Morgunblaðið - 11.04.2018, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2018
✝ SigurveigRagnarsdóttir
fæddist í Hafn-
arfirði 28. febrúar
1931. Hún lést á
Grund 29. mars
2018.
Foreldrar henn-
ar voru Guðrún
Guðmundsdóttir
frá Skáholti í
Reykjavík, f. 7.
nóvember 1899, d.
29. ágúst 1976, og Ragnar Guð-
laugsson, bryti og veitinga-
maður í Reykjavík, f. 8. nóv-
ember 1897, d. 11. desember
1977.
Systkin Sigurveigar eru Mar-
grét Sigrún, f. 1924, Sigurjón
Rúnar, f. 1929, og Guðrún, f.
1936.
Sigurveig giftist Sigurði
Markússyni tónlistarmanni árið
1952. Þau skildu.
Synir Sigurveigar og Sigurð-
ar eru: 1) Ragnar framhalds-
skólakennari, f. 28. feb. 1953,
maki Margrét Jónsdóttir kenn-
ari, f. 8. júní 1954. Börn þeirra
eru a) Tómas Orri viðskipta-
fræðingur, f. 1. apríl 1973, maki
Bryndís Eva Birgisdóttir, dr. í
næringarfræði, f. 26. febrúar
1972. Börn þeirra eru Theo-
dóra, f. 2001, Bríet Natalía, f.
Ólafur Steinn Ingunnarson.
Börn þeirra eru Katrín Nanna,
f. 2010, Matthildur Saga, f.
2014, og Nína Melkorka, f.
2018. b) Edda Lind stærðfræð-
ingur, f. 25. ágúst 1989. c) Salka
Sól lögfræðingur, f. 14. nóv-
ember 1990, maki Daníel Þór
Magnússon viðskiptafræðingur,
f. 1. febrúar 1991. Dóttir þeirra
er Aría Björk, f. 2016. Börn
Styrmis og Dóru eru d) Sunna
Herborg, f. 21. júní 2004. e)
Högna Sólveig, f. 29. desember
2007.
Sigurveig lauk Kvennaskóla-
prófi 1949. Síðar vann hún ýmis
störf, m.a. hjá Eimskip, Hress-
ingarskálanum og í New York.
Meðan Sigurður var við nám í
Bandaríkjunum vann hún við
tryggingastörf þar. Þegar þau
komu heim var hún um skeið
heimavinnandi en vann um ára-
bil á gestamóttöku Hótel Sögu.
Einnig starfaði hún lengi á Ís-
lenskri tónverkamiðstöð. Hún
lærði m.a. tækniteiknun, vefnað
og leiðsögn. Um miðjan áttunda
áratug síðustu aldar fór Sigur-
veig í sjúkraliðanám og lauk
prófi úr Sjúkraliðaskóla Íslands
1976. Eftir baráttu við erfið
veikindi undir lok áttunda ára-
tugarins starfaði hún jafnan við
umönnun sjúkra, m.a. um tíma í
Kaupmannahöfn, en lengst af á
gjörgæsludeild sjúkrahússins í
Fossvogi uns hún lét af störfum
fyrir aldurs sakir.
Útför Sigurveigar fer fram
frá Grensáskirkju í dag, 11.
apríl 2018, klukkan 13.
2004, og Soffía
Margrét, f. 2008. b)
Anna Sigurveig
umhverfisfræð-
ingur, f. 21. desem-
ber 1977, maki
Paolo Gian-
francesco arkitekt,
f. 8. janúar 1976, c)
Guðrún Inga
íslenskufræðingur,
f. 6. febrúar 1983.
d) Jón Ragnar
framhaldsskólakennari, f. 8.
september 1985, maki Sigríður
Halldórsdóttir fréttamaður, f.
31. júlí 1986. Börn þeirra eru
Urður Ása, f. 2010, og Hallveig
Lóa, f. 2016. d) Elísabet hug-
búnaðarverkfræðingur, f. 15.
ágúst 1994. 2) Markús raf-
magnstæknifræðingur, f. 13.
desember 1959, maki Kristín
Kristinsdóttir hjúkrunarfræð-
ingur, f. 22. september 1962.
Börn þeirra eru a) Unnur
Emma nemi, f. 19. september
1985. b) Erna læknanemi, f. 20.
júní 1992, c) Ellen, f. 9. janúar
1998. 3) Styrmir kvikmynda-
gerðarmaður, f. 30. nóvember
1967, maki Halldóra G. Ísleifs-
dóttir hönnuður, f. 28. júlí 1970.
Börn Styrmis eru a) Hildigunn-
ur H. Thorsteinsson verkfræð-
ingur, f. 16. febrúar 1980, maki
Nú hefur amma Bagga kvatt
okkur eftir að hafa átt við erfið
veikindi að stríða sl. tvö ár,
veikindi sem drógu úr henni
þann mikla kraft og lífsorku
sem einkenndu hana.
Amma var sannkölluð
kjarnakona, sjálfstæð, drífandi
og kunni að njóta þess sem lífið
hafði upp á að bjóða. Hún var
mikill heimsborgari, bjó ung í
New York, Fíladelfíu og Eng-
landi, síðar í Kaupmannahöfn
um skeið, og hún hafði yndi af
því að ferðast. Það má vera að
ferðabaktería okkar systkin-
anna komi frá henni en hún
sýndi okkur ávallt eindreginn
stuðning og hvatningu þegar
við lögðum land undir fót í hin-
um ýmsu erindagjörðum, enda
taldi hún fátt jafn þroskandi og
gefandi og að sjá og upplifa
önnur lönd og menningarheima.
Amma var ótrúlega vel á sig
komin allt þar til hún veiktist,
létt á fæti og svo lipur í hreyf-
ingum að hún minnti oft frekar
á ungling en eldri konu. Hún
var mikil smekkkona, hafði
gaman af tísku og unni menn-
ingu og listum en var þó hóg-
vær með eindæmum yfir eigin
hæfileikum, en eftir hana liggja
m.a. einstaklega falleg málverk.
Amma Bagga hafði hlýja
nærveru og bros sem lýsti upp
allt andlitið. Hennar verður
sárt saknað, en fyrst og fremst
erum við þó þakklát að hafa átt
hana að, þakklát fyrir allar
góðu stundirnar, stuðninginn,
sögurnar, brosin og hláturinn.
Guðrún Inga, Tómas Orri,
Anna Sigurveig,
Jón Ragnar og Elísabet.
Elsku amma mín er farin frá
okkur en hún kvaddi eftir erfið
veikindi sem höfðu að lokum
betur. Amma mín var harðasti
naglinn sem fyrirfinnst og því
hlýtur henni að vera ætlað eitt-
hvað stórt í hverju því sem við
tekur, fyrst veikindin höfðu bet-
ur.
Minningar mínar um ömmu
eiga það sammerkt að gleði
hennar, hreinskilni og yndislegt
viðmót koma við sögu í þeim öll-
um. Við amma áttum saman
eina hefð eftir að ég komst á
unglingsaldurinn. Það var að
hvenær sem mig langaði til og
hefði tíma gæti ég komið til
ömmu og þá fengi ég uppá-
haldsmatinn minn, nætursaltað-
an fisk, kartöflur og rófur og
svo berjasúpu með bruðum í
eftirrétt. Þá sátum við amma og
spjölluðum um daginn og veg-
inn, aðallega ég að lýsa fyrir
henni atburðum lífs míns þá
stundina.
Amma sagði mér skemmti-
legar sögur um líf sitt og hvað
hefði drifið á daga hennar og
fyndnast var þegar hún sagði
einstaka sinnum frá því þegar
eitthvað eða einhver fór í taug-
arnar á henni. Þá lýsti hún at-
burðum á sinn eigin hátt sem
létu mig alltaf hlæja.
Amma var alltaf hreinskilin
við mig. Hún hikaði ekki við að
láta mig vita ef fataval eða orða-
val mitt mætti vera betra. Ég
hef ömmu oft í huganum í dag
þegar ég máta ný föt og hugsa
hvað amma hefði sagt um þetta.
Sem barn var amma mín allt-
af til staðar. Amma átti einn
kassa af dóti og það var nóg.
Þar var dót sem var bæði nýtt
og líka dót sem pabbi og bræð-
ur hans léku með þegar þeir
voru litlir. Það var alltaf eins og
ævintýri að fá að leika með
þetta „gamla“ dót. Amma las
fyrir mig söguna um Padding-
ton oftar en einu sinni og oftar
en tvisvar, en ég vildi aldrei
prufa nýja sögu hjá ömmu,
þetta var sagan hennar ömmu.
Amma var oft með mér þegar
ég var veik og gat ekki farið í
skólann. Þá las amma fyrir mig
og spilaði við mig ólsen ólsen.
Amma kenndi mér að leggja
kapal og sat við hliðina á mér og
leiðrétti mig þegar ég lagði vit-
laust saman í Pýramída. Amma
tók þátt í morgunleikfiminni í
útvarpinu og leyfði mér að taka
þátt þegar ég var ekki of lasin.
Það var alltaf gaman að vera
með ömmu. Þetta er einungis
lítið brot af því sem við amma
höfum gert saman en ég mun
varðveita þessar minningar í
mínu hjarta.
Ég get ekki lýst því hvað ég
sakna ömmu mikið. Þegar ég
horfi til baka vildi ég að stund-
irnar okkar yfir nætursöltuðum
hefðu verið miklu fleiri. Ég vildi
að ég hefði eytt meiri tíma í fá
að heyra hennar sögur af lífinu,
en ég verð víst bara að fá að
heyra þær seinna.
Fyrir ömmu mína er þakklát.
Hún var svo góð og besta amma
sem ég hefði getað hugsað mér.
Amma situr nú á næsta stað og
leggur kapal og hlustar á út-
varpið og ég hlakka til að hitta
hana síðar.
Guð geymi hana og varðveiti.
Salka Sól Styrmisdóttir.
Sigurveig
Ragnarsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Sigurveigu Ragnarsdóttur
bíða birtingar og munu birt-
ast í blaðinu næstu daga.
✝ RögnvaldurÓlafsson
bifvélavirkja-
meistari fæddist í
Brekkubæ á Hellis-
sandi 9. júní 1931.
Hann lést á heimili
sínu Holti í Búð-
ardal 31. mars
2018.
Foreldrar hans
voru Ólafur Pét-
ursson frá Malarrifi
í Breiðuvík og Guðrún Ágústa
Rögnvaldsdóttir frá Fagradals-
tungu í Saurbæ. Alsystkin Rögn-
valdar voru Ingibjörg Ragna
(látin) og Pétur Ingvi (látinn).
Eftir andlát Guðrúnar, móður
Rögnvaldar, kvæntist Ólafur
faðir hans Hönnu Jónsdóttur.
Synir Hönnu eru Birgir Breið-
fjörð Pétursson (látinn) og
Gunnar Hjörtur Breiðfjörð
Gunnlaugsson. Sonur Hönnu og
Ólafs er Árni Breiðfjörð.
Fjölskylda Rögnvaldar bjó á
Hellissandi þar til hann var sjö
ára gamall en þá
fluttust þau til
Reykjavíkur. Rögn-
valdur lærði bif-
vélavirkjun í Iðn-
skólanum í Reykja-
vík. Árið 1954
keypti hann bif-
reiðaverkstæði í
Búðardal og flutti
vestur þar sem
hann bjó eftir það.
Árið 1965 söðlaði
hann um og hóf rekstur á skurð-
gröfu og síðar jarðýtu og vöru-
bílum. Við þann rekstur starfaði
hann alla tíð síðan. Árið 1955
hóf hann sambúð með Dóru Jó-
hannesdóttur, f. 6. febrúar 1938,
d. 26. desember 2003. Þau Dóra
giftust árið 1968. Foreldrar
Dóru voru Jóhannes Jakobsson,
f. í Hvolsseli í Saurbæ, og Ólafía
Stefánsdóttir frá Felli í Breið-
dal. Góð vinkona Rögnvaldar
eftir andlát Dóru var Fjóla
Benediktsdóttir í Álfheimum í
Miðdölum.
Börn Rögnvaldar og Dóru
eru: 1) Ólafur Rögnvaldsson, f.
22. apríl 1956, maki Þóra Pét-
ursdóttir. Börn þeirra eru:
Ragnheiður, maki Andrés Páll
Hallgrímsson, börn þeirra eru:
Sif og Daníel Búi. Viðar Örn,
maki Rósa Matthildur Guttorms-
dóttir, börn þeirra eru: Guðni
Grétar, Agnes Ósk og Ólafur
Páll. Guðný Gréta, maki Davíð
Sigurðsson, börn þeirra eru: Ar-
on Snær, Emil Breki, Daníel
Kári og Lilja Karen. Dóra Björk,
maki Ásdís Guttormsdóttir. 2)
Guðrún Ágústa Rögnvalds-
dóttir, f. 29. maí 1961, maki Karl
Ingason. Börn þeirra eru: Ingi
Níels og Rakel, maki Bjarki
Rúnar Guttormsson, sonur
þeirra er Rúnar Karl. 3) Úlfhild-
ur Rögnvaldsdóttir, f. 31. maí
1962, maki Einar Þórir Krist-
jánsson. Dætur þeirra eru:
Harpa, maki Gunnlaugur Einar
Sævarsson, dætur Hörpu eru:
Viktoría Rós og Arndís Rán.
Valdís Hrund. 4) Jóhannes
Rögnvaldsson, f. 24. ágúst 1976,
maki Natasa Sorgic. Dætur
þeirra eru: Dóra Anastasija og
Emma María.
Útför Rögnvaldar fer fram
frá Grafarvogskirkju í dag, 11.
apríl 2018, klukkan 13.
Með fáeinum orðum langar
mig að kveðja góðan vin og sam-
ferðamann. Rögnvaldur Ólafsson
og fjölskylda hans bjuggu í Búð-
ardal þegar ég flutti þangað.
Hann var bifvélavirki og rak
verkstæði, auk þess að vinna á
jarðvinnslutækjum og vörubíl.
Maðurinn minn, Sturla Þórðar-
son, og Rögnvaldur kynntust
fljótlega enda báðir áhugamenn
um bíla, vélar og vegagerð. Þeg-
ar fyrstu sjónvörpin komu í
þorpið var algengt að menn leit-
uðu til Rögnvaldar ef einhver
vandi kom upp. Hann var alltaf
greiðvikinn og mjög flinkur að
finna út og leysa vandann. Ég
held að sjaldan hafi hann viljað
taka við nokkurri greiðslu fyrir
viðvikið. Öll börn hans voru
nemendur mínir, öll góðir náms-
menn og prýðisfólk og átti ég
góð samskipti við þau og for-
eldra þeirra.
Eftir að maðurinn minn hætti
að vinna og var mikið einn heima
meðan ég var í vinnu fór Rögn-
valdur að heimsækja hann og
þótti honum mjög vænt um það.
Rögnvaldur hélt þessum sið að
kíkja í heimsókn til okkar allt
fram til andláts mannsins míns.
Ég þakkaði Rögnvaldi oft fyrir
þessar heimsóknir því ég vissi að
maðurinn minn kunni vel að
meta þær. Eftir lát hans hélt
Rögnvaldur áfram að líta inn og
þakka ég honum fyrir allar
heimsóknirnar til okkar beggja.
Rögnvaldur var fróður um
menn og málefni og þekkti
marga víða um landið.
Hann leit inn hjá fleiri íbúum í
þorpinu, einkum þeim sem voru
einir og voru ekki mikið á ferð-
inni.Hann var sterkur persónu-
leiki og hafði ákveðnar skoðanir
á hlutunum. Það er sjónarsviptir
að slíkum mönnum úr samfélag-
inu.
Ég sendi börnum hans og fjöl-
skyldum þeirra innilegar samúð-
arkveðjur og bið Guð að blessa
minningu hans.
Þrúður Kristjánsdóttir.
Rögnvaldur
Ólafsson
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir,
sambýlismaður, bróðir og afi,
RAGNAR LÝÐSSON
húsasmíðameistari,
lést laugardaginn 31. mars. Útförin fer fram
frá Skálholtskirkju laugardaginn 14. apríl
klukkan 14 og jarðsett verður í Haukadal.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja
minnast hans er bent á að styrkja Björgunarsveit
Biskupstungna, kennitala 520288-1049 og reikningsnúmer
0151-26-1100.
Ólafur Ragnarsson Ragnhildur H. Sigurðardóttir
Hilmar Ragnarsson Elfa Björk Kristjánsdóttir
Ingi R. Ragnarsson Heiða Sigurðardóttir
Ellen Ragnarsdóttir Davíð Örn Friðriksson
Sigurlaug Jónsdóttir
barnabörn og aðstandendur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTÍN SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR,
Tjarnarási 7a,
Stykkishólmi,
sem lést fimmtudaginn 5. apríl, verður
jarðsungin frá Stykkishólmskirkju
mánudaginn 16. apríl klukkan 14.
Eyþór Benediktsson Unnur H. Valdimarsdóttir
Ingibjörg H. Benediktsdóttir Gretar D. Pálsson
Bryndís Benediktsdóttir Birgir Jónsson
Björn Benediktsson Árþóra Steinarsdóttir
Lára Benediktsdóttir
Anne Bau
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir mín, dóttir okkar, systir,
mágkona, barnsmóðir og frænka,
ERLA SIGRÍÐUR HALLGRÍMSDÓTTIR
félagsráðgjafi,
verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju
föstudaginn 13. apríl klukkan 13.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar
er bent á Ljósið eða Krabbameinsfélag Íslands.
Helga Júlíana Jónsdóttir
Guðríður J. Guðmundsdóttir Hallgrímur Hallgrímsson
Elín Hallgrímsdóttir Steinn Guðmundsson
Berglind Hallgrímsdóttir Helgi Skúli Friðriksson
Guðmundur S. Hallgrímsson
Jón Bjarni Magnússon
Þórdís Elín, Hildur, Vilborg Júlíana, Birta Júlía,
Daníel Freyr og Hilmar Alexander
Ástkær móðir okkar, systir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ERLA HAFSTEINSDÓTTIR,
Gili, Svartárdal,
lést á Landspítalanum að morgni
sunnudagsins 8. apríl.
Útför hennar fer fram frá Blönduóskirkju
laugardaginn 14. apríl klukkan 16.
Örn Friðriksson Hólmfríður Rögnvaldsdóttir
Guðríður Erla Friðriksdóttir Jón Hallur Pétursson
Hafrún Friðriksdóttir Gauti Höskuldsson
Sigþrúður Friðriksdóttir Guðmundur Guðbrandsson
Björn Grétar Friðriksson Harpa Hrund Hafsteinsdóttir
Stefán Hafsteinsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
KRISTJÁN GUNNLAUGSSON,
lést á líknardeild Landspítalans
laugardaginn 7. apríl.
Útförin fer fram frá Hellnakirkju
laugardaginn 14. apríl klukkan 14.
Sigríður Einarsdóttir
Linda Hrönn Kristjánsdóttir Harpa Elísa Þórsdóttir
Pétur Þórðarson Bryndís Eva Sigurðardóttir
Þórhallur Þórðarson Íris Aðalsteinsdóttir
Karen H. Kristjánsdóttir Gunnlaugur H. Gunnlaugsson
og barnabörn