Morgunblaðið - 11.04.2018, Page 19
19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2018
Gangi fjármálaáætlun ríkisstjórn-
arinnar eftir verða útgjöld ríkissjóðs,
án fjármagnskostnaðar, um 132 millj-
örðum króna hærri árið 2023 en þau
voru samkvæmt fjárlögum á liðnu ári.
Þetta er hækkun um tæp 20% á föstu
verðlagi 2018. Aukning útgjalda jafn-
gildir um 1,5 milljónum króna á
hverja fjögurra manna fjölskyldu.
Ef lýsa á þróun ríkisfjármála síð-
ustu ár með einu orði, þá er orðið „út-
gjaldaþensla“ ágætt. Það er sama á
hvaða liði útgjalda ríkisins er litið, –
nær allt hefur hækkað og heldur
áfram að hækka á komandi árum.
Í janúar síðastliðnum benti ég á að
fyrstu fjárlög ríkisstjórnar Katrínar
Jakobsdóttur væru sannarlega fjár-
lög útgjalda, en með fyrirheitum um
að á komandi árum verði álögur á fyr-
irtæki og almenning lækkaðar. Í fjár-
málaáætlun sem lögð hefur verið
fram er því heitið að tekjuskattur ein-
staklinga lækki sem og trygginga-
gjald. Auðvitað þarf í þessum efnum
að stíga fastar til jarðar, en það er
sérstaklega ánægjulegt að ætlunin er
að hefja heildarendurskoðun á tekju-
skattskerfinu og þar verður meðal
annars skoðað hvort rétt sé að inn-
leiða breyttan persónuafslátt, með
svipuðum hætti og ég hef talað fyrir
hér á síðum Morgunblaðsins. Þá yrði
persónuafslátturinn hækkaður veru-
lega og færi stiglækkandi eftir því
sem tekjur eru hærri. Hugsanlegt er
að ónýttur persónuafslátturinn verði
að einhverju leyti greiddur út. Þannig
tekjuskattskerfi hvetur fólk til vinnu
og refsar því ekki fyrir að bæta sinn
hag og eykur „á sama tíma ráðstöf-
unartekjur tekjulágra meira en ann-
arra, án þess þó að fátæktargildrur
skapist,“ eins og segir í
fjármálaáætluninni.
Eins og búast mátti
við er fjármálaáætlunin
vonlaus í huga stjórn-
arandstöðunnar.
96 milljarða hækkun
Í fjármálaáætluninni
er lagt til að framlög til
sjúkrahúsþjónustu, heil-
brigðisþjónusta utan
sjúkrahúsa, hjúkrunar-
og endurhæfingar og lyf
og lækningavara, hækki
um rúmlega 56,4 millj-
arða króna frá 2017 til 2023 eða lið-
lega 29% að raunvirði. Útgjöld til
heilbrigðismála verða um 249 millj-
arðar króna árið 2023 gangi áætlunin
eftir.
Framlög vegna aldraðra, öryrkja
og málefna fatlaðra verða liðlega 34,7
milljörðum hærri að raungildi í lok
fjármálaáætlunarinnar en fjárlög lið-
ins árs gera ráð fyrir. Alls nema
framlögin rúmlega 162 milljörðum
árið 2023. Í þessu sambandi er vert að
hafa í huga að framlög til lífeyris-
greiðslna aldraðra hækkuðu um nær
69% að raunvirði frá 2013 til 2017 eða
um rúmlega 27 milljarða á verðlagi
síðasta árs. Heildargreiðslur til ör-
yrkja hækkuðu um 32% eða 12,6
milljarða að raunvirði.
Í heild verða útgjöld
til velferðarmála 96,3
milljörðum króna
hærri árið 2023 en á
síðasta ári. Þetta er
hækkun um 26% eða
töluvert meira en önn-
ur útgjöld.
Þessi mikla aukning
útgjalda til velferð-
armála kemur í kjölfar
ára þar sem útgjöld
hækkuðu gríðarlega.
338 milljarðar í innviði
Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á
fjárfestingu í innviðum og sú áhersla
kemur fram í fjármálaáætluninni.
Svigrúmið hefur enda aukist á und-
anförnum árum þar sem tekist hefur
að lækka skuldir ríkisins verulega og
lækka þar með vaxtakostnað um tugi
milljarða á ári. Fjárfestingar aukast
um 13 milljarða á næsta ári og ná há-
marki árið 2021 en alls er gert ráð
fyrir að fjárfestingar nemi 338 millj-
örðum króna á fimm árum áætlunar-
innar eða að meðaltali tæplega 68
milljörðum á ári.
Svo koma útgjaldasinnarnir og
krefjast hærri útgjalda. Þeir eru allt-
af tilbúnir að mæta á uppboðsmarkað
stjórnmálanna og bjóða betur en allir
aðrir. Í huga þeirra er útgjaldaþensl-
an ekki nægilega mikil – það þarf að
gefa meira í og auðvitað verður að
láta af þeim vonda sið að ríkið „afsali“
sér tekjum með því að launafólk haldi
meiru eftir í launaumslaginu. Tillögur
um lækkun skatta er sagðar merki
um „getuleysi“ ríkisstjórnarinnar við
að afla tekna og fjármálaráðherra sit-
ur undir ásökunum um að „gefa eftir“
milljarða. „Tekjuleiðirnar eru ekki
nýttar,“ er mantra þeirra sem hæst
láta á uppboðstorgi stjórnmálanna.
Mælikvarðinn á opinbera þjónustu
sem margir þingmenn og þrýstihópar
styðjast við sé hversu miklum pen-
ingum varið er í hana. Stöðugt krafist
hærri útgjalda – gæði þjónustunnar
eru aukaatriði.
Virka bremsurnar ekki?
Það skal viðurkennt að það er oft
erfitt að standa á bremsunni þegar
kemur að útgjöldum ríkisins. Á
stundum er líkt og bremsurnar virki
ekki. En ég er sannfærður um að á
næstu árum verður að endurskoða
rekstur ríkisins frá grunni. Við stönd-
um frammi fyrir því að straumlínu-
laga ríkið, gera auknar kröfur til
þjónustu sem við kaupum sameigin-
lega, auka skilvirkni og nýsköpun í
opinberum rekstri. Fyrst og síðast
verðum við að horfast í augu við að
sameiginlegum fjármunum er víða
sóað á sama tíma og það vantar pen-
inga í annað og við búum í sannköll-
uðu háskattalandi.
Við Íslendingar höfum flestir notið
góðæris á síðustu árum. Hagvöxtur
var 3,6% á síðasta ári og 7,5% árið á
undan. Ef þjóðhagsspá Hagstofunnar
gengur eftir mun landsframleiðslan
halda áfram að vaxa fram til ársins
2023, þótt krafturinn verði ekki sá
sami og síðustu þrjú ár. Íslendingar
hafa þar með fengið að njóta 13 ára
hagvaxtarskeiðs.
En nú eins og svo oft áður er langt í
frá sjálfgefið að þjóðhagsspáin gangi
eftir enda óvissuþættir fjölmargir.
Kjarasamningar geta sett strik í
reikninginn og alþjóðleg þróun efna-
hagsmála hefur áhrif. Íslenskt sam-
félag hefur alltaf verið viðkvæmt fyr-
ir efnahagslegri stöðu helstu
viðskiptalanda. Þar eru blikur á lofti.
Bogi útgjalda er spenntur til hins
ýtrasta í fyrirliggjandi fjár-
málaáætlun. En það kemur ekki í veg
fyrir að kröfur um aukin útgjöld
verða háværar á komandi vikum. Nái
útgjaldasinnar fram vilja sínum mun
boginn að lokum brotna.
Eftir Óla Björn Kárason
» Það skal viðurkennt
að það er oft erfitt
að standa á bremsunni
þegar kemur að út-
gjöldum ríkisins. Á
stundum er líkt og
bremsurnar virki ekki.
Óli Björn Kárason
Höfundur er þingmaður
fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Útgjaldaboginn spenntur til hins ýtrasta
Útgjaldaaukning 2017-2023* *Áætlun, á verðlagi 2018 Heimild: Fjármálaáætlun 2019-2023
Hlutfallslega mesta aukning útgjalda
Yfir 25% (almennur varasjóður ekki talinn með) %-aukning
Lyf og lækningavörur 66,3%
Umhverfismál 34,7%
Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa 33,9%
Utanríkismál 32,0%
Örorka og málefni fatlaðs fólks 29,9%
Sjúkrahúsþjónusta 28,4%
Æðsta stjórnsýsla 26,9%
Dómstólar 25,5%
Málefni aldraðra 25,0%
Mesta aukning útgjalda í krónum
Yfir 10 þúsund milljónir milljónir kr.
Sjúkrahúsþjónusta 24.300
Málefni aldraðra 17.692
Örorka og málefni fatlaðs fólks 17.044
Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa 14.757
Lyf og lækningavörur 10.918
Útgjöld til velferðarmála 2023 milljónir kr.
Sjúkrahúsþjónusta 109.953
Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa 58.263
Hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta 53.382
Lyf og lækningavörur 27.393
Örorka og málefni fatlaðs fólks 73.989
Málefni aldraðra 88.361
Fjölskyldumál 37.881
Vinnumarkaður og atvinnuleysi 5.561
Húsnæðisstuðningur 11.727
Samtals 466.509
Aukning í milljónum kr. frá fjárlögum 2017 96.326
Aukning í % frá fjárlögum 2017 26%
Fjárlög
2017
Áætlun
2023
Breyting
í krónum í %
Alþingi og eftirlitsstofnanir þess 5.287 4.605 -682 -12,9%
Dómstólar 2.481 3.114 633 25,5%
Æðsta stjórnsýsla 1.831 2.323 492 26,9%
Utanríkismál 13.853 18.286 4.433 32,0%
Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla 21.443 22.438 994 4,6%
Hagskýrslugerð, grunnskrár og upplýsingamál 3.705 3.672 -33 -0,9%
Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar 13.567 14.684 1.117 8,2%
Sveitarfélög og byggðamál 2.109 2.300 192 9,1%
Almanna- og réttaröryggi 24.206 29.046 4.840 20,0%
Rétt. einstakl., trúmál og stjórnsýsla
dómsmála 13.050 13.508 458 3,5%
Samgöngu- og fjarskiptamál 35.010 36.010 1.000 2,9%
Landbúnaður 16.138 15.424 -713 -4,4%
Sjávarútvegur og fiskeldi 6.486 6.509 23 0,3%
Ferðaþjónusta 1.708 1.625 -83 -4,9%
Orkumál 3.791 3.717 -74 -2,0%
Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla
atvinnumála 4.189 4.707 518 12,4%
Umhverfismál 15.855 21.359 5.504 34,7%
Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál 11.429 13.529 2.101 18,4%
Fjölmiðlun 4.978 5.271 293 5,9%
Framhaldsskólastig 30.883 32.311 1.428 4,6%
Háskólastig 42.381 47.397 5.016 11,8%
Önnur skólastig og stjórnsýsla mennta-
og menningarmála 5.380 5.054 -326 -6,1%
Sjúkrahúsþjónusta 85.654 109.953 24.300 28,4%
Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa 43.506 58.263 14.757 33,9%
Hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta 46.944 53.382 6.438 13,7%
Lyf og lækningavörur 16.475 27.393 10.918 66,3%
Örorka og málefni fatlaðs fólks 56.946 73.989 17.044 29,9%
Málefni aldraðra 70.669 88.361 17.692 25,0%
Fjölskyldumál 30.458 37.881 7.423 24,4%
Vinnumarkaður og atvinnuleysi 5.180 5.561 380 7,3%
Húsnæðisstuðningur 14.352 11.727 -2.625 -18,3%
Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála 8.524 8.346 -178 -2,1%
Almennur varasjóður og sértækar
fjárráðstafanir 8.327 17.111 8.784 105,5%
Samtals 666.794 798.855 132.061 19,8%
Útgjöld A-hluta ríkissjóðs eftir málefnasviðum
Rekstrargrunnur, m.kr. á verðlagi 2018
(án fjármagnskostnaðar)
Heimild: Fjármálaáætlun 2019-20232017 og 2023
Ungir frumkvöðlar
héldu árlega vöru-
messu sína í Smáralind
nú um helgina. Um 600
framhaldsskólanemar
taka þátt í fyrir-
tækjaverkefni Ungra
frumkvöðla í ár. Í
verkefninu stofna nem-
endur sín eigin smáfyr-
irtæki og fá reynslu af
frumkvöðlastarfi. Dóm-
nefnd velur svo bestu hugmynd-
irnar. Keppnin er hluti af námi
nemendanna og fá þau einingar
fyrir. Samtök atvinnulífsins, Arion
banki, Eimskip og Landsvirkjun
eru helstu stuðnings-
aðilar Ungra frum-
kvöðla auk þess sem
Nýsköpunarmiðstöð
Íslands, Háskólinn í
Reykjavík og Sjáv-
arklasinn styðja
verkefnið. Auk fjár-
hagsleg stuðnings
leggja stuðningsaðil-
arnir til leiðbein-
endur til að aðstoða
nemendurna við að
þróa hugmyndir sín-
ar.
Ég vissi ekki hvers ég ætti að
vænta þegar ég sótti messuna á
laugardaginn, en það er skemmst
frá því að segja að hugmyndauðgin
og gæðin voru langt umfram mínar
björtustu vonir. Í samtölum við
krakkana kom fram að þau hefðu
alls staðar í atvinnulífinu komið að
opnum dyrum. Fyrirtæki, allt frá
einyrkjum til stórfyrirtækja, voru
boðin og búin til að leggja hönd á
plóginn og aðstoða. Ungir frum-
kvöðlar eru eitt besta dæmið um
vel heppnað samstarfs atvinnulífs
og skólakerfis. Slíkt samstarf
mætti gjarnan sjást víðar.
Þrettán af 22 framhaldsskólum
landsins taka þátt í verkefninu frá
Akureyri, Garðabæ, Hafnarfirði,
Kópavogi, Reykjavík og Vest-
mannaeyjum. Nýsköpun á að vera
órofa hluti af skólastarfi á öllum
stigum. Velferð þjóðarinnar veltur
á nýsköpun. Forsenda þess að við
náum að auka útflutningstekjur
þjóðarinnar til langs tíma er að við
eflum nýsköpun og kennum ungu
fólki að stofna og reka arðbær fyr-
irtæki um hugmyndir sínar.
Ef við ætlum að viðhalda 3%
hagvexti á næstu 20 árum, án þess
að auka skuldsetningu, þurfum við
að tvöfalda útflutning, eða auka
hann um 1.000 milljarða. Þrjár
stærstu atvinnugreinar okkar,
ferðaþjónusta, sjávarútvegur og
stóriðja, byggjast allar á nýtingu
náttúruauðlinda. Það blasir því við
að þeim eru þröngar skorður settar
varðandi vöxt til framtíðar. Stærsti
hluti nýs útflutnings verður því að
koma úr nýjum greinum með nýj-
um vörum og nýrri þjónustu.
Ef við ættum að halda áfram að
búa við ein mestu lífsgæði heims
verðum við að halda áfram að
skapa meira. Nú, þegar fréttir af
versnandi námsárangri og lestr-
arkunnáttu íslenskra nema dynja á
okkur er hughreystandi að sjá
þessa grósku í framhaldsskólunum.
Fleiri ungir og aldnir frumkvöðlar
eru lykillinn að lífsgæðum okkar til
framtíðar.
Ungir frumkvöðlar – lykill að hagsæld
Eftir Halldór Benja-
mín Þorbergsson »Ungir frumkvöðlar
eru eitt besta dæmið
um vel heppnað sam-
starf atvinnulífs og
skólakerfis.
Halldór Benjamín
Þorbergsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins.