941. Lengi hefur verið tekist á
um eignarhald á teikningunum
tveimur, „Kona í svörtum slopp“
(1911) og „Kona felur andlit sitt“
(1912). Verkin voru upphaflega í
safni 449 listaverka þekkts kabar-
ettlistamanns af gyðingaætttum,
Fritz Grunbaum, og átti hann meðal
annars 81 verk eftir Schiele. Afkom-
endur hans hafa árum saman barist
fyrir því, innan réttarsala og utan,
að fá viðurkennt að nasistar hafi
stolið verkunum og að þeim verði
skilað.
Þetta er einn fyrsti úrskurður
bandarísks dómstóls sem er felldur á
grundvelli nýrra laga frá 2016, sem
eiga að auðvelda afkomendum gyð-
inga sem voru myrtir í útrýming-
arbúðum nasista að leita réttar síns
og endurheimta listaverk sem síðan
hafa mörg gengið kaupum og sölum.
Teikningarnar tvær eru í eigu
gallerista í London sem hyggst
áfrýja úrskurðinum.
Teikningum verði skilað
Dómsmál Önnur teikinganna eftir
Egon Schiele sem ber að skila.
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Mið 11/4 kl. 20:00 aukas. Mið 2/5 kl. 20:00 26. s Lau 19/5 kl. 20:00 37. s
Fim 12/4 kl. 20:00 aukas. Fim 3/5 kl. 20:00 27. s Mið 23/5 kl. 20:00 aukas.
Fös 13/4 kl. 20:00 aukas. Fös 4/5 kl. 20:00 28. s Fim 24/5 kl. 20:00 aukas.
Lau 14/4 kl. 20:00 8. s Lau 5/5 kl. 20:00 29. s Fös 25/5 kl. 20:00 38. s
Sun 15/4 kl. 20:00 9. s Sun 6/5 kl. 20:00 30. s Lau 26/5 kl. 20:00 39. s
Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Þri 8/5 kl. 20:00 31. s Sun 27/5 kl. 20:00 40. s
Fim 19/4 kl. 20:00 10. s Mið 9/5 kl. 20:00 32. s Mið 30/5 kl. 20:00 aukas.
Fös 20/4 kl. 20:00 11. s Fös 11/5 kl. 20:00 33. s Fim 31/5 kl. 20:00 41. s
Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Lau 12/5 kl. 16:00 34. s Fös 1/6 kl. 20:00 46. s
Sun 22/4 kl. 20:00 12. s Þri 15/5 kl. 20:00 aukas. Lau 2/6 kl. 20:00 47. s
Fim 26/4 kl. 20:00 13. s Fim 17/5 kl. 20:00 35. s
Lau 28/4 kl. 20:00 25. s Fös 18/5 kl. 20:00 36. s
Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa.
Elly (Stóra sviðið)
Fös 7/9 kl. 20:00 139. s Mið 12/9 kl. 20:00 141. s Sun 16/9 kl. 20:00 143. s
Sun 9/9 kl. 20:00 140. s Fim 13/9 kl. 20:00 142. s Lau 22/9 kl. 20:00 144. s
Sýningar haustið 2018 komnar í sölu.
Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið)
Þri 10/4 kl. 20:00 8 .s Sun 15/4 kl. 20:00 13. s Sun 22/4 kl. 20:00 19. s
Mið 11/4 kl. 20:00 9. s Mið 18/4 kl. 20:00 14. s Fim 26/4 kl. 20:00 20. s
Fim 12/4 kl. 20:00 10. s Fim 19/4 kl. 20:00 15. s Fös 27/4 kl. 20:00 21. s
Fös 13/4 kl. 20:00 11. s Fös 20/4 kl. 20:00 16. s
Lau 14/4 kl. 20:00 12. s Lau 21/4 kl. 20:00 18. s
Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis!
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Fös 13/4 kl. 20:30 Frums. Sun 22/4 kl. 20:30 6. s Fim 3/5 kl. 20:30 aukas.
Lau 14/4 kl. 20:30 2. s Mið 25/4 kl. 20:30 7. s Fös 4/5 kl. 20:30 12. s
Sun 15/4 kl. 20:30 3. s Fim 26/4 kl. 20:30 8. s Lau 5/5 kl. 20:30 13. s
Mið 18/4 kl. 20:30 aukas. Fös 27/4 kl. 20:30 aukas. Sun 6/5 kl. 20:30 14. s
Fim 19/4 kl. 20:30 4. s Lau 28/4 kl. 20:30 9. s Mið 9/5 kl. 20:30 15. s
Fös 20/4 kl. 20:30 5. s Sun 29/4 kl. 20:30 10. s Fim 10/5 kl. 20:30 aukas.
Lau 21/4 kl. 20:30 aukas. Mið 2/5 kl. 20:30 11. s Fös 11/5 kl. 20:30 16. s
Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi?
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Fim 12/4 kl. 19:30 Auka Lau 21/4 kl. 16:00 18.sýn Sun 13/5 kl. 19:30 29.sýn
Fös 13/4 kl. 19:30 15.sýn Sun 22/4 kl. 19:30 19.sýn Sun 27/5 kl. 19:30 30.sýn
Lau 14/4 kl. 19:30 16.sýn Sun 29/4 kl. 20:00 25.sýn Lau 2/6 kl. 19:30 31.sýn
Sun 15/4 kl. 19:30 Auka Lau 5/5 kl. 19:30 27.sýn Sun 3/6 kl. 19:30 32.sýn
Fös 20/4 kl. 19:30 17.sýn Sun 6/5 kl. 16:00 28.sýn Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Svartalogn (Stóra sviðið)
Fim 26/4 kl. 19:30 Fors Lau 28/4 kl. 19:30 2.sýn Fös 4/5 kl. 19:30 4.sýn
Fös 27/4 kl. 19:30 Frum Fim 3/5 kl. 19:30 3.sýn Fös 11/5 kl. 19:30 5.sýn
Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu
Stríð (Stóra sviðið)
Mið 16/5 kl. 19:30 Frums Fim 17/5 kl. 19:30 2.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 3.sýn
Ragnar og Kjartan hafa tvívegis skapað í sameiningu sviðsverk fyrir Volksbühne-l
Faðirinn (Kassinn)
Fös 13/4 kl. 19:30 32.sýn Fös 20/4 kl. 19:30 33.sýn Lau 21/4 kl. 19:30 34.sýn
Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk.
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 11/4 kl. 20:00 Mið 18/4 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Oddur og Siggi (Á flakki um landið)
Þri 10/4 kl. 11:00
kirkjub.klaustur
Mán 16/4 kl. 11:00 Selfoss Þri 24/4 kl. 11:00
Hveragerði
Mið 11/4 kl. 11:00 Höfn Þri 17/4 kl. 11:00 Selfoss Þri 15/5 kl. 11:00
Vestm.eyjar
Skemmtileg, sorgleg og hjartnæm sýning
Pörupiltar (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 26/4 kl. 10:00 Fös 27/4 kl. 11:30 Mið 2/5 kl. 10:00
Fim 26/4 kl. 11:30 Mán 30/4 kl. 10:00 Mið 2/5 kl. 11:30
Fös 27/4 kl. 10:00 Mán 30/4 kl. 11:30
Hlátur og skemmtun í bland við eldfimt efni
Barnamenningarhátið (Þjóðleikhúsið)
Fös 20/4 kl. 10:00 Ég get Lau 21/4 kl. 13:00 Pétur og
úlfurinn
Sun 22/4 kl. 13:00 Oddur og
Siggi
Fös 20/4 kl. 10:00 Pétur og
úlfurinn
Lau 21/4 kl. 13:00 Ég get Sun 22/4 kl. 15:00 Oddur og
Siggi
Lau 21/4 kl. 10:00 Pétur og
úlfurinn
Lau 21/4 kl. 15:00 Ég get
Barnamenningarhátíð 2018
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VANTAR ÞIG
PÍPARA?