Morgunblaðið - 11.04.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2018
Gildi–lífeyrissjóður
Ársfundur 2018
Dagskrá fundarins
Venjuleg ársfundarstörf.
Tillögur til breytinga á samþykktum.
Önnur mál, löglega upp borin.
Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum með málfrelsi og tillögurétti.
Sérstakt fulltrúaráð, að jöfnu skipað fulltrúum stéttarfélaga og samtaka
atvinnurekenda sem að sjóðnum standa, fer með atkvæði á ársfundinum.
Tillögur til ályktunar sem taka á fyrir á ársfundi þurfa að berast stjórn sjóðsins
eigi síðar en viku fyrir ársfund.
Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs.
1.
2.
3.
Grand hótel Reykjavík, fimmtudaginn 12. apríl kl. 17.00
www.gildi.is
Með atburðum síðustu dagavirtist Assad augnlæknir og
harðstjóri í Sýrlandi hafa geirneglt
stöðu sína sem ófor-
betranlegt illmenni.
En Páll Vil-hjálmsson sér
óvæntan vinkil á
málinu sem ber hæst
á himni alþjóða-
stjórnmála um þess-
ar mundir:
Vestræn velvildgerði Assad
Sýrlandsforseta að
glæpamanni gegn
mannkyni þegar
hann var hvorki betri né verri en
leiðtogavinir vestrænna ríkja í
Tyrklandi, Sádí-Arabíu og Kína.
Eftir að búið var að útmála Ass-ad sem glæpamann studdu
Vesturlönd ýmsa hópa uppreisnar-
manna með vopnum og fégjöfum.
Borgarastríðið í Sýrlandi erkomið á áttunda ár.
Í Guardian segir Simon Jenkinsað eina vonin til að binda enda á
blóðsúthellingar sé að Assad fari
með sigur af hólmi.
Jenkins klykkir út með þessumorðum: Vesturlönd verða að
láta af þeim leiða vana að ætla sér
að stjórna heiminum.
Assad forseti er ábyggilega ekkibesti vinur barnanna.
Stjórnmálamenn eru það sjaldn-ast.
Sum varmenni þarf einfaldlegaað umbera þar sem aðrir kostir
eru verri.“
Páll
Vilhjálmsson
Er önnur hlið til?
STAKSTEINAR
Bashar al-Assad
Veður víða um heim 10.4., kl. 18.00
Reykjavík 7 skúrir
Bolungarvík 8 skýjað
Akureyri 7 léttskýjað
Nuuk -1 skýjað
Þórshöfn 7 alskýjað
Ósló 9 heiðskírt
Kaupmannahöfn 10 heiðskírt
Stokkhólmur 5 heiðskírt
Helsinki 7 heiðskírt
Lúxemborg 11 rigning
Brussel 18 rigning
Dublin 7 súld
Glasgow 6 rigning
London 12 skúrir
París 15 léttskýjað
Amsterdam 15 þoka
Hamborg 9 heiðskírt
Berlín 24 heiðskírt
Vín 17 skýjað
Moskva 15 skúrir
Algarve 15 léttskýjað
Madríd 7 rigning
Barcelona 14 léttskýjað
Mallorca 16 skýjað
Róm 16 heiðskírt
Aþena 18 heiðskírt
Winnipeg -1 snjókoma
Montreal 1 snjókoma
New York 6 alskýjað
Chicago 3 léttskýjað
Orlando 21 þrumuveður
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
11. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:10 20:49
ÍSAFJÖRÐUR 6:07 21:01
SIGLUFJÖRÐUR 5:50 20:45
DJÚPIVOGUR 5:37 20:20
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Sigrún Birgisdóttir, fram-
kvæmdastjóri Einhverfusamtak-
anna, segir að samtökin hafi aldrei
tekið þátt í átakinu Bláum apríl því
að þau tengi litinn við bandarísku
samtökin Autism speaks. Þau sam-
tök eru með herferðina „Light it up
blue“ á alþjóðavísu en hafa verið
gagnrýnd fyrir viðhorf sitt til ein-
hverfra á síðustu árum. „Við erum
ekki að gagnrýna starfsemi Blás
apríls, þau eru með mjög flott starf,
halda flott námskeið og hafa gert
frábær myndbönd og það er allt
gott um það að segja. En innan okk-
ar samtaka er töluverður hópur af
fullorðnu einhverfu fólki sem teng-
ir bláa litinn við Autism speaks.
Þegar Blár apríl var stofnaður á
sínum tíma á Íslandi, fólst fyrsta
herferðin sem þau fóru í á alþjóð-
legum degi einhverfra, í því að
biðja fyrirtæki um að lýsa sig upp í
bláum lit,“ segir Sigrún en slíkt er
hluti af átaki Autism speaks á er-
lendri grundu. Ragnhildur Ágústs-
dóttir, formaður Blás apríls, segir
að engin tenging sé á milli Blás apr-
íls hérlendis og samtakanna Autism
speaks.
Samtökin Autism speaks hafa
bæði verið gangrýnd fyrir orðalag
og rannsóknir sínar tengdar ein-
hverfu. Þau hafa m.a. talað um ein-
hverfu sem vandamál sem þurfi að
leysa. „Umræðan hjá þessum sam-
tökum var lengi vel á mjög nei-
kvæðum nótum, þetta var vanda-
mál og fólk þjáðist. En sem betur
fer tóku þau ýmist svona orðalag úr
sinni stefnuskrá 2016, en það eru
bara tvö ár síðan og ég held að það
séu fáir fullorðnir með einhverfu til
í að stökkva á vagninn með þeim
enn sem komið er,“ segir Sigrún.
„Við getum ekki tekið þátt í her-
ferðum þar sem blái liturinn er not-
aður ef það meiðir okkar félags-
menn, þetta er bara svo einfalt. Við
erum í samstarfi við einhverfu-
samtök á Norðurlöndunum á
hverju ári og þau eru heldur ekki
að nota þennan lit, út af þessari
tengingu sem fólk vill meina að sé
við Autism speaks. Okkur finnst
það mjög leiðinlegt en þetta er
staðan,“ segir Sigrún sem áréttar
að lokum að samtökin tengist ekki
en að með því sé hún ekki á neinn
hátt að gagnrýna Bláan apríl.
Liturinn fælir Einhverfusamtökin frá
Ljósmynd/Wikimedia commons
Blár Hvíta húsið var lýst upp í
bláum lit á degi einhverfra í fyrra.
Einhverfusamtökin taka ekki þátt í Bláum apríl Tengja bláa litinn við sam-
tökin Autism speaks Samtökin og átakið Blár apríl á Íslandi eru ekki tengd
Skástæðin
senn aflögð
Öllum skábílastæðum við Lauga-
veg, milli Barónsstígs og Frakka-
stígs, verður breytt í samsíða stæði
með sama hætti og gert hefur verið
við tvö stæði fyrir fatlaða við
Laugaveg 77. Þetta var samþykkt í
borgarráði. Skástæðin eru 29 tals-
ins og gert er ráð fyrir að samsíða
bílastæðin eftir breytingu verði á
bilinu 18-22 talsins.
Fram kemur í greinargerð Ólafs
Ingibergssonar, sérfræðings hjá
umhverfis- og skipulagssviði
Reykjavíkur, að skástæðin þrengi
mjög að umferð gangandi og hjól-
andi vegfarenda um gangstétt-
arnar. Fjöldi gangandi og hjólandi
vegfarenda hefur aukist mikið á
svæðinu undanfarin ár, ekki síst
vegna fjölgunar erlendra ferða-
manna.
„Skástæðin skapa auk þess
hættu fyrir gangandi vegfarendur
þegar bílum er lagt svo innarlega í
stæðin að fótgangandi vegfarendur
geta ekki mæst á gangstéttinni og
neyðast til að fara út á akbraut-
ina,“ segir í greinargerð Ólafs.
sisi@mbl.is