Morgunblaðið - 11.04.2018, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 11.04.2018, Qupperneq 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2018 áratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Miklu meira en bara ódýrt! SONAX bílavörur í miklu úrvali á mjög góðu verði. 9.999 Háþrýstidælur 1650W Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert miðpunktur athyglinnar og hrókur alls fagnaðar en þarft að gæta þess að ganga ekki of nærri vinum þínum. Ein- hver á eftir að koma þér skemmtilega á óvart. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er gott að eiga trúnaðarvin sem maður getur deilt draumum sínum og löng- unum með. Láttu neikvæðni annarra ekki draga úr þér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þeir eru margir sem eiga allt sitt undir því að þú getir lokið þeim verkefnum sem þú hefur tekið að þér. Sökum þessa verður þú að leika þitt hlutverk af kostgæfni. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það reynir svolítið á þig er menn keppast um athygli þína. Alls kyns vinir úr fortíðinni hafa látið á sér kræla að und- anförnu, sem er dálítið óvenjulegt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú hefur hugmyndir um að bæta vinnuaðstöðu þína. Finnist þér að gengið hafi verið á rétt þinn skaltu sýna festu og rétta þinn hlut. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Alvarlegar samræður geta umturnað sambandi við aðra, ekki endilega í neikvæðri merkingu. Þú ættir að gæta tungu þinnar því oft má satt kyrrt liggja. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það virðist eitthvað standa í vegi fyrir þér í dag sama hvað þú leggur hart að þér. Leyfðu sjálfum þér að vaxa, sama hvað aðrir eru að bardúsa. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Með gamanseminni tekst þér að létta á spennunni meðal félaganna. Líttu því á björtu hliðarnar og láttu allt annað sigla sinn sjó. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú þarft að læra að fara með það vald sem þér er fengið. Þú þarft að beita öllum þínum sannfæringarkrafti til þess að vinna samstarfsmenn þína á þitt band. 22. des. - 19. janúar Steingeit Láttu ekki einhverja smámisklíð skemma samband þitt og vinar þíns. Vertu sem mest með þeim sem kunna að meta þig. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Loksins er allt komið í þann far- veg sem þú vildir og þú sérð árangur erfiðis þíns. Hikaðu hvergi og taktu áhættu því þá koma ýmsir duldir hæfileikar þínir í ljós. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er hætt við að spenna sem hefur verið að safnast upp í þér að undanförnu brjótist fram í dag. Dragðu djúpt andann og snúðu málunum þér í hag. ÍVísnahorni í gær var staka eftirÁrmann Þorgrímsson og kallar „gleðifrétt“ að nú verði seldur bjór í Skálholti. Skírnir Garðarsson svar- aði að bragði og sagði: „Í fyrsta og eina skiptið sem ég man eftir í svip er ég ósammála Ármanni, þetta er ekki gleðifrétt að mínu mati, – hugsið ykkur það ástand sem er að myndast!“: Kennimenn léttkenndir komand́i úr messu, þar kútveltast áfram á kirkjunnar slóð. Biskup til Skálholts mun bæta úr þessu, og bannfæra ölið á staðarins lóð. Ármann Þorgrímsson gaf sig ekki: Blessa ætlar biskupinn bjórinn, svo og staðinn. Ekki lýgur Mogginn minn mun því bættur skaðinn. Bjórsalan lagðist vel í Ingólf Ómar: Færa gleði fréttir enn fagnar margur seggur. Biskup yfir bjórinn senn blessun sína leggur. En Skírnir Garðarsson sat við sinn keip: „Á Hólastað er bjórhátíð og í Skálholti bráðum líka. Sveiatt- an“: Mannanna er misjafnt böl, mæðutónn er klerki í, Biskupsstólar bjóða öl blessun lítil fylgir því. Hífað verður hirða lið, og hávaði á biskupsstað. Hvað höfðingjarnir hafast við, hinum ætti að leyfast það. Og síðan bætti Skírnir við: „Ástandið í Biskupstungunum er nógu slæmt fyrir þó ekki bætist í!“ Hjalti Pálsson á Sauðárkróki birt- ir á facebooksíðu sinni þessa fallegu hringhendu: Björt hvar fjalla brosir sýn. Brátt fær kall að líta. Opna falleg Fljótin mín, faðminn mjallahvíta. Árið 1932 var gamla skólavarðan rifin og þótti lítið menningarverk og lítil bekkjarbót að fá standmynd af Leifi heppna í staðinn. Þá kvað Karl Friðriksson, vegaverkstjóri á Akureyri: Vikið burt er vörðunni – valt er lífsins gengi – svo að ekki af henni óorð Leifur fengi. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Bjórhátíð og vísur að norðan „GÆTI VERIÐ VERRA. ÉG HÉLT AÐ ÉG VÆRI AÐ FARA AÐ LENDA Í NIÐURSKURÐI.“ „HR. MARKAN HÉRNA ER BESTI KENNARINN SEM VIÐ HÖFUM.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vita að hann er að hugsa til þín. GRETTIR… ÉG VEIT AÐ ÞAÐ ER KALT ÚTI Í DAG, EN… HVAÐ EF EINHVER ANNAR VILL HEITT SÚKKULAÐI? ÞÁ ÆTTU ÞEIR AÐ VERA ÉG MMM! ÉG ÆTLA AÐ FÁ ÞAÐ SEM ILMAR SVONA VEL! LOKAÐU GLUGGANUM! HANN FINNUR LYKTINA AF VEITINGAHÚSINU HÉR VIÐ HLIÐINA! Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Kvikmyndin Dauði Stalíns er tilsýninga hér þessa dagana. Myndin er meinfyndin lýsing á at- burðarásinni í kringum andlát Stal- íns og valdabaráttunni í kjölfarið. Stalín hélt ekki bara sovésku þjóð- inni í greipum ógnar og skelfingar, heldur einnig sínum nánustu sam- starfsmönnum. Þótt frjálslega kunni að vera farið með ýmislegt í mynd- inni, er sleginn réttur tónn, að minnsta kosti ef marka má lýsingar sagnfræðinga á þeim atburðum, sem fjallað er um í myndinni. Myndin hefur þó ekki vakið mikla kátínu í Rússlandi. Stalín var felldur af stalli eftir andlátið í mars 1953 og myrkraverk hans voru afhjúpuð. Í valdatíð hans voru milljónir manna teknar af lífi og fangelsaðar í gúlag- inu. x x x Ekki eru þó Rússar á eitt sáttir umarfleifð Stalíns. Margir horfa einkum til sigurs Sovétmanna á nas- istum í seinni heimsstyrjöldinni og iðnvæðingu landsins. Reynt hefur verið að torvelda starfsemi samtak- anna Memorial, sem hafa leitt rann- sóknir á glæpum Stalíns, með því að skylda þau til að skrá sig sem „er- lendan erindreka“ í krafti umdeildra laga, sem sett voru fyrir sex árum. Styttur og minnismerki um Stalín voru fjarlægð eftir að Nikita Krúst- sjov komst til valda. Nú skjóta minnisvarðar um hann upp kollinum á ný. Eitt dæmi er bronsstytta af Stalín sem reist var í Moskvu í fyrra fyrir tilstuðlan rússneska hersögu- félagsins þar sem mennta- málaráðherra landsins er stjórn- arformaður. Í fyrra var gerð könnun í Rúss- landi þar sem þátttakendur voru spurðir hvern þeir teldu skara fram úr í mannkynssögunni. Flestir nefndu Stalín. x x x Það ætti því kannski ekki að komaá óvart að rússnesk stjórnvöld skyldu banna sýningar á myndinni Dauði Stalíns þegar taka átti hana til sýningar í Rússlandi í janúar. Uppgefin ástæða var að þar væri að finna „upplýsingar, sem bannað er með lögum að dreifa í Rússlandi“. vikverji@mbl.is Víkverji Og ég segi yður: Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, kný- ið á og fyrir yður mun upp lokið verða. (Lúk: 11.9)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.