Morgunblaðið - 13.04.2018, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. APRÍL 2018
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Þessar niðurstöður eru áhyggju-
efni og er mengun sem þessi ekki
ásættanleg. Það á ekki að vera svo
að þeir sem eru viðkvæmastir fyrir
þurfi að halda sig innandyra þegar
mengunartoppar eins og þessir
myndast,“ segir Guðmundur Ingi
Guðbrandsson umhverfis- og auð-
lindaráðherra við Morgunblaðið og
vísar til þeirrar miklu loftmengunar
sem myndaðist á höfuðborgarsvæð-
inu um síðastliðin áramót.
Niðurstöður rannsókna sýna m.a.
að svifryk mældist afar hátt um ára-
mótin og var stór hluti þess mjög
fínn, það var málmríkt, kolefnisríkt,
brennisteinsríkt og klórríkt. Slík
mengun er sögð afar varasöm fólki.
Guðmundur Ingi segir brýnt að
skoða málið nánar og verður það
verkefni nýs aðgerðahóps í loft-
gæðamálum. „Búið er að óska eftir
tilnefningum í aðgerðahópinn sem á
að fylgja eftir gildandi loftgæða-
áætlun. Ég mun beina því til hóps-
ins að leggja áherslu á að fylgja eft-
ir aðgerðum er varða svifryk og
svifryksmengun til samræmis við
hana, enda aðkallandi,“ segir hann
og heldur áfram: „Að mínu mati
þurfum við að skoða það sérstak-
lega hvort við eigum líka að taka
mið af mengunartoppum eins og
meðaltölum yfir tiltekinn tíma þeg-
ar við setjum viðmið varðandi loft-
gæði.“
Ekki gert á kostnað loftgæða
Spurður hvort taka þurfi til að-
gerða sem miða að því að draga úr
áhrifum skotelda á loftgæði kveður
Guðmundur Ingi já við.
„Við verðum vitanlega að bregð-
ast við. Það er ljóst að stór hluti
tekna björgunarsveita kemur frá
sölu skotelda. Einn angi viðbragðs-
ins verður að taka mið af því að
björgunarsveitirnar geti áfram fjár-
magnað sína mikilvægu og ósér-
hlífnu vinnu án þess þó að það verði
á kostnað loftgæða,“ segir hann.
Jón Svanberg Hjartarson er
framkvæmdastjóri Slysavarna-
félagsins Landsbjargar. Hann segir
niðurstöður rannsókna á svifryki
vegna skotelda um síðastliðin ára-
mót hafa verið sendar framleiðend-
um skotelda í Kína. „Um leið og við
sáum þessa skýrslu sendum við
upplýsingar úr henni til framleið-
enda okkar. Við munum hitta þá úti
í Kína um miðjan apríl næstkom-
andi og þá verða þessi mál eflaust
til umræðu,“ segir Jón Svanberg.
„Hvort við fáum á þeim fundi ein-
hverjar hugmyndir eða leiðbeining-
ar um hvernig hægt sé að minnka
mengun veit ég ekki.“
Þá segir hann björgunarsveitir
vera „stöðugt á tánum“ þegar kem-
ur að nýjum fjármögnunarleiðum.
„Ég sé þó ekkert í hendi sem gæti
leyst flugeldasölu af hólmi. Þetta
eru það miklir hagsmunir. Í dag
yrði það ekki leyst öðruvísi en með
aukinni aðkomu ríkisins í formi fjár-
magns.“
Morgunblaðið/Hari
Heilsuspillandi Mikil skoteldaþoka lagðist yfir öll hverfi borgarinnar.
Loftmengun um
áramót óviðunandi
Bregðast verður við vegna loftmengunar frá skoteldum
Guðmundur Ingi
Guðbrandsson
Jón Svanberg
Hjartarson
Kringlunni 4c – Sími 568 4900
sileg
föt frá
Við erum á facebook
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
30% afsláttur
af völdum vörum
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Umhverfis- og auðlindaráðherra
skilaði skýrslu til Alþingis um að-
draganda og útgáfu starfsleyfis til
kísilverksmiðjunnar Sameinaðs síli-
kons hf. í Helguvík í gær. Í skýrsl-
unni kemur m.a. fram að ef eigi að
vera áframhaldandi starfsemi í verk-
smiðjunni í Helguvík þurfi rekstrar-
aðilar að uppfylla kröfur laga og
reglugerða um starfsemina. Í því
sambandi þurfi að ljúka endanlegum
úrbótum í tengslum við mann-
virkjagerðina og skipulag. Þá hafi
Umhverfisstofnun tilkynnt rekstr-
araðila um endurskoðun á starfsleyfi
verksmiðjunnar m.a. vegna nauð-
synlegrar uppfærslu í ljósi breyt-
inga á lögum.
Í skýrslunni segir ráðuneytið að
það sé ljóst að rekstraraðili Samein-
aðs sílikons hf. uppfyllti ekki til-
teknar kröfur í lögum og reglugerð-
um auk þeirra krafna sem settar
voru fram af stjórnvöldum. Þá hafi
útgefið byggingarleyfi og mann-
virkjagerð hvorki verið í samræmi
við mat á umhverfisáhrifum né gild-
andi skipulag. Ráðuneytið tekur
einnig fram að Umhverfisstofnun
hafi aldrei haft jafnumfangsmikið
eftirlit með atvinnurekstri og
reynslan af því víðtæka eftirliti sem
haft var með starfsemi verksmiðj-
unnar í Helguvík hafi þegar verið
nýtt við undirbúning starfsleyfa fyr-
ir sambærilega starfsemi á öðrum
stöðum, s.s. með ítarlegri ákvæðum
um varnir gegn lyktarmengun við
útgáfu starfsleyfis kísilverksmiðju
PCC við Bakka á Húsavík.
„Ljóst er að málefni Sameinaðs
sílikons hf. eiga sér engin fordæmi
hérlendis. Mikilvægt er að læra af
þeirri reynslu sem hér hefur skap-
ast,“ segir í niðurlagi skýrslunnar.
Önnur skýrsla á leiðinni
Ríkisendurskoðun vinnur nú að
úttekt og gerð annarrar skýrslu um
málefni Sameinaðs sílikons, þar sem
könnuð verður á heildstæðan hátt
aðkoma og eftirlit stjórnvalda með
uppbyggingu og rekstri verksmiðj-
unnar í Helguvík. Ríkisendurskoðun
er jafnframt að skoða það sem snýr
að ívilnunum stjórnvalda til starf-
semi af þessu tagi. Ráðuneytið tekur
þá fram að þegar skýrsla Ríkisend-
urskoðunar liggi fyrir muni ráðu-
neytið taka til skoðunar tilmæli
stofnunarinnar til ráðuneytisins og
stofnana þess sem þar kunna að
koma fram.
Morgunblaðið/Rax
Sameinað sílikon Kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík verður ekki
opnuð að nýju fyrr en tryggt er að verksmiðjan uppfylli lög og reglur.
Verksmiðjan þarf
að standast lög
Umfangsmesta mál Umhverfis-
stofnunar Ljúka þarf úrbótum
Allt að 117% eða
8.050 kr. munur
er á umfelgun fyr-
ir stóra jeppa með
18 tommu dekk.
Eftir því sem
dekkin eru minni
því minni er verð-
munurinn. Þetta
kemur fram í
verðkönnun á umfelgun sem Verð-
lagseftirlit ASÍ framkvæmdi á mánu-
dag.
Könnunin var framkvæmd á 30
hjólbarðaverkstæðum víðsvegar um
landið og var Bifreiðaverkstæðið
Stormur á Patreksfirði oftast með
lægsta verðið eða í 9 tilvikum af 10 en
Klettur var oftast með það hæsta eða
í 5 tilvikum af 10.
Nicolai bílaverkstæði býður upp á
lægsta verðið á umfelgun 18 tommu
dekkja, 6.900 krónur, en það hæsta er
hjá Kletti, 14.950 krónur. Verðmun-
urinn er minni, 82% eða 5.096 krónur
á umfelgun fyrir jepplinga með 16
tommu dekk, en lægsta verðið mátti
finna hjá Stormi á Patreksfirði, 6.200
krónur en það hæsta á Hjólbarða-
verkstæði Ísafjarðar, 11.296 krónur.
Verðmunurinn er síðan kominn í
51%-54% fyrir minni bíla.
Mikill verð-
munur á
umfelgun