Morgunblaðið - 13.04.2018, Page 16
Ný hönnun Hagkaupsverslana í
Smáralind og Kringlunni fékk á dög-
unum gullverðlaun í The Transform
Awards Europe, fyrir bestu upplifun
á vörumerki eða „Best Brand Ex-
perience“, eins og verðlaunin heita á
frummálinu.
Í tilkynningu frá Hagkaupi segir
að verðlaunin séu aðeins ein af
mörgum viðurkenningum sem hönn-
unin hefur fengið síðustu misseri, en
alls hefur hún verið tilnefnd til verð-
launa í fjórum alþjóðlegum hönn-
unarkeppnum upp á síðkastið. Auk
gullsins þá vann hönnunin silfur í
DBA Design Effectiveness Awards
fyrir áhrifamestu breytingar á versl-
un. Gunnar Ingi Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Hagkaups, segir í til-
kynningunni að um mikla
viðurkenningu sé að ræða. Við-
skiptavinirnir hafi auk þess tekið
breytingunum vel. tobj@mbl.is
Hagkaup
fékk gull
Útlit Breytingar verslananna hófust
í Hagkaupi í Smáralind árið 2016.
Ríkið beri ábyrgð á ímyndinni
Ferðaþjónustan getur ekki borið ábyrgð á ímynd viðkomandi lands, segir
sérfræðingur á þessu sviði Auglýsingar nægja ekki til að bæta orðspor þjóða
BAKSVIÐ
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
„Sumir telja, þó ekki á Íslandi, að
ferðaþjónusta sé ábyrg fyrir ímynd
viðkomandi lands. Það stenst ekki
skoðun. Land hefur upp á svo miklu
meira að bjóða en einungis ferða-
þjónustuna. Stjórnvöld ættu að bera
ábyrgðina,“ segir dr. Robert Govers,
í samtali við Morgunblaðið. Hann
flutti erindi á ársfundi Íslandsstofu í
gær sem fram fór fyrir fullu húsi á
Grand Hótel.
Glovers segir að ef litið sé svo á að
ferðaþjónustan beri ábyrgð á ímynd
viðkomandi lands geti það haft í för
með sér að lagðir séu ríkulegir fjár-
munir í auglýsingaherferðir í fjöl-
miðlum. „Við þær aðstæður hefði
náðst betri árangur við að laða að er-
lenda ferðamenn hingað fyrir minna
fé með því að beina kröftunum að
ferðaheildsölum og tryggja góðar
flugsamgöngur til landsins,“ segir
hann.
Hann gerir greinarmun á mark-
aðsmálum (e. marketing) og þróun
vörumerkis (e. branding). Markaðs-
mál lúti að því að kynna vöru og
þjónustu og markaðurinn ráði því
hvernig til tekst. „Þróun vörumerkis
þjóðar snýr að því hvaðan þið komið,
hver sjálfsvitund ykkar er, hvernig
þið hagið ykkur, og fleira, og hvernig
það er nýtt til að skapa orðsporið.“
Það er 80% fylgni á milli þeirra
landa sem flestir hafa í hávegum og
þeirra sem leggja mest til heimsmál-
anna að teknu tilliti til höfðatölu, seg-
ir Glovers. Hann á þar við framlag til
vísinda, tækni, menningar, umhverf-
isins, loftslagsmála og fleira. „Af
þeim sökum stoðar ekki að auglýsa á
CNN og BBC World til þess að bæta
ímyndina,“ segir Glover. „Ég hef
ekki séð rannsóknir sem benda til
þess að þjóðir sem eytt hafa miklu í
stórar auglýsingaherferðir hafi bætt
orðspor sitt. Þótt vissulega hafi þeim
auðnast að fjölga ferðamönnum.“
Framarlega í tækni
Glover tekur Eistland og borgina
Haag sem dæmi. Eistland, sem gat
af sér Skype, hafi lagt ríka áherslu á
að vera framarlega á internetinu til
þess að skapa dýnamískt samfélag
og aðgreina sig frá öðrum baltnesk-
um löndum. Haag sé fámenn borg,
þar búi 300 þúsund manns, en hún sé
samt sem áður þekkt því þar sé Al-
þjóðadómstóllinn á vegum Samein-
uðu þjóðanna. Borgin hafi því hafist
handa við að hleypa af stokkunum
viðburðum sem tengjast friði.
Talið berst að því hvort ferðamenn
séu orðnir of margir hér á landi.
Hann segir að vöxturinn hafi verið
hraður á undanförnum árum en
bendir á að fyrir þann tíma hafi fáir
ferðamenn heimsótt landið. Gert sé
ráð fyrir að einungis 2,5 milljónir
ferðamanna komi til landsins í ár.
„Miðað við land af þessari stærð
þykir það ekki mikið, þótt það þyki
mikið miðað við höfðatölu. Til sam-
anburðar heimsækja 20 milljónir
manna París á ári – ekki það að ég
sé að mæla með að jafn margir
ferðamenn sæki Ísland heim,“ segir
hann. Verkefnið framundan, ef vilji
sé fyrir hendi, sé að skapa aðstöðu
og innviði fyrir ferðamenn. „Ég tel
að núverandi fjöldi ferðamanna hafi
ekki neikvæð áhrif á orðspor lands-
ins.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Dr. Glover Ferðamannafjöldi á Íslandi hefur ekki neikvæð áhrif á orðsporið.
Góðir lifnaðarhættir
auka vegsauka
» Það er 80% fylgni á milli
þeirra landa sem flestir hafa í
hávegum og þeirra sem leggja
mest til heimsmálanna að
teknu tilliti til höfðatölu, segir
dr. Robert Glovers.
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. APRÍL 2018
lækka upphitunarkostnað
Rafstjórn tekur út og þjónustar
kæli- og loftræstikerfi
Varmadælur
Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími 587 8890 • rafstjorn.is
Verð frá kr.
181.890 m/vsk
❁ Auðveldara að þrífa penslana
❁Gufar ekki upp
❁Má margnota sama löginn
❁Notendur anda ekki að sér eiturefnum
❁ Bjargar hörðnuðum olíumálningarpenslum
❁UNDRI brotnar hratt niður í náttúrunn
Hágæða umhverfisvæn hreinsivara
Fást í betri byggingavöruverslunum og matvöruverslunum
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Bendir bankinn á að velta með
atvinnuhúsnæði hafi vaxið mikið að
raunvirði frá árinu 2013 og að hún
hafi verið sérlega mikil undir lok
síðasta árs. Hins vegar hafi versl-
unar- og skrifstofuhúsnæði á höfuð-
borgarsvæðinu skorið sig út í þessu
efni því þar hafi veltan dregist sam-
an.
„Hafi hátt verð verslunar- og
skrifstofuhúsnæðis haldið aftur af
kaupendum atvinnuhúsnæðis á
árinu er það e.t.v. til marks um
sterkari áhættuvitund atvinnurek-
enda og lánveitenda en í síðustu
uppsveiflu,“ segir í ritinu. Útlán og
aðrar kröfur viðskiptabankanna
með veði í atvinnuhúsnæði námu
834 milljörðum í lok síðasta árs og
jafngildir það 32% af heildarút-
lánum innlánsstofnana.
Umfang áhættuskuldbindinga
bankanna sem tengjast atvinnu-
húsnæði er svipað og það sem snýr
að íbúðarhúsnæði. Seðlabankinn
bendir hins vegar á að markaðirnir
tveir séu ólíkir og sveiflurnar á
markaði með atvinnuhúsnæði mun
meiri. Þannig sé breytileiki raun-
verðs „tvö- til fimmfalt meiri á
atvinnuhúsnæði en íbúðum á höfuð-
borgarsvæðinu síðasta aldarfjórð-
unginn, eftir mismunandi mæli-
kvörðum.“
Raunverð atvinnuhúsnæðis hefur
hækkað mikið hin síðustu ár. Frá
árinu 2014 hefur hækkunin verið á
bilinu 10-21% á ári og reyndist 16,6%
á síðasta ári. Þetta kemur fram í
nýju riti Seðlabanka Íslands, Fjár-
málastöðugleika, sem bankinn gefur
út árlega. Segir þar að raunverð at-
vinnuhúsnæðis sé hátt í sögulegu
samhengi og að það hafi hækkað
talsvert umfram verðvísitölu vergrar
landsframleiðslu á umliðnum árum.
Það sé til marks um að húsnæðis-
kostnaður sé að aukast umfram af-
komu fyrirtækja og verðlag þeirrar
framleiðslu sem húsnæðið hýsir og
einnig umfram byggingarkostnað.
Aukin áhætta í atvinnuhúsnæði
Útlán og aðrar kröfur bankastofnana með veði í atvinnuhúsnæði 834 milljarðar
Morgunblaðið/Eggert
Spenna Mikið hefur verið byggt af
atvinnuhúsnæði á síðustu árum.
13. apríl 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 98.82 99.3 99.06
Sterlingspund 140.14 140.82 140.48
Kanadadalur 78.43 78.89 78.66
Dönsk króna 16.366 16.462 16.414
Norsk króna 12.704 12.778 12.741
Sænsk króna 11.734 11.802 11.768
Svissn. franki 102.65 103.23 102.94
Japanskt jen 0.922 0.9274 0.9247
SDR 143.64 144.5 144.07
Evra 121.86 122.54 122.2
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 146.8431
Hrávöruverð
Gull 1345.2 ($/únsa)
Ál 2251.0 ($/tonn) LME
Hráolía 71.03 ($/fatið) Brent
Akureyrarbær
var rekinn með
557 milljóna
króna afgangi á
árinu 2017 þegar
tekið hefur verið
tillit til ríflega
1.123 milljóna
króna gjald-
færslu vegna
lífeyris-
skuldbindinga á
árinu. Árangurinn er nokkru betri
en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir,
en meginskýringin sem gefin er á
því í tilkynningu frá bænum er að
fjármagnskostnaður samstæð-
unnar var lægri en áætlun ársins
gerði ráð fyrir.
Bætt afkoma
Akureyrar
Uppgjör Lægri fjár-
magnskostnaður.
Niðurstaða síðasta
árs umfram áætlun