Morgunblaðið - 11.04.2018, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 11.04.2018, Qupperneq 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2018 VEIÐIHNÍFAR Í ÚRVALI VERÐ FRÁ 3 750 -. . Laugavegi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.is Opið virk a dag a frá 9-18 lau frá 1 0-16 Ný vefvers lun brynja.i s ICQC 2018-20 Steven Spielberg, einhverþekktasti og vinsælastikvikmyndaleikstjóri sög-unnar, hefur verið afkasta- mikill undanfarna mánuði. Aðeins örfáum mánuðum eftir að hafa frumsýnt hina ágætu kvikmynd The Post, þar sem hann tók fyrir sögulegan atburð, lekann á Penta- gon-skjölunum, tekur hann algjöra u-beygju og frumsýnir Ready Player One þar sem raunsæi víkur fyrir afþreyingu, tölvuteiknuðum sýndarveruleika- og tölvuleikja- heimi. Ready Player One gerist árið 2045 og heimurinn auðvitað til fjandans farinn. Söguhetja myndarinnar, hinn tæplega tvítugi Wade Watts (Sheridan), býr við mikla fátækt í þeirri borg Banda- ríkjanna sem hefur vaxið hvað hraðast eftir uppskerubrest og aðrar hörmungar, Columbus í Ohio. Wade er munaðarleysingi og býr í einhvers konar hjólhýsa- blokkahverfi hjá geðvondri frænku sinni og heimskum kærasta henn- ar. Líkt og aðrir borgarbúar ver hann öllum sínum stundum í sýnd- arveruleikaheimi með til þess gerð gleraugu á höfði og hlaupabretti undir fótum. Heimur þessi nefnist Oasis og er sköpunarverk mikils snilldarhönnuðar, James Halliday (Rylance), sem er í guðatölu hjá notendum. Í Oasis ægir öllu mögu- legu saman, sýndarheimurinn er líkt og risavaxinn hrærigrautur úr hinum ýmsu tölvuleikjum, kvik- og teiknimyndum og þá einkum frá níunda áratugnum. Menningu þess tíma hefur Halliday drukkið í sig í æsku og líkt og í tölvuleikjum get- ur fólk brugðið sér í allra kvikinda og manna líki, barist til síðasta blóðdropa, lifnað við á ný og rakað til sín gullpeningum þegar and- stæðingarnir missa líf og limi. Oas- is er, eins og nafnið bendir til, vin í eyðimörk vonleysisins og hinn full- komni veruleikaflótti. Áður en Halliday lætur lífið skil- ur hann eftir sig mikla þraut og sá sem leysir hana mun fá vegleg verðlaun, sjálfan sýndarheiminn og öll þau auðæfi sem honum fylgja. En til að komast á leiðarenda þarf að finna þrjá lykla og á endanum páskaegg (hér er átt við leynileg skilaboð eða verðlaun í tölvuleik sem kölluð eru páskaegg) og einn þeirra sem þráir það hvað heitast er vondi karlinn Nolan Sorrento (Mendelsohn), stjórnandi fyrirtæk- isins IOI sem hefur á að skipa her manns sem hefur það eina mark- mið að leysa þrautirnar og losa sig við andstæðingana, hvað sem það kostar. Wade, sem gengur undir nafninu Parzifal í Oasis (og ekur um á sama Delorean-kagga og Marty McFly í Back to the Fut- ure), reynist öðrum leikmönnum snjallari og kemst fljótlega yfir fyrsta lykilinn. Um leið kynnist hann bleikhærðri stúlku, Art3mis (Cooke) og verður ástfanginn af henni þrátt fyrir að hafa aðeins kynnst sýndarveruleikaútgáfunni af henni. Saman takast þau á við Sorrento og skósveina hans ásamt nokkrum vinum sínum í Oasis. Fljótlega verða átökin öllu raun- verulegri, færast yfir í hinn raun- verulega heim og Wade og vinir hans eiga fótum sínum fjör að launa. Þessi snarruglaða en skemmti- lega kvikmynd Spielbergs er byggð á vísindaskáldsögu Ernest nokkurs Cline frá árinu 2011 og er yfirfull og í raun ofhlaðin af alls konar vísunum í dægur- og tölvu- leikjamenningu níunda áratug- arins, sem fyrr segir, sem og tón- list þess tíma. Það er til dæmis frekar furðulegt að vera staddur í æsilegum kappakstri í New York með King Kong á hælunum og „Jump“ með Van Halen í eyrunum. Yfirþyrmandi, raunar, enda virka nútímatölvuleikir margir þannig á miðaldra fólk í dag, fólk sem ólst upp við Pacman og Space Invad- ers. Slíkir leikir eru eins og huggu- legt kaffiboð hjá ömmu í saman- burði við tölvuleiki þess sýndar- veruleikatíma sem þegar er hafinn. Og þó að þetta virki gjörsamlega galið er kannski stutt í að við get- um öll flúið inn í heim á borð við Oasis. Þó að þessi ævintýramynd Spiel- bergs sé á margan hátt ófrumleg og klisjukennd (fátækur mun- aðarleysingi reynist mikil hetja, berst við vondan karl, sigrar hann að lokum og hlýtur að launum prinsessuna og konungsríkið) kem- ur hún einstaka sinnum á óvart. Ber þar hæst stórfurðulegt atriði í sýndarheimi þar sem Wade og fé- lagar fara bókstaflega inn í hroll- vekjuna The Shining eftir Stanley Kubrick. Óhuggulegu tvíburasyst- urnar birtast bíógestum á ný, blóð- hafið streymir úr lyftunni og nakta konan í baðinu stígur í vænginn við eina tölvuteiknuðu aðalpersónuna sem líkist meira orka úr Hringa- dróttinssögu en manni. Þetta atriði er verulega skrítið, virðist engum tilgangi þjóna en er þó heillandi í furðuleika sínum og spaugilegt fyr- ir þá fullorðnu bíógesti sem þekkja The Shining en fullhrollvekjandi fyrir barnunga bíógesti. Og hver veit hvenær við getum öllu brugðið okkur inn í kvikmynd og leikið á móti okkar uppáhaldsleikurum? Eflaust styttist í það ef það er ekki þegar mögulegt. Ready Player One er hrein og klár afþreying og prýðileg sem slík en skilur lítið eftir sig, einhverja töfra vantar hjá Spielberg að þessu sinni. Myndin er að stórum hluta eins og tölvuleikur og er óður til níunda áratugarins og fyrstu tölvu- leikjanna, til tölvuleikja almennt og dægurmenningar fyrrnefnds ára- tugar og síðast en ekki síst er hún leikfangakassi leikstjóra sem kom- inn er á áttræðisaldur en hefur greinilega enn gaman af því að leika sér (reyndar voru engir tölvuleikir til þegar Spielberg var barn og unglingur en það er önnur saga). Og líkt og leikur barna er Ready Player One ekki alltaf rök- rétt og getur tekið óvæntar og furðulegar beygjur, sumar í rétta átt en aðrar ekki. Ófullkominn veruleikaflótti Í sýndarheimi Wade Watts, söguhetja Ready Player One, með sýndarveruleikagleraugu á höfði, djúpt sokkinn í hinn tilbúna heim James Halliday. Myndin er prýðileg afþreying en einhverja töfra vantar þó hjá Spielberg. Sambíóin Egilshöll og Kringlunni Ready Player One bbbnn Leikstjórn: Steven Spielberg. Handrit: Ernest Cline, Zak Penn og Eric Eason. Aðalleikarar: Tye Sheridan, Ben Mendel- sohn, Olivia Cooke, Mark Rylance og Simon Pegg. Bandaríkin, 2018. 140 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Gítarleikarinn Lindsey Buckingham hefur sagt skilið við hljómsveitina Fleetwood Mac, fáeinum mánuðum áður en tónleikaferð hljómsveitar- innar hefst. Á vefjum tímaritsins Rolling Stone og dagblaðsins Inde- pendent segir að Buckingham hafi verið rekinn úr hljómsveitinni í kjöl- far deilna um umrædda tónleikaferð. Mike Campbell, gítarleikari Tom Petty and the Heartbreakers, mun hlaupa í skarðið fyrir Buckingham og einnig Neil Finn úr hljómsveit- inni Crowded House. Í yfirlýsingu sem hljómsveitin sendi frá sér í fyrradag kemur fram að Buckingham hafi sagt skilið við hana og honum óskað velfarnaðar. Buckingham gekk til liðs við Fleetwood Mac árið 1974 ásamt Ste- vie Nicks og samdi mörg þekktustu lög hljómsveitarinnar, m.a. „Go Yo- ur Own Way“, „Tusk“ og „Second Hand News“. Hann hætti í hljóm- sveitinni árið 1987 og leysti Billy Burnette hann þá af. Hann gekk svo aftur í sveitina fyrir tónleikaferða- lagið The Dance árið 1996 og lék með sveitinni reglulega næstu 20 ár eða þar um bil. Buckingham rekinn Ljósmynd/Wikipedia Ekki með Lindsey Buckingham hefur verið rekinn úr Fleetwood Mac.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.