Morgunblaðið - 11.04.2018, Page 18

Morgunblaðið - 11.04.2018, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Eins og framhefur kom-ið í Morg- unblaðinu heldur Reykjavíkurborg áfram að dreifa skolpi í fjörur borgarinnar. Borgin stóð fyrir ótrúlega mikilli mengun af þessu tagi í fyrra sem varaði lengi án þess að tekið væri í taumana. Borgarstjóri leit svo á að hann bæri enga ábyrgð á málinu heldur væri ábyrgðin með einhverjum óljósum hætti kerfisins. Að þessu sinni er það sjálf- sagt líka bara nafnlaust kerfið sem ber ábyrgðina og raunar hefur borgarstjóri lýst því yfir að hann sé ánægður með við- brögð kerfisins að þessu sinni. En skipulag kerfisins brást víst í fyrra þrátt fyrir alla mið- lægu stjórnsýsluna og skolpið endaði í fjörunni þar sem for- eldrar hafa talið óhætt og jafn- vel æskilegt að leyfa börnum að leika sér. Nú er fjara Reykjavíkur aft- ur útötuð í skolpi og hvað skyldu yfirvöld þá bjóða upp á? Jú, viðbrögðin eru þau – þegar borgaryfirvöld átta sig loks á sóðaskapnum – að bjóða borg- arbúum að koma niður í fjöru á sunnudagseftirmiðdegi til að tína skolprusl úr þaranum! Núverandi borgaryfirvöld hafa lengi háð botnbaráttuna þegar kemur að þjónustu við íbúana. Um það bera þjón- ustukannanir glöggt vitni, kannanir sem borgaryfirvöld eru hætt að vilja kaupa því að nið- urstöðurnar henta ekki þeirri glans- mynd sem reynt er að draga upp. En aðrir kaupa kannanirnar og þær eru gerð- ar og sýna til að mynda að Reykjavík vermir botnsætið af öryggi þegar kemur að ánægju íbúa með þjónustu grunnskóla sveitarfélagsins. Hið sama er að segja um þjónustu leikskól- anna, þar er Reykjavík einnig í neðsta sæti og vantar mikið upp á að lyfta sér upp úr því sæti. Þegar kemur að þjónustu við fatlaða er hið sama upp á ten- ingnum, þjónustan er lang- verst í Reykjavík. Og Reykja- víkurborg undanskilur ekki aldraða þegar kemur að þjón- ustuleysinu, þeir mælast með langlökustu þjónustuna í Reykjavík af nítján stærstu sveitarfélögum landsins. Skolp í fjörum borgarinnar og ósk um að íbúarnir fari með poka niður í fjöru til að bæta fyrir sinnuleysi borgaryf- irvalda er þess vegna engin undantekning. Og þó að borg- arstjóri sé sáttur er skolp- vandinn til staðar í Reykjavík og hann er aðeins hluti af miklu stærri þjónustuvanda. Borgaryfirvöld eru einfaldlega hætt að líta svo á að hlutverk þeirra sé að veita íbúunum góða þjónustu. Hvað þá að borgaryfirvöld líti á það sem skyldu sína. Nú er svo komið að borgarbúum er boð- ið að tína rusl úr skolpi í fjörunum} Niður fyrir öll mörk Fyrir nokkrumvikum sögðu suðurkóreskir sendiboðar banda- rískum yfirvöldum frá því að Kim Jong Un hefði tjáð þeim að hann vildi eiga fund með Trump forseta. Þetta var út af fyrir sig fagnaðarefni, en skilaboðin voru óljós og engin staðfesting barst beint frá hinu lokaða ríki norðan 38. breiddargráðunnar. Nú hefur það hins vegar gerst að hinn mikli og ástsæli leiðtogi hefur haft orð á fyrir- huguðum fundi og að auki hef- ur Trump tíst um fundinn, þannig að ætla má að af honum verði. Þó að orð séu til alls fyrst og fundurinn þess vegna ánægju- legt skref fer því fjarri að hann feli í sér að tekist hafi að fá Norður-Kóreu til að láta af hendi kjarnorkuvopn sín með sannanlegum hætti. Trump gerði það að skilyrði fyrir viðræðum við Kim að rætt yrði um kjarnorku- afvopnun Norður- Kóreu, en áður hafði Kim sagt að slíkt væri útilokað. En hafa þarf í huga að áður hefur verið samið við útlagaríkið án þess að það hafi skilað árangri. Og Kim Jong Il, faðir Kims Jongs Uns, var fyrir meira en áratug kom- inn á fremsta hlunn með að semja um að hætta kjarn- orkuvopnabröltinu, en ekkert varð af samningum. Ástæða er til að vona að harðari aðgerðir gegn Norður- Kóreu skýri að Kim Jong Un vilji setjast við samninga- borðið og að þær dugi einnig til að hann sýni raunverulegan samningavilja en sé ekki að- eins að vinna tíma. Ef samn- ingar nást og halda að auki þá hefur Trump náð meiri árangri gagnvart Norður-Kóreu með tísti sínu en forverar hans með hefðbundnari aðferðum. Það yrði saga til næsta bæjar. Kim-feðgarnir hafa áður sagst vilja semja án þess að af hafi orðið} Kim staðfestir fundarvilja F jármálaáætlun ríkisstjórnarinnar verður rædd í þinginu í dag og á morgun. Tillaga til þingsályktun- ar um fjármálaáætlun til næstu fimm ára er nú lögð fram á Al- þingi í þriðja sinn á grundvelli laga nr. 123/ 2015 um opinber fjármál. Áætlunin end- urspeglar þær áherslur sem lagðar eru í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í áætl- uninni er brugðist við ákalli samfélagsins um að fjármagna betur mikilvæga samfélagsþjón- ustu og innviði velferðarkerfisins. Útgjöld til reksturs heilbrigðismála aukast umtalsvert samkvæmt nýju fjármálaætluninni. Miðað við fjárlög yfirstandandi árs aukast út- gjöld til heilbrigðismála um 79 milljarða króna alls á næstu fimm árum. Stofnkostnaður, m.a. vegna byggingarframkvæmda, verður 101 milljarður á tímabilinu. Stefnt er að því að minnka greiðsluþátttöku sjúklinga á tímabili fjármálaáætlunar, þannig að hlutdeild sjúklinga hérlendis verði sambærileg því sem gerist annars staðar á Norðurlöndunum. Meðal verkefna tímabilsins er gerð heilbrigðisstefnu, að skapa aðstæður fyrir aukna göngudeildarþjónustu á Landspítala auk áframhaldandi framkvæmda við spít- alann. Þar á meðal eru byggingarframkvæmdir við nýjan meðferðarkjarna við Hringbraut sem hefjast á þessu ári. Framlög til geðheilbrigðismála verða aukin á tíma- bilinu og komið verður upp geðheilsuteymum um allt land í samræmi við aðgerðaáætlun í geðheilbrigð- ismálum. Þá verður unnið á markvissan hátt að því að fjölga fagstéttum innan heilsugæsl- unnar og efla hana sem fyrsta viðkomustað. Fyrirkomulag sjúkraflutninga verður tekið til endurskoðunar í samræmi við þarfagrein- ingar og áhersla lögð á öryggi og gæði þjón- ustunnar. Hjúkrunarrýmum verður fjölgað um 300 frá fjármálaáætlun síðastliðins árs. Skimun vegna ristilskrabbameins mun hefj- ast á tímabilinu og áfram verður stutt við heilsueflandi samfélög. Unnið verður að því að bæta aðgang almennings að nauðsynlegum lyfjum. Þá verður aðgangur þeirra er nota vímuefni í æð að hreinum sprautubúnaði tryggður og ráðist í aðgerðir til að sporna við misnotkun á geð- og verkjalyfjum. Neyslu- rými fyrir langt leidda fíkniefnaneytendur verður opnað. Stefnt verður að því að bæta aðgengi að hormónatengdum getnaðarvörnum og að dreifa smokkum gjaldfrjálst til tiltekinna hópa. Kyn- fræðsla verður aukin og fjarheilbrigðisþjónusta efld. Rauður þráður í þeim köflum fjármálaáætlunar sem varða heilbrigðisþjónustu er styrking hins opinbera heil- brigðiskerfis. Öflugt opinbert heilbrigðiskerfi er ein af grunnstoðum velferðarkerfisins og við munum leggja ríka áherslu á að efla hið opinbera kerfi, með það að markmiði að auka jafnan aðgang allra að heilbrigðis- þjónustu. Svandís Svavarsdóttir Pistill Öflugra heilbrigðiskerfi Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Íbúum Suðurnesja fjölgaðihlutfallslega mest í fyrra, eðaum 7,4%. Suðurland var í öðrusæti. Þar fjölgaði íbúum um 4,6%. Þetta má lesa úr nýjum mann- fjöldatölum Hagstofunnar. Íbúum fjölgaði í öllum lands- hlutum milli ára. Samtals fjölgaði íbúum utan höfuðborgarsvæðisins um 4.495 milli ára. Til samanburðar fjölgaði íbúum á höfuðborgarsvæð- inu um 5.606. Vekur athygli að þess- ar tölur nálgast að vera í jafnvægi. Alls bjuggu 125.966 manns utan höfuðborgarsvæðisins í byrjun árs. Það voru sem áður segir 4.495 fleiri en árið áður. Vegur þyngst íbúa- fjölgun á Suðurnesjum og Suður- landi. Þar fjölgaði íbúum um 2.942. Íbúum landsins fjölgaði um 10.101 milli ára. Það samsvarar hér um bil íbúafjölda Mosfellsbæjar. Mest aukning í Mosfellsbæ Sé litið á höfuðborgarsvæðið var íbúafjölgunin hlutfallslega mest í Mosfellsbæ. Þar fjölgaði íbúum um 773, eða um 7,9%. Uppbygging í Helgafellslandi átt þátt í því. Næstur kom Garðabær en þar fjölgaði íbúum um 479, eða um 3,1% milli ára. Uppbygging í Urriðaholti á þátt í því. Þar hafa stór fjölbýlishús komið á markaðinn undanfarið, auk nýrra íbúða á Garðatorgi og víðar. Íbúum fjölgaði hins vegar mest í Reykjavík, eða um 2.795. Sú aukn- ing vekur athygli í ljósi óverulegrar íbúafjölgunar í borginni síðustu ár. Má nefna að árin 2014-2017 fjölgaði íbúum um að meðaltali 672 á ári. Fólki fækkar í níu hverfum Það vekur einnig athygli að íbú- um fækkaði í mörgum hverfum borgarinnar milli áranna 2017-2018. Þannig fækkaði íbúum í gamla Vest- urbænum, Austurbænum, Selási, Bakkahverfinu í Breiðholti, og í Húsa-, Rima-, Víkur- og Staðahverfi í Grafarvogi. Þá fækkaði íbúum í austurhluta Grafarholts. Samtals fækkaði íbúum í níu af 32 hverfum borgarinnar. Breytt aldurssamsetn- ing íbúa í þessum hverfum kann að eiga þátt í að íbúunum fækkar. Á hinn bóginn eru nokkur hverfi borgarinnar í vexti. Íbúum fjölgaði mest í Úlfarsár- dal, eða um 509. Þar hafa nýbygg- ingar verið teknar í notkun. Næst kom Norðurmýrin. Þar fjölgaði íbúum um 503. Uppbygging Búseta á um 200 íbúðum á Smiðju- reitnum er þar e.t.v. megin- skýringin. Efra-Breiðholt var í þriðja sæti. Þar fjölgaði íbúum um 436 milli ára. Breytt aldurssamsetn- ing í hverfinu og útleiga húsnæðis kann að eiga þátt í fjölguninni. Fjölgun í syðrihlutanum Syðri hluti Vesturbæjarins var í fjórða sæti. Þar fjölgaði íbúum um 335. Uppbygging á annað hundrað íbúða á Grandavegi kann að vera meginskýringin á þeirri fjölgun. Vegna mikillar fjölgunar íbúa á Suðurnesjum er íbúafjöldinn að nálgast 26 þúsund. Með sama áfram- haldi gæti svæðið náð jafnstöðu við Hafnarfjörð í byrjun næsta áratug- ar. Spáð er mikilli fjölgun starfa í kringum Keflavíkurflugvöll. Af öðrum breytingum má nefna að íbúafjöldinn í Hafnarfirði er í fyrsta sinn að nálgast 30 þúsund. Þá munu Kópavogsbúar nálgast 37 þús- und á árinu með nýjum íbúðum í Lundi, nýja Lindahverfinu, við Naustavör og víðar. Samhliða verða Garðbæingar senn 16 þúsund í fyrsta sinn. Til upprifjunar samein- uðust Álftanes og Garðabær í árs- byrjun 2013. Hlutfall höfuðborgarsvæðisins af íbúafjölgun landsins var 55% í fyrra. Hlutfall Suðurnesja var 18% og hlutfall Suðurlands 12%. Samtals var hlutfall þessara þriggja land- svæða í íbúafjölguninni um 85%. Selfoss stækkaði bæja mest á Suðurlandi. Þar fjölgaði íbúum um 1.037 og voru þeir orðnir 7.606 í byrjun ársins. Hvergerðingum fjölg- aði til samanburðar um 259 og voru þeir orðnir 2.592 um áramótin. Loks vekur athygli að íbúum á Vík í Mýrdal fjölgaði um 111 milli ára og voru þeir 402 um áramótin. Það er rúmlega 38% íbúafjölgun á einu ári. Íbúum fjölgar í öllum landshlutum milli ára Mannfjöldaþróun á Íslandi 2017 til 2018* Mannfjöldi eftir landshlutum Hlutdeild landshluta í heildaríbúafjölgun 2017 2018 Fjölgun 2017 til 2018 Höfuðborgarsvæðið 216.878 222.484 5.606 2,6% Suðurnes 23.993 25.770 1.777 7,4% Vesturland 15.929 16.257 328 2,1% Vestfirðir 6.870 6.994 124 1,8% Norðurland vestra 7.156 7.195 39 0,5% Norðurland eystra 29.685 30.453 768 2,6% Austurland 12.497 12.791 294 2,4% Suðurland 25.341 26.506 1.165 4,6% Samtals 338.349 348.450 10.101 3,0% *Tölur miðast við 1. janúar hvert ár Heimild: Hagstofa Íslands 2017 2018 Fjölgun 2017 til 2018 Reykjavík 123.246 126.041 2.795 2,3% Kópavogur 35.246 35.970 724 2,1% Seltjarnarnes 4.450 4.575 125 2,8% Garðabær 15.230 15.709 479 3,1% Hafnarfjörður 28.703 29.412 709 2,5% Mosfellsbær 9.783 10.556 773 7,9% Höfuðborgarsvæðið 55% 18% 12% Suðurland 12% Austurland 3% Norðurl. eystra 8% Norðurl. vestra 0,5% Vestfirðir 1% Vesturland 3% Suðurnes 18% Höfuð- borgar- svæðið 55%

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.