Morgunblaðið - 11.04.2018, Síða 16

Morgunblaðið - 11.04.2018, Síða 16
238 umsóknir bárust í Startup Reykjavik-ný- sköpunarhrað- alinn, en um- sóknarfresti lauk 8. apríl sl. Þetta er 70% aukning frá 2017 að því er segir í tilkynn- ingu Arion banka. Tíu fyrirtæki verða valin til þátttöku ekki seinna en fyrstu vikuna í maí. „Að þessu sinni verða því einungis 4% þeirra fyrirtækja sem sóttu um valin til þátttöku,“ segir í tilkynningunni. Einnig kemur fram að erlendar umsóknir hafi aldrei verið fleiri en nú og er hlutfall innlendra og er- lendra umsókna jafnt í fyrsta sinn. 70% fleiri sækja um  238 umsóknir í Startup Reykjavík Nýtt Jurt Hydropon- ics var með 2016. 16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2018 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Áætlað er að fjárfesting í hótelum á höf- uðborgarsvæðinu á næstu árum verði minni en verið hefur. Það er í takt við hægari fjölgun ferðamanna. Greining Íslandsbanka áætlar að fjárfestingin muni nema að meðaltali 12 milljörðum á ári á árunum 2018-2021. Til saman- burðar var áætluð fjárfesting hótela um 16 milljarðar króna árið 2016. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslands- banka sem ber heitið Íslensk ferðaþjón- usta og fjallað verður um á morgun- verðarfundi bankans í samstarfi við Íslenska ferðaklasann í Perlunni í dag. Bæði verð og nýting hótela er hæst í Reykjavík borið saman við hin norrænu ríkin. Skýrsluhöfundar segja að það bendi til þarfar á auknu framboði til að auka samkeppni á hótelmarkaðinum og dempa um leið verðþrýsting. Fjárfest fyrir 73 milljarða Fram kemur í skýrslunni að áætlað sé að fjárfesting ferðaþjónustufyrir- tækja árið 2016 hafi numið 73 milljörð- um króna sem sé 19% aukning milli ára. Vegur framlag flugfélaga þar langmest en það var um 27 milljarðar króna, hót- el fjárfestu fyrir 16 milljarða og bíla- leigur fyrir 11 milljarða. Samanlagt hef- ur fjárfesting þessara þriggja starfsgeira verið um 80% af fjárfest- ingu greinarinnar í heild frá 2011. Á árinu 2016 námu rekstrartekjur ferðaþjónustunnar, litið til fyrirtækja sem höfða fyrst og fremst til erlendra ferðamanna, 385 milljörðum króna, samkvæmt samantekt Creditinfo fyrir Íslandsbanka. Þar af voru rekstrar- tekjur tíu stærstu fyrirtækjanna 208 milljarðar króna eða sem nemur 54% af heildarrekstrartekjum greinarinnar. Flugfélögin Icelandair og Wow air eru langstærstu fyrirtækin í íslenskri ferðaþjónustu með samanlagðar rekstrartekjur upp á 147 milljarða króna eða um 38% allra rekstrartekna greinarinnar á árinu 2016. Skýrsluhöf- undar segja því að ferðaþjónustan hér- lendis einkennist af fáum afar stórum fyrirtækjum og mörgum litlum, en um 93% fyrirtækjanna skiluðu einungis um 19% af heildarrekstrartekjum greinar- innar. Minni félög braggast Gagnlegt getur verið að skoða mið- gildi ákveðinnar rekstrarstærðar því rekstrarstærðir íslenskrar ferðaþjón- ustu litast talsvert af þeim fyrirtækjum sem eru stærri, segir í skýrslunni. Mið- gildi rekstrarhagnaðar fyrir fjár- magnsliði og afskriftir (EBITDA) hef- ur rúmlega fjórfaldast frá árinu 2011 hjá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækj- um til ársins 2016. Þegar miðgildið er svo skoðað eftir stærðarflokkum sést að það hefur hækkað hlutfallslega mest hjá litlum fyrirtækjum. Þetta bendir til þess að rekstrarhagnaður lít- illa félaga í ferðaþjónustu hafi vaxið hlutfallslega umfram hagnað þeirra sem stærri eru. „Hefur því mestur ár- angur náðst á þennan mælikvarða hjá litlum félögum í greininni,“ segir í skýrslunni. Að því er fram kemur í Íslenskri ferðaþjónustu hefur framleiðni vinnu- afls í ferðaþjónustu aukist. Árið 2017 hafi um 81 ferðamaður verið á hvern starfsmann í ferðaþjónustu en til sam- anburðar voru þeir 38 á hvern starfs- mann árið 2010. Fjöldi ferðamanna á hvern starfsmann hefur því meira en tvöfaldast frá upphafi áratugarins. Samkvæmt mælingum Hagstofu jókst framleiðni vinnuafls í rekstri, gisti- stöðu og veitingarekstri um 44% á ár- unum 2008-2016, næstmest allra at- vinnugreina. Minna fjárfest í hótelum  Íslandsbanki spáir því að það dragi úr fjárfestingum í hótelum á næstu fjórum árum í takt við hægari fjölgun ferðamanna  Icelandair og WOW langstærst Ísland dýrast » Tölur frá OECD benda til þess að Ísland sé dýrasti áfangastaður heims um þessar mundir, segir í skýrslu Íslands- banka. » Þannig er verðlag hér 11% hærra en í Sviss og 28% hærra en annars staðar á Norður- löndum að meðaltali. » Verðlagið er 1,5 til tvisvar sinnum hærra en á vinsælustu áfangastöðum heims. Fjárfesting í hótelum á höfuðborgarsvæðinu Áætluð fjárfesting 2018-2021 Áætluð fjölgun herbergja 400 300 200 100 0 15 10 5 0 2018 2019 2020 2021 2018 2019 2020 2021 8,3 14,8 12,6 7,9 381 547 453 328 ma. kr. herbergi Heimild: Greining Íslandsbanka, Íslensk ferðaþjónusta apríl 2018 um iðnfyrirtækjum að tæknilausn- um í sjávarútvegi. Samstarf okkar við Völku er nýjasta birtingarmynd þessarar stefnu Samherja og ég er mjög ánægður með útkomuna,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í tilkynning- unni. Gestur Geirsson, framkvæmda- stjóri landvinnslu Samherja, segir að með kaupunum séu stór skref stigin inn í framtíðina. Í tilkynningunni segir að með nýju skurðartækninni náist mjög mikill sveigjanleiki og nákvæmni í bitaskurði, sem uppfylli vel kröfur markaðarins. „Aukið hlutfall fer í verðmætustu afurðirnar því skurð- arvélin tryggir að hámarks- verðmæti fáist fyrir sérhvert flak. Beingarður er um 1-4 prósentustig- um minni en í handskurði og mark- miðið er að hann verði enn minni í nýrri skurðarvél með tvöfaldri röntgenvél sem mælir hallann á beinunum mjög nákvæmlega og sker samkvæmt því.“ Þá tryggi nýjar tvöfaldar rönt- genvélar enn betur en áður bein- lausar afurðir. tobj@mbl.is Samherji hefur fest kaup á vinnslu- kerfi frá íslenska hátæknifyrirtæk- inu Völku fyrir 2,5 milljarða króna. Í tilkynningu frá Samherja segir að kerfið verði það fullkomnasta sem þekkist í heiminum. Tækin verða sett upp í vinnslu- húsum félagsins á Akureyri og Dal- vík. Um er að ræða sex nýjar vatns- skurðarvélar, þrjá ferskfiskflokk- ara, þrjá flokkara fyrir frosna bita og tengdan búnað frá Völku í bæði vinnsluhús félagsins. „Stefna Sam- herja er að vinna náið með íslensk- Kaupa 2,5 milljarða kerfi frá Völku  Fullkomnasta vinnslukerfi í heimi Nákvæmt Skurðartæknin tryggir hámarksverðmæti fyrir flökin. ● VÍS sendi frá sér jákvæða afkomu- viðvörun eftir lokun markaða í gær. Drög að árshlutauppgjöri sýna að hagnaður á fyrsta ársfjórðungi fyrir skatta er um 930 milljónir króna en afkomuspá félagsins gerði ráð fyrir hagnaði upp á 276 milljónir króna. Ávöxtun skráðra fjárfestingaeigna fé- lagsins reyndist hagstæðari um sem nemur 350 milljónum króna umfram afkomuspá og afkoma af vátrygg- ingarekstri var umfram væntingar sem nemur 300 milljónum króna. Góður árangur af vátryggingarekstri á fyrsta ársfjórðungi gerir það jafnframt að verkum að ekki gerist þörf á að uppfæra spá félagsins um samsett hlutfall fyrir árið þrátt fyrir tjón sem félagið ber vegna brunans sem varð í Miðhrauni 4 í síðustu viku. VÍS sendir frá sér já- kvæða afkomuviðvörun 11. apríl 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 98.23 98.69 98.46 Sterlingspund 139.08 139.76 139.42 Kanadadalur 77.43 77.89 77.66 Dönsk króna 16.243 16.339 16.291 Norsk króna 12.551 12.625 12.588 Sænsk króna 11.755 11.823 11.789 Svissn. franki 102.68 103.26 102.97 Japanskt jen 0.9168 0.9222 0.9195 SDR 142.68 143.54 143.11 Evra 120.98 121.66 121.32 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 147.0825 Hrávöruverð Gull 1328.5 ($/únsa) Ál 2112.0 ($/tonn) LME Hráolía 67.1 ($/fatið) Brent ● Rekstrarafgangur fyrir A- og B-hluta Hafnarfjarðarkaupstaðar nam 1.326 milljónum króna árið 2017 samkvæmt frétt frá bænum. Veltufé frá rekstri var 3.646 milljónir króna, sem samsvarar 14,4% af heildartekjum. Góð afkoma leiddi til þess að sveitar- félagið tók engin lán á árinu 2017, ann- að árið í röð. Langtímaskuldir voru greiddar niður um 300 milljónir króna umfram gjaldfallnar afborganir á árinu. Skuldaviðmið er komið niður í 135% og skuldahlutfall í 159% fyrir A- og B-hluta. Hafnarfjörður með 1,3 milljarða afgang STUTT Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.