Morgunblaðið - 11.04.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.04.2018, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 1. A P R Í L 2 0 1 8 Stofnað 1913  84. tölublað  106. árgangur  SÆNSKA AKADEMÍAN Í DJÚPRI KRÍSU HLAKKAR TIL AÐ FARA MEÐ LIÐ KÍNA Á HM ERUM ÖLL MEÐ INNRI MÁTT TIL AÐ SKAPA KVENNABOLTINN ÍÞRÓTTIR GEGGA Á SAGNAKAFFI 12GRÍPUR KÓNGUR INN Í? 30 Ekki einasta syngur tónlistarmaðurinn Kristján Kristjánsson, KK, sjómannalög heldur er hann rétt að ljúka námi við Tækniskólann og fær í vor skipstjórapróf gangi allt upp. Til slíks þarf svonefnd BS-réttindi en þau gefa heimild til að stýra allt að 45 metra löngum skipum, svo sem farþegabátum, flestum fiskiskipum og minni togurum. „Ég tók pungaprófið svonefnda fyrir mörg- um árum og hef lengi átt lítið færeyskt trillu- horn, Æðruleysið, sem ég hef stundum gert út á strandveiðarnar á sumrin. Mér hefur fundist þetta skemmtilegt enda held ég að sjómanns- blóð sé í æðum allra Íslendinga,“ segir KK sem byrjaði haustið 2016 í skipstjórnarnáminu og stefndi þá á réttindi á 24 metra löng skip. Þeg- ar í ljós kom að ekki þurfti að bæta við nema fáeinum fögum og námseiningum til að fá rétt- indi á 45 metra skip var sjálfsagt að stíga skrefið til fulls. Skipstjórnarnám er fjölbreytt og nemend- urnir hafa margir reynslu af sjónum og kunna að stíga ölduna. „Sumir eru gamlir sjóhundar en síðan er einn fimmtán ára strákur í hópnum. Þetta er frábær félagsskapur,“ segir KK. Bætir við að sumar námsgreinar séu nokkuð krefj- andi, svo sem siglingafræðin og stöðugleiki skipa. Góðum kennurum hafi hins vegar tekist að gera námið auðskilið og áhugavert, sama hver greinin sé. Sjómannalögin blítt og létt „Ef stemningin í skólanum er góð er auðveld- ara að muna það sem þarf og læra aðferðir og formúlur. Allt nám gengur út á slíkt,“ segir KK, sem er elstur skipstjórnarnemanna, 62 ára. Sjálf- ur segist hann ekki stefna á að munstra sig sem skipstjóri enda með mörg önnur járn í eldinum. Megi þar nefna umsjón með útvarpsþáttum á Rás 1 og spilamennsku á ýmsum mannamótum hvar ætla má að íslensk sjómannalög muni óma, bæði blítt og létt. sbs@mbl.is Söngvari útskrifast sem skipstjóri Morgunblaðið/Árni Sæberg Sjómaður KK við trilluhornið Æðruleysi í Snarfarahöfn við Elliðavog í Reykjavík í gær. Hafið bláa hafið hugann dregur gæti skipstjórinn sungið.  Þrjátíu læknar báru ábyrgð á 64% allra samþykktra lyfja- skírteina fyrir metýlfenídatlyf á borð við rítalín og concerta á ný- liðnu ári. Alls fengu 6.965 ein- staklingar lyfjaskírteini fyrir slík- um lyfjum og voru umsóknirnar samþykktar af 357 læknum. Einn barna- og unglingageðlæknir var með samþykki fyrir 365 umsóknum en það er um 5,2% þeirra sem fengu umrædd skírteini. »6 30 læknar með 64% lyfjaskírteina Íslenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu stendur áfram vel að vígi í undankeppni heimsmeistaramóts- ins eftir öruggan sigur á Færey- ingum, 5:0, í Þórshöfn í gær. Það tók þó langan tíma að brjóta varn- arleik færeyska liðsins á bak aftur. Ísland er komið með 13 stig eftir fimm leiki og er í harðri baráttu við Þjóðverja um efsta sætið og keppn- isréttinn á HM. Þýskaland er með 15 stig en hefur leikið sex leiki og þjóðirnar mætast á Laugardalsvell- inum í haust. Sara Björk Gunnars- dóttir fyrirliði, sem hér fyrir ofan er í hörðum slag við tvo Færeyinga, er orðin næstleikjahæsta landsliðs- kona Íslands frá upphafi. » Íþróttir Fimm mörk gegn Fær- eyingum Ljósmynd/Sverri Egholm HM Lið Íslands stendur vel að vígi í undankeppninni sem nú stendur yfir. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Tekjur leigusala í gegnum Airbnb- íbúðir á Íslandi námu 19,4 millj- örðum króna á síðasta ári. Tekjurnar jukust um 109% frá fyrra ári. Tekju- hæsti Airbnb-leigusali landsins velti 230 milljónum króna í fyrra og var með 46 rými í útleigu. Tíu tekju- hæstu leigusalarnir veltu alls 1,3 milljörðum króna árið 2017. Þetta kemur fram í skýrslu Íslandsbanka, Íslenskri ferðaþjónustu, sem kynnt verður í dag. Samkvæmt skýrslunni nær Airbnb-útleiga nú til tæps þriðjungs af markaði með gistirými hér á landi. Þegar gistinóttum á Airbnb er bætt við skráðar gistinætur kemur í ljós að hótelin eru með 37% markaðs- hlutdeild, 4,3 milljónir gistinótta, en Airbnb er með 27% hlutdeild, 3,2 milljónir gistinótta. Gistiheimili dekka svo 12% markaðarins. Gistinóttum fjölgaði um 2,1 millj- ón í fyrra. Nemur það um 24% fjölg- un frá árinu 2016. „Vöxtur Airbnb hefur verið margfalt hraðari en vöxt- ur annars konar gistiþjónustu und- anfarin ár. Fyrir vikið hefur hagur skráðrar gistiþjónustu á Íslandi ekki vænkast í samræmi við þá miklu fjölgun ferðamanna sem átt hefur Airbnb nálgast hótelin  Tekjur leigusala frá Airbnb jukust um 109% milli ára og námu 20 milljörðum króna í fyrra  Tíu tekjuhæstu leigusalar landsins veltu 1,3 milljörðum króna Mikil aukning » Vöxtur Airbnb hefur verið margfalt hraðari en vöxtur annars konar gistiþjónustu undanfarin ár. » Á árinu 2017 voru um 3,2 milljónir gistinótta seldar í gegnum Airbnb. Er það tvö- földun frá fyrra ári og tæplega sjöföldun frá 2015. » Mikil aukning á landsbyggð- inni. MMinna fjárfest í hótelum »16 sér stað undanfarið. Hefur fjölgunin þess í stað að mestu drifið áfram vöxt deilihagkerfisins,“ segir í skýrslunni. Liðin er sú tíð að Airbnb- starfsemi sé fyrst og fremst í Reykjavík. Umfang deilihagkerf- isins hefur vaxið mun hraðar á lands- byggðinni en á höfuðborgarsvæðinu á síðastliðnum tveimur árum. Á árinu 2015 seldust 18 þúsund gisti- nætur á landsbyggðinni en 1,3 millj- ónir á árinu 2017. Seldar gistinætur á landsbyggðinni voru því 73 sinnum fleiri á árinu 2017 en á árinu 2015.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.