Morgunblaðið - 13.04.2018, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 1 3. A P R Í L 2 0 1 8
Stofnað 1913 86. tölublað 106. árgangur
ALLT ER SVO
FALLEGT VIÐ
BÓKBANDIÐ
HEIMANÁM
MEÐ ÖÐRUVÍSI
GLERAUGUM
BILL MURRAY KEM-
UR FRAM MEÐ
TÓNLISTARFÓLKI
MENNTAVÍSINDI 12 LISTAHÁTÍÐ 2018 KYNNT 39EINAR SVEINN 6
skráðir í facebookhópinn Plokk á Íslandi þar
sem finna má ýmsar reynslusögur fólks sem
fyllir heilu sekkina af rusli á skömmum tíma. Í
gær var send út hvatning til fólks um að láta til
sín taka 22. apríl næstkomandi, sem er dagur
jarðar. Er hugsunin að þann dag gangi allir
plokkarar Íslands einn kílómetra og tíni upp
rusl á leiðinni, svo sem plast og pappa. Sér-
staklega er skorað á stjórnendur fyrirtækja að
leggja lið og fá starfsfólk til að hreinsa til í
nærumhverfi sínu.
Plokkarar úr Alla leið, gönguhópi Ferðafélags
Íslands, tíndu mikið rusl þegar þeir gengu með-
fram Vesturlandsvegi við Úlfarsfell í gærkvöldi.
„Plokkið er frábær þjálfun fyrir fjallgöngur,“
segir Hjalti Björnsson sem fór fyrir hópnum
sem stefnir á Hvannadalshnjúk í næsta mánuði.
Plokkið segir hann vera mikilvægt sjálf-
boðaliðastarf í umhverfismálum og þar að auki
góðan félagsskap fyrir þá sem taka þátt í því.
Óhætt er að segja að um þessar mundir sé
plokkæði á Íslandi. Nú eru um 3.500 manns
Einar Bárðarson, samskiptastjóri Hafnar-
fjarðarbæjar, er einn af upphafsmönnum þess-
arar vakningar, en fyrirmyndin er sænsk.
„Undirtektirnar hafa alls staðar verið góðar og
sveitarfélögin verið tilbúin að leggja lið eins og
við á,“ segir Einar, sem leggur áherslu á að
verkefnið sé sjálfsprottið framlag hvers og eins
í þágu síns samfélags. Slíkt sé afar dýrmætt
fyrir samfélagið og skapi líka gott fordæmi á
tímum þegar umhverfismál og barátta gegn
sóun séu ofarlega á baugi. sbs@mbl.is »4
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Plokkuðu við Vesturlandsveg
Sjálfsprottið verkefni sem skapar gott fordæmi í umhverfismálum
Tíndu rusl við Úlfarsfell Plast og pappi úti um allt Í þágu samfélagsins
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Samkvæmt gildandi stefnu og aðgerðaáætlun
stjórnvalda í geðheilbrigðismálum átti aðgengi
fólks að sálfræðingum á heilsugæslustöðvum að
vera orðið 50% í lok síðasta árs. Nú þegar komið er
fram á vor 2018 er aðeins einn sálfræðingur fyrir
fullorðna kominn til starfa á höfuðborgarsvæðinu.
Þetta segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Geðhjálpar.
Aðgengi að sálfræðingum á heilsugæslustöðv-
um á að vera orðið 90% í lok árs 2019. Anna segir
að stjórnvöld þurfi að spýta í lófana ef það á að
ganga eftir.
Hún segir mikilvægt að sálfræðiþjónusta sé nið-
urgreidd en svo er ekki í dag. Talsvert er um að
einstaklingar ráði ekki við þann kostnað að leita
sér aðstoðar. Það getur ráðið úrslitum fyrir sjúk-
ling að hafa sterkt bakland ættingja og vina til að
fá þjónustu við hæfi. Fram kom í Morgunblaðinu í
gær að móðir ungrar konu með geðraskanir þurfti
að greiða úr eigin vasa næstum eina milljón króna
fyrir þjónustu og lyf. Stærsti hluti kostnaðarins
var vegna sálfræðimeðferðar.
Geðlæknar starfa innan heilbrigðiskerfisins og
er þjónusta þeirra niðurgreidd. Þeir anna hins
vegar ekki eftirspurn. Þá hefur kostnaðarhluti
fólks með geðraskanir hækkað um 30% að með-
altali með nýlegum breytingum á lögum um
sjúkratryggingar.
„Við erum sífellt að þrýsta á stjórnvöld í þessum
efnum,“ segir Anna. Hún segir að það hafi sannað
sig að fjármagn til geðheilbrigðismála skipti ekki
aðeins sköpum fyrir fólk með geðraskanir heldur
sé það samfélagslega arðbært að veita sálfræði-
þjónustu gegn lágri eða engri greiðslu.
Ekki staðið við stefnuna
Aðgengi að sálfræðingum á heilsugæslustöðvum ekki í samræmi við fyrirheit
Fólk með geðraskanir greiðir nú 30% meira en áður fyrir geðlæknisaðstoð
MSálfræðiþjónustu ætti … »14
Rússneskir
valdhafar virðast
raunverulega
trúa því að setið
sé um Rússland
og áhrifasvæði
þess. Hættan
komi fyrst og
fremst utan frá.
Þannig tala þeir í
eigin hópi að
sögn Alberts Jónssonar, fyrrver-
andi sendiherra Íslands í Rússlandi.
Þetta sé þannig ekki einungis áróð-
ur heimafyrir. Valdhafarnir trúi
þessu sjálfir.
Albert ræddi um utanríkisstefnu
Rússlands, norðurslóðir og stöðu Ís-
lands á fjölmennum hádegisfundi
Varðbergs í gær. »20
Hætta komi fyrst
og fremst utan frá
Albert Jónsson
Sú mikla loftmengun sem lagðist
yfir allt höfuðborgarsvæðið um síð-
astliðin áramót er óviðunandi og er
tilefni til að hafa af því áhyggjur.
Þetta segir Guðmundur Ingi Guð-
brandsson umhverfis- og auðlinda-
ráðherra við Morgunblaðið. Hann
telur jafnframt þörf á að bregðast
við loftmengun frá skoteldum.
„Það á ekki að vera svo að þeir
sem eru viðkvæmastir fyrir þurfi
að halda sig innandyra þegar
mengunartoppar eins og þessi
myndast,“ segir hann, en niður-
stöður rannsókna sýna að meng-
unin er afar varasöm fólki. »11
Morgunblaðið/Hari
Mengun Loftgæði rýrnuðu víða mjög.
Bregðast þarf við
skoteldamengun
„Við hlökkum
til að bjóða leik-
húsáhorfendum,
líkt og lesendum
fram til þessa,
upp á að taka
völdin og ákveða
hvað gerist næst.
Það er ljóst að
engar tvær sýn-
ingar verða ná-
kvæmlega eins,“
segir Ævar Þór Benediktsson um
leiksýninguna Þitt eigið leikrit sem
frumsýnd verður í Kúlunni í Þjóð-
leikhúsinu í janúar 2019 í leikstjórn
Stefáns Halls Stefánssonar. Leik-
ritið byggist á sömu hugmynda-
fræði og Þín eigin-bókaflokkurinn
sem Ævar hefur skapað. „Þessa
dagana er verið að þróa og útfæra
afar spennandi aðferð sem áhorf-
endur munu nota til að kjósa.“ » 38
„Engar tvær leik-
sýningar eins“
Ævar Þór
Benediktsson