Morgunblaðið - 11.04.2018, Side 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2018
Já, ég var snarrugluð. Það vareins og allar rásir skilning-arvitanna hefðu lokast, þærhöfðu ekki hleypt nokkrum
einasta lífsstraumi í gegnum sig síð-
an guð má vita hvenær. Hvílík mis-
tök að hafa skrúfað fyrir allan til-
gang minnar eigin tilveru og
gangast undir þau skilyrði sem Mar-
io gat boðið mér upp á í von um far-
sælt hjónaband. Hvílík mistök að
halda að ég ynni mér inn umbun
hans og hrifningu
fyrir að styðja
hann til sífellt
meiri velgengni.
Og hvílík mistök
að hafa talið mér
trú um að ég gæti
ekki lifað án hans
þegar ég hafði
lengi vel ekki ver-
ið viss um hvort
ég væri einu sinni
sjálf á lífi. (141) Já, Olga ruglast og
gerir sér grein fyrir öllum þessum
mistökum tilveru sinnar, að hún
hafði hætt að vera hún sjálf þegar
hún gekk að eiga Mario og lagði eftir
það allan sitt metnað í þjónustu við
eiginmann sem dag einn gekk á dyr
og yfirgaf hana og börnin – og fimm-
tán ára hjónabandið, sem Olga hafði
talið traust, slitnaði. Og hún rugl-
aðist, missti tökin á lífi sem hún taldi
traust en kom í ljós að var byggt á
blekkingu.
Dagur höfnunar (I giorni dell’ab-
bandono) er önnur útgefna skáld-
saga hulduhöfundarins með dulnefn-
ið Elena Ferrante sem hefur slegið í
gegn út um heimsbyggðina fyrir
svokallaðan Napolí-fjórleik. Dagur
höfnunar kom út níu árum áður en
fjórleikurinn tók að koma á prent og
sömu tvær borgir koma við sögu;
Olga er frá Napolí en eftir að hafa
búið í öðrum löndum meðan eigin-
maðurinn Mario aflaði sér mennt-
unar komu þau sér fyrir í Tórínó þar
sem hann fékk vinnu. Olga hafði ung
skrifað skáldsögu og hugðist halda
áfram á þeirri braut en þegar börnin
tvö voru fædd fór allur hennar tími
og orka í að halda utan um heimilið,
þjóna eiginmanninum og börnum, og
þar koma lesendur til móts við hana
þegar eiginmaðurinn hefur tilkynnt
dag nokkurn í apríl, skömmu eftir
hádegismat, að hann vilji skilja við
hana.
Olga segir sjálf frá í þátíð, í 1. per-
sónu frásögninni, sem er snörp og
hröð; helsti styrkur sögunnar felst
einmitt í þróttmikilli frásagnar-
tækninni og nálguninni þar sem
sögumaður gerir lesandann að nán-
um trúnaðarvini og upplifir hann at-
burðina og nánast taumlausar til-
finningasveiflurnar með augum og
orðum fórnarlambsins, sem Olga
vissulega er í þessari atburðarás.
Mario gengur á dyr, eftir að hafa
sagt að hann vildi skilja og hefði
ekkert upp á eiginkonuna eða börnin
að klaga, og „skildi mig eftir stjarfa
við uppþvottavélina“ (5) segir Olga
og staðsetningin hamrar á stöðu
hennar innan veggja heimilisins. Þá
taka spurningar og efasemdaraddir
að hljóma í huga hennar, hún horfir
til baka og leitar að ástæðu, hugsar
um sprungur sem kunna að hafa ver-
ið til staðar í hjónabandinu sem út-
skýrt er um leið fyrir lesandanum.
En Mario hamrar á ákvörðun sinni í
daglegum heimsóknum til barnanna
fyrstu vikuna en eftir að hann viður-
kennir að önnur kona sé í spilinu fer
Olga virkilega að missa tökin. Mario
hverfur þá sjónum vikum saman og
andlegt ástand Olgu er vel speglað í
endurteknum upprifjunum hennar
um nágrannakonu í barnæsku sem
hafði verið blómleg eiginkona og ást-
rík móðir en sölnað eins og deyjandi
skrautjurt eftir að eiginmaðurinn
tók saman við aðra – og fyrirfór hún
sér að lokum.
Eftir að Mario er farinn er Olga
eins og alein í heiminum með börnin
tvö og stóran hund og lesandinn
fylgist með henni reyna að stappa í
sig stálinu, að reyna að verða ekki
fórnarlamb örvæntingar og þung-
lyndis, en það tekst ekki, þráhyggj-
an tekur völdin, til að mynda um
unga ástkonu Marios og líf þeirra
saman. Eitur kemur við sögu – Olga
eitrar fyrir maura og það er eitrað
fyrir hundinum, börnin fjarlægjast
hana og verða hálfgerðir fjandmenn,
hljóðfæraleikarinn á neðri hæðinni
er óvinur en engu að síður bankar
Olga eitt sinn uppá hjá honum, frá-
vita af harmi og þrá og hálfpartinn
nauðgar manninum. Og hún sekkur
djúpt áður en hún nær að spyrna sér
upp og byrja að ná tökum á lífinu að
nýju; fær sér vinnu og tekst á yfir-
vegaðri hátt á við sorgina. Og eigin-
manninn fyrrverandi.
Eins og fyrr segir felst styrkur
sögunnar einkum í frásagnarhætt-
inum, samkenndinni og samlíðaninni
sem höfundi tekst að byggja upp
með Olgu þar sem hún sekkur sífellt
dýpra í örvæntingarfenið. En þar er
jafnframt einn galli sögunnar; sturl-
unarmóðan varir of lengi fyrir þenn-
an lesanda og varð endurtekningar-
söm, það var ekki trúverðugt hvað
það tók sögupersónuna langan tíma
að lofta út í lífi sínu. Og þá er Olga
fulleinföld frá höfundarins hendi, of
saklaus (þótt unnið sé á vissan hátt
gegn því með kynlífspælingum
hennar), of flöt. Þessi lesandi átti
bágt með að trúa því að undir lok
tuttugustu aldar beygði ung og
menntuð evrópsk kona sig svo gjör-
samlega undir karlrembulegt valda-
kerfi eins og það sem fjallað er um í
frásögninni – þótt samféagð ítalska
kunni að vera merkt karlrembunni –
og léti algjörlega reka á reiðanum
þar til skipið væri strand.
En bókin er lipurlega skrifuð og af
snerpu, það vantar ekki, og þýðing
Höllu Kjartansdóttur rennur vel
eins og vera ber, í óvenjulegri
spennusögu um konu sem læsist inn-
an veggja heimilisins er karlinn fer.
Wikipedia
Sögusviðið Skáldsagan Dagar höfnunar eftir Elenu Ferrante gerist í Tór-
ínó og segir sögu konu sem eiginmaðurinn yfirgefur fyrir aðra yngri.
Skilin eftir stjörf
við uppþvottavélina
Skáldsaga
Dagar höfnunar bbbmn
Eftir Elena Ferrante.
Halla Kjartansdóttir þýddi.
Benedikt bókaútgáfa, 2018.
Kilja, 191 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
Fyrsta stóra umhverfislistaverk
búlgarska listamannsins Christos í
Bretlandi mun verða sett upp í
sumar í Serpentine-vatninu í Hyde
Park í London. Christo, sem er 82
ára gamall, varð frægur fyrir um-
fangsmikla umhverfisskúlptúra sem
hann vann lengst af ásamt eigin-
konu sinni, Jeanne-Claude, sem er
látin; þau pökkuðu meðal annars
inn þinghúsinu í Berlín og brú í
Parísarborg.
Verkið sem fer upp í London
kallar Christo Mastaba og segir í
samtali við The Guardian að það
byggist á fornu formi frá Mesó-
pótamíu. Verkið mun vega um 150
tonn og fljóta á vatninu; gert úr
7.506 tunnum sem verður staflað
upp. Það verður 20 metra hátt, 30
metrar á breidd og 40 metra langt.
Christo gerir verk í London
Hugmyndin Skissa Christos að verki hans í London. Listamaðurinn greiðir
fyrir uppsetningu umhverfisverka sinna með sölu myndverka sem þessa.
Ljósmynd/André Grossmann/© 2
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Mið 11/4 kl. 20:00 aukas. Mið 2/5 kl. 20:00 26. s Lau 19/5 kl. 20:00 37. s
Fim 12/4 kl. 20:00 aukas. Fim 3/5 kl. 20:00 27. s Mið 23/5 kl. 20:00 aukas.
Fös 13/4 kl. 20:00 aukas. Fös 4/5 kl. 20:00 28. s Fim 24/5 kl. 20:00 aukas.
Lau 14/4 kl. 20:00 8. s Lau 5/5 kl. 20:00 29. s Fös 25/5 kl. 20:00 38. s
Sun 15/4 kl. 20:00 9. s Sun 6/5 kl. 20:00 30. s Lau 26/5 kl. 20:00 39. s
Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Þri 8/5 kl. 20:00 31. s Sun 27/5 kl. 20:00 40. s
Fim 19/4 kl. 20:00 10. s Mið 9/5 kl. 20:00 32. s Mið 30/5 kl. 20:00 aukas.
Fös 20/4 kl. 20:00 11. s Fös 11/5 kl. 20:00 33. s Fim 31/5 kl. 20:00 41. s
Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Lau 12/5 kl. 16:00 34. s Fös 1/6 kl. 20:00 46. s
Sun 22/4 kl. 20:00 12. s Þri 15/5 kl. 20:00 aukas. Lau 2/6 kl. 20:00 47. s
Fim 26/4 kl. 20:00 13. s Fim 17/5 kl. 20:00 35. s Sun 3/6 kl. 20:00 48. s
Lau 28/4 kl. 20:00 25. s Fös 18/5 kl. 20:00 36. s Mið 6/6 kl. 20:00 49. s
Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa.
Elly (Stóra sviðið)
Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s
Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s
Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s
Sýningar haustið 2018 komnar í sölu.
Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið)
Mið 11/4 kl. 20:00 9. s Mið 18/4 kl. 20:00 14. s Fim 26/4 kl. 20:00 20. s
Fim 12/4 kl. 20:00 10. s Fim 19/4 kl. 20:00 15. s Fös 27/4 kl. 20:00 21. s
Fös 13/4 kl. 20:00 11. s Fös 20/4 kl. 20:00 16. s Lau 28/4 kl. 20:00 22. s
Lau 14/4 kl. 20:00 12. s Lau 21/4 kl. 20:00 18. s Sun 29/4 kl. 20:00 23. s
Sun 15/4 kl. 20:00 13. s Sun 22/4 kl. 20:00 19. s
Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis!
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Fös 13/4 kl. 20:30 Frums. Sun 22/4 kl. 20:30 6. s Fim 3/5 kl. 20:30 aukas.
Lau 14/4 kl. 20:30 2. s Mið 25/4 kl. 20:30 7. s Fös 4/5 kl. 20:30 12. s
Sun 15/4 kl. 20:30 3. s Fim 26/4 kl. 20:30 8. s Lau 5/5 kl. 20:30 13. s
Mið 18/4 kl. 20:30 aukas. Fös 27/4 kl. 20:30 aukas. Sun 6/5 kl. 20:30 14. s
Fim 19/4 kl. 20:30 4. s Lau 28/4 kl. 20:30 9. s Mið 9/5 kl. 20:30 15. s
Fös 20/4 kl. 20:30 5. s Sun 29/4 kl. 20:30 10. s Fim 10/5 kl. 20:30 aukas.
Lau 21/4 kl. 20:30 aukas. Mið 2/5 kl. 20:30 11. s Fös 11/5 kl. 20:30 16. s
Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi?
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Fim 12/4 kl. 19:30 Auka Lau 21/4 kl. 16:00 18.sýn Sun 13/5 kl. 19:30 29.sýn
Fös 13/4 kl. 19:30 15.sýn Sun 22/4 kl. 19:30 19.sýn Sun 27/5 kl. 19:30 30.sýn
Lau 14/4 kl. 19:30 16.sýn Sun 29/4 kl. 20:00 25.sýn Lau 2/6 kl. 19:30 31.sýn
Sun 15/4 kl. 19:30 Auka Lau 5/5 kl. 19:30 27.sýn Sun 3/6 kl. 19:30 32.sýn
Fös 20/4 kl. 19:30 17.sýn Sun 6/5 kl. 16:00 28.sýn Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Svartalogn (Stóra sviðið)
Fim 26/4 kl. 19:30 Fors Lau 28/4 kl. 19:30 2.sýn Fös 4/5 kl. 19:30 4.sýn
Fös 27/4 kl. 19:30 Frum Fim 3/5 kl. 19:30 3.sýn Fös 11/5 kl. 19:30 5.sýn
Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu
Stríð (Stóra sviðið)
Mið 16/5 kl. 19:30 Frums Fim 17/5 kl. 19:30 2.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 3.sýn
Ragnar og Kjartan hafa tvívegis skapað í sameiningu sviðsverk fyrir Volksbühne-l
Faðirinn (Kassinn)
Fös 13/4 kl. 19:30 32.sýn Fös 20/4 kl. 19:30 33.sýn Lau 21/4 kl. 19:30 34.sýn
Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk.
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 11/4 kl. 20:00 Mið 18/4 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Oddur og Siggi (Á flakki um landið)
Mið 11/4 kl. 11:00 Höfn Þri 17/4 kl. 11:00 Selfoss Þri 15/5 kl. 11:00
Vestm.eyjar
Mán 16/4 kl. 11:00 Selfoss Þri 24/4 kl. 11:00
Hveragerði
Skemmtileg, sorgleg og hjartnæm sýning
Pörupiltar (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 26/4 kl. 10:00 Fös 27/4 kl. 11:30 Mið 2/5 kl. 10:00
Fim 26/4 kl. 11:30 Mán 30/4 kl. 10:00 Mið 2/5 kl. 11:30
Fös 27/4 kl. 10:00 Mán 30/4 kl. 11:30
Hlátur og skemmtun í bland við eldfimt efni
Barnamenningarhátið (Þjóðleikhúsið)
Fös 20/4 kl. 10:00 Ég get Lau 21/4 kl. 13:00 Pétur og
úlfurinn
Sun 22/4 kl. 13:00 Oddur og
Siggi
Fös 20/4 kl. 10:00 Pétur og
úlfurinn
Lau 21/4 kl. 13:00 Ég get Sun 22/4 kl. 15:00 Oddur og
Siggi
Lau 21/4 kl. 10:00 Pétur og
úlfurinn
Lau 21/4 kl. 15:00 Ég get
Barnamenningarhátíð 2018
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
ÞARFTU
AÐ LÁTA
GERA VIÐ?