Morgunblaðið - 13.04.2018, Side 20

Morgunblaðið - 13.04.2018, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. APRÍL 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það er skýrtnúna að viðgerðum ekki nóg,“ sagði Mark Zuckerberg, stofnandi og stjórnandi sam- félagsmiðilsins Facebook, fyr- ir framan þingnefnd Banda- ríkjaþings. Zuckerberg sat lengi fyrir svörum og meðal þess sem hann var spurður að var hvernig síðan nálgaðist þá ábyrgð sem fylgdi því að á henni væru geymdar persónu- upplýsingar milljóna manna, en Cambridge Analytica-málið hefur leitt í ljós að þær lágu nánast á glámbekk. Og jafnvel sú lýsing nægir ekki til þess að ná utan um það hversu skeytingarlaust fyrir- tækið var um þessar upplýs- ingar, því að raunin á bak við starfsemi Facebook og ann- arra áþekkra miðla er að per- sónuupplýsingar þær sem not- endur veita miðlunum sjálf- viljugir í té, en án þess endi- lega að vita hvernig þær verða notaðar, verða þá þegar um leið hálfgerð eign og söluvara fyrirtækisins. Enda er raunin sú að þessir miðlar soga til sín umtalsvert magn auglýsinga, jafnt hérlendis sem erlendis. Reynsla síðustu ára sýnir að full ástæða er fyrir fólk að gæta sín í samskiptum við slíka miðla, en um leið þarf að setja þeim skorður um með- ferð persónuupplýsinga. Ekki síst er brýnt að notendur átti sig á því hvað felist í raun í því þegar þeir ákveða að skrá sig á slíkan miðil. Fjölmargir hafa nýtt sér þessa miðla til þess að kynnast öðru fólki eða komast á ný í kynni við gamla félaga og vini sem árin höfðu skilið í sundur. Enn aðrir nota miðlana til þess að tjá sig og koma upplýsingum á framfæri. Og það er þetta hlut- verk, sem Zuckerberg lagði áherslu á þegar hann var að verja sig og hlutverk Face- book. En dökku hliðarnar eru til staðar. Algrími þau sem stjórna síðunum hafa sýnt að þau eru býsna fljót að sigta út hvaða skoðanir fólk umber og hvað það vill sjá minna af, með þeim afleiðingum að fólk nær að einangra sig furðufljótt frá þeim skoðunum sem því mis- líkar. Um leið ýta samfélags- miðlarnir óhjákvæmilega und- ir aukna sundrung í sam- félaginu. Og Faceboook gengur lengra, því að Zuckerberg við- urkenndi að þeir starfsmenn Facebook sem velja og hafna efni væru með vinstri slagsíðu, sem hljómar ekki vel þegar yf- irlýst markmið stofnandans og stjórnandans er að tengja fólk og bæta samfélagið en ekki að einangra fólk í eigin skoðunum og einhliða áróðri. Zuckerberg sat fyrir svörum, en þau voru sum sérkennileg} Facebook á þingi Núverandi for-seti er númer 45 í þeirra röð. Hann er 3. forset- inn ef miðað er við lengd, á eftir Abraham Lincoln og Lyndon Johnson. Hann er númer 1 ef miðað er við eignir forseta. John Kennedy er talinn hafa átt 1 milljarð dollara á núvirði á andlátsstund (en Trump er talinn eiga þrefalt það. Sjálfur segist hann eiga 6 milljarða). John Kennedy er þó talinn hafa verið með meira persónu- legt fjármagn á bak við sig sé horft til fjölskylduauðsins sem Joseph faðir hans hafði nurlað saman og ekki alltaf eftir bók- inni. Það kemur á óvart að fyrsti forsetinn var með auðugustu mönnum sinnar samtíðar, því að eignir George Washingtons eru metnar á 525 milljónir dollara á núvirði. Thomas Jeff- erson átti 212 milljónir dollara. Það liggur ekki fyrir skrá um hvaða forseti teljist gáfaðastur en líklega er Trump ekki í vandræðum með svarið. Kenn- edy hélt eitt sinn veislu í Hvíta hús- inu fyrir þáverandi bandaríska nóbels- verðlaunahafa. Hann sagði í borð- ræðu að sennilega mætti full- yrða að í annan tíma hefðu ekki meiri gáfur verið til stað- ar í Hvíta húsinu, nema þá þegar Thomas Jefferson gekk þar einn um ganga. Ýmsir forsetanna hafa verið kvensamir og jafnvel úr hófi. En máli skiptir hvort litið er til forsetatíðar eða fyrra lífs við- komandi. Enginn forseti virt- ist jafn óseðjandi í þeim efnum og Kennedy. En engan fóru fjölmiðlar betur með en hann. Það fékk enginn Bandaríkja- maður að heyra eða lesa annað í „markátakandi“ fjölmiðlum en að Jacqueline fagra ætti tryggasta maka í veröldinni. En eitt met á Donald Trump örugglega til viðbótar við aurametið. Hann er forseti fyrirsagnanna. Og drýgstan hluta þeirra býr hann til sjálf- ur. Þess vegna er hann hafður þar núna. Samanburður „við hina“ er fremur til gamans en gagns} Donald Trump Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknar koma fram áherslur í sam- göngu- og umhverfismálum. Þar segj- ast stjórnarflokkarnir vilja gera betur en Parísarsamkomulagið um losun kolefnis gerir ráð fyrir og stefna að kolefnishlutlausu Íslandi í síðasta lagi árið 2040. Kolefnishlutleysi verður aðeins náð með varanlegum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Segjast stjórnarflokkar ætla að meta allar stærri áætlanir í ríkisrekstri út frá loftslagsmarkmiðum. Loks má lesa í stjórnarsáttmálanum að áfram þurfi að byggja upp almenningssamgöngur um land allt og að stutt verði við borgarlínu í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þessi stjórnarsáttmáli var kynntur síðasta dag nóvembermánaðar sl. eða fyrir um fjórum mán- uðum. Vekur það því furðu að í mikilvægasta plaggi sömu stjórnar, fjármálaáætlun næstu fimm ára, sem rædd er á Al- þingi þessa daga, er ekki gert ráð fyrir neinu viðbótar- framlagi til almenningssamgangna. Eingöngu er minnst einu sinni á hið mikilvæga verkefni Borgarlínu, með þeim orðum að vilji sé til að eiga samstarf við sveitarfélög á höf- uðborgarsvæðinu um Borgarlínu og verði ráðist í viðræður á árinu um það. Ræða skal málið núna, en fyrir fjórum mán- uðum ætlaði sama stjórn að styðja við Borgarlínu. Að efla almenningssamgöngur um allt land er algjört grundvallar- atriði ef draga á úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta er stærsta áskorun nútímans, stærsta verkefni nútímastjórn- málamanna og þar, þrátt fyrir fögur fyrirheit, er stærsti einstaki orsakavaldurinn, sjálfur einka- bíllinn, enn í lykilhlutverki hjá ríkisstjórninni. Varanlegur og verulegur samdráttur á losun gróðurhúsalofttegunda verður ekki af sjálfu sér heldur með fullri meðvitund og ákvörðun stjórn- valda. Það verður að fara í markvissar aðgerðir vegna þessa og því veldur það einnig verulegum vonbrigðum að sjá hvernig þessi sama ríkis- stjórn hefur tekið ákvörðun um að draga úr fyrri áformum um hækkun kolefnisgjalds. Rannsóknir sýna að hækkun kolefnisgjalds virðist vera áhrifamesta leiðin til að minnka los- un kolefnis. Þannig var á fjármálaáætlun síð- ustu ríkisstjórnar kynnt að kolefnisgjald skyldi hækkað um 100% frá 1. janúar 2018. Núverandi ríkisstjórn með Vinstrihreyfinguna – grænt framboð í broddi fylkingar féll hins vegar frá þessum nauðsynlegu grænu sköttum og hækkunin varð því aðeins 50% og áætluð hækkun er rétt um 20% á næstu fimm árum. Viðbrögð við loftslagsvá eru ekki gæluverkefni heldur eitt brýnasta verkefni hverrar ríkisstjórnar. Við lifum á þannig tímum að ef við Íslendingar tökum ekki ákveðnari skref í baráttu okkar gegn losun kolefnis þá getum við gleymt öllum skuldbindingum okkar um kolefnishlutleysi árið 2040. Helga Vala Helgadóttir Pistill Græn stefna óskast Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. Helgavala@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Hjörtur J. Guðmundsson hjortur@mbl.is Fullt var út að dyrum á há-degisfundi Varðbergs umutanríkisstefnu Rúss-lands, áhrif á norður- slóðum og stöðu Íslands sem fram fór í gær þar sem Albert Jónsson, fyrr- verandi sendiherra í Bandaríkjunum og Rússlandi, flutti erindi. Þar kom meðal annars fram að viðskipta- þvinganir vestrænna ríkja gegn Rússum hefðu ekki haft tilætluð áhrif og myndu ekki hafa þau. Meðal annars vegna þess að þau væru notuð heimafyrir af rússneskum stjórn- völdum í áróðursskyni. Fjallaði Albert í því sambandi um stöðu mála innan Rússlands þar sem stefna stjórnvalda byggðist fyrst og fremst á mikilvægi áhrifasvæðis- ins og því að varðveita ríkisvaldið. Sagði hann Rússland ekki vera stór- veldi í raun. Einkum og sér í lagi ekki efnahagslega. Nema þá aðeins svæð- isbundið og að einhverju leyti í ljósi þeirrar staðreyndar að þeir byggju yfir kjarnorkuvopnum. Rússland stæði hins vegar veikum fótum efna- hagslega. Réðst af óánægju Rússa „Hernaðaríhlutun Rússa í átök- unum í Sýrlandi, sem hófst haustið 2015, hún réðst að miklu leyti af sýn Rússlandsstjórnar á alþjóðamálin og alþjóðakerfið og hvernig Vesturlönd, einkum Bandaríkin, reyndu að hafa yfirburðastöðu í alþjóðakerfinu og þá fyrst og fremst til þess að skáka Rússlandi,“ sagði Albert. Málið hafi í grunninn snúist um óánægju Rússa með ráðandi stöðu Bandaríkjanna í alþjóðakerfinu og ítrekuð afskipti Vesturlanda af innanlandsmálum ríkja. Þannig hafi staðan horft við Rússum. Afskipti Rússa af stríðinu í Sýr- landi hafi komið mörgum á óvart. Talið var að rússneski herinn hefði ekki burði til þess að starfa svo langt frá heimalandinu. Hins vegar hafi Rússar sýnt að hann gæti það. Að vísu með takmörkuðum hætti. Akki- lesarhæll rússneska hersins væri flutningageta. Engu að síður hafi þetta vakið athygli og styrkt stöðu Rússlands í Miðausturlöndum og ljóst væri að engin lausn yrði á mál- um í Sýrlandi án samþykkis stjórn- valda í Moskvu. Þannig hefði það ver- ið lengi. Þetta hefði enn aukið á aðdáun- ina heimafyrir á Vladimír Pútín, for- seta Rússlands. Ljóst væri að rúss- nesk stjórnvöld væru reiðubúin að beita hervaldi í Sýrlandi án tillits til mannfalls sem væri eitthvað sem vestrænar ríkisstjórnir ættu miklu erfiðara með. Rússland hefði hins vegar enga burði til þess að verða arftaki Sovétríkjanna. „Þeir trúa þessu sjálfir“ Þrátt fyrir það væri Rússlandi lýst í nýrri þjóðaröryggisstefnu bandarískra stjórnvalda sem helsta andstæðingi Bandaríkjanna ásamt Kína. Ráðamenn í Moskvu litu hins vegar í stuttu máli svo á að stefna Bandaríkjamanna væri að skáka Rússlandi, einangra landið, veikja það efnahagslega og ná hernaðar- legum yfirburðum gagnvart því og þá væri reynt að skapa óánægju á meðal Rússa með rússnesk stjórn- völd í því augnamiði að koma þeim frá völdum og koma í þeirra stað til valda aðilum hliðhollum Bandaríkja- mönnum. Valdhafarnir virtust þann- ig raunverulega trúa því að setið væri um Rússland og áhrifasvæði þess. Hættan kæmi fyrst og fremst utan frá. Þannig töluðu þeir í eigin hópi. Þetta væri ekki bara áróður. „Þeir trúa þessu sjálfir.“ Trúa því að setið sé um Rússland Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fundur Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra ræddi um utanríkisstefnu Rússlands á fundi Varðbergs í Þjóðminjasafninu í gær. Meðal þess sem Albert Jóns- son, fyrrverandi sendiherra, kom inn á í ræðu sinni var að greinilegt væri að áhugi Bandaríkjanna á Íslandi hefði aukist. Það sæist meðal ann- ars á aukinni viðveru banda- rískra herflugvéla á Keflavíkur- flugvelli þó varanleg viðvera væri ekki opinber stefna Bandaríkjanna. Hernaðarlegt mikilvægi Ís- lands hefði aukist þó það væri engu að síður mun minna en var á tímum kalda stríðsins. Bandaríski flotinn hefði mikinn áhuga á að fylgjast með nýj- ustu kafbátum Rússa. Ekki síst til þess að uppfæra kerfi sitt og gagnabanka. Hernaðarlegu atriðin væru í meginatriðum þau sömu og í kalda stríðinu þó aðstæður hefðu að öðru leyti breyst. Mikilvægi Íslands hefur aukist VARNARMÁLIN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.