Morgunblaðið - 13.04.2018, Page 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. APRÍL 2018
✝ TryggviBjarnason
fæddist í Nýjabæ í
Sandvíkurhreppi í
Flóa 10. janúar
1932. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Hjallatúni í Vík í
Mýrdal 25. mars
2018.
Foreldrar hans
voru, ógift, Stefanía
Elín Jónsdóttir
vinnukona, f. 2.1. 1890, d. 30.12.
1963, og Bjarni Jónsson, lengst
af sjómaður og verkamaður í
Reykjavík, f. 4.6. 1896, d. 29.10.
1967.
Tryggvi átti tvær eldri hálf-
systur, Huldu Pálsdóttur, f. 17.9.
1922, d. 16.6. 2003, sammæðra,
og Önnu Stefaníu Bjarnadóttur,
25.1. 1993. Börn Helgu Báru eru:
1) Sandra Steinþórsdóttir, f. 1.2.
1986, 2) Ásbjörn Matti Birgisson,
f. 18.11. 1989, og 3) Flosi
Tryggvi Guðvinsson, f. 4.2. 1994.
Tryggvi var bóndi að ævi-
starfi og bjó manna lengst eða í
heil 60 ár. Hann hóf sjálfstæðan
búskap árið 1956 í Bár í Hraun-
gerðishreppi í Flóa aðeins 24 ára
gamall og bjó þar til 1971, þegar
hann hóf einnig búskap á Lamb-
astöðum í sömu sveit. Hann bjó
þar ásamt því að nytja Bár að
fullu til 2005. Eftir það bjó hann
aftur í Bár til 2016, þar til hann
fluttist að Hjallatúni í Vík í Mýr-
dal þar sem hann lést. Tryggvi
var meðhjálpari í Hraungerðis-
kirkju frá 1972 eða ’73 til 2005,
eða í ein 33 ár.
Útför Tryggva fer fram frá
Hraungerðiskirkju í Flóa í dag,
13. apríl 2018, kl. 14. Jarðsett
verður í Laugardælakirkju-
garði.
samfeðra, f. 27.9.
1928, d. 19.8. 1995.
Hún fór ung til Am-
eríku.
Tryggvi kvæntist
Magneu Halldórs-
dóttur úr Reykja-
vík, f. 1.6. 1935, d.
7.8. 2016., hinn 1.6.
1968. Þau skildu
31.12. 1985. Hún
var dóttir Hrefnu
Leu Magnúsdóttur,
f. 4.7. 1915, d. 31.5. 1988, og Hall-
dórs Lárussonar, f. 9.10. 1911, d.
2.11. 1938. Börn Tryggva og
Magneu eru: 1) Stefanía Fríða, f.
9.8. 1965, 2) Helga Bára, f. 12.4.
1968, og 3) Ragnar, f. 3.7. 1970.
Börn Stefaníu Fríðu eru: 1)
Gunnar Sigurðsson, f. 2.4. 1984,
og Anton Númi Magnússon, f.
Nú er gamall maður látinn.
Þörfin er mín að deila með um-
heiminum broti af þeirri sérstöku
samleið sem ég átti með Tryggva
seinnihluta ævi hans. Tryggvi var
og er blóðmóðurafi minn, tengd-
ist mér fyrstu tvö árin þegar ég
var á Lambastöðum á hans heim-
ili þá með blóðmóður minni, ég
kynntist honum svo sjálf betur
síðar. Þegar fóstur var orðinn
besti/eini kosturinn fyrir mig, þá
tveggja ára, vildi hann að ég færi
á Oddgeirshóla og hafði mikla trú
á því að þar væri gott fólk sem
myndi veita þau tækifæri í lífinu
sem honum þótti ég eiga skilið.
Hann hafði rétt fyrir sér. Hann
hafði oft rétt fyrir sér þó að ekki
hefði hann alltaf tök á því að
breyta því sem hann hefði viljað
breyta.
Ég minnist af hlýju úr æsku
minni Tryggva í Bár eða afa
Lamba eins og aðrir kölluðu hann
við mig. Ég velti þessum manni
ekkert sérstaklega fyrir mér en
hitti hann á flestum þeim sveita-
samkomum sem þá voru við lýði,
hann mætti á „litlu jólin“ til að
horfa á mig leika í leikritum og
einnig kom hann alltaf til mín að
Oddgeirshóladilknum að réttar-
störfum loknum, færandi súkku-
laði og harðfisk. Þetta klikkaði
aldrei þó að ég yrði eldri þá beið
ég samt við dilkinn minn eftir
þessum árlega glaðningi, „al-
vöru“ afa mínum sem aldrei brást
mér. Vissulega kom Tryggvi líka
fyrir jólin með jólagjafir fyrir
mig og fóstursystkini mín, fékk
þá kaffisopa en var aldrei að
reyna að troða sér neitt inn í líf
mitt að öðru leyti og öll samskipti
okkar þá og síðar urðu aldrei
vandræðaleg. Fallegan sunnudag
um vor, líklega um 11 eða 12 ára
aldurinn, var ég ein í útreiðum
eins og oft áður og síðar, var þá
vani að ríða fram fyrir Litlu-
Reyki og hvíla hrossið aðeins og
snúa þar við. Þar sem ég kastaði
mæðinni fékk ég þá hugmynd að
halda áfram og heimsækja
Tryggva, fór á bak aftur og reið
afskaplega rólega í átt að Hraun-
gerði enda feimin þá. Það sem
dró mig lengra hefur verið kær-
leikurinn í minn garð og mínir
heillavættir. Þegar ég kom í hlað-
ið á Lambastöðum kom á móti
mér hlaupandi hundur og gamall
maður röltandi, brosandi með
augunum, bauð mig velkomna
með hjartanu sínu og kaffisopa.
Það sem eftir kemur þekkja þeir
sem að okkur standa. Þessi dagur
var einn sá mikilvægasti í mínu
lífi og breytti ekki bara Tryggva í
afa minn heldur með tímanum
besta vin minn. Það urðu líka
kaflaskipti í mínu lífi þann fallega
sunnudagsmorgun nú í vor þegar
ég hélt í höndina á honum við
andlátið, með litla drenginn minn
í fanginu þá brosti hann til mín í
augnablik með augunum, ég
þakkaði fyrir allt þá stund er sól-
in skein.
Nú get ég ekkert annað betur
gert fyrir hann en að hugsa vel
um drengina mína tvo, veita þeim
hlýju og kenna þeim fyrir hans
hönd að bera virðingu fyrir dýr-
um og náttúru.
Hljóður lágt nú flýgur fölvi
yfir flóann þessa stund.
En þótt gráti grund og sölni
grær hún skjótt í einni mund.
Þegar drottinn niður drýpur
dýrð og fögnuð fyrir þann
þá lífi sínu yfir lýkur
er lausnaranum ætíð ann.
Herrann hann með vori vekur,
von og fögnuð færir hér.
Sorgir, tár og örlög tekur,
tregann burt úr hjarta þér.
(Sandra St.)
Sandra.
Þegar ég minnist Tryggva er
mér efst í huga söknuður, en um
leið þakklæti og gleði yfir því að
hafa þekkt hann. Tryggvi var
sannur bóndi og einstakur dýra-
vinur og hann kunni að rækta
búfé, hvort heldur sem það voru
kýr, kindur eða hestar. Lífsbar-
áttan var oft erfið og búskapur-
inn basl, en alltaf hafði það for-
gang að skepnunum liði vel. Það
var gaman að koma í fjárhúsið
hjá Tryggva og sjá kindurnar vel
fóðraðar og geislandi í framan af
vellíðan og áberandi hornahlaup
á gemlingunum. Tryggvi vandaði
sig að gefa á garðann, nostraði
við að leggja niður heyið ná-
kvæmlega eins og hann vildi hafa
það og um leið talaði hann við
kindurnar, enda margar þeirra
spakar, þekkti hann þær með
nafni og mundi jafnvel ættir
þeirra líka.
Það var ekki leiðinlegt að
heimsækja Tryggva, hvort sem
það var á Lambastöðum eða í
Bár. Ávallt gaf hann sér tíma til
að hella á könnuna og setjast nið-
ur og spjalla. Hann var vinur vina
sinna, einlægur í viðræðum, mik-
ill húmoristi og hafði skemmti-
lega frásagnarhæfileika.
Á þeim árum sem við Tryggvi
vorum nágrannar þótti sjálfsagt
að bændur hjálpuðust að og ynnu
saman. Við hjálpuðumst t.d. að
við smalamennsku og annað roll-
ustúss og oft gat ég leitað til
Tryggva að láta hann járna fyrir
mig hesta og einnig aðstoðaði ég
hann við járningar á sínum hest-
um. Þá spillti ekki fyrir ef Hjálm-
ar á Langstöðum slóst í liðið og
þá var mikið skrafað og hlegið.
Ég minnist þeirra tíma þegar
Flóamenn fóru ríðandi í hópum á
Murneyramót sem var árlegur
viðburður á sumrin og einnig í
réttirnar á haustin. Þá var Lamb-
astaðabóndinn í essinu sínu og
hrókur alls fagnaðar og það var
ekki amalegt fyrir okkur hin að
hafa hann með í för, sjálfan með-
hjálparann eins og við höfðum
stundum á orði.
Fyrir Tryggva var lífið ekki
alltaf dans á rósum, en hann tók
því sem að höndum bar og lét
ekkert buga sig. Þegar árin færð-
ust yfir tóku ýmsir sjúkdómar að
gera vart við sig sem drógu úr
þreki og starfsorku, en þó var
hugur hans ætið við skepnuhöld
og bústörf og það var endalaust
hægt að spjalla við hann um
löngu liðna tíma.
Þegar dags er þrotið stjá,
þróttur burtu flúinn.
Fátt er sælla en sofna þá
syfjaður og lúinn.
(Rögnvaldur Björnsson)
Stefanía Sigurðardóttir
frá Neistastöðum.
Með Tryggva í Bár er genginn
bóndi sem bjó á tveim jörðum í
Flóa, Bár og Lambastöðum í 60
ár. Hann gekk í gegnum nánast
alla búskaparháttasögu okkar,
allt frá útengja- og áveituhey-
skap með handverkfærum í
gegnum dráttarhestaheyskap á
útengjum með frumstæðum
tækjum og síðan stórfellda tún-
ræktun og votheysverkun til vél-
vædds rúllubaggabúskapar.
Þegar Tryggvi, kominn á efri
ár, hætti kúabúskap og seldi
kýrnar sínar fengu færri en vildu.
Gripir hans voru hraustir og
gagnsamir, rólyndir og skapljúf-
ir. „Hvað á ég að gera þangað?“
sagði hann eitt sinn við nágranna,
sem vildi fá hann með sér á fund
um júgurbólgu. Sá sjúkdómur
var ekki hjá honum. Það var ein-
kenni á búskap Tryggva, hversu
góða gripi hann átti og hversu
örugg griparæktun hans var.
Eitt sinn stóðum við Tryggvi í
heimreiðinni að Lambastöðum að
vetri til og vorum að spjalla um
hrossin hans, sem voru á túninu
við veginn. Kom þá að okkur bíll
og maður nokkur tók okkur tali.
Þetta reyndist einn virtasti
hrossaræktandi í Árnessýslu á
lokaáratugum síðustu aldar. Eins
og gengur og gerist þurfti
Tryggvi að víkja sér út í kantinn
á bak við bílinn og þá sagði bíl-
stjóri við mig. „Það er gott til
þess að vita, að enn skuli vera til
alvöruhrossarækt í landinu, þó
hún sé ekki auglýst og höfð í há-
mæli.“ Tryggvi auglýsti aldrei
gripi sína og seldi þá ekki nema
einhver falaðist eftir þeim að
fyrra bragði.
Tryggvi hafði innsæi í sálarlíf
og hegðun skepnanna sem við hin
höfum fæst, skildi þau og þau
skildu hann og virtu. Jafnt hross
sín og kýr gat hann yfirleitt
teymt án vandkvæða strax á
unga aldri og aldrei vék hann að
þeim styggðarorði eða sló til
skepnu.
Tryggvi var glaðvær maður í
hópi, gat verið stífur, þáði ekki
alltaf ráð af öðrum. Hann gat líka
reiðst eins og aðrir en það entist
ekki til lengdar. Hann var ræðinn
og ófeiminn, sagði yfirleitt skoð-
un sína óhikað og það jafnvel þó
hún kæmi viðmælendum misvel
eða í opna skjöldu. Hann gat ver-
ið eldsnöggur að svara fyrir sig,
svo menn komu honum ekki á
kné í orðaskaki.
Tryggvi var góður leikari og
frábær eftirherma og stundaði
hvort tveggja töluvert á skemmt-
unum innansveitar við mikla kát-
ínu. Hann hafði frábært minni á
gamla tíð, einkum á skepnur og
kunni sögu einstakra gripa, eink-
um stórgripa út í æsar. Ég skráði
ættir Bárarhrossa allt frá 3. ára-
tug 20. aldar, en við þeim bústofni
tók Tryggvi árið 1956 er hann hóf
sjálfstæðan búskap. Ég spurði þá
sömu spurninga ítrekað með
löngu millibili til að kanna minni
hans. Alltaf komu sömu svör.
Tryggvi kunni að lesa veður úr
umhverfinu, brimhljóðum, skýja-
fari, birtu, hegðun dýra o.fl., eins
og menn kunnu á fyrri tíð, þegar
ekki voru veðurfréttir í útvarpi,
og brugðust spádómar hans þar
að lútandi ekki.
Í Skeiðaréttum var Tryggvi
eitt sinn á Stíganda sínum, af-
burða gæðingi. Kom þá maður að
máli við hann og falaði klárinn og
bauð mjög háa upphæð fyrir, en
Tryggvi neitaði. Aðspurður eftir
á, hvers vegna hann hann hafi
ekki selt klárinn var svarið stutt:
„Hva, þetta er reiðhesturinn
minn!“
Páll Imsland.
Við Tryggvi vorum sveitungar
og kynntumst ungir. Nágrannar
urðum við svo í tæp 30 ár og bar
þar engan skugga á. Fátt er
betra til sveita en góðir og hjálp-
samir nágrannar, sem leitað geta
hver til annars, þegar aðstoðar er
þörf. Öll samskipti fjölskyldna
okkar var á þann veg.
Tryggvi var natinn við hirðingu
búpenings og glöggur á líðan
hverrar skepnu. Kýr sínar fóðraði
hann til afurða og góðrar heilsu.
Ær sínar gat hann þekkt úr langri
fjarlægð á göngulagi þeirra og
hátterni. Yndi hafði hann af hest-
um og var stundum efnt til útreið-
artúra, þá tími gafst frá önnum.
Tryggvi var góður samstarfs-
maður og félagi, hafði létta og
jafna lund og stutt var í spaug og
gamansemi. Eftirhermuhæfileika
hafði hann góða og hefði náð langt
á því sviði, ef hann hefði lagt þá
list fyrir sig. Leikhæfileika hafði
hann líka góða og var sóst eftir
honum í leikþætti og revíur á
þorrablótum og viðlíka skemmt-
unum.
Tryggvi var félagslyndur, tók
þátt í hópferðum sveitunganna,
sótti vel fundi, þó hann hefði sig
ekki mikið í frammi á þeim vett-
vangi. Hann hafði skynsamlegar
skoðanir og lét ekki glepjast af lítt
grunduðum málflutningi.
Mörgu fróðlegu sagði hann frá
um búskaparhætti og verklag
fyrri tíma.
Hann talaði skýrt og hreint mál
og hygg ég að á fáum stöðum hefði
verið betra að nema íslenskt mál
en þar sem hann var.
Það er gott að minnast
Tryggva Bjarnasonar og hafa átt
hann að samferðamanni.
Við hjónin vottum börnum
hans og öðrum vandamönnum
samúð okkar.
Guðmundur Stefánsson.
Tryggvi Bjarnason
✝ Gunnar ReynirKristinsson
fæddist á Hjalla við
Dalvík 9. maí 1928.
Hann lést á Dval-
arheimilinu Hlíð á
Akureyri 3. apríl
2018. Foreldrar
hans voru Gunn-
laugur Kristinn
Gunnlaugsson, f.
1885, d. 1940, og
Jóhanna Guðrún
Jónsdóttir, f. 1892, d. 1967. Al-
systkini Gunnars eru Friðjón
Kristinsson, f. 1925, d. 2001, og
Elín Sóley Kristinsdóttir, f.
1931, d. 2013. Hálfsystkini sam-
feðra eru Gunnlaugur Tryggvi
Kristinsson, f. 1916, d. 1975,
Þorleifur Kristján Kristinsson,
f. 1919, d. 1939, og Rósa Guðný
Kristinsdóttir, f. 1920, d. 1986.
Eiginkona Gunnars er Ingi-
björg Arngrímsdóttir, f. 1921, d.
2017. Foreldrar hennar voru
Arngrímur Jóhannesson, f.
1886, d. 1982, og
Jórunn Antonsdótt-
ir, f. 1890, d. 1960.
Börn Gunnars og
Ingibjargar eru 1)
Gígja, f. 1953, eig-
inmaður Ólafur
Halldórsson, f.
1954, dóttir þeirra
Þóra Sif, f. 1977,
eiginmaður Lárus
Arnór Guðmunds-
son, f. 1976, börn
þeirra Freyja, f. 2005, og Arnór
Bjarki, f. 2008. 2) Úlfar, f. 1956,
barnsmóðir Guðrún Jóhanns-
dóttir, f. 1960, dóttir þeirra Guð-
rún Íris, f. 1981, eiginmaður
Sigurður Sveinsson, f. 1979,
þeirra börn Kristrún Edda, f.
2008, og Aron Breki, f. 2010.
Eiginkona Vilborg Jóhanns-
dóttir, f. 1959, þeirra börn Sól-
ey, f. 1993, og Gunnar, f. 1996.
Útförin fer fram frá Akureyr-
arkirkju í dag, 13. apríl 2018,
klukkan 13.30.
Elsku besti afi hefur kvatt
þennan heim og sameinast ömmu
og Þóru frænku á betri stað. Mikið
á ég þeim að þakka. Ég var þeirr-
ar gæfu aðnjótandi að fá að eyða
æskusumrum mínum hjá þeim í
góðu atlæti á Dalvík. Þar var öll-
um stundum eytt í leik, lestur og
að hjálpa til við að dytta að garð-
inum. Það eru ótal ævintýralegar
minningar sem ylja. Afi tók alltaf
virkan þátt í lífi okkar barna-
barnanna. Það var alltaf skemmti-
legast þegar afi var með í elting-
arleik og oftar en ekki var spurt
eftir bæði mér og afa til að koma út
að leika. Þá fengum við afa-
stelpurnar alltaf að gera hár-
greiðslur í afa þegar amma og Þóra
frænka lögðu hárið. Þolinmóðari
maður var vandfundinn. Þegar ég
minnist afa minnist ég ljúf-
mennsku, manns með stórt hjarta
og óþrjótandi áhuga á öllu því sem
við yngri kynslóðin tókum okkur
fyrir hendur. Þú gerðir heiminn
svo sannarlega að betri stað. Það er
erfitt að kveðja en minning þín lifir
í hjörtum okkar að eilífu. Takk fyr-
ir allt, elsku afi.
Þóra Sif Ólafsdóttir.
Elsku afi, mikið sem ég á eftir að
sakna þín. Ég er svo þakklát að
eiga margar og góðar minningar
um samveru okkar. Allar bílferð-
irnar milli Akureyrar og Dalvíkur
þar sem alltaf var leikinn sami leik-
urinn, 5 kr. fyrir þann sem var
fyrstur að sjá Dalvík. Alla leiðina
talaði ég og sagði brandara til að fá
þig til að gleyma keppninni. Ég
vann alltaf og bílferðin varð stutt.
Þegar ég var á Dalvík hjá ykkur
ömmu og Þóru frænku beið ég allt-
af spennt eftir því að sjá þig koma
fyrir hornið á hjólinu úr vinnunni,
vitandi að þú myndir vilja spila eða
leika við mig. Ég man þú sagðir
aldrei nei eða sagðist vera þreytt-
ur. Þú gafst þér alltaf tíma fyrir
mig og fyrir það verð ég ævinlega
þakklát. Í seinni tíð hringdir þú
alltaf á sunnudögum um kaffileyt-
ið ef ég hafði ekki hringt í þig í vik-
unni. Mikið þótti mér vænt um
það að þú vildir fylgjast með,
hvetja mig áfram og leiðbeina.
Mikilvægast fannst þér að ég
lærði að fara vel með peninga.
Endalaus ást og þolinmæði lýsir
því best hvernig ég mun alltaf
muna þig og ömmu.
Fagur fiskur í sjó,
brettist upp á halanum
með rauða kúlu á maganum.
Vanda, banda,
gættu þinna handa.
Vingur, slingur,
vara þína fingur.
Fetta, bretta,
svo skal högg á hendi detta.
(Höfundur ók.)
Þetta kvæði mun alltaf minna
mig á þig.
Takk, elsku afi, fyrir alla þá ást,
væntumþykju, góðmennsku og
gleði sem þú sýndir mér ávallt. Ég
sakna þín og ömmu sárt en er
þakklát fyrir alla samveru okkar
og allt það sem þið kennduð mér.
Guðrún Íris.
Hér á að draga nökkvann í naust
nú er ég kominn af hafi.
(Einar Benediktsson)
Það eru mörg ár síðan ég
kynntist Gunnari Kristinssyni
stýrimanni frá Dalvík, en það var
fyrir 64 árum. Þannig var að ég
var að vinna við Skipasmíðastöð-
ina Dröfn í Hafnarfirði, en þar var
verið að smíða 58 tonna fiskiskip.
Þar var mikið að gera, þar stóðu
tveir nýir bátar tilbúnir að verða
settir á flot. Fyrri báturinn sem fór
á flot hlaut nafnið Víðir II og
heimahöfn hans var í Garði á Suð-
urnesjum. Hinn báturinn hét
Reykjanes og var gerður út frá
Hafnarfirði. Á þessum tíma kom
útgerðarmaður frá Dalvík, Aðal-
steinn Loftsson, og bað um að láta
smíða 58 tonna fiskibát. Þegar var
hafin smíði á bátnum og þegar
henni var að ljúka mættu tveir
menn til viðbótar frá Dalvík sem
ráðnir voru á bátinn, Kristján skip-
stjóri og Gunnar Kristinsson,
stýrimaður. Við náðum vel saman,
Gunnar og ég, og unnum við að
byggja undir skipið og gekk það
vel. Skipstjórinn sá um fyrirkomu-
lag á dekki og annað sem við kom.
Svo kom að því að sjósetja skipið,
nafnið var málað á og þar með var
Baldvin Þorvaldsson kominn á flot.
Allt þetta fór fram á laugardegi og
um kvöldið skyldi sigla til Dalvík-
ur. Þetta skip reyndist happafley
og skilaði af sér góðri afkomu.
Gunnar var allan tímann stýrimað-
ur hjá þessari útgerð meðan hún
starfaði. Hann var margar vertíðir
fyrir sunnan og stundum þegar vel
stóð á kom hann í heimsókn til
okkar hjóna, og þá færandi hendi
með nýjan fisk í soðið. Við höfðum
oft samband í síma og spáðum í
hlutina og aflabrögð.
Eitt sumarið fórum við hjónin
norður og þá stóð svo á að Gunnar
var heima. Það var gaman að hitta
þau hjón og koma á þeirra glæsi-
lega heimili. Þegar við kvöddum
vorum við leyst út með stærðar
búnt af burkna sem við settum
niður þegar heim var komið og
varð eitt af skrauti í okkar garði.
Gunnar vin minn hitti ég stundum
í Hirtshals í Danmörku. Þegar
Norðursjávarsíldin var og hét, og
við vorum að landa, þá var hann
stýrimaður á nýja Lofti Baldvins-
syni. Þegar Loftur var seldur fór
Gunnar í land og þar með var
hann hættur til sjós, nú þurfti
hann ekki að stíga ölduna lengur.
Það er margs að minnast, eins
og síðustu ferðar okkar norður. Þá
voru þau hjón flutt inn á Akureyri
á Melateig, þar sem vel var tekið á
móti okkur. Þar bað Gunnar mig
að koma með sér út í bílskúr, en
þegar þangað var komið stóð þar
stærðar skúta á borði með öllum
seglum. Þetta módel var glæsilega
vel sett saman, mér féllust hendur
við að sjá hvað þetta var vel af
hendi leyst og mér varð að orði að
hann yrði að setja þetta í gler-
kassa. Eitt sinn spurði ég Gunnar
hvað væri eftirminnilegast af ver-
tíðum hans. Hann brosti, hugsaði
sig um og sagði svo: „Það er
kannski vertíð mín á Patreksfirði,
en þá var ég stýrimaður á Lofti
Baldvinssyni sem var leigður
þangað frá Dalvík.“
Það er gaman að hafa lifað svo
langan dag. Ég þakka samveru-
stundirnar og votta aðstandend-
um mína dýpstu samúð.
Halldór Hjartarson.
Gunnar Reynir
Kristinsson