Morgunblaðið - 13.04.2018, Síða 10

Morgunblaðið - 13.04.2018, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. APRÍL 2018 AÐALFUNDUR Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 4.11 gr. í samþykktum félagsins. 2. Önnurmál. Aðalfundur HBGranda hf. verður haldinn föstudaginn 4. maí 2018 í matsal félagsins að Norðurgarði 1, 101 Reykjavík og hefst hann klukkan 17:00. Fundurinn fer fram á íslensku. Réttur hluthafa til að fá mál sett á dagskrá hluthafafundar og kosning Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðin mál tekin til meðferðar á hluthafafundi ef hann gerir um það skriflega eða rafræna kröfu og sendir til félagsstjórnar á netfangið adalfundur@hbgrandi.ismeð það löngum fyrirvara að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins. Þannig skulu óskir hluthafa liggja fyrir eigi síðar en kl. 17:00 24. apríl 2018, þ.e. 10 dögum fyrir fundinn. Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja fundinn geta: a) veitt öðrum skriflegt umboð. b) greitt atkvæði skriflega. Þeim hluthöfum sem hyggjast nýta sér annan hvorn þessara kosta er bent á að kynna sér á heimasíðu félagsins hvernig þeir skuli bera sig að. Þar er að finna leiðbeiningar um skráningu, form skjala og hvernig þeim skuli skilað til félagsins. Aðrar upplýsingar Hluthöfum er bent á að skv. 63. gr. hlutafélagalaga skal tilkynna skriflega, minnst fimm dögum fyrir hluthafafund, um framboð til stjórnar. Tilkynnt verður um framkomin framboð tveimur dögum fyrir aðalfundinn. Dagskrá og öll skjöl sem lögð verða fyrir aðalfundinn, þ.m.t. ársreikningur félagsins og tillögur, verða hluthöfum tiltæk á íslensku á heimasíðu félagsins og á skrifstofu félagsins á venjulegum skrifstofutíma, frá og með 20. apríl 2018. Endanleg dagskrá og tillögur verða birtar viku fyrir fundinn. Allar nánari upplýsingar um aðalfundinn verður að finna á vefsíðu félagsins, www.hbgrandi.is Stjórn HBGranda hf. ÍS L E N S K A S IA .I S G R A 88 12 6 04 /1 8 Óvenju mikil umferð var um Akur- eyrarflugvöll í gær og hefur ekki verið jafn þétt á einum degi síðan Eyjafjallajökull gaus árið 2010, að sögn Hjördísar Þórhallsdóttur, flugvallarstjóra á Akureyri. Ástæða þessarar miklu umferðar var að Samherji bauð starfs- mönnum og mökum í árshátíðar- ferð til Póllands. Auk þess fóru það- an skemmtikraftar til að skemmta gestunum. Þrjár þotur Icelandair fóru frá Akureyri til Gdansk í gær og sú fjórða fer í dag frá Akureyri til Pól- lands. Fimmta þotan fer svo frá Keflavíkurflugvelli í dag með fólk á árshátíðina. Um 900 manns taka þátt í árshátíðarferðinni. Árshá- tíðin verður haldin í bænum Sopot, mitt á milli Gdansk og Gdynia. Hjördís sagði að greiðlega hefði gengið að afgreiða alla þessa far- þega enda hefði það verið undir- búið vel. Flugvélarnar fóru ekki all- ar á sama tíma og dreifðist umferðin yfir daginn og var vel við- ráðanleg, að sögn Hjördísar. gudni@mbl.is Árshátíðarstemning á Akureyrarflugvelli Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Akureyri Það vakti athygli þegar þotur Icelandair komu í gær að sækja fólkið í árshátíðarferðina. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Hátíðarskap Það var létt stemning í flugstöðinni og tilhlökkun í lofti. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Von er á að fyrstu arfhreinu Aber- deen Angus kálfarnir hér á landi fæðist í september í einangrunar- stöð Nautgriparæktarmiðstöðvar Íslands (NautÍs) á Stóra-Ármóti í Flóahreppi. Fósturvísar úr norskum kynbótagripum voru settir upp í 32 íslenskar kýr í desember. Skoðun hefur leitt í ljós að ellefu kýr hafa fest fang þannig að aðeins er von á 11 kálfum í fyllingu tímans. Sigurður Loftsson, formaður stjórnar NautÍs, segir að þegar komin verði regla á fósturvísaupp- setningu ætti að geta náðst 50% ár- angur. Innflutningurinn hefði dreg- ist og uppsetningin lent á dimmasta tíma ársins í vetur auk þess sem streita hafi verið í umhverfinu þar sem verkefnið var að hefjast. Telur hann að miðað við þessar aðstæður sé hægt að vera sáttur við þriðjungs árangur. Búið er að panta nýja fósturvísa og er ætlunin að setja þá upp á hent- ugri tíma, í ágúst. Þannig verður það í framhaldinu. Nautkálfarnir seldir Fyrstu kálfarnir munu fæðast í september og fara í einangrun vegna sóttvarna á Stóra-Ármóti. Tekið verður sæði úr nautkálfunum næsta sumar og byrjað að selja bændum sem eru með holdanauta- hjarðir. Þegar fengist hefur vottorð um að nautin séu laus við alla sjúk- dóma verða nautkálfarnir seldir sem kynbótagripir til bænda Ekki hefur verið ákveðið hvernig það verður gert. Þar sem búist er við að eftir- spurn verði eftir kynbótagripunum hefur komið til tals að bjóða þá upp. Sigurður segir að stöðin verði þó einnig að huga að því sjónarmiði að gripirnir dreifist um landið svo að sem flestir geti notið starfsins. Ákvörðun hafi ekki verið tekin um fyrirkomulagið. Kálfar undan þessum gripum ættu að fæðast á árinu 2020 og ef allt gengur samkvæmt áætlun ætti kyn- bótastarfið að skila sér í beinum af- urðum, nautakjöti af fljótvaxnari gripum, á markað í lok árs 2021 eða byrjun árs 2022. Kvígurnar sem fæðast í haust og síðar verða notaðar til að byggja upp kynbótastofn á Stóra-Ármóti. Eftir um það bil þriggja ára starf verður kominn nægilega stór og góður stofn, um 20 kýr, til þess að hægt sé að draga úr innflutningi fósturvísa og grundvalla kynbótastarfið mest á sæðingum. Innflutt sæði er mun ódýrara en fósturvísar. Hver fóstur- vísir kostar nokkuð á annað hundrað þúsund krónur. Flestir undan sama nautinu Tilviljun ræður því að tíu af ellefu kálfum sem fæðast væntanlega í haust eru undan sama nautinu. Þótt faðirinn sé úrvals kynbótagripur, Li’s Great Tigre, er það talinn ókost- ur vegna skyldleikans. Þá eru þeir fósturvísar sem NautÍs á í birgðum, frá innflutningi á síðasta ári, allir úr þessu sama nauti. Til þess að reyna að tryggja viðunandi fjölbreytni ákvað stjórn miðstöðvarinnar að kaupa fleiri fósturvísa í ár en annars hefði verið þörf á. Aðeins 11 kálfar úr 32 fósturvísum  Fyrstu arfhreinu Aberdeen Angus kálfarnir hér á landi fæðast í haust Ættfaðir Kynbótanautið Lı́s Great Tigre er úr Sogni í Noregi eins og marg- ir landnámsmenn Íslands. Það mun setja mark sitt á holdanautastofninn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.