Morgunblaðið - 13.04.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. APRÍL 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Magnús Heimir Jónasson
Guðrún Hálfdánardóttir
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra segir að ráðuneytið muni
funda með SÁÁ á næstu dögum til að
finna sameiginlega lausn fyrir ung-
menni sem glíma við áfengis- og
fíknivanda eftir að Arnþór Jónsson,
formaður SÁÁ, tilkynnti í gær að
Vogur myndi hætta að taka við ung-
mennum yngri en 18 ára. „Við mun-
um funda með SÁÁ um næstu skref.
Ég var mjög ánægð að sjá í tilkynn-
ingunni að þau eru tilbúin að sinna
þjónustunni þangað til við sjáum
hvernig við vilj-
um þróa þetta,
hvaða fyrirkomu-
lag sem verður á
því, en það verður
þá einhvern tím-
ann á næstu dög-
um,“ segir Svan-
dís í samtali við
Morgunblaðið.
Hún segir líklegt
að bæði Land-
spítalinn og Barnaverndarstofa
muni einnig koma að þessum
ákvörðunum. Arnþór sagði við mbl.is
í gær að það væri erfið ákvörðun að
hætta að taka við ungmennum yngri
en átján ára en ef ekki væri vilji fyrir
því að Vogur veitti þessa þjónustu
væri ekki annað í boði. Lögreglan fer
nú með rannsókn á því hvort brotið
hafi verið gegn 16 ára stúlku á Vogi
af eldri einstaklingi og bendir Arn-
þór á að það sé þannig að ábyrgðin á
broti sé aldrei hjá þeim sem verður
fyrir því heldur gerandanum. „Það
getur enginn komið í veg fyrir þessi
brot hvar sem er nema gerandinn,“
segir Arnþór.
Að hans sögn verður miðað við
átján ára aldur á ungmennadeildinni
á Vogi eftir þetta en þangað til við-
eigandi úrræði finnst muni Vogur að
sjálfsögðu taka á móti börnum yngri
en átján ára. Hann segir hins vegar
engan mun vera á sautján ára
krakka og þeim sem er nítján ára
þegar kemur að vímuefnanotkun.
Fyrir þennan sjúklingahóp er ung-
mennadeildin á Vogi langbesta úr-
ræðið. „Mörg hundruð ungmenni
hafa fengið þarna frábæra þjónustu
og stigið fyrstu skrefin inn í nýtt líf.
Þarna er frábært starfsfólk sem er
sérhæft í því sem það er að gera,“
segir Arnþór og bendir á að þau ung-
menni sem þar hafi verið hafi átt
fullt erindi í meðferð á Vogi.
„En maður getur ekki troðið sér
þangað sem maður er ekki velkom-
inn,“ segir hann og bætir við að ekki
sé hægt að bjóða starfsfólki á Vogi
upp á að sitja stöðugt undir ákúrum
sem það á ekki skilið.
Þá sé ekki endalaust hægt að
skamma SÁÁ fyrir að ekki skuli vera
til úrræði sem allir séu að kalla eftir
fyrir ungmenni en eins og staðan sé í
dag sé ungmennadeildin á Vogi
besta úrræðið fyrir þennan aldurs-
hóp. Ef vilji sé fyrir því að koma sér-
stökum spítala í gagnið fyrir þennan
aldurshóp fagni SÁÁ því að sjálf-
sögðu.
Fundað um lausn fyrir ungmenni
Sjúkrahúsið Vogur mun framvegis ekki taka við ungmennum yngri en 18 ára Formaður SÁÁ
segir það erfiða ákvörðun en ekki sé annað í boði Heilbrigðisráðherra mun funda með SÁÁ
Svandís
Svavarsdóttir
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
thorgerdur@mbl.is
„Þetta er grafalvarleg staða,“ segir
Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins, um stöðu á bið-
listum eftir plássum á leikskólum
Reykjavíkurborgar.
Marta situr í skóla- og frístunda-
ráði og fékk í fyrradag svör við fyr-
irspurn sinni um fjölda barna á bið-
lista og stöðu starfsmannamála á
leikskólum borgarinnar. Í svari frá
Helga Grímssyni, sviðsstjóra skóla-
og frístundasviðs, kemur fram að
1.155 börn fædd á árunum 2013 til
2016, auk yngri barna með forgang,
séu á biðlista eftir leikskólaplássi. Þar
af eru 377 flutningsumsóknir á milli
borgarrekinna leikskóla eða frá sjálf-
stætt starfandi leikskólum yfir á
borgarrekna leikskóla. Séu börn
fædd árið 2017 talin með er fjöldi
barna á biðlista 1.629. Í svarinu kem-
ur einnig fram að áætla megi að öllum
börnum fæddum á árunum 2013 til
2016 verði boðin vist fyrir haustið
2018, en 1.310 börn sem eru með vist-
un munu hætta fyrir haustið.
Aðspurð segir Marta tölurnar
koma talsvert á óvart vegna þess hve
mikil fjölgunin hefur orðið. Síðast
þegar óskað var eftir þessum upplýs-
ingum, sem var einhvern tíma fyrir
áramót, hafi fjöldinn verið í kringum
900.
„Það er alveg ljóst að það þarf að
fara í stórátak til þess að leysa þenn-
an vanda og það verður ekki við það
unað lengur að börn bíði þetta lengi á
biðlistum og að þeim fjölgi stöðugt á
biðlistum eða að við stöndum frammi
fyrir þessari manneklu öllu lengur.“
Í svarinu er varðar starfsmanna-
mál á leikskólum borgarinnar kemur
fram að til að bjóða börnum laus pláss
vanti tæplega 40 stöðugildi, eða 39,6.
„Það þarf í rauninni að fara í ein-
hverjar bráðaaðgerðir strax til þess
að leysa þetta. Foreldrar þurfa að
vera heima með börnin sín og þurfa
jafnvel að sækja þau á leikskóla á
vinnudegi og það gengur auðvitað
ekki upp.“
1.629 börn á biðlista
Morgunblaðið/Hari
Leikskólar 1.155 börn fædd 2013 til
2016 eru á biðlista eftir plássi.
Biðlisti eftir leikskólaplássum í borginni langur Starfs-
menn vantar í tæp 40 stöðugildi Grafalvarleg staða
„Ég er svo glöð að vera með allar tennur mínar
og að nefið sé ekki skakkt,“ segir Birna Rún Ei-
ríksdóttir leikkona sem varð fyrir því óláni á
Sýningunni sem klikkar á miðvikudagskvöldið
að fá hurð í andlitið með þeim afleiðingum að
hún marðist og vör sprakk. Hún þurfti að fara á
slysadeild til aðhlynningar og leikhúsgestir
þurftu því frá að hverfa í hléi.
Birna Rún var aftur mætt á svið Borgarleik-
hússins í gærkvöldi og héldu sýningar áfram
samkvæmt áætlun. Hún bar sig vel í sminkinu
baksviðs fyrir sýningu þar sem hún sýndi ljós-
myndara bólgna vörina, sem ekki þurfti að
sauma saman. Viðtal er við Birnu Rún í menn-
ingarhluta blaðsins. »41
Morgunblaðið/Valli
Aftur á svið eftir að hafa fengið hurð í andlitið
Sýningin sem klikkar í Borgarleikhúsinu klikkaði þegar leikkona slasaðist
Tuttugu og eitt skilríkjamál kom
upp í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
á fyrstu þremur mánuðum ársins
og hafa þau aldrei verið fleiri á
sama tímabili ársins. Tvö mál
hafa komið upp það sem af er
aprílmánuði.
Þá var árið 2017 einnig metár
þegar heildarfjöldi skilríkjamála
er skoðaður, en upp komu 92 mál
í flugstöðinni, þar af fjórtán
fyrstu þrjá mánuði ársins.
Af því 21 máli sem upp hefur
komið á árinu voru skilríkin
breytifölsuð í 10 tilvikum, grunn-
fölsuð í níu tilvikum en í tveimur
tilvikum framvísuðu aðilarnir
ófölsuðum skilríkjum annarra.
Albanar komu við sögu í flestum
málum en alls voru aðilarnir af
átta þjóðernum. Skilríkin sem
um ræðir voru oftast grísk og
ítölsk.
Flestir frá Schengen-ríkjum
Flestir þeir sem ferðast á fölsk-
um skilríkjum ferðast frá öðrum
Schengen-ríkjum og millilenda í
Keflavík. Þeir eru þá gripnir þeg-
ar þeir ætla að ferðast um landa-
mærin í Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar til áfangastaða ýmist í
Bretlandi, Írlandi eða Kanada.
Metfjöldi
gripinn með
fölsk skilríki
23 mál komið upp í
Leifsstöð frá áramótum
Atkvæðagreiðslu um þingsályktun-
artillögu, þess efnis að þing Kenn-
arasambands Íslands skori á
Ragnar Þór Pétursson, tilvonandi
formann KÍ, að leita endurnýjaðs
umboðs til þess að leiða félagið,
verður afgreidd í dag kl. 14:30
undir liðnum önnur mál. Kallað
var fram í fyrir flutningsmönnum
tillögunnar og mikil læti urðu í
ráðstefnusalnum á Hótel Nordica í
gær þegar lagt var til að tillagan
yrði tekin fyrir sem forgangs-
tillaga án umræðu vegna tíma-
skorts og að um hana yrði leynileg
kosning.
Guðríður Arnardóttir, formaður
Félags framhaldsskólakennara og
mótframbjóðandi Ragnars Þórs í
formannskjöri í haust, sagði í sam-
tali við mbl.is að hún hefði haldið
að stuðningsmenn Ragnars og
Ragnar sjálfur myndu taka tillög-
unni fagnandi, þar sem hún væri
mjög hófstillt. Engum dylst að
Guðríður er fylgjandi tillögunni,
en hún var þó ekki í þeim hópi
kvenna sem lögðu hana fram.
„Ég hef áður sagt að ég mun
ekki skapa það fordæmi að ásökun
ein og sér dugi til að hrekja fólk
úr starfi,“ segir Ragnar. Í bloggi á
vef Stundarinnar segist hann
„harma það að þessi mikilvægi
málaflokkur sé notaður með þess-
um hætti í valdabaráttu“, en
áskorunin var lögð fram í
tengslum við umræður á kennara-
þingi um byltingar kvenna gegn
ofbeldi. „Slíkt fordæmi gæti opnað
á atburðarás sem gæti orðið kenn-
arastétt og samfélaginu verulega
skaðleg,“ segir Ragnar.
athi@mbl.is
Áskorun á for-
mann tekin fyrir
Atkvæðagreiðsla á KÍ-þinginu í dag