Morgunblaðið - 13.04.2018, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. APRÍL 2018
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Hve mikið af rusli liggur á víða-
vangi er beinlínis ótrúlegt. Á þessum
stuttu spottum við Vesturlandsveg-
inn sem plokkarahópurinn minn hef-
ur tekið að undanförnu erum við eft-
ir tveggja til þriggja tíma rölt komin
með 20-30 stóra poka af rusli. Sveit-
arfélögin virðast ekki hafa bolmagn
til að sinna þessu mikilvæga verk-
efni og því er þetta sjálfboðaliðastarf
nauðsynlegt,“ segir Hjalti Björns-
son, fararstjóri hjá Ferðafélagi Ís-
lands.
Apríl er besti mánuðurinn
Félagar í Alla leið, sem er einn
fjölmargra hópa sem starfa innan
FÍ, tóku í gærkvöldi til óspilltra mál-
anna og tíndu rusl við Vesturlands-
veg. Þeir byrjuðu neðan við verslun
Bauhaus þar sem þeim var skipt í
tvo hópa og fór hvor í sína áttina og
tíndi kynstrin öll af rusli. „Apríl er
besti mánuðurinn í svona verkefni;
tímabilið frá því snjóa leysir uns fer
að grænka. Núna sést beint ofan í
svörðinn þar sem er plast, pappír og
ýmis efni fleiri. Þegar komið er fram
í júní og gróður kominn á legg er
miklu erfiðara að plokka ruslið upp,“
segir Hjalti.
Í hópnum Alla leið er vant göngu-
fólk sem er í góðri þjálfun, fer í fjall-
göngur reglulega yfir veturinn með
það að markmiði að ganga á
Hvannadalshnjúk eða eitthvert af
öðrum hæstu fjöllum landsins að
vori. „Plokkið er frábær þjálfun fyrir
fjallgöngur, sex kílómetra plokk-
ganga er 500 hnébeygjur sem gera
fólki gott,“ segir Hjalti um þetta
framtak plokkaranna í Alla leið sem
nú eru búnir að tína rusl við nánast
allan Vesturlandsveginn milli Elliða-
áa og Leirvogsár ofan við Mosfells-
bæ.
Allir í Öskjuhlíð
Þá stefnir Alla leið að því að gera
enn betur á degi jarðar 22. apríl en
þá á að plokka Öskjuhlíðina – og er
víst af nægu að taka. Í gær var svo á
Facebook gefin út tilkynning undir
hausnum Dagur jarðar / Earth Day.
Þar er fólk hvatt til þess að plokka
einn kílómetra hinn 22. apríl að eigin
vali á milli klukkan 9 og 21. Það þýð-
ir að á þeim degi yrði 3.500 kíló-
metra strengur hreinsaður ef allir
plokkarar létu til skarar skríða og
hreinsuðu einn kílómetra hver.
Dugnaðarfólk Hjalti Björnsson plokkari og fararstjóri hjá Ferðafélagi Íslands lætur ekki sitt
eftir liggja, hann fór með plokkarahóp við Vesturlandsveg til að fjarlægja rusl, sem nóg er af.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Verk að vinna Félagar í Alla leið eru röskir, en aprílmánuður hentar vel til að fjarlægja rusl.
Rusl í sverðinum og magnið ótrúlegt
Tíndu rusl og tóku 500 hnébeygjur Frá Elliðaám að Leirvogsá Stefna á Öskjuhlíð á degi jarðar
„Rusltangirnar alveg mokast út
hjá okkur þessa dagana,“ segir
Sigurður Svavarsson, verslunar-
stjóri hjá Húsasmiðjunni í Grafar-
holti í Reykjavík. Tangir þessar eru
þarfaþing sem margir þekkja, eru
um hálfur metri á lengd og með
handfangi sem aftur opnar kló
sem grípur ruslið upp úr jörðinni,
svo plokkarar þurfi ekki að beygja
sig fram svo oft að bakverkir eða
önnur óþægindi fylgi.
Sigurður segir plokkvæðinguna
skapa skemmtilega menningu og
það sé líka sómi að því að fólk
gangi vel um umhverfi sitt.
„Sérstaklega er þetta kærkomið
á opnum svæðum sem eru nokk-
urs konar einkismannsland. Í
Vatnsendahverfinu í Kópavogi þar
sem ég bý hefur verið efnt til at-
burða þar sem fólk fer út að tína
rusl sem er bara mjög skemmti-
legt framtak.
Hér í búðinni finnum við að
kominn er vorhugur í fólk – og
kominn góður kippur í sölu á
garðverkfærum og þau eiga eftir
fara mjög grimmt á næstu vikum,“
segir Sigurður.
Handfangið grípur ruslið með klónni
RUSLTANGIRNAR SELJAST VEL Í VERSLUN HÚSASMIÐJUNNAR
Rusltöngin góða Sigurður segir plokkvæðinguna skapa skemmtilega menningu.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrun@mbl.is
„Ég fór að hugsa út í það hvort
hann væri að gera þetta við fleiri og
það fékk mig til að kæra hann síð-
asta haust. Ég vildi ekki að fleiri
þyrftu að lenda í því sem ég lenti í
með honum,“ segir ungur maður
sem í ágúst á síðasta ári lagði fram
kæru á hendur fyrrverandi starfs-
manni Barnaverndar Reykjavíkur
fyrir að hafa brotið kynferðislega
gegn honum þegar hann var barn.
Brotin eiga að hafa átt sér stað á
árunum 2004 til 2010, þegar mað-
urinn var á aldrinum átta til 14 ára.
Maðurinn sem braut á honum var
einhvers konar stuðningsfulltrúi
hans og sem barn dvaldi hann
reglulega á heimili á vegum Fé-
lagsþjónustunnar í Reykjavík sem
maðurinn hafði umsjón með. Mað-
urinn lét hann sofa uppi í rúmi hjá
sér þar sem hann braut gegn hon-
um. Tvö systkini unga mannsins
dvöldu einnig á heimilinu og er talið
að hann hafi einnig brotið gegn
þeim.
Ungi maðurinn, sem nú er rúm-
lega tvítugur, sagði ekki frá ofbeld-
inu fyrr en um tveimur árum eftir
að því lauk, eða þegar hann var 16
ára gamall. „Ég ætlaði aldrei að
segja foreldrum mínum frá þessu.
Ég skammaðist mín svo mikið.“
Hann man vel eftir því hvaða til-
finningar hann upplifði á meðan of-
beldið stóð yfir. „Fyrst þegar hann
byrjaði á þessu skildi ég ekkert
hvað var í gangi, ég var í sjokki.
Mér leið illa en ég fór að venjast
þessu. Ég hélt í fyrstu að þetta væri
eðlilegt, en ég man eftir að hafa
spurt sjálfan mig að því þegar ég
fermdist hvort þetta væri eðlilegt
eða ekki. Smám saman áttaði ég
mig á því að svo var ekki. Ég áttaði
mig líka á því af hverju hann var að
kaupa mig. Hann dekraði við mig,
leyfði mér að vera í tölvunni og gaf
mér pening fyrir nammi.“
Hélt hann væri einn
Eins og áður sagði lagði ungi
maðurinn fram kæru gegn mann-
inum í ágúst á síðasta ári, en hann
hafði þó fyrir löngu tekið þá ákvörð-
un að kæra. „Ég vildi bíða með
þetta þegar ég var 16 ára. Ég vildi
bíða þangað til ég yrði lögráða og
væri búinn að melta þessa hluti.“ Í
dag er hann mun sterkari en hann
var fyrir nokkrum árum. Hefði
hann farið fyrr af stað hefði hann
ekki verið tilbúinn að takast á við
allt sem fylgir því að kæra kynferð-
isbrot; að þurfa að rifja ofbeldið upp
aftur og aftur og svara erfiðum
spurningum. Hann hefur unnið mik-
ið í sjálfum sér með góðri aðstoð.
Í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla um
málið lögðu fleiri fram kæru gegn
manninum, en hann er grunaður
um að hafa brotið kynferðislega
gegn a.m.k. sjö börnum á tíu ára
tímabili. Embætti héraðssaksókn-
ara hefur staðfest að maðurinn
verður ákærður, en ákærufrestur
rennur út í dag.
Hann bjóst ekki við að fleiri
myndu kæra í kjölfarið, enda hélt
hann að hann væri sá eini. „Ég
reiknaði ekki með þessu. Ég hélt ég
væri sá eini. Þegar ég frétti að það
væru fleiri, og svona margir, þá
breyttist hugarfarið aðeins. Mér
fannst ég hafa meiri stuðning en ég
átti von á.
Þetta hafði gríðarlega mikil áhrif
á mig og hefur breytt mér mikið.
Ég er allt annar maður í dag en ég
var áður. Það hefur bæði komið
slæmt og gott út úr þessu. Ég hef
áttað mig á því að ég hef stuðning
ef það koma upp vandamál og lít á
þetta sem uppbyggingu fyrir bjart-
ari framtíð.“
Viðtalið við unga manninn má
lesa í heild sinni á mbl.is.
Spurði sig hvort þetta væri eðlilegt
Ungi maðurinn sem kærði starfsmann Barnaverndar Reykjavíkur fyrir kynferðisofbeldi segir
manninn hafa látið sig sofa uppi í rúmi hjá sér Ætlaði aldrei að segja foreldrum sínum frá þessu
Morgunblaðið/Eggert
Barnavernd Brotin eiga að hafa átt sér stað þegar drengurinn var á aldr-
inum átta til 14 ára. Maðurinn lét hann sofa uppi í rúmi hjá sér.