Morgunblaðið - 13.04.2018, Blaðsíða 22
Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. APRÍL 2018
Ásmundur Frið-
riksson þingmaður
var í fréttum fyrir
skemmstu vegna
þess að hann hefur
hugsanlega misnotað
ökutækjastyrk
(=ökustyrk) sem
hann fær frá Alþingi
í eigin þágu. Morgun-
útvarpið á Rás 2[1]
fékk FÍB til að
reikna út hvað það kostar að reka
bíl eins og þann sem Ásmundur á
í eitt ár. Niðurstaðan var sú að
reksturinn, með fjármagnskostn-
aði, kostar 2,07 milljónir á ári en
það er um 2,53 milljónum króna
minna en Ásmundur fékk í endur-
greiddan aksturskostnað í fyrra
sem var 4,6 milljónir króna.
Mikið hefur verið rætt og ritað
um þátt Ásmundar en látum hans
þátt liggja milli hluta. Það sem
þetta mál varpar ljósi á fyrst og
fremst er meðferð ökustyrkja í
skattalegu tilliti samkvæmt tekju-
skattslögum og skattmati Ríkis-
skattstjóra (Rsk.)[2]. Þingmaður-
inn fær greitt 4,6 millj. og um 55%
af upphæðinni er umfram rekstr-
arkostnað ökutækis sem nemur
aðeins 45% af endurgreiddum
aksturskostnaði. Endurgreiddur
ökustyrkur er sem sagt langt um-
fram eðlilegan rekstrarkostnað
bíls. Fjárhæðin á km sem út er
greidd er í samræmi við ákvörðun
ferðakostnaðarnefndar ríkisins [3]
en sú upphæð er mjög rífleg og
umfram skattmat Ríkisskattstjóra
Rsk. og skattmat Rsk. er síðan
enn umfram rekstrarkostnað bíls
þannig að það er útilokað annað
enn að fá ofgreiddan ökustyrk.
Hvernig Ásmundi farnast í skatta-
skýrslunni þegar hann telur akst-
urinn fram hefur ekki komið í ljós
en gera má því skóna að hann ríði
feitum hesti frá þeim viðskiptum
við Rsk.
Mergur málsins er að skattlagn-
ing ökustyrkja er með þeim hætti
frá hendi tekjuskattslaga og skatt-
mats Rsk. að menn stórgræða á
því að fá greidda ökustyrki því
þeir eru langt umfram rekstrar-
kostnað og skattaeftirlit er síðan
nánast ekkert. Því er mikil freist-
ing fyrir hendi að dul-
búa laun og yfirborg-
anir sem ökustyrki.
Það er því líklega viða
stundað í atvinnulífinu
að greiða mönnum
ökustyrki fyrir akstur
sem þeir inna ekki af
hendi fyrir vinnuveit-
endur einfaldlega
vegna þess að því
fylgir skattalegt hag-
ræði fyrir báða aðila,
launamann og vinnu-
veitanda. Launamaður
þarf ekki að greiða tekjuskatt af
þessum tekjum eða a.m.k. mjög
lágt skatthlutfall og launagreið-
andi getur greitt hærri laun án
þess að standa skil á trygginga-
gjaldi og öðrum launatengdum
gjöldum. Skattlagning ökustyrkja
er með þeim hætti að tekju-
skattshlufall fyrir þann hluta öku-
styrkja sem er umfram rekstrar-
kostnað ökutækis nálgast 0% ef
menn halda akstrinum innan
ákveðinna marka. Jafnvel þótt
mikið sé ekið eins og hjá Ásmundi
eru reglurnar það lausar í reip-
unum að skatthlutfallið af þessum
tekjum verður mjög lágt.
Misnotkun ökustyrkja er þrí-
þætt:
1. Greiddir eru ökustyrkir fyrir
akstur sem er ekki inntur af hendi
fyrir vinnuveitanda. Oft er það
gert i formi yfirborgana upp að
þeim mörkum í skattmati Rsk. að
ekki þurfi að telja fram rekstrar-
kostnað bíls (um 3.000 km. =
330.000 kr)[4].
2. Upphæðin sem ferðakostn-
aðarnefnd ríkisins ákvarðar er allt
of há m.v. raunverulegan rekstrar-
kostnað bils og kostnaðarmat Rsk.
er sömuleiðis of hátt.
3. Skattlagning ofgreiddra öku-
styrkja er of lág og langt undir
skattlagningu venjulegra launa-
tekna. Sem dæmi má nefna að
hægt er að draga sömu upphæð
frá sem afskriftir af bíl ár eftir ár
óháð verðgildi bílsins í skatt-
framtali. T.d. má draga frá 0,72
millj. í afskriftir fyrir bíl sem upp-
haflega kostar 1,5 milljónir. Eftir
að hafa átt bílinn í 8 ár er búið að
afskrifa þennan 1,5 millj. kr. bíl
um 5,7 milljónir sem koma til frá-
dráttar í framtali eða gróft talið
um 4 milljónir umfram raunveru-
legt kaupverð. Þar sem ökutækið
er einkabíll og er líka notað til
einkaerinda er ekki eðlilegt að rík-
ið niðurgreiði kaupverðið að fullu
og meira til.
Það er líklega óþarfi að taka
það fram að það eru sennilega
karlar sem eru oftast þiggjendur
ökustyrkja og gæti þetta verið
umtalsverður þáttur í launamun
kynjanna.
Að mínu mati er það slæmt að
byggja upp kerfi sem mismunar
fólki eftir því á hvaða formi launa-
tekjur þess eru greiddar. Það ætti
að vera sama eða svipað skatthlut-
fall fyrir launatekjur, fjármagns-
tekjur, hlunnindagreiðslur og öku-
styrki. Besta leiðin til að draga úr
misnotkun ökustyrkja er líklega
að lagfæra skatthlutfall þeirra
þannig að það verði ekki lægra en
lægsta skattprósenta launatekna.
Við það ætti sjálfkrafa að draga
úr þessari misnotkun. Ríkisskatt-
stjóri ætti líka að gefa skýr skila-
boð um að misnotkun ökustyrkja
verði ekki liðin. Ríkisstjórnin ætti
sömuleiðis að skipa ríkisstofn-
unum að hætta að nota ökustyrki
sem yfirborganir ef það tíðkast
enn þá.
[1] http://www.ruv.is/frett/
kostar-rumar-2-milljonir-ad-reka-
bil-asmundar
[2] https://www.rsk.is/ein-
staklingar/tekjur-og-fradraettir/
okutaekjastyrkur/#tab1
[3]https://www.stjornarradid.is/
verkefni/mannaudsmal-rikisins/
kjarasamningar-laun-og-starfs-
kjor/ferdakostnadur/auglysingar/
[4] https://skattalagasafn.rsk.is/
?reg=591.1987.0&tab=1 (1. mgr.
3. gr. „ ... undir þeim mörkum sem
ríkisskattstjóri setur hverju
sinni.“).
Misnotkun ökutækjastyrkja
Eftir Árna
Davíðsson
Árni Davíðsson
»Kerfi sem mismunar
launamönnum eftir
formi tekna er slæmt.
Svipað skatthlutfall ætti
að vera fyrir ökustyrki
og venjulegar launa-
tekjur.
Höfundur er líffræðingur.
arnid65@gmail.com
citroen.is
KOMDU OGMÁTAÐU CITROËN C4 CACTUS
2.540.000KR.
VERÐ ÁÐUR 2.940.000 KR.
Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, S. 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, S. 515 7050
Í tilefni þess að nýr C4 Cactus verður kynntur í maí þá
seljum við síðustu bílana af núverandi gerð með
400.000 kr. afslætti! Keyrðu inn í vorið á nýjum,
sparneytnum Citroën C4 Cactus!
Citroën C4 Cactus er nettur en rúmgóður með opið og bjart innra
rými. Mælaborðið er stílhreint og 7” snertiskjárinn gerir allar
aðgerðir einfaldar og þægilegar. Citroën C4 Cactus er sparneytinn,
með skilvirkri vél og nýrri undurþýðri sjálfskiptingu.
CITROËN C4 CACTUS FEEL SJÁLFSKIPTUR FRÁ
Á aðalfundi Lands-
samtaka sauðfjár-
bænda sem haldinn
var fyrir nokkru var
vandi greinarinnar
mjög til umræðu. Ætti
það ekki að koma
neinum á óvart enda
hefur þessi vandi ver-
ið til umræðu í ein-
hverri mynd svo lengi
sem undirritaður hef-
ur fylgst með. Á undanförnum ár-
um og áratugum er búið að verja
gífurlegum fjárhæðum af opinberu
fé í tilraunum til að leysa vandann,
bæði með beinum og óbeinum
framlögum, m.a. með fjárfram-
lögum til að leita nýrra markaða
fyrir íslenskar sauðfjárafurðir.
Þrátt fyrir öll þessi opinberu inn-
grip er staða íslenskra sauðfjárbúa
nú verri en nokkru sinni fyrr. Af-
urðastöðvarnar, sem eru að mestu í
eigu bænda, hafa sl. tvö ár tilkynnt
eigendum sínum um verulega
lækkun á afurðaverði. Skýringar
sem gefnar hafa verið eru tíma-
bundnir erfiðleikar á erlendum
mörkuðum. Enn var því seilst í
vasa skattgreiðenda sl. haust þegar
665 milljónum króna
var úthlutað til að
leysa hinn tímabundna
vanda. Svo vísað sé til
mats sauðfjárbænda
sjálfra er staðan í
greininni sú að búin
teljast vart rekstr-
arhæf.
Erfitt er að sjá
hvernig vandi grein-
arinnar geti verið
tímabundinn. Sam-
kvæmt nýútkominni
ársskýrslu Slátur-
félags Suðurlands er framleiðsla á
kindakjöti um 50% umfram innan-
landsmarkað. Útflutningur, án op-
inbers stuðnings, mun í fyr-
irsjáanlegri framtíð ekki geta
skilað þeim tekjum sem réttlætt
geta útflutning. Hann skilar af-
urðastöðvunum 30-50% lægra verði
en innanlandsmarkaður.
Þrátt fyrir að afurðastöðvar séu
flestar í eigu bænda dró formaður
Landssamtaka sauðfjárbænda upp
þá mynd af stöðunni að bændur
væru valdalausir í verðlagsmálum
sínum og vandi þeirra lægi fyrst og
fremst í „fákeppni í smásölunni“.
Sala og markaðssetning sauðfjár-
afurða á innanlandsmarkaði er í
höndum afurðastöðvanna. Afurða-
stöðvarnar eru í sömu stöðu og
aðrir birgjar á markaði, hvort sem
þeir heita heildsalar eða iðnrek-
endur, afurðir þeirra eru í sam-
keppni við aðrar vörur um hylli
neytenda. Sú spurning er óneitan-
lega áleitin hvort afurðastöðvarnar
hafi sinnt þörfum viðskiptavina
sinna vel, t.d. varðandi vöruþróun.
Vandi sauðfjárbænda hefur ekk-
ert með aðstæður á smásölumark-
aði að gera. Vandi sauðfjárbænda
er einfaldlega sá að þeir framleiða
langt umfram það sem markaður-
inn hefur þörf fyrir. Fyrsta verk-
efnið til lausnar á vanda greinar-
innar hlýtur því að vera að aðlaga
framleiðsluna þörfum markaðarins
og að sinna betur þörfum við-
skiptavina sinna.
Sauðfjárbændur
og samkeppnin
Eftir Andrés
Magnússon » Vandi sauðfjár-
bænda er einfald-
lega sá að þeir framleiða
langt umfram það sem
markaðurinn hefur þörf
fyrir.
Andrés Magnússon
Höfundur er framkvæmdastjóri
Samtaka verslunar og þjónustu.