Morgunblaðið - 11.04.2018, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2018
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Hreinn Haraldsson lætur af emb-
ætti vegamálastjóra 30. júní næst-
komandi eftir að hafa gegnt því í
rúm 10 ár. Jafnframt verða þau
tímamót að þetta 100 ára gamla
embættisheiti verður aflagt. Það
mun framvegis heita embætti for-
stjóra Vegagerðarinnar og hefur
samgönguráðherra auglýst það laust
til umsóknar. Umsóknarfrestur er
til 23. apríl n.k.
Mörg kunn embættisheiti frá fyrri
tíð hafa verið aflögð. Má þar nefna
siglingamálastjóri, vitamálastjóri,
veðurstofustjóri, verðlagsstjóri,
fiskimálastjóri, skipaskoðunarstjóri
og póst- og símamálastjóri. Enn er
notast við nokkur slík embættisheiti,
t.d. landlæknir, orkumálastjóri og
fiskistofustjóri.
Fékk að halda heitinu
Hreinn Haraldsson verður 69 ára
í júní n.k. Hann lauk doktorsnámi í
jarðfræði frá Háskólanum í Upp-
sölum í Svíþjóð, með áherslu á
mannvirkjajarðfræði og jarðverk-
fræði. Hreinn kom til starfa hjá
Vegagerðinni árið 1981 og gegndi
starfi framkvæmdastjóra þróun-
arsviðs þegar hann var settur vega-
málastjóri 1. maí 2008. Hann fékk
síðast skipun til fimm ára 1. júlí 2013
og rennur hún út í lok júní n.k.
Eftir sameiningu Vegagerð-
arinnar við hluta Siglingastofnunar
1. júlí 2013 breyttist heitið í forstjóra
Vegagerðarinnar. Af því að Hreinn
hafði þá setið í embætti vega-
málastjóra í rúm fimm ár fékk hann
leyfi til að nota heitið vegamálastjóri
áfram út sinn starfstíma.
Fram kemur á vef Vegagerðar-
innar að árið 1893 var ráðinn til
starfa fyrsti verkfræðingur landsins.
Það stöðuheiti varð síðar að embætti
landsverkfræðings. Fyrsti lands-
verkfræðingurinn var Sigurður
Thoroddsen en hann varð jafnframt
fyrsti Íslendingurinn til að ljúka
prófi í verkfræði. Sigurður gegndi
embætti til 1904 en tók þá við starfi
kennara við Lærða skólann í
Reykjavík. Tveir aðrir gegndu emb-
ætti landsverkfræðings, þeir Jón
Þorláksson og Thorvald Krabbe.
Í upphafi árs 1918 var embætti
landsverkfræðings skipt í tvo hluta,
embætti vegamálastjóra (Geir G.
Zoëga) og vitamálastjóra (Thorvald
Krabbe) en frá þeim þróuðust stofn-
anirnar Vegagerð ríkisins og Vita-
og hafnamálaskrifstofan. Vegagerð
ríkisins heitir nú samkvæmt vega-
lögum Vegagerðin.
Hreinn Haraldsson er aðeins
sjötti einstaklingurinn sem gegnt
hefur embætti vegamálastjóra síð-
ustu 100 árin. Fyrsti vegamálastjór-
inn, Geir G. Zoëga, gegndi embætt-
inu í tæp 40 ár.
100 ára embættis-
heiti lagt niður
Vegamálastjóri lætur af störfum Forstjóri tekur við
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Borðaklipping Hreinn hefur klippt á marga borðana s.l. 10 ár. Hér er hann
ásamt Kristjáni L. Möller ráðherra á Mjóafjarðarbrú í Ísafjarðardjúpi 2009.
VW TOUAREG R-LINE PANORAMA
Dísel, sjálfskiptur, mjög vel útbúin, sjón er sögu ríkari.
Verð 9.980.000.
Rnr. 247928.
DACIA DUSTER
Dísel, sjálfskiptur, leiðsögukerfi, bakkmyndavél ofl.
Okkar verð 2.990.000.-
Rnr. 247978.
NÝ
R B
ÍLL
!
NÝ
R B
ÍLL
!
562 1717
Kletthálsi 2 - bilalif@bilalif.is
bilalif.is
Eigum mikið úrval af nýjum og nýlegum bílum á staðnum
Þvottadagar WW70vottavélKG. 1400 SN.
co Bubble
olalaus mótor.
erð nú 59.900,-
V70M
urrkari A++
KG. barkarlaus
urrkari.
armadæla í stað
ments.
erð nú 76.900,-
TM
59.90
0,-
URRKARI
6DBM720G
ekur 7 kg af þvotti.
ður: 99.900,-
Nú: ,-
160
15%
ÞVottAVél
L6FBE720I
Tekur 7 kg af þ i.
1200 snú
gsa ottak
Ísl k n nd .
V áðu 9. ,-
914913404
15%
Lágmúla 8 - Sími 530 2800Umboðsmenn um allt land - Ormsson.is
loKAð lAU
gARDAg
vegna ársh
átíðarferða
r
Sæmundur
Helgason, grunn-
skólakennari og
formaður bæj-
arráðs Sveitarfé-
lagsins Horna-
fjarðar, er áfram
efstur á E-lista 3.
framboðsins í
Hornafirði fyrir
komandi sveit-
arstjórnarkosningar. E-listi hefur
skipað meirihluta bæjarstjórnar
ásamt sjálfstæðismönnum. Sigrún
Sigurgeirsdóttir landvörður er í
öðru sæti og Hjálmar Jens Sigurðs-
son, sjúkraþjálfari og varabæjar-
fulltrúi, er í þriðja sæti. Sjö konur
og sjö karlar skipa listann.
Sæmundur fer aftur
fyrir 3. framboðinu
Sæmundur
Helgason
Íslenska þjóðfylk-
ingin hefur til-
kynnt framboð
fyrir borgar-
stjórnarkosn-
ingar í næsta
mánuði. Guð-
mundur Karl Þor-
leifsson, formað-
ur flokksins,
skipar efsta sætið,
í öðru sæti er Hjördís Bech Ásgeirs-
dóttir félagsliði og Jens. G. Jensson
skipstjóri skipar þriðja sætið.
Í fréttatilkynningu segir að eitt
helsta áherslumálið verði að draga
til baka lóð undir mosku og allar
leyfisveitingar vegna viðbyggingar á
bænahúsi múslima í Öskjuhlíð.
Íslenska þjóðfylk-
ingin býður sig fram
Guðmundur Karl
Þorleifsson
Bæjarfulltrú-
arnir Stefán Bogi
Sveinsson og
Gunnhildur Ingv-
arsdóttir skipa
tvö efstu sæti
Framsóknar-
flokksins fyrir
kosningarnar á
Fljótsdalshéraði í
vor, en listinn var
samþykktur nýverið. Þriðja sætið
skipar Guðfinna Harpa Árnadóttir,
bóndi, ráðunautur og formaður Fé-
lags sauðfjárbænda á Héraði og
Fjörðum, og í fjórða sæti er Aðal-
heiður Björt Unnarsdóttir, búfræð-
ingur og varabæjarfulltrúi. Listann
skipa átta konur og tíu karlar.
Stefán efstur hjá
Framsókn á Héraði
Stefán Bogi
Sveinsson
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VANTAR ÞIG
PÍPARA?