Morgunblaðið - 13.04.2018, Side 26

Morgunblaðið - 13.04.2018, Side 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. APRÍL 2018 ✝ Helga Sigfús-dóttir fæddist 6. júlí 1936 á Grýtubakka í Höfðahverfi, S-Þingeyjarsýslu. Hún lést í Flórída 20. mars 2018. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jó- hanna Erlends- dóttir frá Hnausum, A-Hún., f. 16.3. 1905, d. 20.8. 1979, og Sigfús Hermann Bjarnason frá Grýtubakka, f. 3.6. 1897, d. 23.7. 1979. Systkini Helgu eru Sigurbjörg Jóhanna, f. 12.7. 1932, Bjarni, f. 13.9. 1933, Kristján, f. 30.9. 1934, d. 12.6. 2013, Þorsteinn, f. 13.2. 1938, og Kolbrún, f. 11.12. 1939, og fósturbróðir hennar, Jóhann Haukur Jóhannsson, f. 8.6. 1929, d. 19.8. 2016. Eiginmaður Helgu var Pálmi Jónsson, bóndi á Akri, alþingis- maður og fyrrverandi ráðherra, f. 11.11. 1929, d. 9.10. 2017. Börn þeirra eru 1) Jón Pálma- son, f. 8.7. 1957, rafmagnsverk- fræðingur, kvæntur Marianne Skovsgård Nielsen, f. 31.5. arssyni, f. 1.5. 1969. Fyrir átti Ómar Unni Björgu Ómars- dóttur, f. 12.8. 1984, sambýlis- maður Hrafnkell Már Stefáns- son, f. 25.6. 1984, og Frímann Hauk Ómarsson, f. 9.10. 1986, hann er kvæntur Tinnu Björk Gunnarsdóttur, f. 1.4. 1985. Helga ólst upp á Grýtubakka til 12 ára aldurs er fjölskyldan flutti að Breiðavaði í Langadal í Húnavatnssýslu. Fimmtán ára flutti hún til Reykjavíkur og vann við þjónustustörf á heim- ilum og sextán ára hóf hún vinnu á skrifstofu Sambands ís- lenskra samvinnufélaga. Helga stundaði nám við Kvennaskól- ann á Blönduósi 1955-56. Helga og Pálmi giftust 26. október 1956 og tók hún þá við hús- móðurhlutverki á Akri. Helga starfaði lengi í Kvenfélaginu Voninni í Torfalækjarhreppi. Á árunum 1967-1991 hélt fjöl- skyldan einnig heimili á vet- urna í Reykjavík er Pálmi var á Alþingi. Sum árin vann Helga við verslunarstörf. Árið 1997 fluttu þau hjón í Blönduhlíð 19. Helga var nýflutt í Hvassaleiti 58 þegar hún lést. Útför Helgu fer fram frá Há- teigskirkju í Reykjavík í dag, 13. apríl 2018, klukkan 15. Jarðsett verður í Þingeyra- klausturskirkjugarði. 1958, fé- lagsráðgjafa og þýðanda. Börn þeirra Niels Pálmi Skovsgård Jónsson, f. 15.2. 1988, Hen- rik Skovsgård Jónsson, f. 18.6. 1990, Anna Elísa- bet Skovsgård Jónsdóttir, f. 9.3. 1994, unnusti Sturla Lange, f. 22.4. 1994. 2) Jóhanna Erla Pálmadóttir, f. 4.8. 1958, fram- kvæmdastjóri og bóndi, gift Gunnari Rúnari Kristjánssyni, f. 29.8. 1957 hagfræðingi og bónda. Börn þeirra Helga Gunnarsdóttir, f. 21.1. 1983, og Pálmi Gunnarsson, f. 6.1. 1989, unnusta Þuríður Her- mannsdóttir, f. 11.2. 1993. 3) Nína Margrét Pálmadóttir, f. 14.12. 1970, ferðamálafræð- ingur, gift Ómari Ragnarssyni, f. 3.1. 1957, yfirlækni. Börn þeirra Helga Sólveig Ómars- dóttir, f. 29.1. 2002, og María Rut Ómarsdóttir, f. 19.4. 2003. Fyrir átti Nína Margrét Ragnar Darra Guðmundsson, f. 27.6. 1993, með Guðmundi St. Ragn- Kveðja til elskulegra foreldra okkar, með þökk fyrir allt og allt. Með fylgir texti að laginu þeirra, Við gengum tvö. Við gengum tvö, við gengum tvö í rökkurró, við leiddumst hljóð, við leiddumst hljóð um ungan skóg. Þú varst yndi, þú varst yndi og ástin mín, og stundin áfeng, stundin áfeng eins og vín. Við hlýddum tvö, við hlýddum tvö í húmi ein, er blærinn kvað, er blærinn kvað við blöð og grein. Ég var nóttin, ég var nóttin þögla þín, og þú varst eina, þú varst eina stjarnan mín. Á meðan norðurljósin leiftra um bláan himininn, þá sit ég ein og þrái kveðjukossinn þinn. Við hlýddum tvö, við hlýddum tvö í húmi ein, er blærinn kvað, er blærinn kvað við blöð og grein. Ég var nóttin, ég var nóttin þögla þín, og þú varst eina, þú varst eina stjarnan mín. (Valdimar Hólm Hallstað) Hvíl í friði. Jón, Jóhanna Erla og Nína Margrét. Hún Helga tengdamóðir mín er látin. Andlát hennar bar að með mjög skjótum hætti. Við áttum samleið um alllangt skeið því ég kom ungur inn í fjöl- skylduna. Glaðværð einkenndi lund hennar. Það sem ein- kenndi hana umfram margt annað var að ef hægt var að gera hlutina núna þá skyldu þeir gerðir. Henni var illa við allt slór og aldrei sá ég hana ganga upp tröppurnar úr kjall- aranum á Akri heldur hljóp hún alltaf. Helga var, eins og bræður hennar Kristján og Þorsteinn, fljót að tengja fólk við ættir. Þegar hún hitti fólk sem hún þekkti ekki fyrir leið ekki lang- ur tími þar til hún var búin að tengja það við fólk sem hún þekkti. Helgu þótti gaman að halda veislur því hún var mikil fé- lagsvera. Einu áhyggjur hennar þegar hún var að undirbúa þær var að ekki væri nóg fyrir alla. Þegar dóttir okkar Jóhönnu fermdist kom Helga að undir- búningi að sjálfsögðu. Kvöldið fyrir ferminguna fórum við að skoða salinn sem veislan var haldin í. Ég held að það hafi verið veisluborðið sem gerði það að verkum að Helga var viss um að kökurnar myndu klárast og sumir fengju ekki nægju sína. Þegar heim var komið var hún komin með smjörstykki á loft til að baka en mér tókst að afvopna hana. Hún var þó ekki rónni fyrr en veislan var afstaðinn. Helga gat verið fljót að svara þegar svo bar við. Í fimmtugs- afmæli Pálma minntist aðal- ræðumaður ekkert á Helgu. Hann kom svo til hennar og baðst afsökunar. Helga tók þessu vel en bætti við að hann skyldi halda henni ræðu þegar hún yrði fimmtug og ekki minn- ast á Pálma. Ræðumaður sagði: „Það verður erfitt.“ Hann stóð þó við það og minntist ekkert á Pálma í ræðunni. Helga reyndist mér og fjöl- skyldu minni einstaklega vel. Hún var óþreytandi að koma og aðstoða okkur þegar mikið lá við, hvort sem var hér á landi eða í Danmörku. Er ég æv- inlega þakklátur fyrir það. Ég votta hinum fjölskyldu- meðlimum mína dýpstu samúð. Gunnar Rúnar Kristjánsson. Elskuleg tengdamóðir mín er látin. Hún varð bráðkvödd í byrjun ferðalags okkar fjöl- skyldunnar með henni og syst- ur hennar, Kolbrúnar, til Flór- ída. Mikil tilhlökkun var fyrir ferðinni og Helga að ná sér vel á strik eftir andlát eiginmanns síns í október síðastliðnum, Hún hafði nýlega flutt í nýja íbúð og hafði komið sér þar vel fyrir, allt mjög smekklegt og hlýlegt hjá henni, eins og henn- ar var von og vísa. Þá var hún nýlega búin að fá sér nýjan bíl og farin að keyra aftur. Lýsir þetta dugnaði hennar, konu á níræðisaldri. Margar ferðirnar fórum við fjölskyldan með Helgu og Pálma, bæði innanlands og ut- an. Síðasta sumar fór Helga m.a. í útilegur með okkur bæði í Húsafell og á Flúðir og gisti hjá okkur í hjólhýsinu. Nokkr- um sinnum komu Helga og Kol- brún systir hennar með okkur til Spánar, stundum aðrir fjöl- skyldumeðlimir með, og var alltaf jafngaman í þeim ferðum, miklar veislur og ánægjulegar samverustundir. Sama á við um ferð sem við fórum með Helgu og Pálma um Mið-Evrópu fyrir allmörgum árum og einnig ferð til Grenada. Hafði Helga mjög gaman af öllum þessum ferða- lögum og naut þess að vera með fjölskyldunni. Samband Helgu og systkina hennar var alla tíð mjög náið og hittust þau oft og voru í miklu sambandi. Sama á við stóran hluta barna þeirra systkina. Helga var alla tíð mjög natin við dætur okkar og fylgdist vel með þeirra lífi. Gistum við oft hjá þeim Pálma í Blönduhlíðinni, þegar við vor- um í bænum, og áttum góðar stundir saman. Helga var mikil handavinnu- kona, eins og móðir hennar var, og alveg síðan ég kynntist henni fyrst sat hún oft á sama stað í stofunni og prjónaði lopa- peysur sem hún seldi. Dætur hennar hafa báðar erft þennan handavinnuáhuga og prjóna mikið. Helga var einnig af- bragðskokkur og töfraði fram veislur, oft með undraskömm- um fyrirvara, en alltaf voru þær jafn myndarlegar hjá henni og vel veitt. Helga var alltaf vel tilhöfð og máluð og í fallegum fötum, allt í stíl. Mikil heimskona, var mikið fyrir að vera í höfuðborginni en minna fyrir að vera í sveitinni. Helga var lítið fyrir að kvarta og vildi láta lítið fyrir sér hafa en þeim mun duglegri að hugsa um aðra. Hún var dugleg að rækta sambönd við fjölskyldu og vinkonur. Helga var mjög fljót að aðlagast að- stæðum og alltaf tilbúin í alla hluti strax, alltaf til í ævintýri, ekkert að vandræðast með hlut- ina. Að lokum fæ ég seint full- þakkað þær móttökur sem ég fékk þegar ég kom inn í fjöl- skylduna, Helga og Pálmi tóku mér eins og ég væri sonur þeirra og fann ég aldrei annað en mikla hlýju í minn garð frá þeim. Minning þín er ljós í lífi okkar. Þinn tengdasonur, Ómar Ragnarsson. Þá ertu farin til afa, elsku amma, aðeins nokkrum mánuð- um eftir að hann fór héðan. Þú vildir nú auðvitað aldrei láta bíða eftir þér en þó var þetta nú fullsnemmt. Maður trúir því þó að Sumarlandið sé hlýtt og bjart og það lýsir akkúrat þín- um heimavelli, sumarið var þinn tími. Ég man reyndar ekkert eftir okkar fyrstu kynnum, á fæðing- ardeildinni í Kaupmannahöfn, þó þú hafir sagt mér margoft frá því. Seinna meir sköpuðust fjölmargar minningar, Þórs- merkurferðir, ættarmót, utan- landsferðir og auðvitað allar stundirnar sem við áttum sam- an heima á Akri. Það er skrýtið að hugsa til þess að um daginn vorum við að spjalla saman og þú spurðir hvort þú mættir koma og hitta mig á Kringlukránni. Þar var ég við hátíðarkvöldverð með kórfélögum mínum úr Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps, það hefði nú verið meiri veislan. Því miður komstu ekki, enda kannski var þetta meira í gríni en alvöru. En aðeins tveimur dögum síðar varstu farin. Svona er víst þetta líf og erf- itt að semja við þann sem því stjórnar. En þá er líklega best að lifa því meðan maður er til fullnustu og ég tel að þú hafir gert það, þrátt fyrir að hafa sleppt Kringlukránni þetta kvöldið. Skilaðu kveðju til afa. Pálmi Gunnarsson. Elsku amma mín. Það er svo skrítið að þú sért farin frá okkur, ég er alltaf á leiðinni að hringja í þig eða kíkja til þín. Það var einhvern veginn alltaf þannig að þú gast komið mér í gott skap. Þú hafð- ir svo góð ráð að gefa og svo glaða lund að það var smitandi. Þegar ég fæddist voruð þið á leiðinni út að ferðast, til Kan- aríeyja ef ég man söguna rétt, en þó að það værir orðið mjög stutt í flugið náðuð þið að koma og segja hæ við ömmu- og afa- stelpuna ykkar. Þið afi ferð- uðust mikið um allan heim en hvar sem þið voruð þá munduð þið alltaf eftir því að hringja á afmælisdögunum og það gladdi mig mjög. Ferðalögin ykkar og sögurnar af þeim kveiktu í mér ferðaþrá sem hefur leitt til margra ævintýra og ég er hvergi nærri hætt. Á þínum seinni árum þurftirðu stundum meiri hjálp en áður og ég unni því að tækla þau verkefni með þér og þú gast oft hjálpað mér í mínum verkefnum. Ég á eftir að sakna þess að koma til þín í kaffi og sitja hjá þér og spjalla um lífið og tilveruna. Ég er svo ótrúlega þakklát að hafa fengið að kynnast þér og ég hef fengið ómetanlega mikið af minning- um og visku að gjöf frá þér sem ég mun geyma í hjarta mínu að eilífu. Nú ertu hjá afa, ég sé ykkur fyrir mér, svo hraust og glöð í sumarlandinu. Þar til við sjáumst aftur. Ástarkveðja, Anna. Elsku amma, nú ertu farin frá okkur og kemur ekki aftur úr þessu fríi. Nú vona ég að afi dragi þig með í gönguferðir á hverjum degi hvar sem þið eruð stödd. Sárt þykir mér að geta það ekki sjálfur. Sárar þykir mér að engin verða Skype-sím- tölin. Öll þau ár sem ég hef bú- ið í Noregi hefur þú reglulega hringt og við spjallað um hitt og þetta. Lífið og tilveruna. Tæknin getur ekki brúað þetta nýja bil. Við verðum því að reiða okkur á aðrar leiðir. Það reddast eins og tæknilærdóm- urinn, alltaf var ég stoltur af þrjóskunni í garð tækninnar. Skyldleikinn leynir sér ekki þar. Á meðan ég hef þig hér amma; mér gengur vel, draum- urinn lifir, sólin skín lengur á himni og ég kem brátt heim til Íslands. Já, heim í kaffi, spjall og spil. Heim í fjölskyldufaðm- inn sem þú áttir stóran hlut í að skapa með ást, umhyggju og óþreyttu eyra. Takk fyrir allt, amma mín. Þinn Niels Pálmi. Elsku amma okkar, fráfall þitt er svo óraunverulegt. Við vitum að nú ertu komin aftur til afa, en það verður skrítið að fara ekki í heimsókn til þín, út- landaferðir, útilegu, út að borða, leikhús og margt fleira með þér. Við munum sakna þess að geta ekki hringt í þig, til þess að tala um daginn eða segja frá einkunnum. Þú varst alltaf svo hlý og góð við okkur og vildir alltaf hafa okkur hjá þér. Alltaf þegar við komum til þín vildir þú bjóða okkur upp á eitthvað og þá sérstaklega mjólkurglas. Við áttum margar góðar stundir saman í Hvera- gerði þegar að þú komst og varst hjá okkur á meðan for- eldrar okkar voru erlendis, það var alltaf svo notalegt og gam- an hjá okkur, þú dekraðir enda- laust við okkur. Við munum alltaf muna eftir að þegar við kvöddum þig í síðasta skiptið sögðum við „sjáumst í Miami“ sem þér fannst svo fyndið en sú varð raunin ekki. Þú kenndir okkur margt í gegnum tíðina. Þú varst okkar helsta fyrir- mynd og lífið verður tómlegt án þín. Guð geymi þig, elsku amma. Þín ömmubörn Helga Sólveig og María Rut. Elsku amma mín. Það er erf- itt að kveðja þig. Þegar ég var lítill strákur þá lastu sögur fyr- ir mig fyrir svefninn sem ég man ennþá vel eftir. Þú varst alltaf svo hlý og góð við mig og talaðir bara fallega til mín. Mér þykir bæði skrýtið og erfitt að þú sért farin og ég geti ekki hitt þig og knúsað þig. Það var svo gott að hitta þig og afa, sér- staklega á Akri en líka í Reykjavík. Jólabrauðið þitt var það besta í heimi. Þegar afi dó þá sástu sorgina í augunum mínum og þú huggaðir mig. Og núna ertu með afa aftur. Þið er- uð bæði englar uppi á himnum. Ég sakna ykkar beggja en ég veit samt að þið afi passið upp á mig. Takk fyrir allt sem þú hef- ur gert fyrir mig og með mér, elsku góða amma mín. Þinn Ragnar Darri. Þú ert yndið mitt yngsta og besta, þú ert ástarhnossið mitt nýtt, þú ert sólrún á suðurhæðum, þú ert sumarblómið mitt frítt, þú ert ljósið sem lifnaðir síðast, þú ert löngunar minnar hlín. Þú ert allt sem ég áður þráði, þú ert ósk – þú ert óskin mín. (Guðmundur Björnsson) Þetta söng amma fyrir okkur barnabörnin þegar við vorum lítil. Með þessum söng kom hún því til skila strax að við vorum hvert og eitt ósk sem hún hafði þráð alla ævi. Eftir að við urð- um eldri var amma dugleg að segja okkur það og sýna á margan hátt hvað hún elskaði okkur barnabörnin mikið. Það er dýrmætt að vita og finna svona sterkt alla ævi hversu mikilvægur og elskaður maður er og því eigum við barnabörn- in hennar henni mikið að þakka. Amma fór í Kvennaskóla og lærði þau fræði sem þar voru kennd. Á þeim árum áttu ungar konur ekki eins auðvelt með að komast í nám og nú, en það var augljóst að ef amma hefði verið ung í dag hefði menntaganga hennar verið lengri. Henni var mikið í mun að afkomendur hennar gengju menntaveginn og hún fagnaði hverjum áfanga sem við tókum. Ég berst við mikinn prófskrekk og þegar ég var í framhaldsskóla áttaði ég mig fljótt á því að besta ráðið við prófstressinu var að hringja í ömmu og fá hana til þess að tala í mann kjarkinn rétt áður en gengið var til prófs. Ég var svo lánsöm á ung- lingsárum mínum að fá þann heiður að vera aðstoðarráðs- kona ömmu á Akri í sauðburði. Amma notaði ekki uppskriftir við matseldina og það geri ég ekki heldur. Afi vildi á end- anum meina að það hefði ekki skipt máli hvor okkar væri í eldhúsinu, hann fengi alltaf jafn góðan mat. Ég met það mikils að hafa átt þennan tíma með ömmu því undir handleiðslu hennar lærði ég margt sem engin matreiðslubók getur kennt. Annað sem ég nam við pils- faldinn hjá ömmu í bernsku var ættfræðiáhuginn. Amma var ættfróð og kunni vel sínar ættir og annarra fram og aftur. Þetta vakti fljótlega áhuga minn. Þegar ég varð aðeins eldri gat ég því tekið fullan þátt í þess- um samtölum. Hún var þó mun betri í þeim fræðum en ég. Ömmu fannst að allt ætti að gerast strax, ef hægt var, að bíða með eitthvað átti ekki við hana. Hún gerði allt hratt og örugglega og við hin áttum erf- itt með að standast henni snún- ing. Amma var létt og kát og henni þótti best að hafa okkur, fólkið sitt, í kringum sig. Við vorum eins oft saman og hægt var og núna þakkar maður fyrir hverra stund og hverja minn- ingu. Það var alltaf gaman að heimsækja þau ömmu og afa, þau voru höfðingjar heim að sækja og félagsskapurinn góð- ur. Núna er amma komin til afa í sumarlandið. Þar sitja þau væntanlega með kaffibolla, hún með ömmukaffi og hann með afakaffi. Í sumarlandinu er núna framreiddur dýrindis mat- ur og lopapeysur prjónaðar í stórum stíl. Elsku besta amma mín, takk fyrir allt það dýr- mæta sem þú veittir mér og allt það sem þú kenndir mér í gegn- um lífið. Þú sagðir oft að þú værir svo heppin með barna- börn en ég held að við höfum ekkert verið minna heppin með ömmu. Guð blessi þig, elsku besta amma mín, minning þín lifir á meðal okkar allra. Þín lambadrottning Helga Gunnarsdóttir. Sé ég fjöld af förnum dögum, finn mér skylt að þakka að nýju góðhug þinn og alúð alla, endalausa tryggð og hlýju. (Guðmundur Böðvarsson) Sex ára gutti var ég sendur norður að Akri til Helgu móð- ursystur minnar og ömmu og afa sem þangað höfðu flutt frá Breiðavaði. Ég var fljótur að sætta mig við aðstæðurnar og varð innan skamms eins og eitt af börnunum hennar Helgu. Þannig reyndist hún mér alla tíð sem besta móðir og dvaldi ég fjölmörg sumur hjá þeim Pálma uppfrá því. Systkinin Jón, Jóhanna og seinna Nína litla tóku mér einnig vel og í minningunni eru allir dagar baðaðir sólskini, kryddaðir ný- bökuðum kleinum og ilmandi töðu. Matartímarnir voru skemmtilegir og oft margir í mat. Helga og amma stóðu vaktina í eldhúsinu, steikjandi silunginn, smyrjandi og bak- andi. Alltaf var nóg að borða og gott með kaffinu. Sérstaklega minnist ég þess þegar vakað var um nætur í kringum sauð- burðinn hvað það var gott að koma inn og fá hressinguna. Atlætið var allt upp á það besta og vel hugsað um okkur. Eng- inn gekk um gólfin á Akri í göt- óttum hosum og var manni snarlega kippt upp á stól og stoppað í gatið, þurfti ekki að fara úr sokknum. Ég fékk að atast í útiverk- unum með fullorðna fólkinu löngu áður en ég gat gert eitt- hvað af viti en þannig lærði ég smátt og smátt hvað sveitalífið snerist um. Það voru sannar- lega forréttindi að fá að kynn- ast stórfjölskyldunni svona ná- ið, vera á heimilinu með afa og Helga Sigfúsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.